Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
✝
Hulda Mar-
inósdóttir
fæddist á Steðja,
Þelamörk, 19. des-
ember 1924. Hún
lést 14. september á
endurhæfingar-
deild Eirar.
Foreldrar Huldu
voru Jón Marinó
Sigtryggsson, tré-
smiður á Steðja og
síðar á Akureyri, f.
13. júní 1896, d. 23. ágúst 1933,
og Aðalbjörg Snorradóttir, f. 1.
desember 1896, d. 2. september
1995. Hulda var elst fjögurra
systkina en bræður hennar þrír
eru allir látnir en þeir voru Sig-
þór, f. 29. júní 1926, d. 21. sept-
ember 1979, Jón Steinar, f. 4.
febrúar 1929, d. 5. ágúst 1984, og
Marinó, f. 13. apríl 1933, d. 3.
febrúar 2017.
Hulda giftist 7. júlí 1951 Einari
Helgasyni, f. 9. ágúst 1925, d. 14.
janúar 2014. Foreldrar hans
voru Helgi Kristinn Einarsson,
bóndi á Leifsstöðum og Breiðu-
mýri í Vopnafirði, síðar síma-
eftirlitsmaður, f. 7. september
1894, d. 31. júlí 1970, og Vigdís
Magnea Grímsdóttir, f. 26. mars
í hagfræði við HÍ, Vigdísi Helgu,
f. 2005, nema við Verslunarskóla
Íslands, og Árna, f. 2010. b) Sól-
veig, f. 1981, guðfræðingur, gift
Tryggva Hákonarsyni tölvunar-
fræðingi, f. 1977, og eru synir
þeirra Einar Árni, f. 2011, Snorri
Freyr, f. 2015, og Úlfur Ari, f.
2018. Árni er nú kvæntur Helgu
Guðmundsdóttur, viðskiptafræð-
ingi MBA, f. 3. febrúar 1957.
Fyrstu árin ólst Hulda upp á
Steðja en fluttist ásamt fjölskyld-
unni til Akureyrar þegar faðir
hennar lést. Hún útskrifaðist sem
gagnfræðingur frá Akureyri
1941, stundaði nám við Hús-
mæðraskólann í Reykjavík 1946-
47 og lauk síðan prófi sem snyrti-
fræðingur 1972. Hulda stundaði
verslunarstörf á Akureyri en hóf
síðan störf hjá Landsímanum þar
1944 en fluttist á Landsímann í
Reykjavík í ársbyrjun 1950.
Hulda var heimavinnandi hús-
móðir eftir að Marinó fæddist og
1957 fluttist fjölskyldan til Glas-
gow vegna starfa Einars og bjó
þar til 1964. Hulda vann við af-
leysingar hjá Landsímanum
1966-72 en síðan við snyrtifræði
hjá Heilsulindinni. Þau Einar
keyptu Bókabúð Lárusar Blön-
dal 1992 og ráku hana saman til
1999. Þá var Hulda sjálfboðaliði
hjá Rauða krossinum til fjölda
ára.
Útför Huldu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 29. september
2022, klukkan 13.
1903, d. 24. ágúst
1995.
Börn Huldu og
Einars eru: 1) Mar-
inó, f. 25. nóvember
1950, viðskiptafræð-
ingur, giftur Mar-
gréti S. Hansdóttur
snyrtifræðingi, f. 20.
september 1954.
Synir þeirra eru: a)
Einar Helgi, f. 1980,
prófdómari, í sam-
búð með Karolinu Durek, f. 1993,
og eiga þau dótturina Míu Hel-
enu, f. 2019. b) Birkir, f. 1988,
kerfisstjóri, giftur Alenku Zak, f.
1988, hjúkrunarfræðingi, og eiga
þau synina Berg Leó, f. 2016, og
Benjamín Nóel, f. 2020. Fóst-
ursonur Marinós og sonur Mar-
grétar er Hans Steinar Bjarna-
son, f. 1973, upplýsingafulltrúi,
maki Sigríður Þórðardóttir, f.
