Morgunblaðið - 29.09.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.09.2022, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 www.gilbert.is FRISLAND 1941 TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Indie-poppsveitin Vök gaf út sína þriðju breiðskífu síðastliðinn föstu- dag. Platan, sem inniheldur 12 lög, er samnefnd hljómsveitinni og hefur hún strax vakið mikla athygli. Það er þó fleira á prjónum sveitarinnar vinsælu, sem hefur sigrað hjörtu um alla Evrópu síðastliðin ár, en sveitin, sem fagnar 10 ára afmæli á næsta ári, byrjaði að skipuleggja ferðalag um Bandaríkin í vikunni. Hljómveitina skipa þremenning- arnir Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona og hljómborðsleikari, Einar Stefánsson bassa- og gítar- leikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari en þau Margrét og Einar mættu í Ísland vaknar og ræddu um nýju plötuna og gamla og nýja tíma við þau Kristínu Sif og Ásgeir Pál. Síðast gaf Vök út plötu árið 2019, verðlaunaplötuna In the Dark. Í ársbyrjun 2020 hófst vinna í nýju plötunni. „Við höfum í raun aldrei tekið okkur eins langan tíma í að vinna í breiðskífu,“ sagði Einar í þættinum. Hafa rifist tvisvar á tíu árum Þau Margrét rifjuðu upp upphaf Vakar, sem Margrét stofnaði fyrir Músíktilraunir sem sveitin vann 2013. Þá var Einar enn í annarri hljómsveit að keppa við Vök í keppninni. Hann slóst þó í hópinn 2015 eftir mannabreytingar hjá sveitinni en þau Margrét eru miklir vinir. „Við erum ekki mikið að rífast, við erum frekar góðir vinir,“ sagði Margrét í þættinum. „Ég held við höfum rifist svona tvisvar sinnum í okkar tíu ára vin- áttu. Það voru bæði mjög fáránlega heimskuleg atriði, þannig að það þarf mikið til,“ sagði Einar og upp- skar hlátur í stúdíóinu. Þau vildu þó ekkert fara út í það hver þessi „fá- ránlega heimskulegu atriði“ voru. „Þetta er á bak við okkur,“ sagði Einar hlæjandi. Spurð út í það hvernig lög sveit- arinnar verða til sagði Margrét að þau fylgdu oftast ákveðinni rútínu við lagasmíðina. „Rútínan er svolítið þannig að ég bý til ákveðið demó, ákveðinn grunn – og Einar setur svo sitt krydd. Hann svona „spæsar“ þetta,“ lýsti Margrét. Langaði að verða alþjóðlegt band Einar hefur einnig komið mikið að textasmíði fyrir nýju plötuna en flest lög Vakar eru á ensku. „Við byrjuðum á íslensku en það var eiginlega algjörlega til að heilla dómarana í Músíktilraunum,“ sagði Margrét hlæjandi og bætti glettn- islega við: „Og það virkaði. Hún [ís- lenskan] er líka rosalega falleg en … mig langaði alltaf að verða meira svona alþjóðlegt band. En mér finnst mjög skemmtilegt hvað við höfum náð Íslandi vel miðað við að við syngjum á ensku. Þannig að það er geggjað,“ sagði Margrét. Stefna á næstu heimsálfu Spurð út í ferðalög sveitarinnar erlendis staðfestu þau að sveitin væri byrjuð að skipuleggja túr um Evrópu og vonandi Bandaríkin í vikunni. „Við höfum ekki mikið verið þar [í Bandaríkjunum] en okkur langar aðeins að „test the waters“,“ sagði Margrét. Sveitin hefur þó ferðast um nán- ast alla Evrópu síðastliðin ár. „Við höfum tekið svona eitt tvö tónleikaferðalög að jafnaði á ári al- veg síðan 2015-16,“ bætti Einar við. Minnst hefur sveitin ferðast um Norðurlöndin en það var ekki fyrr en með síðustu plötu sem hún ferð- aðist í meira mæli til „nágrann- anna“. Sveitin hefur þó mikið spilað í Þýskalandi, Bretlandi og Póllandi og víðar í Evrópu þar sem aðdá- endahópurinn er stór. Innblástur frá dimmum tíma Eitt lag af plötunni Vök hefur vakið sérstaka athygli en það er lagið Something Bad en Margrét samdi það þegar hún upplifði dimma tíma, sem endurspeglast vel í laginu. „Þetta lag er mjög „dark“. Ég sem þetta í byrjun ársins 2020. Það voru ógeðslega mörg flugslys, sem var ógeðslega „scary“. Afi minn greindist með ólæknandi krabba- mein og Covid var á leiðinni til landsins. Ég var ein í stúdíóinu mínu og heyrði í vindinum og hugs- aði: Það er eitthvað grimmt á leið- inni. Something bad fjallar um ná- kvæmlega það,“ sagði Margrét. Útgáfutónleikar fyrir plötuna Vök með Vök verða í Gamla bíói 21. október næstkomandi. „Við ætlum að tjalda öllu til og hafa gaman,“ sagði Margrét en sveitin heldur aðra útgáfutónleika á Græna hattinum á Akureyri 22. október. Ljósmynd/Dóra Dúna Það er nóg á prjónum stórsveitarinnar Vakar sem gaf út breiðskífuna Vök á dögunum. Sveitin vonast til að geta þreifað fyrir sér á bandarískum markaði á næstunni, en Vök fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Fann að það væri eitt- hvað grimmt á leiðinni Spennandi Hljómsveitin Vök stefnir út fyrir heimsálfuna á næstunni og ætla að þreifa sig áfram í Bandaríkjunum. K100 Þau Margrét og Einar mættu í K100-stúdíóið og ræddu um nýju plöt- una og komandi tíma við þau Kristínu Sif og Ásgeir Pál. Vök Margrét Rán, Einar Stef og Bergur Dagbjarts skipa Vök sem gaf út sína þriðju breiðskífu, Vök, á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.