Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 ✝ Sigríður Th. Erlendsdóttir fæddist í Reykja- vík 16. mars 1930. Hún lést 17. sept- ember 2022 á heimili sínu Berg- staðastræti 70. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Vigdís Sæmunds- dóttir, f. 30. nóv- ember 1899, d. 19. nóvember 1981, og Erlendur Ólafsson, f. 9. febrúar 1894, d. 30. ágúst 1980. Systur hennar eru Guðríður Ólafía, f. 25. júní 1932, d. 19. maí 2009, gift Gísla Guðmundssyni, f. 14. október 1930, og Guðrún, f. 3. maí 1936, gift Erni Clausen, f. 8. nóvember 1928, d. 11. desem- ber 2008. Tvíburabróðir Guð- rúnar, Ólafur, lést 1940. Sigríður Theodóra giftist 18. apríl 1953 Hjalta Geir Krist- jánssyni húsgagnaarkitekt, f. 21. ágúst 1926, d. 13. október 2020. Foreldrar hans voru Ragnhildur Hjaltadóttir, f. 30. apríl 1899, d. 16. maí 1972, og Kristján Siggeirsson, f. 26. febrúar 1894, d. 20. maí 1975. Börn Sigríðar Theodóru og Hjalta Geirs eru: 1) Ragnhild- Sigríður Theodóra lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949. Hún hóf rannsóknir í kvennasögu upp úr 1970, lauk BA-prófi í sagn- fræði frá Háskóla Íslands 1976 og kandídatsprófi frá sama skóla árið 1981. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagn- fræði við Háskóla Íslands og sinnti því starfi þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hún var brautryðjandi í rann- sóknum á sögu kvenna hér á landi og lagði grunn að kvennasögu sem fræðigrein. Hún skrifaði bókina „Veröld sem ég vil“ sem kom út árið 1993 og er saga Kvenréttinda- félags Íslands frá stofnun 1907 til 1992. Í tilefni sjötugsafmælis hennar kom út bókin „Kvenna- slóðir“ til heiðurs Sigríði Theo- dóru sem Kvennasögusafn Ís- lands gaf út. Hún sat í stjórn Kvennasögu- safnsins, Sögufélags, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnun- ar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún var útnefnd heiðursfélagi í Sögufélagi árið 2008 og var hún fyrsta konan í rúmlega hundrað ára sögu félagsins til að hljóta þann heiður. Þá var Sigríður Theodóra heið- ursfélagi í Kvenréttindafélagi Íslands. Útför hennar fer fram í dag, 29. september 2022, frá Frí- kirkjunni í Reykjavík og hefst hún klukkan 15. ur, f. 1953, dætur hennar og Péturs Einarssonar eru: a) Sigríður Theódóra, f. 1985, b) Jóhanna Vigdís, f. 1996, maki Jón Bjarni Ólafsson, f. 1995, og eiga þau eina dóttur. 2) Kristján, f. 1956, giftur Rannveigu Einars- dóttur, f. 1954, synir þeirra eru: a) Eyvindur Ölnir, f. 1980, maki Carolin Koenig, f. 1983, og eiga þau tvö börn, b) Arnaldur Sölvi, f. 1985, börn hans og Berglindar Rögn- valdsdóttur, f. 1985, eru þrjú. 3) Erlendur, f. 1957, giftur Að- alheiði Valgeirsdóttur, f. 1958, synir þeirra eru: a) Hjalti Geir, f. 1987, maki Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 1987, og eiga þau tvö börn, b) Valgeir, f. 1990, maki Thelma Haraldsdóttir, f. 1993, og eiga þau tvö börn. 4) Jó- hanna Vigdís, f. 1962, gift Guð- mundi Magnússyni, f. 1958, börn þeirra eru: a) Guðrún Edda, f. 1983, maki Stefán Örn Melsted, f. 1983, og eiga þau tvö börn, b) Hjalti Geir, f. 1998, c) Erlendur, f. 2001, d) Sigríður Theódóra, f. 2005. Sigríður Theodóra Erlends- dóttir, tengdamóðir mín, var Reykvíkingur. Hún fæddist á Kárastíg 10, ólst upp á Baróns- stíg 21, bjó síðan stuttlega á Njálsgötu og Laugavegi 13 en frá 1959 á Bergstaðastræti 70, þar var hennar veröld, hennar há- sæti, í suðurhlíðum Skólavörðu- holtsins. Hún bjó sem sagt innan Hringbrautar alla ævi og unni Reykjavík heitar og meira en nokkrum öðrum stað. Sagnfræðin og kvennasaga var hennar starfsævi. Hún skrifaði