1965. 2) Vigdís, f. 24. september
1953, d. 7. október 2006, líffræð-
ingur, eiginmaður Árni Vil-
hjálmsson lögmaður, f. 4. nóv-
ember 1952. Dætur þeirra: a)
Hulda, f. 1974, héraðsdómari, gift
Atla Birni Þorbjörnssyni lög-
manni, f. 1976, og eiga þau þrjú
börn, Þórdísi Huld, f. 2001, nema
Hún Hulda tengdamóðir mín
náði háum aldri, en hún varð samt
aldrei gömul nema ef vera skyldi
undir það allra síðasta. Hún bjó
ein síðustu sjö árin í sínu húsi á
besta stað í Vesturbænum og fór
allra sinna ferða lengst af, ýmist
gangandi eða akandi. Auðvitað
var hún stundum einmana eftir að
Einar hennar kvaddi, en hún bar
ekki tilfinningar sínar á torg, alla-
vega ekki gagnvart mér. Þau
hjónin áttu vel saman þótt ólík
væru, stóðu vel saman á lífsins
vegi og stóðu þétt við bakið á sínu
fólki. Hún var lífsglöð að eðlisfari
og góð heim að sækja. Hún gat
verið stríðin og það bitnaði held
ég mest á Einari. Og þá hló hún
með sínum smitandi hlátri. Hún
átti það til að koma með eina og
eina góða vísu, en hagmælskunni
deildi hún ekki með ókunnugum,
enda var hún mjög hlédræg í já-
kvæðri merkingu þeirra orða.
Hún var ekki nema átta ára
þegar Marinó faðir hennar lést úr
krabbameini, en er þar kom við
sögu átti hún þrjá yngri bræður.
Aðalbjörg móðir hennar þurfti að
bregða búi og flytjast inn á Ak-
ureyri, en þau bjuggu á smábýl-
inu Steðja á Þelamörk í Hörgár-
dal þegar Marinó lést. Með
miklum dugnaði og harðfylgi náði
Aðalbjörg að halda fjölskyldunni
saman, vann myrkranna á milli
og það kom því snemma í hlut
Huldu að ala önn fyrir bræðrum
sínum og leggja til heimilisins.
Ég er ekki frá því að þessar erf-
iðu aðstæður hafi mótað hana
Huldu og með öðru gert að verk-
um að hún var alla tíð ákveðin í að
vera ekki öðrum háð. Bræður
sína lifði hún alla og samband
hennar við þá var innilegt meðan
öll lifðu.
Ég settist til borðs í fyrsta
skipti með fjölskyldu Huldu og
Einars á páskadag 1973, en þá
vorum við Vidda farin að rugla
saman reytum. Þau voru bara tvö
systkinin, Marinó og Vidda, og
milli þeirra allra mikil samheldni.
Við Magga svilkona mín komum
að þessu borði á svipuðum tíma,
en við komum bæði úr annars
konar fjölskyldum þar sem mörg
systkini sátu til borðs með for-
eldrum sínum. Þessi litla fjöl-
skylda togaði okkur til sín og við
gátum ekki annað en smitast af
þessari samheldni og sátum í ára-
tugi öll saman við matarborðið á
aðfangadagskvöld þar sem kal-
kúnn Huldu með bestu fyllingu
sögunnar var framborinn. Þarna
mættu líka barnabörn og barna-
barnabörn Huldu og Einars eitt
af öðru og alltaf var jafngaman.
Þær mæðgur Hulda og Vidda
voru mjög nánar og það var sama
hvar í veröldinni við vorum, alltaf
þurfti mín að heyra í mömmu
sinni. Ég sagði stundum í kerskni
að ég hefði verið gefin þeim báð-
um. Samband þeirra var fallegt
og ég komst ekki hjá því að taka
þátt í því. Þau voru þung sporin
fyrir okkur öll þegar Vidda lést
aðeins 53 ára gömul árið 2006.
Dætur okkar Viddu, þær Hulda
og Sólveig, tóku yfir daglegt sam-
band móður sinnar við ömmu
Huldu að henni genginni. Þá hef-
ur Marinó mágur minn sinnt
móður sinni hin síðari árin með
aðdáunarverðum hætti, enda
voru þau einnig mjög náin. Sjálf-
ur hef ég fengið mér kaffi hjá
Huldu á Grenimelnum af og til og
notið þess að ræða við hana um
heima og geima, en finnst nú sem
ég hafi gert það of sjaldan. Hún
var mér góð og lét sér annt um
mína hagi. Takk fyrir mig.
Blessuð sé minning Huldu
Marinósdóttur.
Árni Vilhjálmsson.
Það er í sjálfu sér ekki sorglegt
þegar manneskja sem er tæplega
98 ára að aldri deyr friðsælum
dauðdaga umvafin ástvinum sín-
um. Það færði þó mikla sorg í
hjörtu afkomenda Huldu Mar-
inósdóttur þegar hún kvaddi nú
fyrir skemmstu. Ég leyfi mér að
segja að það sé í einhverjum
skilningi stórkostlegt, enda var
Hulda einfaldlega mögnuð kona.
