Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 1
DANSINN DUNAR Í FIMM DAGA DANSHÁTÍÐ 24 ÍSLENSKTÍSKA KOMIN ÚTUM ALLAN HEIM VIÐSKIPTAMOGGINN • Stofnað 1913 • 269. tölublað • 110. árgangur • MIÐV IKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 Frystitogarinn Vigri málaður í Reykjavíkurhöfn Er ljósmyndaraMorgunblaðsins bar að garði í Reykja- víkurhöfn í gær var verið að mála frystitogarann Vigra RE-071 í slipp. Skipið er í eigu Brims hf. og var smíðað árið 1992 í Flekkefjord í Noregi. Í dag má búast við austan og norð- austan 5 til 15 metrum á sekúndu, hvassast syðst. Eftir há- degi verða skúrir og hiti verður á bilinu 4 til 10 stig. Óvíst er því hvort veðurskilyrðin heimili að málningarvinna á skipinu geti haldið áfram í dag. Morgunblaðið/Eggert Norsk lið vilja til Íslands á skíði „„Því miður er öll Evrópa í basli með snjó. Norsk æfingalið hafa verið að hafa samband því það er lítið um snjó þar,“ segir Sigurður Hauksson, forstöðumaður skíða- svæðis Tindastóls, sem liggur við Sauðárkrók. Hann segir að skíða- vertíðin sé almennt ekki farin af stað á landinu en á Tindastóli hefur þó viðrað vel til skíðaiðkun- ar undanfarnar vikur og ásóknin því mikil þar. Sigurður segir að Tindastóll sé fyrsta skíðasvæðið í Evrópu, sem ekki flokkast sem jökull, sem er opnað. „Það er mikill áhugi alls staðar og það eru allir að leita að snjó.“ Skíðasvæðið liggur á mjög snjóþungu svæði og hefur staðar- höldurum oft tekist að opna í nóvember en það er óvenjulegt að opnað sé ummiðjan október eins og í ár.» 4 Tindastóll Viðrað hefur vel til skíða- iðkunar á svæðinu við Sauðárkrók. HEIMSMEIS ARAMÓTIÐ NÁLGAST B- OG C-RIÐILL 22 T- ins, NATO. Skapaðist nokkur um- ræða um það í gærkvöldi hvort Pól- verjar kynnu að nota atvikið til þess að virkja 5. grein Atlantshafssáttmál- ans, sem kveður á um að árás á eitt bandalagsríki teljist árás á þau öll. Pólskir embættismenn upplýstu svo að Pólverjar íhuguðu að óska eft- ir neyðarfundi samkvæmt 4. grein sáttmálans. Jens Stoltenberg fram- kvæmdastjóri bandalagsins mun í dag stýra neyðarfundi með fulltrúum allra aðildarríkja í kjölfar atviksins, að því er skrifstofa hans tilkynnti seint í gærkvöldi. Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, fordæmdi atvikið í gær, og sagðist myndu boða til fundar í dag ásamt öðrum leið- togum aðildarríkjanna, sem nú eru staddir á fundi G20-ríkjanna í Balí. Utanríkismálanefnd fundar Bjarni Jónsson formaður utan- ríkismálanefndar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að nefndin myndi funda með fulltrúum utan- ríkisráðuneytisins um stöðuna í dag, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kvaðst í gær hafa óskað eftir fundi þegar í stað vegna árásar Rússa á Pólland. Þá sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem var stödd í Lundúnum, að hún gæti ekkert tjáð sig um stöðuna í gær- kvöldi. Sagði hún að nú skipti máli að anda ofan í kviðinn og afla frekari upplýsinga um stöðuna. Stjórnvöld í Póllandi ákváðu í gær- kvöldi að auka viðbúnaðarstig sitt eftir að tvær rússneskar eldflaugar lentu innan landamæra ríkisins í nágrenni þorpsins Przewodów. Er önnur flaugin sögð hafa hitt kornþurrkara og létust tveir við sprenginguna. Mateusz Morawiecki forsætisráð- herra Póllands boðaði þegar í stað til fundar í þjóðaröryggisráði sínu til að ræða næstu skref og var ákveðið á honum að auka viðbúnaðarstig sumra hersveita, auk hluta lögreglu- liðs og landamærasveita Póllands. Volodimír Selenskí Úkraínufor- seti sakaði Rússa um að hafa skotið flaugunum inn í Pólland, en Rússar skutu fjölda eldflauga á skotmörk vítt og breitt um Úkraínu í gær. Var eldflaugahríðin í gær sögð hafa verið jafnvel meiri en sú sem gerð var í hefndarskyni fyrir Kertsj-brúna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gærkvöldi að ásakanir um að Rússar hefðu orðið valdir að sprengingunni í Póllandi væru ekk- ert annað en „viljandi ögrun til þess að stigmagna ástandið“. Ljósmyndir, sem sagðar voru af staðnum þar sem flaugarnar lentu, sýndu aftur á móti brot úr eldflaug við hlið sprengigígs. Fundað hjá NATO og ESB Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi Úkraínustríðsins sem eldflaug frá Rússlandi lendir innan landamæra aðildarríkis Atlantshafsbandalags- lTvær rússneskar eldflaugar lentu innan landamæra PóllandslRússar neita ásökunumlUtanríkismálanefnd fundar með fulltrúum ráðuneytisins í dag Pólverjar herða viðbúnað AFP/Janek Skarzynski Viðbúnaður Jacek Siewiersk yfirmaður þjóðaröryggismála og PiotrMuller, talsmaður pólskra stjórnvalda, kynna hér hert viðbrögð Pólverja í gær. Stefán Gunnar Sveinsson Urður Egilsdóttir Stríð í Evrópu» 10 og 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.