Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
á einum lengsta degi sumarsins.
Hún var hrókur alls fagnaðar eins
og jafnan, óspör á hrós og upp-
örvun, umkringd börnum og
barnabörnum. Hún hafði lag á að
stækka fólkið í kringum sig og sá í
gegnum holt og hæðir. Sjarmer-
andi og beinskeytt í svörum, með
stríðnisblik í augum. Gleðin og
birtan í kringum hana nánast
áþreifanleg. Þannig mun ég
geyma hana í huganum.
Guðrún Nordal.
Það hallar að hausti, laufin far-
in að falla af trjánum. Sigga vin-
kona mín kvaddi þennan heim á
fallegu haustkvöldi. Hún fæddist
16. mars 1930. Hún var elst fjög-
urra systkina en hin hétu Guðríð-
ur og tvíburarnir Guðrún og Ólaf-
ur en hann lést ungur að árum.
Kynni okkar hófust um það leyti
sem við fermdumst í Fríkirkj-
unni. Báðar gengum við í Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga og síðan
í MR þaðan sem við útskrifuð-
umst 1949. Á gagnfræðaskólaár-
unum ákváðum við, 14 stelpur, að
stofna saumaklúbb sem fékk
nafnið Kaspír. Við höfum haldið
hópinn æ síðan en í dag erum við
aðeins fjórar á lífi. Eftir stúdents-
próf skildu leiðir um stund, sumar
fóru utan í nám, aðrar í Háskóla
Íslands og út á vinnumarkaðinn.
Ein okkar, Vigdís Finnbogadótt-
ir, varð forseti Íslands 1980 en við
vinkonurnar studdum hana í
kosningabaráttunni með ráðum
og dáð. Sigga fór í HÍ og lærði
frönsku og ensku og fór að vinna í
franska sendiráðinu. Seinna á
lífsleiðinni fór hún aftur í háskól-
ann og tók mastersgráðu í sagn-
fræði og kenndi kvennasögu þar
að námi loknu. Árið 1953 giftist
Sigga Hjalta Geir Kristjánssyni
húsgagnaarkitekt og athafna-
manni. Þau eignuðust fjögur börn
sem öllum hefur vegnað vel í líf-
inu. Afkomendur Siggu og Hjalta
Geirs eru margir og veittu þeir
þeim mikla gleði. Sigga hafði ein-
staklega góða nærveru og gaf
mikið af sér. Börnin mín minnast
hennar sem einstaklega skemmti-
legrar konu. Ég mun sakna góðr-
ar vinkonu og sendi börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Helga Gröndal.
Það eru bráðum 40 ár síðan við
fjölskyldan urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast nýja ná-
granna fyrir austan fjall.
Snemma varð ljóst að þar réð
ekkert meðalfólk húsum heldur
höfðingjar, hvort á sinn hátt.
Þarna voru knýtt saman vináttu-
bönd sem alltaf héldu. Hjalti Geir
og Sigga áttu sér fáa jafnoka og
var auðsjáanlegt að þeim var líka
annt um sveitunga sína. Það er
e.t.v. leikur að stráum að rifja upp
öll þau góðu kynni og eftir því
sem árin líða áttar maður sig enn
betur á hversu dýrmæt þau voru.
Lífið snýst líka umfram allt um að
búa til góðar minningar og láta
gott af sér leiða. Þekkingin var
þeim ekki dauður bókstafur held-
ur andlegur innblástur sem hreif
og heillaði aðra. Þarna var hlegið
með bakföllum og gjarnan erfitt
að slíta sig frá gleðskapnum.
Ég bjó 20 ár vestanhafs en ef
ég var á heimaslóð lagði ég mig
eftir því að koma við hjá þeim
hjónum eins oft og ég gat. Sigga
var mótuð af klassískri menn-
ingu, mælti skörulega og stórfróð
um menn og málefni. Iðulega var
farið um víðan völl enda í lífs-
hörpu hennar margir strengir.
Hún talaði stundum um fólkið sitt
í Landsveit og Rangárvöllum og
fór kærleiksríkum orðum um
uppeldið enda uppskar hún ríku-
lega. Líka um sjómanninn föður
sinn sem lifði hættulega tíma þeg-
ar sjóslys voru svo tíð. Allt féll
þetta vel að andblæ þess sem
þetta ritar.
