Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samtök iðn-
aðarins
sendu í gær
frá sér afar at-
hyglisverða og
vandaða skýrslu
um íslenskt efna-
hags- og samkeppnisumhverfi
með 26 tillögum um það sem
betur mætti fara svo að frek-
ari árangur náist í að bæta
lífskjör í landinu. Auk um-
fjöllunar um tillögurnar er
farið yfir stöðuna í tengslum
við komandi kjaraviðræður og
þar kemur ýmislegt athyglis-
vert fram. Samtök iðnaðarins
benda á að farsæl niðurstaða
nýrra kjarasamninga sé
„lykilþáttur í því að ná tökum
á verðbólgu og vaxtastigi.
Meginmarkmiðið ætti að vera
að viðhalda stöðugleika á
vinnumarkaði og varðveita
þann árangur sem náðst hefur
á síðustu árum, en frá árinu
2012 hefur kaupmáttur launa
aukist um 55-57% á sama tíma
og kaupmáttur hefur aukist
um 2-10% á hinum Norður-
löndunum.“
Þarna munar gríðarlega
miklu og það er líka athyglis-
vert sem bent er á að þrátt
fyrir efnahagsáföllin, sem
dundu yfir frá gerð síðustu
kjarasamninga árið 2019, þá
jókst kaupmáttur launa um
8,6% og kaupmáttur lægsta
launataxta enn meira, eða um
9,7%.
Þessi mikla kaupmáttar-
aukning síðastliðinn áratug
hefur leitt til þess að laun og
tengd gjöld sem hlutfall af
landsframleiðslu eru hvergi
hærri en hér á landi í þeim
löndum sem við berum okkur
saman við. Í skýrslunni segir
að í fyrra hafi launakostnaður
á unna stund verið um 30%
hærri hér en að meðaltali í
Evrópu og bent er á að sam-
keppnisstaða innlendra fyrir-
tækja gagnvart erlendum
keppinautum hafi versnað og
sé þung um þessar mundir.
Verulegt áhyggjuefni er að
hið opinbera, einkum þó sveit-
arfélögin, hefur á síðustu ár-
um leitt launaþróunina hér á
landi á sama tíma og ríki og
sveitarfélög hafa þanið út
starfsemi sína. Í skýrslu SI er
bent á að á „tíma Lífskjara-
samningsins frá mars 2019
hafa laun hjá opinberum
starfsmönnum hækkað um
18,7% samanborið við 14% á
almenna markaðinum. Á þess-
um tíma hefur opinberum
starfsmönnum líka fjölgað
umtalsvert eða um 12% á
sama tíma og starfsmönnum á
almennum vinnumarkaði
fækkaði um 2%.“
Allir hljóta að
sjá að þessi þróun
getur ekki haldið
áfram. Fyrirtæki
á almennum
markaði leggja
grunninn að því með verð-
mætasköpun sinni að hægt sé
að halda úti starfsemi hins
opinbera. Það að sífellt fjölgi í
hópi opinberra starfsmanna á
sama tíma og fækkun verður
á almenna markaðnum, sam-
hliða því að laun opinberra
starfsmanna séu hækkuð
langt umfram það sem al-
menni markaðurinn ræður
við, getur ekki endað nema
með ósköpum.
Stjórnvöld, bæði hjá ríki og
sveitarfélögum, verða að taka
starfsemi hins opinbera til
gagngerrar endurskoðunar.
Báknið hefur bersýnilega
þanist út langt umfram það
sem þjóðfélagið stendur undir
til lengri tíma og þessi þróun
er veruleg ógn við lífskjör í
landinu til lengri tíma.
Um leið og hið opinbera
þarf að taka til hjá sér, draga
úr umsvifum og fækka verk-
efnum og starfsfólki, þarf það
að bæta aðstæður almennra
fyrirtækja. Þar er að mörgu
að hyggja líkt og fram kemur
í fyrrnefndri skýrslu, en eitt
er að lækka tryggingagjaldið.
Í könnun sem SI létu gera
meðal fyrirtækja kom fram að
lækkun tryggingagjalds er sú
aðgerð sem stjórnvöld gætu
gripið til sem mundi skipta
hvað mestu máli fyrir rekst-
urinn.
Tryggingagjaldið er skatt-
ur á launagreiðslur og er
mjög íþyngjandi fyrir fyrir-
tæki og dregur úr mögu-
leikum til launagreiðslna og
launahækkana. Tekjur rík-
isins af gjaldinu voru innan
við 100 milljarðar króna í
fyrra en í ár er gert ráð fyrir
að gjaldtakan verði komin í
118 milljarða og í 127 millj-
arða á næsta ári.
