Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
✝
Sigurlaug
Helgadóttir
fæddist á Akureyri
3. apríl 1934. Hún
andaðist á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
23. september
2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristín Péturs-
dóttir, f. 8. 1. 1900
að Tjörn á Skaga í
A-Húnavatnssýslu, d. 5.12. 1989,
og Helgi Pálsson, f. 14.8. 1896 á
Akureyri, d. 19.8. 1964. Systkini
Sigurlaugar voru: Margrét
Kristín, f. 1929, d. 1992, Guðrún,
f. 1930, d. 1993, Pétur, f. 1932, d.
2004, Hallgrímur, f. 1935, d.
2009, Björg, f. 1938 og Páll, f.
1944, d. 2016.
Hinn 28. desember 1957 gift-
ist Sigurlaug Ragn-
ari Ásgeiri Ragn-
arssyni, f. 21.6.
1936, d. 13.8. 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Mikkalína Guð-
mundsdóttir, f.
1909 á Bólstað í
Súðavíkurhreppi,
d. 1993, og Ragnar
Þorkell Guðmunds-
son, f. 1908 á Ísa-
firði, d. 1969. Börn þeirra eru
Ragnar Hólm Ragnarsson, f. 19.
nóvember 1962, og Sigurlaug
Hólm Ragnarsdóttir, f. 1. júní
1964. Barnabörn eru Erna
Hólm, Ragna Ragnarsdóttir og
Aðalheiður Anna.
Útför Sigurlaugar fer fram í
Árbæjarsafnskirkju í dag, 29.
september 2022, klukkan 13.
Ég verð ofurlítið upp með mér
þegar fólk lýsir mömmu eins og
hún var í blóma lífsins: Tíguleg
með uppsett hárið, ávallt vel til
höfð, mildur svipur og blítt bros.
Það var tekið eftir henni hvert
sem hún fór, eins og kvikmynda-
stjörnu. Og við sem kynntumst
því sem undir glæsilegu yfirborð-
inu bjó, dáðumst að því hversu
vinnusöm, réttsýn, umhyggjusöm
og fórnfús hún var.
Hún var stúlkan sem átti heim-
ili sitt hjá sterkefnuðum foreldr-
um í reisulegu húsi á austurbakka
Spítalavegar á Akureyri en ólst
líka að miklu leyti upp hjá barn-
lausu verkafólki í Innbænum.
Hún lét hjartað ráða för og giftist
blásnauðum syni einstæðrar móð-
ur sem baslaði í Höfðaborginni í
Reykjavík.
Mamma útskrifaðist frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
vorið 1957 og var strax ráðin að
Bæjarspítala Reykjavíkur. Milli
jóla og nýárs það sama ár giftist
hún stráknum úr Höfðaborginni
og í kjölfarið fór pabbi í hótel-
stjóranám til Sviss en mamma
fékk vinnu við hjúkrun í Noregi.
Heimkomin byrjuðu þau búskap
sinn í Reykjavík, en árið 1964
fluttu þau til Akureyrar, um 1980
til Akraness og síðan aftur til
Reykjavíkur og loks Hafnarfjarð-
ar þar sem síðustu kaflar lífsbók-
arinnar voru skráðir.
Hjúkrunarstörfin, þjónusta við
sjúka og þá sem minna mega sín,
voru alla tíð hennar ær og kýr.
Þegar upp er staðið sé ég að
helstu áhugamál móður minnar
voru einfaldlega fjölskyldan,
heimilið og vinnan. Þrátt fyrir að
hún ynni alla tíð úti þá var hún
mikil húsmóðir sem lagði metnað
sinn í að hafa allt hreint og fínt,
baka ótal sortir fyrir jólin, og
drýgja forðann með því að taka
slátur og sulta ber. Þar fyrir utan
hafði hún ávallt tíma til að styðja
við þá sem þess þurftu innan fjöl-
skyldunnar.
