Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Fuglar Fjórir sendlingar þenja vængina er þeir fljúga meðfram ströndinni. Logn var úti, sjórinn stilltur og veðrið því afar hagstætt fyrir fuglana sem þekkjast á sínu kubbslega útliti.
Kristinn Magnússon
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt til að gripið
verði til aðgerða í því skyni að
stemma stigu við hættulegum
hraðakstri léttra bifhjóla á
göngu- og hjólreiðastígum borg-
arinnar, sem og á gangstéttum.
Aðgerða er þörf þar sem mikil
brögð eru að því að slíkum bif-
hjólum, bæði rafknúnum og
bensíndrifnum, sé ekið eftir
göngu- og hjólastígum, langt yfir
þeim lögbundna hámarkshraða
sem gildir um bifhjól á slíkum stígum. Aðgerð-
irnar verði þrenns konar:
1. Betri merkingar. Setja þarf upp skýrar
merkingar við göngu- og hjólreiðastíga borgar-
innar um að á þeim gildi 25 km hámarkshraði
léttra bifhjóla.
2. Aukin fræðsla. Ráðist verði í fræðsluátak í
skólum borgarinnar til að kynna gildandi reglur
um akstur léttra bifhjóla í þéttbýli.
Kynntar verði reglur um hámarks-
hraða á göngu- og hjólastígum,
hjálmaskyldu, hvar megi hjóla
o.s.frv. Óskað verði eftir samstarfi
við Samgöngustofu að þessu leyti.
3. Löggæsla. Óskað verði eftir
því að lögreglan herði umferðareft-
irlit á göngu- og hjólreiðastígum
borgarinnar og komi í veg fyrir að
vélknúnum hjólum sé ekið þar yfir
löglegum hámarkshraða.
Oft hefur legið við stórslysi
Frá því undirritaður flutti tillögu
um málið í borgarstjórn í síðustu viku hafa hon-
um borist fjölmargar ábendingar um stöðugan
háskaakstur á göngu- og hjólreiðastígum borg-
arinnar. Meirihluti bifhjólamanna fer að
reglum, samt er ljóst að of stór hluti þeirra virð-
ir ekki hraðareglur. Nefnd eru mörg dæmi um
að rafhlaupahjóli hafi verið ekið svo hratt ná-
lægt gangandi eða hjólandi vegfarendum að leg-
á neyðarmóttöku vegna slysa á rafhlaupahjól-
um.
Mikilvægt að bregðast strax við
Ljóst er að bregðast þarf við sem fyrst og hér
geta Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög
gegnt mikilvægu hlutverki. Strax í haust er
hægt að setja upp skýrar merkingar um há-
markshraða en nú virðist þær vanta með öllu.
Þetta myndi skipta máli því algengt er að bif-
hjólamenn vísi til þess að hvergi séu merkingar
um gildandi hámarkshraða þegar fundið er að
hraðakstri þeirra á göngu- og hjólastígum. Þá
gæti lögreglan hert umferðareftirlit á slíkum
stígum án fyrirvara. Ekki tekur heldur langan
tíma að hrinda af stað fræðsluátaki um þessi
mál í skólum borgarinnar.
Í þessu máli þurfa opinberir aðilar að vinna
hratt og vel saman í stað þess að vísa hver á
annan.
Kjartan Magnússon » 17% þeirra sem slösuðust
alvarlega í umferðinni í
fyrra voru á rafhlaupahjól-
um, þótt umferð þeirra væri
innan við 1% af allri umferð.
Kjartan Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
kjartan.magnusson@reykjavik.is
Stöðvum háskaakstur á göngu- og hjólastígum
ið hafi við stórslysi. Heyrst hefur frá foreldrum
sem banna nú börnum sínum að fara út á
ákveðna göngu- og hjólastíga því þeir séu orðnir
að hraðbrautum fyrir vélknúin farartæki.
Að undanförnu hafa komið fram uggvæn-
legar upplýsingar um fjölgun slysa þar sem raf-
hlaupahjól koma við sögu. 42% þeirra sem slös-
uðust alvarlega í umferðinni á síðasta ári voru
svokallaðir óvarðir vegfarendur, þ.e. gangandi,
hjólandi eða á rafhlaupahjóli. 17% þeirra sem
slösuðust alvarlega í umferðinni á því ári voru á
rafhlaupahjólum en umferð þeirra er þó innan
við 1% af allri umferð. Fram kemur að mörg
ung börn, allt niður í átta ára gömul, hafi komið
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi
næsta árs að framlög til utanrík-
ismála verði aukin um nokkuð
hundruð milljónir. Þetta hefur
verið gagnrýnt á þeim for-
sendum að fjármununum hefði
verið betur varið í aðra mikil-
væga málaflokka. Því er til að
svara að vægi utanríkismála hef-
ur aukist umtalsvert þar sem
umgjörð öryggismála í Evrópu
hefur gjörbreyst á síðustu mán-
uðum. Ástæðan er allsherjarinn-
rás Rússa í Úkraínu í febrúar. Áhrifin af átök-
unum á Íslendinga munu verða víðtækari en
marga kann að gruna. Í fyrsta lagi breytist ör-
yggisumhverfið á íslensku yfirráðasvæði.