Þrátt fyrir háan aldur átti hún í
fallegu og innilegu sambandi við
afkomendur sína alla. Börn sín,
börn barnanna sinna og börn
þeirra líka. Hún var miklu meira
en ættmóðir, amma og lang-
amma. Hún var mikilvægur og
lykilhluti af lífi síns fólks.
Þó svo það mætti gefa sér að
ólifuð ár hennar væru kannski
ekki fjölmörg, þá gat það allt eins
verið. Hver veit það svo sem um
sjálfan sig? Það var í raun ekki
fyrr en nú í sumar sem í raun og
veru fór að verða ljóst að farið
væri að styttast allverulega á
enda leiðarinnar hjá Huldu.
Hulda bjó á fjórum hæðum á
Grenimelnum, í raun allt fram á
síðasta dag. Bjó þar ein eftir að
ástkær eiginmaður hennar og
höfðingi Einar kvaddi okkur árið
2014. Bíllinn hennar stendur enn í
innkeyrslunni, klár og skoðaður,
því þrátt fyrir að hafa ekki haft
leyfi til að aka honum síðastliðin
ár þá vildi hún hafa það þannig
þar sem hún reiknaði með því að
„þeir“ myndu láta hana hafa öku-
leyfið aftur. Þetta lýsir mögnuðu
hugarfari.
Huldu tókst ætlunarverk sitt,
sem var að fara aldrei á svokallað
elliheimili eða í þjónustuíbúð.
Ekki að hún hafi endilega ekki
getað hugsað sér að breyta til í
húsnæðismálum, heldur vegna
þess að hún hafði ekkert sérstak-
lega gaman af því að umgangast
gamalt fólk! Ekki vil ég taka svo
djúpt í árinni að segja að hún hafi
verið haldin því sem stundum er
kallað „aldursfordómar“, en
kannski blundaði slíkt í henni
hvað eigin aldur varðaði. Hún
varð í raun aldrei gömul þó svo að
aldurinn færðist yfir. Það er
nefnilega munur þarna á. Hún
fylgdist vel með því sem var að
gerast í þjóð- og heimsmálum,
tók þátt í umræðum um landsins
gagn og nauðsynjar, hafði sínar
skoðanir og var stórskemmtileg
allt fram á það síðasta.
Mikið er ég þakklátur fyrir að
hafa átt hana Huldu ömmu að
sem virkan þátttakanda í mínu
lífi og lífi barnanna minna. Þar
kom maður aldrei að tómum kof-
unum og hjálparhönd hennar var
ávallt útrétt. Hún var ekki bara
tengdaamma mín. Hún var vin-
kona mín.
Það er algjör lúxus og forrétt-
indi að hafa fengið að kynnast
þessari mögnuðu konu og ég er
afskaplega þakklátur fyrir að
börnin mín eru komin frá henni í
lóðbeinan kvenlegg.
Það hefur fækkað mjög í hópi
hinna staðföstu og skylduræknu
drottninga síðustu daga.
Með ástar- og þakklætis-
kveðju,
Atli Björn.
Lovjú, Sóla mín. Á eftir þess-
ari kveðju fylgdi fingurkoss.
Þetta var það síðasta sem amma
sagði við mig og lýsir þessi
kveðja sambandi okkar mjög vel.
En mig skortir eiginlega orðin til
þess að lýsa þessari einstöku
konu, sem var mér svo margt og
kenndi mér svo mikið. Hún var
sú eina sem kallaði mig Sólu, sem
mér þykir afar vænt um. Við vor-
um alla tíð einstakar vinkonur
þótt tæp sextíu ár skildu okkur
að. Ég kallaði hana ömmu Nöbbu
og áttaði mig ekki á því fyrr en
löngu síðar að þetta var afbökun
á ömmu nöfnu, sem var það sem
Hulda systir kallaði hana. En
amma Nabba fékk hún að vera
fyrir mér og ég vildi hvergi ann-
ars staðar vera en hjá henni á
Grenó og gisti helst hvergi ann-
ars staðar. Þótt gott vinkon-
usamband hafi einkennt okkur
alla tíð þá styrktist það heldur
betur þegar ég missti móður
mína og hún sína einkadóttur.
Nýr kafli tók við hjá okkur ömmu
Nöbbu, þar sem ég hringdi í hana
á hverju einasta kvöldi til að segja
góða nótt og hef ég gert það
næstum án undantekninga síð-
ustu sautján ár. Ég er ótrúlega
heppin að hafa fengið að eiga
hana sem ömmu. Það eru örugg-
lega ekki margir sem geta sagst
hafa verið í einkaþjálfun í World
Class með ömmu sinni. En það
gerðum við amma saman og þar
kynntist ég keppnisskapinu í
ömmu, sem hún fór annars afar
vel með. En það var svo sannar-
lega fyrir hendi og var eflaust
partur af drifkraftinum hennar
og hennar einstöku lífsgleði, það
var alltaf bros á hennar vörum.