Hún var mikilsvirt skurðhjúkr-
unarkona á Akureyri og vel liðin
hjúkrunarkona á elliheimilinu
Hlíð á Akureyri, Grund í Reykja-
vík og víðar. Hún unni sér sjaldan
hvíldar og þau pabbi voru afar
samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur, hvort heldur sem
það var að byggja hús, rækta
garðinn, ferðast í hjólhýsi um
landið eða reka smurbrauðsstofu
sem þau gerðu í þónokkur ár und-
ir lok níunda áratugarins á Njáls-
götu í Reykjavík.
Ást þeirra var eins og ég held
að ást eigi að vera í sinni tærustu
mynd. Í brjósti mér geymi ég
dýrmætar myndir af hjartnæm-
um augnablikum sem spegluðu
traust og kærleika þeirra í mill-
um.
Með aldrinum missum við
fjaðrirnar. Margt verður erfiðara,
bæði líkamlega og andlega. Lán-
samir halda flestu í góðu horfi
fram eftir öllu en hjá öðrum
slökkna ljósin eitt af öðru og and-
inn dofnar. Síðustu árin tók alz-
heimer öll völdin af mömmu og
smám saman var ekkert eftir
nema hrumur líkaminn. Glettna
stúlkan af Spítalaveginum fyrir
norðan, dugmikla hjúkrunarkon-
an, var fyrir allnokkru að mestu
horfin. Það var sárt að sjá.
Á rétt rúmum tveimur árum
hafa þau bæði kvatt, foreldrar
mínir, Silló og Bóbó. Tvær feg-
urstu stjörnurnar sem lýstu minn
æviveg skína ei lengur og hverfa
kulnaðar út í tómið. Eftir standa
minningar og ómælt þakklæti.
Takk fyrir góða daga, ástina og
atlætið, elsku mamma.
Ragnar Hólm Ragnarsson.
Við Silló erum systkinadætur,
ég fæddist í janúar 1934 og hún í
apríl sama ár og vorum við skírð-
ar saman.
Ég fæddist í innbænum og bjó
þar fyrstu tvö árin en eftir það
fluttum við í annan enda bæjarins
svo ekki var dagleg samvera við
frændfólkið í innbænum en ég á
þó margar minningar um heim-
sóknir á Spítalaveg 8. Alltaf fjör í
stóra systkinahópnum sem þar
bjó.
Ég hef líklega verið fimm ára
þegar mamma var rétt fyrir jól að
sauma jólagjöf handa Silló, fellt
taftpils, fallega köflótt í rauðum,
bláum og grænum litum, og hvíta
blússu með svo fallegum tölum,
kúlulaga og bláar, rauðar og
glærar og minntu mig á brjóst-
sykur. Hún var alltaf að láta mig
máta fötin og ég öfundaði Silló
svo af því að fá svona falleg föt.
Það er vond tilfinning að öfunda.
En þegar ég opnaði jólapakkann
minn frá mömmu og pabba komu
sams konar pils og blússa úr jóla-
pakkanum. Mér fannst við alltaf
ósköp fínar í þessum fötum.
Fyrir hádegi fórum við í jóla-
boð til Stínu föðursystur. Hún átti
sjö börn svo það var feikna fjör í
jólaboðunum. Lauga, hin föður-
systir mín, og Holli maður hennar
komu líka, en þau áttu ekki börn.
Við krakkarnir dönsuðum kring-
um jólatréð og fórum í alls konar
leiki. Fullorðna fólkið spilaði á
spil. Næsta dag var svo jólaboð
hjá Laugu og þar endurtók sagan
sig.
Þegar við Silló fórum að ganga
í skóla lentum við í sömu bekkj-
ardeild, í 5. stofu hjá Erni Snorra-
syni, og vorum þar alla skóla-
gönguna og saman fermdumst við
á uppstigningardag 1948.
Ég á samt eina minningu frá
þessum uppvaxtarárum okkar.
Ég var í heimsókn hjá Laugu
frænku og við Silló vorum þar
bara tvær. Hún var þá að mestu
flutt til þeirra Laugu og Holla.