Þessi mikla hækkun á því
sem tryggingagjaldið skilar
ríkissjóði ætti að vera skýr
skilaboð um að tímabært sé
að ráðast í verulega lækkun
þess. Hingað til hafa verið
stigin smá skref í þeim efnum
en þróun þessara tveggja ára
sýnir að nú er þörf á mun
myndarlegri aðgerðum. Ríkið
telur sig eflaust ekki aflögu-
fært frekar en fyrri daginn,
en fyrirtækin í landinu eru
það ekki heldur og þau þarf
að setja í forgang til að hér sé
unnt að halda uppi verðmæta-
sköpun og lífskjörum.
Laun eru hvergi
hærri en hér á sama
tíma og gjöld á laun
eru orðin sligandi}
Varasöm þróun
launa og gjalda
F
yrir nokkru síðan staðfesti ég þriðju
úthlutun úr Matvælasjóði, að
þessu sinni hátt í sjötta hundrað
milljónir til hinna ýmsu verkefna.
Samtals hafa verið veittir úr sjóðn-
um 1,6 milljarðar síðan honum var komið á.
Hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun
við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbún-
aðar- og sjávarafurðum. Til mikils er að vinna.
Síðustu ár hefur nýting sjávarfangs batnað mik-
ið og með nýrri tækni hefur náðst að vinna verð-
mæta vöru úr rækjuskel og roði.
Aukið virði afurða skiptir máli
Þessi þróun varð ekki af sjálfu sér heldur hef-
ur hún kostað mikla fjárfestingu í gegnum árin
en er nú að skila sér í því að fyrir afurðir, sem
áður fóru helst á útsöluverði í útflutning í fóð-
urgerð eða sambærilegt, fæst nú hærra verð. Sama þróun
verður að eiga sér stað með aukaafurðir í landbúnaði. Þó að
magn aukaafurða úr sláturhúsum verði aldrei af sömu
stærðargráðu og aukaafurðir úr sjávarútvegi þá kann að
vera að mikilvægi þeirra fyrir landbúnaðargeirann sé engu
síðra.
Nú þegar eru spennandi verkefni í gangi sem hafa það að
markmiði að auka virði úr aukaafurðum búfjár, innmat og
fleiru. Fyrirtæki sem fengu styrk úr fyrstu úthlutun sjóðs-
ins eru byrjuð að hasla sér völl erlendis. Ein af forsendum
þess að það takist að bæta afkomu sauðfjárbænda er að
auka virði þeirra afurða sem þeir framleiða. Þar eru auka-
afurðir hluti af heildarmyndinni þótt afkoma
sauðfjárbænda muni ekki velta á innmat frekar
en afkoma sjávarútvegs ræðst af roði. En eins
og dæmin sanna úr sjávarútvegi þá getur aukið
virði hliðarafurða skipt máli, þar sem þau hrá-
efni eru þegar til staðar.
Þekking sigrar sjúkdóma
Fullnýting og markaðssetning nýrra afurða
er ekki hið eina sem skiptir máli, heldur einnig
þær miklu framfarir sem geta komið með þekk-
ingu. Gullfundur varð á þessu ári þegar gen,
sem veitir vernd gegn riðu, uppgötvaðist í ís-
lensku sauðfé. En í hátt í 150 ár hefur riðuveiki
valdið miklu tjóni í íslenskri sauðfjárrækt og
reynst nánast ómögulegt að uppræta þrátt fyrir
mikil, kostnaðarsöm og sársaukafull viðbrögð á
borð við niðurskurð. En núna eru fyrirheit um
að loksins sé fær leið til að vinna lokasigur á riðuveiki á Ís-
landi. Verkefni sem snýr að því að gera greiningu á þessu
geni hagkvæmari fékk stuðning matvælasjóðs í ár.
Gullfundur sem þessi er til marks um hversu mikil verð-
mæti þekking getur fært íslenskum landbúnaði og hversu
mikilvægt verkefni það er að vernda og kortleggja erfða-
auðlindir íslensks búfjár. Fjölmörg önnur mikilvæg verk-
efni hafa hlotið stuðning sjóðsins og eru til marks um mik-
ilvægi hans fyrir framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu.
svandis.svavarsdottir@mar.is
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Matvælasjóður eykur virði og dýraheilbrigði
Höfundur er matvælaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
þessum hluta skýrslunnar kemur
fram að á tímabilinu 2016 til 2021
hafi 13% mála legið óhreyfð í ár eða
lengur á meðan þau voru til með-
ferðar.
Af þeim 148 málum sem lágu
óhreyfð í meira en ár þá sátu 59
þeirra föst í rannsóknardeild í ár
eða lengur. Þá lágu 38 mál af 148
lengi óhreyfð á ákærusviðum lög-
reglustjóraembættanna.
Eins og hamstrar á hjóli
Helsta skýringin á því að málin
lágu í dvala er sögð vera of mikill
málafjöldi og mannekla á öllum stig-
um. Sama er hvort litið er til rann-
sóknardeilda, ákærusviðs lögreglu-
stjóra eða héraðssaksóknara.
