Morgunblaðið - 29.09.2022, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
empire moviefreak.com EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
Indie wire
FRÁBÆR GAMANMYND
Telegraph
UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í
STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG
UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD.
SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL
SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA
SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART
O
pnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík í ár er einkar for-
vitnileg og jafnvel torræð og munu
Ítalir og Íslendingar upplifa hana með
nokkuð ólíkum hætti, að ég tel.
Á yfirborðinu fjallar myndin um ítölsku leik-
konuna Veru Gemma sem virðist þekkt í heima-
landinu en er algjörlega óþekkt hér á landi og
væntanlega víðar um lönd. Vera leikur sjálfa sig í
myndinni, sumsé. Hún hefur látið breyta útliti
sínu býsna mikið, greinilegt að hún hefur farið í
fjölda fegrunaraðgerða. Þær hafa haft þær afleið-
ingar að eftir henni er tekið, hvert sem hún fer, og
einnig vegna nokkuð óvenjulegs og býsna djarfs
og skemmtilegs klæðaburðar. Rauður kúreka-
hattur og bleikur pels er hversdagsklæðnaður
fyrir Veru og vekur athygli. Andlitið hefur einnig
þau áhrif að Vera á erfitt með að landa hlut-
verkum, virðist aldrei hafa rétta útlitið í þau og
skal engan undra (sjá meðfylgjandi stillu) því það
er allsérstakt.
Vera er önnur af tveimur dætrum Giulianos
Gemma sem var þekktur leikari á síðustu öld og
þá einkum fyrir að leika í spagettívestrum. Aldrei
hafði rýnir heyrt minnst á þann mann, frekar en
dóttur hans, áður en hann horfði á myndina en er
nú nokkru fróðari. Giuliano þótti með endemum
myndarlegur maður og var það vissulega, af ljós-
myndum að dæma. Nokkur bölvun fylgdi þó
þokka Guilianos því dætur hans lifðu í skugga föð-
urins og fengu reglulega að heyra að synd væri að
þær væru ekki jafnfallegar og hann. Er með
nokkrum ólíkindum að heyra dæturnar rifja þetta
upp, komnar á miðjan aldur, og greinilegt að slík
ummæli hafa valdið sárum sem seint gróa. Þá hef-
ur Vera einnig orð á því að í uppeldi þeirra systra
hafi mikil áhersla verið lögð á fegurð og útlit og
móðir þeirra snemma farið að tala um að senda
þær í nefaðgerð. Getur maður rétt ímyndað sér
áhrifin sem slíkt uppeldi getur haft á börn.
Vera býr ein og virðist einmana, þrátt fyrir að
eiga kærasta sem lítur út eins og nærbuxnamódel
og er leikari og leikstjóri. Fljótlega kemur í ljós að
hann er að notfæra sér frægð Veru og hafa af
henni fé líkt og fyrri kærastar hennar. Eftir því
sem rýnir kemst næst mun það vera nokkuð nærri
ævi leikkonunnar sjálfrar og mörkin milli þess
sem er ævisögulegt og skáldskapur eru oftar en
ekki óljós í þessari heldur óvenjulegu kvikmynd
þeirra Covi og Frimmels.
Vera er algjörlega á móti því að keyra bíl og er
því alltaf með bílstjóra til taks, þurfi hún að send-
ast um Róm. Dag einn keyrir bílstjórinn á ungan
dreng og föður hans sem eru á skellinöðru. Fað-
irinn bregst illa við og kennir ökumanninum um
óhappið, segir hann ekki hafa fylgst með. Öku-
maðurinn þvertekur fyrir það en Vera býðst til að
sinna drengnum og láta tryggingar sínar bæta
þeim skaðann. Þróast mál svo að hún gengur
drengnum nánast í móðurstað (móðir hans er lát-
in) og verður nær daglegur gestur á heimili
drengsins í úthverfi einu fjarri því fína hverfi sem
hún sjálf býr í. Þarna mætast andstæðir heimar
Rómar, fína og fræga fólkið sem Vera tilheyrir og
fátæka fólkið í úthverfunum sem á varla í sig og á.
Virðist sem Vera hafi þarna fundið soninn sem
hún aldrei eignaðist (leikkonan á þó ungan son) og
jafnvel unnusta og tengdamóður en feðgarnir búa
hjá ömmu drengins sem er krúttleg í meira lagi.
Alls konar vandamál koma upp í myndinni og
mörg lífleg rifrildi (sem Ítalir hafa nánast gert að
listgrein með sínu mikla handapati og höfuðhreyf-
ingum) og virðist Vera lítið hafa að gera annað en
að sinna drengnum og rifja upp gamla tíma með
systur sinni og vinkonu. Allt er þetta framreitt af
raunsæi og skilin milli veruleika og skáldskapar
eru oft óljós, sem fyrr segir.