Lauga gaf okkur sína gosflöskuna
hvorri. Appelsín man ég og Silló
sagði: „Hver verður á undan?“
Mér fannst bragðið af drykknum
gott en gos hefur aldrei farið vel í
mig, en nú reyndi ég að þamba
gosið og rétti svo upp tóma
flöskuna sigri hrósandi, en Silló
brosti bara sínu heillandi brosi og
sagði: „Nú á ég eftir gos en þín
flaska er tóm. Skák og mát!“
Aðra endurminningu á ég um
hana. Ég var í sumarfríi ein í
Reykjavík. Gekk niður Lauga-
veginn í nýjum háhæluðum skóm.
Ég fór í heimsókn til Sigurlaugar,
sem var farin að búa í Reykjavík,
og hún bauð mér í mat á veitinga-
stað þar sem kærastinn hennar
vann. Við lögðum af stað, hún í
svo flottum nýtískukjól. Hann var
með víðu pilsi en það var þrædd
teygja í faldinn á kjólnum svo
faldurinn lagðist að fótunum en
pilsið myndaði poka. Ég dáðist að
henni fyrir að þora að klæðast
svona framúrstefnulegri flík. En
brátt fóru nýju skórnir að meiða
mig svo mikið að ég kvaddi og fór
heim. Sé enn eftir að komast ekki
í matinn, maður fór nú ekki á veit-
ingahús á hverjum degi.
Þó að við Sigurlaug höfum
aldrei átt nána samleið gegnum
árin voru sterk tengsl á milli okk-
ar. Kærleikur sem ekki þarfnast
stöðugrar næringar og við áttum
saman yndislegar stundir þegar
við hittumst. Nú er hún búin að fá
hvíldina sem er blessun þegar
svona háum aldri er náð.
Ættingjum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Guðrún Sigurðardóttir.
Elskuleg frænka mín, vinkona,
móðursystir og hjálparhella er
látin. Þau hjónin, Silló og Bóbó,
voru mér ávallt einstaklega góð.
Við Silló vorum báðar mikið hjá
Laugu og Holla í Innbænum þeg-
ar við vorum ungar, hvor á sínum
tíma, og kannski mynduðust þess
vegna svo sterk tengsl okkar á
milli.
Þegar Silló var að vinna sem
hjúkrunarfræðingur hér og þar
um landið á sínum yngri árum,
tók Bóbó mig ávallt með þegar
hann fór að heimsækja ástina
sína. Þá söng hann alla leið og
spennan var mikil hjá okkur báð-
um að hitta þessa yndislegu ungu
konu.
Silló var harðdugleg og ósér-
hlífin, gjafmild og vildi allt fyrir
alla gera. Hún hreinlega elskaði
sól og hita. Síðustu góðu árin sem
þau hjónin nutu saman hraust og
atorkusöm voru þau á Spáni eins
mikið og þau mögulega gátu. Þar
hittumst við oft og áttum margar
skemmtilegar stundir saman.
Alltaf var mér vel tekið á heim-
ili þeirra og aldrei þurfti ég að
biðja þau tvisvar um nokkurn
hlut. Þau gerðu allt fyrir mig eins
og ég væri þeirra eigin dóttir. Síð-
ustu áratugi hef ég búið erlendis
en síminn var óspart notaður til
að rækta sambandið, rifja upp
gamla daga og spjalla um það sem
okkur bjó í brjósti. Alltaf þegar
ég kom til Íslands buðust þau til
að sækja mig til Keflavíkur.
Nú sit ég hér í Noregi og hugsa
til minnar elsku bestu frænku.
Það er óendanlega sárt að geta
ekki verið við útför hennar. Sökn-
uðurinn eftir þessari blíðu og
dugmiklu frænku er mikill. Minn-
ingar um yndisleg hjón munu
fylgja mér til æviloka.
Hvíl í friði.
Þín elskandi frænka,
Kristín Jóhannsdóttir.
