Morgunblaðið - 29.09.2022, Page 33

Morgunblaðið - 29.09.2022, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 ✝ Jón Ágúst Ólafsson fædd- ist á Þórkötlustöð- um, austurbæ í Grindavík, 10. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum 20. september 2022. Foreldrar hans voru Ragnheiður Helga Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 22.9. 1884, d. 18.1. 1964, og Ólafur Þorleifsson ættaður úr Þingvallasveit, f. 23.8. 1870, d. 7.9. 1960. Jón var yngstur 11 systkina. Jón Ágúst giftist Ernu Ólsen, f. 3.9. 1926, d. 5.3. 2011. Þeirra börn eru: Róbert, f. 5.2. 1949, d. 10.6. 2013; Guðmundur Geir, f. 8.12. 1951, d. 28.10. 1983, og tvíburarnir Ellen Ragnheiður og Arnar, f. 20.4. 1962. Afabörnin eru 12 og langafabörnin 16. Seinustu árin bjó hann á Skólabraut 3, Seltjarnar- nesi. Útförin fer fram frá Seltjarn- arneskirkju í dag, 29. september 2022, klukkan 11. Elsku pabbi minn, ég þakka fyrir lífið sem þú gafst mér og all- ar minningarnar, þær hugga. Ævi Þitt óðal er úthaf þinn andi land. Gimsteina gaf í gróður og sand. Lofsungin leið leysti þín bönd. Í birtingu beið brimið við strönd. Gatan er gróin gömul en bein. Söngva við sjóinn skildum við ein. Byr fær er bíður blíð er dagsbrún. Yfir sæina sígur síðnæturhúm. (Stefán Finnsson) Þín dóttir, Ellen R. Jónsdóttir. „Þetta verður allt í lagi“ var það síðasta sem Jón sagði við mig þegar við kvöddumst á Hrafnistu þar sem hann var í stuttri hvíld- arinnlögn. Þetta var lýsandi fyrir hans lífsviðhorf, vitandi að lífið gengi ekki áfallalaust. Honum fylgdi einstakur léttleiki og kraft- ur. Hlutirnir áttu að ganga hratt og helst í gær. Því var hann alltaf mættur mjög snemma. Það vakti ekki kátínu allra þegar hann fór að sprauta vatni eldsnemma á sunnudagsmorgnum að þrífa fal- lega húsið á Bakkavör sem þau hjónin létu byggja. Það rétt náð- ist að loka gluggum áður en gus- aðist inn. En ljúft var að búa sam- an í fjölskylduhúsinu og hafa þau Ernu á efri hæðinni. Jón var ein- stakur barnakarl og faðmur hans rúmaði öll börn sem voru í kring- um hann. Hann var afi allra. Það sást vel þegar farið var í gegnum fjölskyldumyndirnar að hann var iðulega með eitt eða fleiri í fang- inu. Sjálfsagt hafði hann meiri tíma fyrir barnabörnin en þegar hans börn voru að alast upp. Þá þurfti að sjá fyrir fjölskyldunni. Jón rak Hjólbarðaviðgerðir Vest- urbæjar frá 1968 og eignaðist fyrirtækið síðar. Þar var unnið alla daga vikunnar og fram á kvöld. Dekkjavinnan varð hans lífsstarf og flestir sem bjuggu í vesturhluta Reykjavíkur og á Sel- tjarnarnesi þekktu þennan mann. Við náðum einkar vel saman al- veg frá því ég kom í fjölskylduna. Það skipti engu þótt fjölskyldu- mynstrið tæki breytingum. Það var einstakt að eiga hann að, hvort sem eitthvað þurfti að gera eða laga, fara saman á tónleika, í leikhús eða annað. Enginn var eins ötull að koma á tónleika þeg- ar Selkórinn var að syngja, alltaf var minn mættur. En það var betra að hitta hann en hringja. Það mátti þakka fyrir að ná ör- símtali og bera upp erindið. Að hanga í símanum var ekki hans siður. Jón var stór maður í margvís- legum skilningi. Hann var stór persónuleiki, einn sá stærsti sem ég hef kynnst. Hann var hávax- inn, hafði einstaklega stórar hendur og hlýjan