Þetta kemur til af óförum rússneska heraflans
í Úkraínu. Þar hefur komið í ljós vanhæfi land-
hers þeirra og flughers. Þá stendur eftir sjó-
herinn sem Rússar munu í auknum mæli beita
til að reyna að sýna að þeir séu mikilvægt her-
veldi. Stór hluti flota þeirra er staðsettur í
Norður-Rússlandi. Til að komast
út á heimshöfin verða skipin og
kafbátarnir að sigla fram hjá Ís-
landi. Atlantshafsbandalagið
(NATO) og þá sérstaklega
Bandaríkin munu vilja fylgjast
með þessum flotaferðum. Þegar
við bætist að Ísland er mik-
ilvægur hlekkur milli Norður-
Ameríku og Evrópu nú þegar
NATO ætlar að efla varnir sínar í
Austur-Evrópu má reikna með
að Bandaríkin hafi áhuga á að
efla starfsemi sína í Keflavík á
næstu árum.
Ýmsar breytingar eru líka að verða á örygg-
ismálum í okkar heimshluta sem munu hafa
áhrif hér á landi. Framtíð Heimskautsráðsins
(e. Arctic Council) er óviss. Samstarf Rúss-
lands, sem er mikilvægur hlekkur í því vegna
legu landsins, við önnur ríki í ráðinu er í upp-
námi. Fjandskapur Rússa og hinna heim-
skautsríkjanna sjö mun leiða til frekari hern-
aðaruppbyggingar á svæðinu. Rússar hafa í
talsverðan tíma verið að efla herafla sinn þar
og nú eru miklar líkur á því að Bandaríkin láti
til sín taka þarna. Líklegt er að samvinna
Vesturveldanna á norðurslóðum færist meira
undir forræði NATO, bæði vegna þess að Kan-
ada hefur látið af andstöðu sinni við afskipti
bandalagsins af svæðinu og ekki síður vegna
þess að Svíþjóð og Finnland eru á leið inn í
Atlantshafsbandalagið.
Afstaða almennings
Hér hefur aðeins verið vikið að helstu breyt-
ingunum sem eru að verða á öryggismálum á
Norður-Atlantshafssvæðinu. Við Íslendingar
eigum að reyna að hafa eins mikil áhrif á þessi
mál og við getum, þjóðinni til heilla. Mikil-
vægur þáttur í því ferli er að þeir sem telja sig
hafa eitthvað til málanna að leggja hiki ekki
við að láta í sér heyra. Þetta á ekki síst við um
ungt fólk því líklegt er að þeim sem ólust upp
eftir kalda stríðið finnist utanríkismál ekki
jafn mikilvægur málaflokkur og eldri kyn-
slóðum. Eðlilegt er að landsmenn deili um
áherslur á þessu sviði en ákjósanlegt er að
umræðan sé á málefnalegum grunni. Fyrir
nokkrum árum samþykkti Alþingi þjóðarör-
yggisstefnu þar sem grundvallaratriði utan-
ríkisstefnu landsins eru sett fram. Þeir sem
vilja láta taka sig alvarlega í umræðunni um
þennan málaflokk ættu að ræða öryggismál á
þeim grundvelli sem þar er settur fram. Svo
þarf að varast eins og hægt er ótraustar eða
beinlínis ósannar upplýsingar sem því miður
er nóg framboð af í nútímasamfélagi. Nái
landsmenn að ræða málin ítarlega og af skyn-
semi eigum við að geta haft meiri áhrif á þró-
un öryggismála í okkar heimshluta en ætla
mætti af fjölda landsmanna.
Kristinn Valdimarsson » Vegna þess að öryggis-
umhverfi Evrópu er gjör-
breytt er eðlilegt að stjórnvöld
eyði meiru í málaflokkinn.
Landsmenn þurfa að hugsa
meira um þessi mál.
Kristinn Valdimarsson
Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
kvaldimars@yahoo.com
Mikilvægur málaflokkur