Mál líðandi stundar voru kruf-
in til mergjar og oftar en ekki
menning og listir. Ég naut þess
sérstaklega að ausa úr visku-
brunni hennar um sögu kvenna-
hreyfinga á Íslandi. Við ræddum
gjarnan um þá karlmenn sem
skiptu sköpum í þessum efnum
eða lögðu gott til og oftar staldrað
við Hannes Hafstein og Skúla
Thoroddsen. Hún fræddi mig um
merkilega sögu Kvenréttinda-
félags Íslands en ég var enn for-
vitnari um Hið íslenska kvenfélag
stofnað 1894. Eitt þeirra fyrsta
baráttumál var að þvotti var ekið í
Laugarnar en áður höfðu konur
þurft að bera hann á bakinu
marga kílómetra.
Ég man enn hvað mér þótti
þetta merkilegt og má með sanni
segja að mjór sé mikils vísir.
Sama félag lagði líka mikið af
mörkum og barðist fyrir stofnun
Háskóla Íslands. Þetta opnaði
líka augu mín betur fyrir þeim
konum sem helguðu sig fyrst
myndlist á Íslandi og hvatti mig
áfram á þeim vettvangi en saga
þeirra er stór og merkileg. Þau
hjónin sýndu listaverkasöfnun
minni áhuga og það kom fyrir að
ég snaraði með mér einu slíku til
að sýna þeim þegar ég kom í kaffi
í Bergstaðastræti.
Þótt vissulega hafi verið farið
að halla degi þá er erfitt að hugsa
sér að Sigga sé dáin. Síðast þegar
ég hitti hana var andinn síglöggur
og kvikur þrátt fyrir háan aldur
og ég frétti nýlega af henni á list-
sýningu niðri í bæ. En vissulega
hverfum við öll fyrir honum þegar
nóg er lifað. Eftir sem áður er
mikill söknuður að þessari glæsi-
legu nútímakonu sem átti um leið
djúpar rætur í menningararfi
þessarar þjóðar. Fjölskyldan úr
Brekkugerði þakkar vináttu í
áratugi. Þar er ekkert kvöld, ekk-
ert sólarlag, aðeins bjartur dag-
ur.
Guð blessi minningu Sigríðar
Theódóru Erlendsdóttur.
Skúli Gunnlaugsson.
Það er með djúpu þakklæti og
eftirsjá sem við félagarnir kveðj-
um frú Sigríði, eins og við köll-
uðum hana ávallt i virðingar- og
vinarskyni, nú þegar hún hefur
kvatt þessa jarðvist eftir langt og
viðburðaríkt líf. Þau eru ófá skipt-
in í gegnum áratugina sem við
höfum átt samtals- og gleðistund-
ir með þeim hjónum Hjalta Geir
og frú Sigríði, ýmist á Bergstaða-
strætinu eða á griðastað þeirra
hjóna í Laugarási. Þeirra stunda
er einkar ljúft að minnast. Nú
hafa þau bæði kvatt með stuttu
millibili en minningin um þau er
svo ljúf og góð að það setur að
okkur bros þegar vinafundir með
þeim eru rifjaðar upp.
Frú Sigríður fylgdist grannt
með námi okkar félaganna og
þroska gegnum árin og mundi allt
í þeim efnum. Þrátt fyrir að við
værum fimm félagarnir vissi hún
alltaf hvar hver stóð og gat rakið
úr okkur garnirnar með einlæg-
um áhuga og eftirfylgni. Hún
lagði ávallt eitthvað gott til, á sinn
kvika og skjótvirka hátt, og við
vissum að ráð hennar voru gagn-
leg.
Frú Sigríður var brautryðj-
andi í mörgu tilliti og fyrirmynd
og sýndi það á sjálfri sér hvernig
maður lætur drauma sína rætast.
Afrek hennar á sviði sagnfræði og
sérstaklega kvennasögu voru
okkur merki um það hvernig hún
lét verkin tala.
Þannig minnumst við þessarar
merku konu sem var svo sérstak-
ur og ógleymanlegur mannvinur.
Vináttan sem hún sýndi okkur
var óskipt og einlæg og að fá þess
notið er ekki sjálfgefið. Fyrir það
viljum við þakka.