faðm. Hann var stórhuga, mikill fjölskyldumaður og fylgdist vel með öllu fólkinu sínu. Reglulega færði hann mér stórar rauðar rósir, það var hans siður. Minningarnar eru margar, flestar tengjast daglega lífinu á Nesinu og samverustundum seinni árin. Einnig eru tvær utan- landsferðir minnisstæðar sem við Jón rifjuðum upp í minni síðustu heimsókn til hans. Þá var ferðast til Flórída í skemmtiferðasiglingu og í vinaheimsókn til Frakklands. En með stuttum fyrirvara hóf hann sitt ferðalag eftir 97 ár á hótel jörð. Hann sá um sig sjálfur fram á síðasta dag, var mikil fé- lagsvera, fór í sund flesta daga og spilaði mikið. Eftir að hann hætti að keyra fyrir fáeinum árum fór hann um á rafmagnsskutlu og lét fátt stoppa sig. Börnin mín áttu þarna sterka fyrirmynd og ein- stakan vin. Við vorum gæfusöm að hafa hann í lífi okkar. Með miklu þakklæti, virðingu og söknuði kveð ég höfðingjann Jón Ólafsson. Steinunn H. Hannesdóttir. Elsku afi. Þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því hversu mikið þú hefur kennt mér. Að alast upp með þig sem mína helstu fyrirmynd hefur mótað mig og mín lífsgildi. Þið amma fylltuð lífið af ást og hlýju, líf sem við barnabörnin erum svo þakklát fyrir. Allar stundirnar sem við áttum saman á Bakkavörinni, Ægisíðunni eða í Bóli voru fullar af gleði og umhyggju. Þú elskaðir ömmu, börnin þín og barnabörn svo heitt. Að sjá hvernig þú settir fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti er eitt besta veganesti sem ég gat tekið með mér út í lífið. Sem drengur eyddi ég mörgum stundum með þér á dekkjaverkstæðinu. Þar fylgdist ég með hvernig þú komst fram við starfsfólk og viðskiptavini af virð- ingu og kærleika, alltaf með bros á vör. Þar lærði ég vinnusemi og dugnað. Þú skildir kannski ekki þá drauma sem ég eltist við sem ungur maður en samt sem áður studdir þú við bakið á mér í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú sýndir mér skilyrðislausa ást og stuðning sem var allt sem ég þurfti. Ég er svo þakklátur fyrir að þú hafir fengið að kynnast sonum mínum og ég mun sjá til þess að þeir muni aldrei gleyma þér. Knúsaðu ömmu fyrir mig, ég mun sakna þín, afi. Egill Kári Helgason. Elsku besti afi okkar. Þótt erf- itt sé að kveðja þig þá erum við svo óendanlega þakklát fyrir allar þær minningar sem þú skilur eft- ir. Höfum við heyrt ófáar sögur af þér og ólíklegt að við munum ekki heyra fleiri. Enda varst þú at- hafnamaður mikill. Eru til dæmis fáar sumarbústaðaferðir sem við munum eftir að hafa farið með þér í án þess að þú tækir upp sög- ina, borvélina, hamarinn eða málningarpensilinn. Það var jafn- vel farið í dagsferðir einungis til þess að mála pallinn eða eitthvað álíka. Þrátt fyrir að þú hafir nán- ast alltaf verið með eitthvert verkfæri í hendi þá vorum við allt- af í forgangi. Þú dýrkaðir að vera afi og við gátum ekki verið heppn- ari með þig. Þú hefur kennt okkur að vera góðhjörtuð, einlæg og sjálfstæð. Þín verður sárt saknað afi okk- ar, hvíldu í friði. Anna Guðlaug og Ólafur Valur. Ég varð tengdadóttir Jóns og Ernu árið 1970 við að giftast Ró- bert syni Ernu sem Jón ættleiddi. Margt gerist á hálfri öld. Það sem ég hef dáðst að við Jón er út- hald hans og hæfileiki til að rísa upp með lífsgleði þrátt fyrir