sögu Kvenréttindafélags Íslands og var brautryðjandi þegar kom að sögu kvenna og rannsóknum tengdum kvennasögu. Þær rann- sóknir áttu hug hennar allan alla tíð. Hún giftist tengdaföður mín- um, Hjalta Geir Kristjánssyni húsgagnaarkitekt, 18. apríl 1953. Fráfall hans fyrir tæpum tveimur árum var henni eins og fjölskyld- unni allri mikill harmur. Þau voru samrýnd, jafningjar og ham- ingjusöm hjón frá fyrstu tíð. Stoltust var tengdamóðir mín af afkomendum sínum. Börnin fjög- ur: Ragnhildur, Kristján, Erlend- ur og Jóhanna Vigdís, konan mín. Barnabörnin tíu voru stolt ömmu sinnar og afa. Þegar dóttir mín gaf ömmu sinni miða á ísskápinn fyrir mörgum árum sem á stóð „ef ég hefði vitað að barnabörn væru svona skemmtileg þá hefði ég eignast þau fyrst!“ þá sagði amma: „Ég geymdi mér það besta þangað til síðast!“ Þetta segir mikið. Barnabarnabörnin eru orðin tólf, það elsta er ellefu ára og það yngsta fjögurra mán- aða. Fyrst og síðast er ég fullur þakklætis yfir því að hafa verið svona heppinn með tengdamóður. Á okkar samband bar aldrei skugga. Hún og tengdafaðir minn reyndust mér eins og bestu for- eldrar, það fæ ég seint fullþakk- að. Alltaf til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Þess vegna er missirinn mikill og sár. Síðasta samtalið áttum við nokkrum klukkustundum fyrir andlátið. Frú Sigríður, eins og við sögðum oft, lá aldrei á skoðunum sínum. Hún hafði sterkar skoðanir á líf- inu og tilverunni, stjórnskipan, Alþingi og fræðasamfélaginu. Og langoftast var ekki annað hægt en að vera sammála henni. Uppruninn var henni dýrmæt- ur. Æskuheimilið á Barónsstíg, foreldrarnir, Erlendur Ólafsson og Jóhanna Vigdís Sæmundsdótt- ir, og samband systranna var engu líkt. Þær stóðu alltaf saman og tóku snemma þá ákvörðun að hvíla í Hólavallakirkjugarði hjá foreldrum sínum og fjölskyldu og spurðu eiginmennina hvort þeir vildu ekki vera þar líka. Lóa, sem lést árið 2009, var þeim systrum harmdauði, eins og fjölskyldunni allri. Stórfjölskyldan öll var henni afar kær og sinnti hún henni af mikilli hlýju og kærleika. Blessuð sé minning yndislegr- ar tengdamóður minnar. Ég þakka henni og tengdaföður mín- um vegferðina og fyrir lífið sjálf, ég hefði ekki verið heppnari með tengdaforeldra þótt ég hefði valið þá sjálfur. Guðmundur Magnússon. Nú þegar komið er að kveðju- stund hugsa ég með þakklæti og hlýju til elskulegrar tengdamóð- ur minnar, Sigríðar Th. Erlends- dóttur sagnfræðings. Henni var snemma falin ábyrgð sem elsta dóttir á sjó- mannsheimili. Þessi ábyrgð fylgdi henni alla tíð á langri og farsælli ævi. Glæsileg var hún og geislandi. Hjartahlý, minnug og fróð heill- aði hún alla með nærveru sinni hvar sem hún fór. Fallega heim- ilið þeirra Sigríðar og Hjalta Geirs á Bergstaðastræti var sam- komustaður fjölskyldunnar og sannkallað menningarheimili, all- ir sóttu þangað og allir voru vel- komnir. Auk þess að sinna stóru heimili lauk Sigríður BA-prófi í sagn- fræði frá Háskóla Íslands 1976 og útskrifaðist með cand. mag.-próf frá HÍ árið 1981 með rannsókn á atvinnuþátttöku reykvískra kvenna á árunum 1890-1914. Hún var brautryðjandi á sviði kvenna- sagnfræði, vinsæll háskólakenn- ari og sinnti ýmsum trúnaðar- störfum sem tengdust fræðasviði hennar. Hún ritaði sögu Kven- réttindafélags Íslands undir heit- inu „Veröld sem ég vil“ sem kom út árið 1993 og er mikilvæg heim- ild um sögu kvenna á Íslandi. Sigríður hafði eðlislægan áhugi á mannlífinu og lét sér annt um líðan annarra, spurði frétta og hafði samband. Fylgdist grannt með stjórnmálum bæði innlend- um og erlendum, hafði skoðanir á hlutunum og lauk