Sigurlaug
Helgadóttir
✝
Guðný Svava
Guðjónsdóttir
fæddist 1. ágúst
1945 á Strandbergi
í Vestmannaeyjum.
Hún lést á Vífils-
stöðum 19. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurrós
Sigurðardóttir, f. 9.
nóvember 1913, d.
3. september 2001,
og Guðjón Vigfússon, f. 15. sept-
ember 1902, d. 26. nóvember
1996.
Alsystkini Guðnýjar Svövu
eru Helga og Sigurður Þór, f.
10. október 1947. Svava á þrjú
hálfsystkini samfeðra: Berg-
þóru, f. 27. maí 1932, d. 30. maí
2016, Birgi, f. 8.
nóvember 1938, og
Ingva Þór, f. 28.
nóvember 1939, d.
9. júní 2022.
Svava giftist 10.
desember 1966
Benedikt Jónssyni,
f. 24. júní 1946. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Guðjón
Bragi, f. 5. mars
1966, maki Clari-
velle Rosento. 2) Rafn, f. 8. nóv-
ember 1970. 3) Erla Ósk, f. 22.
apríl 1978, maki Garðar Gylfa-
son Malmquist.
Barnabörnin eru 11.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 29. sept-
ember 2022, klukkan 15.
Elsku Svava systir mín er dá-
in. Allar minningar mínar úr
bernsku og frá unglingsárum eru
tengdar henni. Það voru tvö ár á
milli okkar og framan af áttum
við hvor sinn vinahópinn. Eftir
því sem árin liðu urðum við nán-
ari og áttum sama vinahóp. Svava
átti við veikindi að stríða alla sína
ævi vegna mikilla áfalla í æsku,
en framan af lét hún það ekki
aftra sér frá því að njóta þess sem
lífið hafði upp á að bjóða. Það var
gaman að vera með Svövu í góðra
vina hópi og þá gat hún sungið
manna hæst. Við áttum margar
góðar stundir saman á unglings-
árunum og ekki síst þegar við
urðum fullorðnari og börnin okk-
ar bættust við hvert á fætur öðru.
Ógleymanlegar eru sumarbú-
staðaferðirnar á hverju sumri og
þá var sko hlegið.
Hún Svava var ekki aðeins fal-
leg, svo eftir var tekið, heldur
hæfileikarík með afbrigðum. Hún
teiknaði og málaði, orti ljóð og
skrifaði sögur. Ef veikindi henn-
ar hefðu ekki komið í veg fyrir
svo margt er ég sannfærð um að
hún hefði getað haslað sér völl
meðal fremstu listamanna, með
teikningum sínum og málverk-
um. Svava systir mín var mikill
dýravinur og það eru margar
minningar mínar tengdar atvik-
um sem sýndu það svo glöggt.
Eins og þegar hún stóð stráka-
hóp að því að elta og grýta rottu.
Hún snaraðist inn í hóp helmingi
stærri stráka og lét skammirnar
dynja á þeim. Þeir urðu skömm-
ustulegir mjög og sneru við
blaðinu og reyndu að hjálpa
henni að koma rottunni í skjól,
sem því miður var orðið of seint.
Í gegnum lífið lágu leiðir okkar
sundur og saman, en til mín leit-
aði hún þegar hún þurfti á stuðn-
ingi að halda.
Ég vil minnast faðmlags henn-
ar þegar ég heimsótti hana
nokkrum dögum áður en hún dó
og ég var á leiðinni til Vest-
mannaeyja til að vera viðstödd
öskudreifingu bróður okkar. Þá
var faðmlag hennar hlýtt og gott
og ég ætlaði að heimsækja hana
aftur þegar ég kæmi frá æsku-
slóðunum.
Elsku systir mín. Ég mun
minnast þín og sakna þín og ég
mun leita að þér í birtunni fallegu
og þá ætla ég að faðma þig og
hlæja með þér og þú verður aftur
heilbrigð og glöð.
Börnunum hennar sem nú
syrgja hana sárt votta ég mína
dýpstu samúð.