Við biðjum Guð að blessa
minningu frú Sigríðar og vottum
Erlendi vini okkar og fjölskyld-
unni allri innilega samúð. Þið
megið vera þakklát fyrir hversu
lengi þið gátuð haft frú Sigríði hjá
ykkur því gengin er einstök og
ógleymanleg kona.
Ársæll, Bergþór,
Egill Heiðar, Gissur og
Guðmundur Páll.
Sigríður Th. Erlendsdóttir
varð fyrsta konan til að kenna
kvennasögu við Háskóla Íslands
árið 1982. Hún var sú eina hér á
landi sem hafði lokið kandídats-
prófi á því sviði (um atvinnuþátt-
töku reykvískra kvenna 1890-
1914) og þegar nokkrar áhuga-
samar ungar stúlkur sem
stunduðu sagnfræði fóru fram á
það að fá kennslu í kvennasögu
var hún ráðin í það verkefni. Hún
taldi sig heppna en ekki voru þau
sem nutu kennslu hennar síður
heppin. Segja má að með rann-
sóknum sínum hafi Sigríður lagt
grunninn að kvennasögu sem
fræðigrein hér á landi. Stórvirki
Sigríðar, Veröld sem ég vil. Saga
Kvenréttindafélags Íslands 1907-
1992, er ekki einungis saga fé-
lagsins heldur einnig saga jafn-
réttisbaráttu á 20. öld og afar vel-
heppnað sagnfræðirit.
Við Sigríður sátum saman í
stjórn Sagnfræðingafélagsins á
árunum 1982-1983 en sátum mun
lengur saman í stjórn Sögufélags
í forsetatíð Einars Laxness. Þar
var gaman að vera. Í minningunni
eru þetta skemmtilegustu stjórn-
arfundir sem ég hef upplifað. Allt-
af gafst tími til að rabba saman
yfir kaffibolla áður en formleg
dagskrá hófst. Við vorum þarna
þrjár, við Sigríður og auðvitað
Ragnheiður Þorláksdóttir, ásamt
þeim ágætu karlmönnum sem
sátu með okkur í stjórn. Félagslíf
stjórnarinnar var líflegt og man
ég vel eftir heimboði í Laugarás-
inn sem Sigríður og Hjalti Geir
buðu okkur til ásamt fleiri góðum
gestum. Það þarf vart að taka
fram að móttökurnar voru frá-
bærar.
Síðla hausts 1999 rifjaðist það
upp fyrir Ingu Huld heitinni Há-
konardóttur að brátt yrði Sigríð-
ur sjötug og auðvitað yrði að gefa
út afmælisrit henni til heiðurs.
Inga fékk okkur Erlu Huldu
Halldórsdóttur fyrst í lið með sér
og síðan bættust aðrar við. Af-
raksturinn var ritið Kvennaslóðir
sem kom út árið 2001 og rituðu
fjörutíu kvensagnfræðingar
greinar í það – eða allar þær sem
voru virkar í fræðigreininni um
aldamótin.
Sigríður settist í stjórn Sögu-
félags fyrst kvenna 1978, 76 árum
eftir að félagið var stofnað árið
1902. Á þeim tæplega áttatíu ár-
um höfðu átta karlmenn verið
kjörnir heiðursfélagar. Því kemur
varla á óvart að stjórn Sögufélags
ákvað árið 2008 að gera hana að
fyrstu konunni til að hljóta sama
heiður fyrir störf hennar í þágu
sagnfræðinnar og Sögufélags.
Sigríður átti viðburðaríka og
ævintýralega ævi og á seinni ár-
um hitti ég hana margsinnis á fyr-
irlestrum um sagnfræðileg efni,
ósjaldan með Guðrúnu systur
sinni. Hún var gæfukona í einka-
lífi, farsælt hjónaband þeirra
Hjalta Geirs stóð í um sjötíu ár.
Þau eignuðust fjögur mannvæn-
leg börn og hún var fyrir löngu
orðin langamma.
Sigríður var glæsileg kona og
ávallt með bros á vör. Þótt Sigríð-
ur sé nú farin frá okkur lifir minn-
ingin um skemmtilega og greinda
konu: Auk þess munu ritverkin
halda nafni hennar á loft um
ókomna framtíð. Ég votta börn-
um hennar og öðrum afkomend-
um mína dýpstu samúð.
Anna Agnarsdóttir.