Þessi frásagnarmáti minnir nokkuð á hinar svo-
kölluðu gerviheimildarmyndir (e. mockumentary)
þótt hér sé engin gamanmynd á ferð. Vera er
drama með dálitlum heimildarmyndarbrag og
sumt sótt í ævi aðalleikkonunnar sem er að leika
sjálfa sig. Hún gerir það bara býsna vel og hlaut
fyrir verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
byrjun mánaðar. Mun Vera einna þekktust hin
síðustu ár fyrir þátttöku sína í raunveruleika-
þáttum og með einföldu gúgli má finna ýmsar
slúðurfréttir sem tengjast þeim. Vera hætt með
þessum eða hinum náunganum og svo framvegis.
Það hlýtur því að teljast nokkuð kraftmikið stökk
upp á við hjá Veru að hljóta verðlaun á einni virt-
ustu kvikmyndahátíð heims.
Myndin er hvað sterkust í ádeilu sinni á útlits-
dýrkun og afleiðingarnar sem slík innantóm yfir-
borðsmennska getur haft í för með sér. Þá er hún
einnig áhrifamikið portrett af manneskju sem
virðist glíma við einmanaleika og brotna sjálfs-
mynd. Einkar sterkt er til dæmis atriði þar sem
lýta- eða fegrunarlæknir talar um fyrir Veru þeg-
ar hún vill stækka brjóst sín enn frekar. Telur
hann ráðlegt að bíða aðeins með slíka aðgerð. Þá
má líka segja að andlit Veru sé persóna út af fyrir
sig, áhorfandinn getur ekki haft augun af því frek-
ar en aðrir sem hún hittir á leið sinni um Róm. Þar
fer andlit með sögu, svo ekki sé meira sagt.
En hvort þarna fer hin raunverulega Vera eða
einhvers konar útgáfu af Veru liggur ekki fyrir og
engin lausn fæst í raun við þeirri gátu. Þannig
hefst myndin og endar með sama hætti, áhorfand-
inn gengur á eftir Veru, hún snýr við honum baki
þannig að andlitið sést ekki. Og kannski er það hið
rétta sjónarhorn á þessa frægu konu sem fáir
munu kannast við utan heimalands hennar.
Vera eða ekki Vera
Vinkonur Vera Gemma með vinkonu sinni Asiu Argento, dóttur leikstjórans Darios Argentos.
Háskólabíó
Vera bbbmn
Leikstjórn: Tizza Covi og Rainer Frimmel. Handrit: Tizz
Covi. Aðalhlutverk: Vera Gemma, Daniel De Palma,
Sebastian Dascalu, Annamaria Ciancamerla og Walter
Saabel. Austurríki, 2022. 115 mín. Sýnd á RIFF.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Vorblótið sí-
vinsæla eftir
Stravinskíj mun
hljóma á tón-
leikum Sinfón-
íuhljómsveitar
Íslands í Hörpu í
kvöld. Það verð-
ur kraftmikil
lokahnykkur á
dagskrá tón-
leikanna en fyrst
hljóma verk þriggja íslenskra tón-
skálda. Eftir Önnu Þorvaldsdóttur
verður flutt verkið CATA-
MORPHOSIS en Anna er í hópi
eftirtektarverðustu tónskálda sam-
tímans og hafa verk hennar verið
flutt af mögum þekktustu sinfóníu-
hljómsveitunum. Þá verður flutt
glænýtt verk eftir Veronique Vöku,
Gemæltan. Tónverk eftir hana hafa
verið tilnefnd til Tónlistarverð-
launa Norðurlandaráðs og Íslensku
tónlistarverðlaunanna. Þá flytur
Sæunn Þorsteinsdóttir, staðar-
listamaður Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands 2022-23, Bow to String eftir
Daníel Bjarnason en hún pantaði
verkið af honum á sínum tíma.
Vorblót og íslensk
verk flutt í kvöld
Sæunn
Þorsteinsdóttir
Útgáfu fimm
nýrra verka í
Pastel-ritröðinni
sem Flóra á
Akureyri gefur
út verður fagnað
í menningarhús-
inu Mengi í dag,
fimmtudag, kl.
17. Ritin í Past-
el-röðinni eru þá
orðin 33 en höfundar þeirra nýju
eru Katla Tryggvadóttir, Jakub
Stachowiak, Fríða Karlsdóttir,
Einar Falur Ingólfsson og Viktoría
Blöndal. Um er að ræða bæði
texta- og myndlistarverk og munu
höfundarnir lesa upp og kynna
þessi verk sín.
Pastel-ritin koma út í 100 tölu-
settum og árituðum eintökum. Frá
byrjun útgáfu bókverkanna hafa
höfundar ýmist verið reyndir lista-
menn eða nýliðar á þeim vett-
vangi.
Fimm ný Pastel-rit
kynnt í Mengi í dag
Jakub Stachowiak