Þá segir jafnframt í skýrslunni:
„Í viðtölum við rannsóknarlögreglu-
menn, lögreglufulltrúa og ákær-
endur kom fram að starfsfólk sé
með samviskubit yfir því að ná ekki
að sinna verkefnum sínum og upplif-
unin sé oft á tíðum að vera eins og
hamstur á hjóli.“
Því sé bæði mikilvægt að fjölga
starfsfólki og hlúa að því starfsfólki
sem nú þegar hefur þekkingu og
reynslu í málaflokknum.
Málin eru einnig flókin og því
geta tafir falist í tímafrekum liðum
rannsóknar eins og tæknirann-
sóknum og því þegar mál eru endur-
send milli ólíkra deilda og embætta.
Kynferðisbrotamál
liggja lengi óhreyfð
Skráð kynferðisbrot og afgreiðslutími mála
2016-2021
500
450
400
350
300
250
200
600
500
400
300
200
100
0
2016 2017 2018 2019 2020 2021
498
476
551
658
520
662
325 323
480 490
378
349
185 213
263
215
158
216
181
156
124
217
158 152
Fjöldi afgreiddra kynferðisbrotamála Þar af nauðgunarmál
Fjöldi skráðra kynferðisbrota Þar af nauðgunarmál
Meðalafgreiðslutími lokinna kynferðisbrotamála Nauðgunarmála (dagar)
343
413
253
232
342
280
Fjöldi mála D
ag
ar
Heimild: Skýrsla starfshóps
Ríkissaksóknara ummáls-
meðferðartíma kynferðisbrota
BAKSVIÐ
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
U
ndanfarin ár og misseri
hefur málsmeðferðartími
kynferðisbrotamála al-
mennt lengst. Sem dæmi
voru nauðgunarmál, sem lauk árið
2021, að jafnaði 180 dögum lengur
til meðferðar hjá lögreglu en mál
sem lauk árið 2016. Er þar helst um
að kenna mikilli manneklu.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu starfshóps
ríkissaksóknara um málsmeðferð-
artíma kynferðisbrota.
Starfshópurinn gerði töl-
fræðilega úttekt á málum sem fengu
lokaniðurstöðu í lögreglukerfinu frá
1. janúar 2016 til 31. desember 2021
og eru niðurstöður hennar birtar í
skýrslunni.
Meðallengd er 413 dagar
Kynferðisbrotamálum hefur
fjölgað verulega á tímabilinu. Á
árinu 2021 voru skráð 33% fleiri
kynferðisbrotamál en á árinu 2016.
Á sama tíma hefur afgreiddum mál-
um fjölgað, sérstaklega á árunum
2018 og 2019, en á árinu 2021 voru
afgreidd 7% fleiri kynferðisbrotamál
en á árinu 2016.
En þrátt fyrir aukin afköst hef-
ur málsmeðferðartíminn lengst.
Þannig voru mál, sem lokið var árið
2021, að meðaltali 343 daga til með-
ferðar hjá lögreglu og ákærendum
lögreglustjóraembættanna, saman-
borið við 253 daga meðalmeðferðar-
tíma mála sem lauk á árinu 2016.
Því tók að meðaltali 90 dögum leng-
ur að afgreiða málin.
Þegar nauðgunarmál voru
skoðuð sérstaklega kom fram að frá
2016 til 2021 hefur skráðum málum
fjölgað um 17% en nokkrar sveiflur
eru á milli ára. Afgreiddum málum
hefur hins vegar fækkað um 9% og
málsmeðferðartími lengst um 77%.
Mál, sem lauk árið 2021, voru að
jafnaði um 180 dögum lengur til
meðferðar en mál sem afgreidd
voru árið 2016, eða 413 daga í stað
232.
Þau mál sem lengstan tíma
tóku í kerfinu voru skoðuð sér-
staklega, auk hundrað mála af
handahófi. Þá kom í ljós að stór
hluti málanna lá á einhverju stigi í
dvala og engar rannsóknaraðgerðir
voru í gangi eða önnur meðferð. Í
Að mati starfshóps ríkissak-
sóknara um málsmeðferðar-
tíma kynferðisafbrotamála er
ýmislegt sem má betur fara í
afgreiðslu málanna. Þótt
mannekla sé helsta skýringin á
því að mál liggi óhreyfð megi
einnig bæta verkferla.
Hópurinn leggur til skýrari
forgangsröðun mála, betri nýt-
ingu á fjarfundarbúnaði við
skýrslutökur, að lagt sé mat á
hvort senda megi mál áfram
innan kerfis þrátt fyrir að sum
gögn vanti og að stuðlað verði
að því að mál séu ekki endur-
send í heilu lagi milli embætta.
Þá er lagt til að skerpt verði
á skráningum er varða tafir í
málaskrárkerfi þar sem dóm-
stólar eru í auknum mæli farn-
ir að grípa til þess að milda
refsingu sakborninga vegna
óútskýrðra tafa á meðferð
mála.
Vilja bætta
verkferla
TILLÖGUR STARFSHÓPS
RÍKISSAKSÓKNARA