Árið 1978 fékk þáverandi for-
seti Sögufélags, prófessor Björn
Þorsteinsson, nemanda sinn, Sig-
ríði Th. Erlendsdóttur, í stjórn
Sögufélags. Hún var fyrsta konan
sem sat í stjórn félagsins en
Sögufélag var stofnað 1902.
Fimm karlar voru aðalmenn og
stundum sátu tveir varamenn líka
stjórnarfundina, sem sagt sjö
karlar. Nú var Sigríður mætt til
leiks og urðu stjórnarfundirnir
ólíkt skemmtilegri og líflegri.
Björn var ævinlega mjög meðvit-
aður um að konur ættu að koma
oftar við sögu. Var áberandi
hversu innilega hann hvatti kven-
kyns nemendur sína áfram.
Einar Laxness tók svo við sem
forseti félagsins og fljótlega í
hans tíð komu út óvenjumargar
bækur. Hvert sinn sem ný bók
kom úr prentsmiðju höfðum við
Sigríður gjarnan á orði að nú
þyrfti að lyfta glasi. Þá horfði
Einar forseti á okkur Sigríði og
sagði: „Hvernig er það með ykkur
konur, eruð þið alveg selskaps-
sjúkar?“ Við Sigríður fengum
þetta oftast í gegn og þegar fjörið
stóð sem hæst sagði Einar gjarn-
an: „Mikið var þetta góð hug-
mynd hjá ykkur. Haldið þið að
veitingarnar dugi, er ekki vissara
að ég fari að losa um varadekk-
ið?“ Undir varadekkinu í bílnum
sínum átti Einar ævinlega eina
góða flösku til að grípa til ef mikið
lægi við.
Elsku Sigga, ég er alls ekki
með neitt samviskubit yfir því
hversu oft við pöntuðum að lyft
yrði glasi enda fáir sem skemmtu
sem sér betur en sjálfur forset-
inn. Viðmiðið hjá okkur var líka
að þegar Einar losaði um vara-
dekkið hafi samkvæmið verið full-
komið og það gerðist ósjaldan.
Mikið var gaman. Ég held að ég
muni aldrei venjast því að Sigríð-
ur Th. Erlendsdóttir, elsku Sigga,
sé horfin.
Ragnheiður Þorláksdóttir.
Við leiðarlok er mér ljúft að
minnast Sigríðar Th. Erlends-
dóttur.
Í maí 1988 kom stór hópur
manna saman og stofnaði vina-
félag Þjóðminjasafns Íslands,
Minjar og sögu. Einn af stofnend-
um félagsins var Sigríður Th. Er-
lendsdóttir og var hún kjörin í
fyrstu stjórn þess. Sigríður var
menntuð sem sagnfræðingur og
mikill áhugamaður um íslenska
menningu og sögu. Hún var kunn
fyrir rannsóknir í sagnfræði,
kennslu við Háskóla Íslands og
síðar bókina Veröld sem ég vil.
Það var fengur að því af fá hana í
stjórn félagsins. Hún átti eftir að
gegna stjórnarstarfi í tæpa þrjá
áratugi. Við áttum samleið í
stjórn félagsins frá upphafi og
áttum mjög gott samstarf en því
var svo háttað að ég gegndi starfi
formanns í tæpan aldarfjórðung
og var hún ritari á sama tíma.
Það var mikil gæfa að starfa
með Sigríði, en hún sinnti starfi
sínu af kostgæfni. Ég held að hún
hafi nánast komið á alla stjórnar-
fundi félagsins á sínum tíma og
var virkur þátttakandi. Hún var
ávallt jákvæð, bjartsýn og opin
fyrir öllum góðum hugmyndum
til að styðja og styrkja Þjóðminja-
safn Íslands. Það fólst aðallega í
því að afla merkra gripa og minja
sem best eru talin varðveitt í
safninu eða á vegum þess vegna
menningarsögulegs gildis. Einnig
að fá fræðimenn til að halda fyr-
irlestra. Og enn má nefna ferða-
lög sem tengjast sögu og menn-
ingu, bæði innanlands og utan.