gjarnan máli sínu með orðunum „… eða það finnst mér“, þegar mál voru rædd. Eftirminnilegir eru hádeg- isfundir systranna þriggja, Siggu, Lóu og Rúnu, sem við yngri kyn- slóðir tókum oftar en ekki þátt í. Þar fóru fram orkumiklar sam- ræður um málefni líðandi stundar og þar voru málin oft leyst. Sig- ríður hafði yndi af lestri og var gjarnan umkringd lesefni af ýms- um toga, fræðibókum, tímaritum og skáldsögum og tímaritið Time sem hún var áskrifandi að til ára- tuga las hún upp til agna. Fjölskyldan var henni þó mikilvægust. Börn og tengda- börn, barnabörn og barnabarna- börn nutu þess að koma til ömmu Siggu og afa Hjalta Geirs. Hún var óspör á hrós og hvatningu og fylgdist grannt með því sem fólk- ið hennar tók sér fyrir hendur. Við tvær áttum saman gæðastund í eldhúsinu á Bergstaðastræti að- eins örfáum dögum áður en hún lést og þá grunaði mig ekki að svo stutt væri eftir enda var m.a. fyrirhugaður stjórnarfundur í Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á dagskrá sem hún hlakkaði til. Heimsókn henn- ar á sýninguna mína nú í sept- ember mat ég líka mikils. Þau hjón Hjalti Geir og Sigríð- ur voru eitt, varla hægt að hugsa sér samheldnari hjón. Hjalti Geir lést árið 2020 og mikið saknaði hún hans. Gestrisin og rausnarleg voru þau og eftirminnilegar eru veislur bæði á Bergstaðastræti og í Árósi í Biskupstungum þar sem þau áttu sinn sælureit. Upp í hugann koma ljúfar stemningsmyndir, hún setur Fats Waller á fóninn og dillar sér eftir tónfallinu og allir hrífast með. Nú stíga þau hjónin saman dans á nýjum vettvangi. Með Sigríði er gengin merk kona, sönn fyrirmynd og yndisleg tengdamóðir sem ég á margt að þakka. Hún hvíli í friði. Aðalheiður Valgeirsdóttir. Með ömmu við eldhúsborðið á B70 í hádeginu. Stundum bara við tvær. Stundum hálfur kvenlegg- urinn og fleiri til. Með ömmu og afa inni í stofu á fallega B70. Með ömmu í blómaskálanum, eins og við kölluðum hann, í Árósi þótt reyndar væri þar lítið sem ekkert af blómum. Þessar stundir. Og svo miklu fleiri. Þær eru og voru mitt uppáhald. Amma var elegant og alltaf smekklega til fara. Klædd við hæfi eins og sagt er. Í takt við sinn aldur en þó þannig að sjá mátti að hún var ungleg, ekki síst í hugsun. Kannski í MaxMara- buxnadragt og hvítum Stan Smith-skóm við. Nokkuð frjálsleg en borgaraleg. Hún var heims- kona sem talaði að mér fannst óteljandi tungumál. Hún var svo vel lesin og vel að sér um hin ólíku og ólíklegustu mál. Hún var sagn- fræðingur en um leið voru fáir betur upplýstir um fréttir líðandi stundar. Hún var stundvís. Reyndar svo mjög að einu sinni þegar við vorum sem oftar á leið í leikhús lentum við hliðina á Egg- erti Þorleifssyni leikara á rauðu ljósi. Ég benti ömmu góðfúslega á að hann léki í sýningunni sem við værum að fara á! Hún hafði unun af því sem vel var gert. Var músíkölsk, tónvís og hafði fallega takta. Frásagnar- hæfileika, gott minni og var fljót að hugsa. Og svo hafði hún svo góðan húmor. „Húmor á heims- mælikvarða“ eins og hún myndi sjálf orða það um aðra. Hún hafði skynbragð á hæfileika fólks. Átti vini og vinkonur á öllum aldri, lað- aði fólk að sér og naut þess að ræða málin við okkur sem yngri vorum. Hún lyfti fólki og um- ræðum á hærra plan. Svo fyrir- hafnarlítið. Hún var „belle of the ball“ í lífinu. „Veröld sem ég vil“, titill á bók sem amma skrifaði, saga Kven- réttindafélags Íslands. Er þetta ævistarfið þitt amma? spurði frændi minn. Nei, það er hún ekki. Það eruð þið, þið eruð ævi- starfið mitt. Ég skildi þetta ekki þá, en ég skil það í dag. Ekkert lagði hún meiri áherslu á en fjöl- skylduna og að