Fólk trúði mér nánast aldrei að
ég ætti 97 ára gamla ömmu sem
byggi ein á fjórum hæðum og sæi
um sig sjálf, hvort heldur það var
matseld eða þvottur, þá þaut hún
á milli hæða eins og ekkert væri
með sitt fallega bros og smitandi
lífsgleði. Amma átti í raun full-
komna ævi, kryddað öllum
kryddum lífsins, hamingju, ást og
gleði en auðvitað eins og á öllum
æviskeiðum líka áföllum og sorg-
um. Hún og afi Einar áttu dásam-
legt hjónaband, sem ég teldi mig
heppnari en allt að fá að upplifa
brot af. Hún var ótrúlega stolt af
okkur afleggjurunum sínum og
hún var alla tíð einstök móðir,
amma og langamma og sinnti
okkur öllum af einstakri prýði.
Það voru mínar uppáhaldsstundir
öll mín uppvaxtarár að koma í
mat á Grenó. Þótt hún amma hafi
beðið okkur um að sín yrði ekki
minnst fyrir matseld þá verð ég
að taka það fram að hún var alveg
einstakur kokkur og ég sagði allt-
af að heimurinn missti af miklu að
hún skyldi ekki hafa opnað veit-
ingastað. En ég var dugleg að fá
uppskriftir hjá henni og held
góðu matseldinni gangandi.
Amma var mér mikil fyrirmynd í
öllu sem hún gerði og ég mun alla
tíð reyna að líkjast þér sem mest,
elsku amma mín. Það er alveg
ótrúlegt hvað svona smávaxin og
nett kona skilur eftir sig stórt og
mikið holrúm, en það holrúm fylli
ég af dásamlegum minningum og
þar er af nógu að taka. Yndisleg-
um stundum á Grenó, ótalmörg-
um samverustundum í bústaðn-
um austur á Héraði og heimsókn-
unum hennar til okkar í Brussel.
Ég kveð þig svo, elsku amma
mín með orðunum sem við kvödd-
umst alltaf á.
Lovjú amma mín.
Þín yngri dótturdóttir, Sóla
Sólveig Árnadóttir.
Hulda
Marinósdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Huldu Marinósdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA RÚNARS GUÐMUNDSSONAR
frá Sunnuhvoli, Stokkseyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Dvalarheimilinu Sólvöllum fyrir góða umönnun.
Anna Gísladóttir Ólafur Ingi Sigurmundsson
Gísli Gíslason Þórdís Kristinsdóttir
Guðmundur A. Gíslason Vigdís Berglind Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR,
Dalbraut 20,
sem lést á Skjóli 6. september.
Útförin fór fram frá Grensáskirkju mánudaginn 19. september.
Erna Ágústsdóttir Brynjar Sigurðsson
Jón Ágústsson Anna Carlsdóttir
Steinar Ágústsson Þórhalla Grétarsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir
og ömmubörnin
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður
og afa,
ARNARS ÍVARS SIGURBJÖRNSSONAR,
húsasmíðameistara og matsmanns.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar
Kópavogs, Heru og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi
fyrir alla aðstoð og aðhlynningu.
Agnes Björnsdóttir
Anna I. Arnarsdóttir Garðar Kristján Halldórsson
Sigurbjörg Inga Arnarsdóttir
Björn Arnarsson Þuríður M. Björnsdóttir
barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
vegna andláts og útfarar elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
JÓNS ÍSLEIFSSONAR,
Njarðarvöllum 2,
Reykjanesbæ.
Innilegar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu
Nesvöllum fyrir einstaka umönnun og hlýtt
viðmót.
Ísleifur Jónsson Steinunn S. Magnúsdóttir
Svanlaug Jónsdóttir Ólafur E. Júlíusson
Hildur Nanna Jónsdóttir Sigtryggur Leví Kristófersson
barnabörn og fjölskyldur þeirra
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra pabba, sonar, bróður, mágs
og frænda,
HÁLFDÁNS DAÐASONAR,
sem lést 4. september. Útförin fór fram frá
Grafarvogskirkju 21. september.
Daði Snær og Eiður Sölvi Hálfdánssynir
Ráðhildur Stefánsdóttir og Daði Hálfdánsson
Klara Eiríka, Stefán, Vilborg, Guðmundur Magnús,
Ólöf Kristjana, Jóna Rún og fjölskyldur