Það birti alltaf yfir þegar Sig-
ríður brosti sínu fallega brosi sem
lýsti bæði ytri og innri fegurð
hennar. Hún hafði góða kímni-
gáfu og átti til að segja skemmti-
legar sögur. Sigríður hafði góða
þekkingu á þeim málum sem um
var fjallað. Hún vann ötullega að
því að afla fjár til kaupa á gripum
handa safninu, bar fram góðar
hugmyndir um fyrirlesara og tók
virkan þátt í ferðum á vegum fé-
lagsins. Ég minnist m.a. þriggja
fræðsluferða, til Kaupmanna-
hafnar, Parísar og Edinborgar
þar sem þau Sigríður og eigin-
maður hennar Hjalti Geir Krist-
jánsson voru þátttakendur. Þau
Sigríður og Hjalti Geir voru
skemmtilegir ferðafélagar.
Að leiðarlokum þakka ég Sig-
ríði Th. Erlendsdóttur fyrir gott
samstarf og ánægjuleg kynni og
sendi öllum ástvinum hennar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sverrir Kristinsson.
Þegar ég hóf BA-nám í sagn-
fræði á níunda áratug síðustu ald-
ar hafði kvennasaga tiltölulega
nýlega haldið innreið sína í sagn-
fræði við Háskóla Íslands. Það
var Sigríður Th. Erlendsdóttir
sem kenndi fyrsta námskeiðið í
kvennasögu veturinn 1982-1983
eftir að ungar konur í hópi nem-
enda báðu um að hún kenndi slíkt
námskeið. Þær höfðu fengið nóg
af þeirri karllægu sögu sem var á
boðstólum.
Sjálf var ég í kvennasögu hjá
Sigríði haustið 1987 og skrifaði
BA-ritgerð undir hennar leiðsögn
vorið 1989. Í endurminningunni
sit ég í stofunni heima hjá henni á
Bergstaðastræti, drekk kaffi úr
postulínsbollum, borða svissneskt
konfekt og hlusta á hana tala af
ástríðu um bæði kvenréttinda-
konur aldamótanna 1900 og nýju
kvennahreyfinguna, sem hafði af-
gerandi áhrif á hana sjálfa.
Sigríði kynntist ég betur árið
1996 þegar ég varð forstöðumað-
ur Kvennasögusafns Íslands, sem
tók til starfa í Þjóðarbókhlöðunni
sama ár. Sigríður var í stjórn
safnsins og vann einarðlega að
framgangi þess. Hún skrifaði auk
þess vandaða grein um Önnu Sig-
urðardóttur, stofnanda safnsins, í
Andvara árið 2000 þar sem hún
fléttar saman persónusögu, sögu
kvenréttinda og samfélagsbreyt-
inga. Það var því vel við hæfi að
Kvennasögusafnið gæfi árið 2001
út bókina Kvennaslóðir til heiðurs
Sigríði sjötugri.
Sigríður sá reyndar sjálf um að
skrá og varðveita sögu kvenna
með verkum sínum. Fyrstu rann-
sóknir hennar snerust um konur í
vist, atvinnulífi og kvennahreyf-
ingu aldamótanna 1900. Hún tók
þátt í norrænu samstarfi um sögu
kvenna og tók saman rit um
breytingar á réttarstöðu ís-
lenskra kvenna á 20. öld. Stór-
virki hennar er bókin Veröld sem
ég vil. Saga Kvenréttindafélags
Íslands 1907-1992, sem kom út
árið 1993. Þar rekur hún sögu ís-
lenskrar kvennabaráttu frá lok-
um 19. aldar, aðdragandann að
stofnun Kvenréttindafélagsins og
starf þess, sem er samofið sam-
félagsþróun og stjórnmálum 20.
aldar, til 1992. Um árabil var
þessi bók eina heildstæða ritið um
sögu íslenskra kvenna á 20. öld.
Sigríður var glæsileg kona,
skörp, hlý og jákvæð. Hún hafði
gaman af að segja frá enda var
aldrei leiðinleg stund á fundum
með henni, hvað þá við óformlegri
tækifæri. Hin síðari ár hittumst
við einkum á fyrirlestrum um
söguleg efni. Þar var hún oft með
Guðrúnu systur sinni og spurði
frétta. Hún hafði óbilandi áhuga á
sagnfræði og því hvað ungu kon-
urnar í faginu væru að gera.
Ég á Sigríði Th. Erlendsdóttur
skuld að gjalda bæði persónulega
og faglega. Persónulega fyrir
hvatningu hennar og áhuga á
rannsóknum mínum í áratugi.