rækta hana. Hún gerði kröfur til sín og sinna og minnti mann reglulega á ljóð Þor- steins Valdimarssonar um þá sem standa sig. En hún gerði kröfur sem hún vissi að við gætum staðið undir og fáir voru meira hvetj- andi. Á stórviðburðum voru það við afkomendur hennar öll, systur og systrabörn, frænkurnar og saumaklúbburinn sem hún vildi hafa. Þetta var hluti af hennar arfleifð. Varla er hægt að tala um ömmu án þess að nefna afa. Eins sjálfstæð og þau bæði voru voru þau líka svo mikið eitt. Fyrir- myndir margra, bæði á stórum og litlum sviðum lífsins. Máttar- stólpar í lífi okkar en hvað mestir í lífi Hjalta Geirs bróður míns. Þar er skarð sem við hin munum gera okkar allra besta til að fylla upp í. Amma sagði stundum að við værum hennar uppáhalds „komp- aní“ en hún og þau afi bæði voru líka okkar uppáhalds kompaní. Hún var einfaldlega skemmtileg- asta kona sem ég þekki og ég á eftir að sakna hennar óendanlega mikið. Elsku heimsins besta amma mín. Takk fyrir allt sem þú varst og allt sem þú gafst. Takk fyrir að búa okkur öllum svona gott vega- nesti og góðar minningar. Þú lagðir grunninn að veröldinni okkar, veröld sem ég vil. Guðrún Edda Guðmundsdóttir. Amma Sigga, eins og við köll- uðum hana alltaf, spilaði afar stórt hlutverk í lífi okkar bræðra. Hún var alltaf til staðar, staðföst og segja má að hún hafi verið nokkurs konar akkeri í okkar föð- urfjölskyldu. Amma var forvitin að upplagi og þráin eftir þekkingu litaði líf hennar og persónu. Þessi eigin- leiki birtist á margan hátt. Hún var t.d. alltaf með bækur, blöð og tímarit við höndina, fylgdist náið með alþjóðamálum, hlustaði á alla fréttatíma sem hægt var að kom- ast yfir og var einnig vel með á nótunum í menningarlífinu. En hún tók ekki aðeins á móti upplýs- ingum enda var hún skarpgreind og hafði skoðanir á því sem fyrir augu bar og lét þær óhikað í ljós, en þó vissulega alltaf af sanngirni. Hún hafði líka einstakt lag á því að nálgast annað fólk, bæði börn og fullorðna, finna sameiginlega fleti og spyrja réttra spurninga og gat þar af leiðandi átt samræð- ur um næstum allt milli himins og jarðar. Þessum eiginleikum miðl- aði hún áfram til okkar, bæði leynt og ljóst, og á hverjum degi reynir maður að fara út í daginn með forvitnina að leiðarljósi. Það var gaman að vera með ömmu og oft var stutt í kímni og hnyttin tilsvör. Húmorinn var lúmskur og ekki laus við kald- hæðni. Hún var félagslynd og notaði hvert tilefni, stórt eða smátt, til að hóa saman fjölskyldu og vinum, hvort sem það var á Bergstaðastræti eða í Laugarási í Biskupstungum. Á slíkum stund- um naut hún sín vel og ósjaldan settist hún við píanóið og spilaði og söng fyrir okkur barnabörnin – og síðar barnabarnabörn. Oft- ast var mikið um að vera á Berg- staðastrætinu, stöðugur gesta- gangur og amma alltaf eitthvað að sýsla. Þrátt fyrir annasama daga var amma eiginlega með allt á hreinu og hafði áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur, var fyrst til að hringja á afmælisdög- um eða til að athuga hvernig gekk í síðasta prófi í skólanum. Amma var á vissan hátt nú- tímaleg, sérstaklega miðað við konu sem fæddist árið 1930. Hún hélt í við tíðarandann og var merkilega fljót að tileinka sér nýjustu stefnur og strauma. Strax í upphafi tíunda áratugar- ins var hún komin með tölvu á skrifborðið og þegar við bræður vorum í námi erlendis fyrir nokkrum árum fengum við reglu- lega tölvupósta frá ömmu, þar sem hún spurði frétta af barna- barnabörnum, og svo fylgdist hún jafnvel með í gegnum Instagram, komin á tíræðisaldur! Hún var þó einnig fastheldin á það sem vel gafst, sat