að hafa upplifað miklar sorgir. Innri kraftur hans var með ólíkindum og náði hann að gera margt mik- ilvægt með líf sitt þrátt fyrir litla formlega skólagöngu. Bjartsýni hans og þrá um að allir í kringum hann myndu fá öll tækifærin und- ir sólinni var einstök. Hann ók fyrir steypustöð á þeim tíma sem við Róbert kynntumst. Svo opn- aði hann seinna sitt eigið fyrir- tæki. Það var dekkjaviðgerðar- verkstæði við hornið á Holtsgötu og Ægisíðu. Hann var vinsæll þar fyrir glaðlyndi og góða þjónustu. Við héldum alltaf sambandi á meðan ég var á Íslandi, og ég heimsótti þau ekki minna með börnin eftir skilnaðinn. Níutíu og sjö ár eru margir lif- aðir dagar. Væri það efni í merki- lega bók um þróun samfélagsins í gegnum þau ár, ef atburðir allra þeirra daga hefðu verið skráðir. Ég hef alltaf hugsað hlýtt til hans fyrir hvernig hann var börn- um okkar Róberts þegar við heimsóttum þau Ernu. Héðan úr sólinni í Ástralíu koma svo inni- legustu samúðarkveðjur til Arn- ars og Ellenar og fjölskyldna þeirra sem og allra annarra í fjöl- skyldu og ætt hans sem ég hef ekki öll nöfnin á lengur. Matthildur Björnsdóttir. Vá! Stórar hendur, voru mín fyrstu viðbrögð þegar ég hitti fyrrverandi tengdaföður minn í fyrsta sinn fyrir rúmlega 25 ár- um. Hendur sem tóku hluti eng- um vettlingatökum, enda Jón maður framkvæmda. Alltaf að og hafði lítinn tíma í heimsóknir og slíkt, þurfti helst að vera kominn eitthvað annað fljótlega, ef ekki fyrr. Helst að maður næði honum heima hjá sér eða færi eitthvað út á land með honum. En á ferðalög- um voru hlutirnir svo sem heldur ekki teknir neinum vettlingatök- um. Til að mynda þegar við förum í fyrstu veiðiferðina saman, varla hálftími liðinn þegar fyrsti laxinn lá á landi og annar til hjá Jóni inn- an klukkutíma. Einnig minnis- stætt þegar við Ellen fjárfestum í okkar fyrstu íbúð saman, sem nánast var gerð fokheld áður en flutt var inn. Þá mætti ég Jóni þegar ég fór til vinnu að morgni, kominn til að taka til hendi og var svo að allan daginn. Oft á tíðum við þessa vinnu var svo maður móðursystur minnar, Gunnar Helgason heitinn, Jóni innan- handar. Hann og Jón voru nánast jafnaldrar og báðir algjörir nagl- ar og þekktust frá fornu fari frá því þegar þeir unnu við uppbygg- ingu á Keflavíkurflugvelli. Mikið óskaplega var gaman að fylgjast með þessum öldungum detta í strákslegan meting varðandi vinnuhörku og á köflum þurfti að grípa inn í til að ekki lægi við slys- um. Eitt af skýrari dæmum um vinnugleði Jóns var þegar hann byrjaði smíðar á sumarhúsi sínu í Grímsnesi, Bóli. Þar var byrjað með vegavinnuskúr og síðan bætt við, ekki einu sinni eða tvisvar, heldur fimm sinnum í allt, sem og annað sumarhús byggt svona í hjáverkum. Með sanni var Jón al- gjör nagli, eins og mín kynslóð kallar það, og var ekki mikið að víla hluti fyrir sér. Til að mynda viku fyrir dánardag varð hann fyrir því óláni að detta heima hjá sér og lá hálfa nóttina á gólfinu. Þegar Ellen spyr hann hví hann hafi ekki notað neyðarhnapp sem hann var með var svarað að bragði: „Maður er nú ekkert að trufla fólk um miðjar nætur.