Faglega fyrir brautryðjandastarf
í kvenna- og kynjasögu, fagsviði
sem er nú sérsvið mitt í starfi við
Háskóla Íslands. Með kennslu,
leiðbeiningu og verkum sínum
lagði Sigríður grunn að sviðinu og
mótaði kynslóð kvenna í sagn-
fræði sem hafa ýmist látið til sín
taka á vettvangi fræðanna eða
iðkað sinn femínisma á sviði póli-
tíkur og samfélags. Enn eru verk
hennar lesin og vísað til þeirra í
rannsóknum á sögu íslenskra
kvenna.
Ástvinum Sigríðar Th. Er-
lendsdóttur votta ég innilega
samúð.
Erla Hulda
Halldórsdóttir.
Kveðja frá Sögufélagi
Sigríður Th. Erlendsdóttir
sagnfræðingur var brautryðjandi
í hópi fræðikvenna á Íslandi. Sig-
ríður var fyrsta konan í stjórn
Sögufélags og starfaði ötullega
fyrir félagið sem stjórnarmaður á
árunum 1978-1988. Hún sat í
stjórn félagsins undir forsæti
Einars Laxness. Á þeim tíma var
unnið að margvíslegum útgáfu-
verkum. Þegar Sigríður settist í
stjórn félagsins hafði hún nýlega
lokið BA-prófi í sagnfræði og hélt
áfram til frekara náms. Meginrit-
verk hennar er saga Kvenrétt-
indafélags Íslands. Hún kom víða
við í skrifum sínum, ávallt með
sögu kvenna að leiðarljósi, skrif-
aði ritdóma, hvatti samferða-
menn sína og nemendur til góðra
verka og fór fram með góðu for-
dæmi. Sigríður var gerð heiðurs-
félagi í Sögufélagi árið 2008 og
var jafnframt fyrsta konan til að
hljóta þann heiður í hinu ríflega
aldargamla félagi. Sigríður fylg-
ist grannt með starfi félagins alla
tíð og var virkur félagsmaður. Fé-
lagið sendir aðstandendum henn-
ar innilegar samúðarkveðjur með
þökk fyrir óeigingjarnt starf
hennar í þágu félagsins.
Fyrir hönd stjórnar Sögu-
félags,
Hrefna Róbertsdóttir.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa um Sigríði Er-
lendsdóttur. Sigga var hugulsöm,
yndisleg, afburða klár, hnyttin og
skemmtileg, alltaf til staðar og
einstaklega töff! Ég sakna þín
innilega, elsku Sigga, og ég er í
raun ekki búin að átta mig á því
að þú sért farin. Takk fyrir allar
dásamlegu og skemmtilegu sam-
verustundirnar, takk fyrir að
vera langbesta vinkona mömsu,
takk fyrir öll dásamlegu gamlárs-
kvöldin, takk fyrir að prjóna
peysur og teppi á börnin mín þeg-
ar þau fæddust, takk fyrir hvatn-
inguna, takk fyrir brosið þitt, og
ekki síst takk fyrir að fá að vera
hluti af þinni yndislegu fjöl-
skyldu. Ég hugga mig við að þið
Hjalti Geir getið sameinast á fal-
legum stað, notið og hlegið. Það
eru ekki margir sem ná að hafa
svo mikil áhrif á fólkið í kringum
sig eins og þú gerðir með næmni
þinni, fegurð og hlýju. Takk,
elsku Sigga. Við söknum þín en
góðar og fallegar minningar lifa
áfram og verma.
Con amore,
Ástríður Magnúsdóttir.
Sigríður Th.
Erlendsdóttir
Okkar ástkæri faðir, sonur og bróðir,
MAGNÚS ÖRN SÖLVASON,
lést á Landspítalanum föstudaginn
23. september. Útför hans fer fram frá
Árbæjarkirkju mánudaginn 3. október
klukkan 11. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
framtíðarreikning sem stofnaður hefur verið í nafni dóttur hans
(0511-18-002270, kt. 080913-2570).
Vigdís Hrefna Magnúsdóttir
Hrefna Magnúsdóttir
Sölvi Steinn Alfreðsson Cathleen Doran Alfreðsson
Steinþór Benediktsson Heiðdís Anna Marteinsdóttir
Maríus Lawrence Sölvason
Guðbrandur W. Sölvason Kamila Kinga
og aðrir ástvinir