t.a.m. alltaf í sama sæt- inu, vildi helst ekki fara langt út fyrir miðborgina, nema þá aðeins til að fara austur í Laugarás, og hún vissi að skorpubrauðið í Bernhöftsbakaríi væri best svo það var algjör óþarfi að prófa eitt- hvað annað. Þótt söknuðurinn sé mikill og tilveran breytt þá má ekki gleyma því hve gæfuríkt það var að hafa haft ömmu Siggu með okkur í öll þessi ár og svo voru það einnig forréttindi fyrir okkar börn að hafa kynnst henni svo vel. Hjalti Geir Erlendsson, Valgeir Erlendsson. Erfitt er að lýsa tilfinningum okkar við lát ömmu. Fyrirmynd og brautryðjandi en umfram allt stoð okkar og stytta og vinkona. Í upphafskafla Kvennaslóða skrifaði Vigdís Finnbogadóttir góð vinkona okkar að henni hefði alltaf fundist amma vera kven- hetja og fyndist enn. Það er rétt lýsing. Amma bjó yfir einstökum eiginleikum sem fáir, ef einhverj- ir, búa yfir. Við systur bjuggum vel að því að vera mikið með ömmu og mót- aði það okkur til lífstíðar. Hvatn- ing hennar, samtölin og styrkur gáfu okkur það veganesti að við við gætum allt sem við vildum. Fyrir ungar konur að fara út í lífið er það ómetanlegt. Það er ekki að ástæðulausu að allir sem voru það heppnir að hitta hana dýrkuðu hana og dáðu. Hún lýsti upp herbergið þegar hún gekk inn og heillaði alla með sjarma, hlýju og jákvæðni. Enda var hún formaður Pollýönnu- félagsins þar sem hún sá alltaf það jákvæða í öllu og öllum. Hún var þó mjög ákveðin og sagði sín- ar skoðanir en á hlýjan og falleg- an hátt þannig að allir hlustuðu. Hún sagði oft að það mikilvæg- asta í lífi og vinnu væri að þykja vænt um fólk, sem henni þótti sannarlega. Nemendur hennar í kvennasögu voru tíðir gestir heima á B70, systurnar, Lóa og Rúna, voru alltaf í hádeginu, fjöl- skyldan á hverjum degi og húsið fylltist oft af hlátri og gleði þegar frænkur og vinkonur komu. Hún var límið sem hélt öllu saman og lagði mikið upp úr að rækta fólkið í kringum sig. Fjölskyldan og heimilið á B70 var veröldin hennar ömmu eins og hún lýsti sjálf og þar sló hjarta fjölskyldunnar. Við kölluðum þetta brautarstöðina en þar hitt- ust allir enda vildu allir fá að njóta nærveru hennar. Við vorum báðar svo heppnar að búa hvor á sínum tíma í kjall- aranum á B70. Að fá að vera með ömmu oft á dag og í daglega lífinu munum við alltaf þakka fyrir. Gleðin var einstaklega mikil á B70 í ár en þá fæddist lítill ljós- geisli í húsið, Ragnhildur J. Jóns- dóttir. Mikið gladdi það ömmu. Stundirnar sem hún fékk með henni eru dýrmætar og minning- ar okkar með ömmu og litlu Ragnhildi hlýja okkur á erfiðum tímum. Söknuðurinn er sár en eftir sit- ur þakklætið fyrir lífið sem við vorum svo heppnar að mega njóta til fullnustu með henni. Fjölskyldan var veröld ömmu og hún verður alltaf veröldin okk- ar. Sigríður Theódóra, Jóhanna Vigdís. Í dag minnumst við bræðurnir elsku ömmu. Þegar við hugsum til baka kemur upp í hugann þakk- læti og hlýja. Það er mikil gæfa að hafa haft hana svo lengi hjá okk- ur. Eftir sitja margar góðar minningar. Sérstaklega eru minnisstæðar heimsóknir í sum- arbústaðinn. Það var algjör para- dís fyrir börn. Stór garður, nóg af boltum og alltaf Prince Polo í matarbúrinu. Amma var alltaf glöð og vildi alltaf fá mann í heimsókn. Hún sagði skemmtilega frá og hægt var að treysta því að hún færði manni fréttir af frændfólki okkar. Einlægur áhugi hennar á lífi okk- ar bræðra var mikils virði. Það var mjög dýrmætt hvað þau afi voru dugleg að heimsækja okkur í útlöndum til að sjá hvernig við byggjum. Elsku amma, blessuð sé minn- Sigríður Th. Erlendsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.