“ Mikið skarð var höggvið þegar Jón missti Ernu sína 2011, enda þau æði samhent hjón. En sem fyrr, þrátt fyrir sáran missi, tók Jón honum af miklu æðruleysi og höndlaði það erfiða verkefni og leysti eins og önnur með miklum sóma. Og hálf ótrúlegt að hann, þó með dyggri hjálp Ellenar dótt- ur sinnar, sá meira og minna um sig sjálfur allt fram að svefninum langa. Ekki er hægt að kveðja Jón án þess að minnast á hversu léttri lund og jafnaðargeði hann virtist búa yfir. Ávallt stutt í grín og hlátur og á þeim 25 árum sem ég þekkti Jón sá ég hann aldrei reið- ast. Skiljanlega þegar menn ná þetta háum aldri þá átti Jón orðið æði stóran ættboga og votta ég öllum ættingjum og vinum inni- lega samúð. Góða ferð kæri vinur. Fyrrverandi tengdasonur, Hjörtur Cýrusson. Jón Ágúst Ólafsson HINSTA KVEÐJA. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Erlendur Sveinsson. Okkar ástkæra SIGURLAUG HELGADÓTTIR hjúkrunarkona frá Akureyri andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 23. september. Ragnar Hólm Ragnarsson Sigurlaug Hólm Ragnarsdóttir Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Erna Hólm og Ragna Ragnarsdóttir Faðir okkar og bróðir, GUÐMUNDUR STEFÁN BRYNLEIFSSON, lést miðvikudaginn 3. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Börn og systkini hins látna Elskulegur eiginmaður minn, SIGURJÓN INGVARS JÓNASSON Nonni í Skuld lést á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 11. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Ragnarsdóttir og fjölskylda Okkar ástkæri REYNALD Þ. JÓNSSON lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold laugardaginn 24. september. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Katrín Árnadóttir Sigríður Ósk Reynaldsdóttir Hinrik Hjörleifsson Sigurður Reynaldsson Hafdís Björgvinsdóttir Guðmundur Þ. Reynaldsson Þórunn Einarsdóttir Árni Jón Eggertsson Kristín Halla Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓÐINN RÖGNVALDSSON prentari, Sléttuvegi 23, lést 24. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. október klukkan 13. Hulda Arnórsdóttir Kolbrún Óðinsdóttir Hrafnkell Óðinsson Svetlana Motorova Margrét Óðinsdóttir Jón H. Skúlason Ingiríður Óðinsdóttir Árni Guðmundsson Okkar ástkæri BALDUR KRISTINSSON frá Öngulsstöðum lést föstudaginn 23. september á Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Útför hans fer fram frá Munkaþverárkirkju þriðjudaginn 4. október klukkan 14. Þökkum starfsfólki á Furuhlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Fyrir hönd ættingja og vina, Helga S. Steingrímsdóttir Halldór Aðalsteinsson og fjölskylda Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓLAFUR ORMSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 13. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum góða umönnun. Kolbrún Jónsdóttir Jón G. Sigurðsson Aðalheiður H. Jónsdóttir Jónas D. Engilbertsson Hafsteinn Jónsson Guðrún Böðvarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN JÓNSSON prentari, Þorragötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 19. september. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 30. september klukkan 15. Björk Aðalsteinsdóttir Jón Aðalsteinn Kristinsson Bryndís Guðmundsdóttir Guðný Hildur Kristinsdóttir Mark Wilson Hilmar Þór Kristinsson Rannveig Eir Einarsdóttir Arna Björk Kristinsdóttir Ingimar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.