Orð þín lýsa svo vel þeim
stundum sem við yngstu syst-
kinin áttum saman þegar allt lék í
lyndi:
Tímar hafa liðið
stafar sól á vatnið
stirnir á jökulskalla
streyma gamlir tímar
fram í huga mér.
Silungs lonta í læknum
lómar sungu að kvöldi
fuglar kvökuðu í kjarri
og kyndug fluga á vegg.
Leikum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.
Tímar hafa liðið,
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.
Þó man ég enn í muna
margan bernsku unað.
Undurfögur æskan
fer ei úr huga mér.
Helga Guðjónsdóttir.
Guðný Svava systir mín var á
ýmsan hátt nokkuð sérstök.
Fyrir það fyrsta var hún einstak-
lega falleg svo eftir var tekið og
var enn meira hrífandi vegna
þess að fyrir ókunnuga var eins
og allt að því dulúðug fjærlægð
umlykti hana. Þegar hún var ung
var hún módel í auglýsingum og
sýningum en slík starfsemi var
þá rétt byrjuð að ryðja sér til
rúms hér á landi. Hún var og
hæfileikarík í ýmsar áttir og
menntuð í myndlist og hélt
nokkrar listsýningar. Á barns- og
unglingsárum gat hún verið
skemmtilega uppátækjasöm.
Svava hafði fínan húmor og hafði
jafnvel gaman af ýmsu undir-
furðulegu. Alveg frá unga aldrei
átti hún þó oft við ýmiss konar
veikindi að stríða. Hún hafði orð-
ið fyrir alvarlegum áföllum sem
settu mark sitt á hana alla tíð. Oft
var Svava gamansöm og uppríf-
andi, glöð og skemmtileg og gam-
an að ræða við hana um allt milli
himins og jarðar. Hún var samt
ekki alltaf upp á sitt besta og átti
sína döpru og erfiðu daga. Við
náðum þó alltaf mjög vel saman.
Allra síðustu árin hittumst við
ekki eins oft og áður en vorum
ávallt í reglulegu símasambandi.
Hún hringdi í mig daginn áður en
hún dó en skyndilegur dauði
hennar kom öllum á óvart. Hún
talaði þá dálítið um uppáhaldskis-
ann minn, hann Doppa, en sjálf
hafði hún átt marga ketti um dag-
ana. Mikið finnst mér vænt um að
þetta hafi verið síðasta umræðu-
efni okkar. Sú minning mun aldr-
ei frá mér víkja með öðrum minn-
ingum. Frammi fyrir dauða sinna
nánustu getur maður kannski
orðið dálítið barnalegur. En
þannig getur væntumþykjan
birst á stundum.
Sigurður Þór Guðjónsson.
Guðný Svava
Guðjónsdóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSA FINNSDÓTTIR,
fyrrverandi bóndi,
Sauðanesi, Hornafirði,
lést á Skjólgarði miðvikudaginn
21. september.
Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn
30. september klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð.
Streymt verdur frá útförinni á hafnarkirkja.is.
Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat.
Eiríkur Sigurðsson Vilborg Gunnlaugsdóttir
Þorgeir Sigurðsson Arnborg S. Benediktsdóttir
Hallfríður F. Sigurðardóttir Ólafur Ingimundarson
og fjölskyldur
Ástkær sambýlismaður, faðir, afi,
tengdafaðir og bróðir,
ÍSLEIFUR HELGI WAAGE
múrari,
Tryggvagötu 4a, Selfossi,
lést föstudaginn 23. september á
gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
5. október klukkan 15.
Jórunn Sigríður Birgisdóttir
Guðný Hulda Waage Jón Bjarki Oddsson
Valgeir Snær Í. Waage
Sigurður Óttar Í. Waage
Birgir Þór Júlíusson Dísa Steinarsdóttir
Snorri Guðmundsson Auður Kristjánsdóttir
Sara Ingibjörg Guðmundsd.
barnabörn og systkini