Morgunblaðið - 16.11.2022, Side 18

Morgunblaðið - 16.11.2022, Side 18
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar 2022 ónotaður Ford Transit 350 L3H2 Trend. Vinsælasta stærðin og hæðin. Framhjóladrif. Já dömur mínar og herrar, hér er ekki eins og hálfsárs bið eftir sendibíl. Þennan getur þú fengið strax ! Verð: 5.990.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Tilboð/Útboð Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 25. Nóvember 2021 fyrir atvinnusvæðið sunnan Suðurlandsvegar þar sem jarðstreng Rimakotslínu 2 er bætt við á uppdráttinn, lega götunnar Faxaflatir breytist lítillega, byggingareitir minnka lítillega, staðföng eru uppfærð og tveimur lóðum undir spennistöðvar bætt inn. Tengivirki Landsnets á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.11.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Landsnets undir tengivirki sitt á Hellu en Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. nóvember 2022 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra RANGÁRÞING YTRA Tilkynningar Á fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar þann 10.11.2022 var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu í Kálfshamarsvík skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er um 20 ha. að stærð og er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Skipulagssvæðið nær yfir allt landsvæði Kálfshamarsnes sem er í eigu sveitarfélagsins Skagabyggðar og að hluta til yfir landsvæði Saura sem nefnist Holtin auk Framness sem er norðan Kálfshamarstjarnar, einnig er land innan skipu- lagssvæðisins í landi Kálfshamars sem er austan Kálfshamarstjarnar. Opið hús verður á Bæjarskrifstofu Blönduósbæjar þann miðvikudaginn 7. desember frá kl. 10:00-12:00. Skipulagstillöguna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins skagabyggd.is, facebook síðu Skagabyggðar og á skrifstofu skipulagsfulltrúa Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út 30. desember nk. og skal þeim skilað á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfpósti stílað á skipulagsfulltrúa Skagabyggðar Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulagsfulltrúi Skagabyggðar Auglýsing um deiliskipulagstillögu Kálfshamarsvík-Skagabyggð Félagsstarf eldri borgaraFélagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og frítt kaffi til 11 - 12:15 og 13:30 Jóga með Grétu - 13:45 Söngstund með Helgu Gunnars - allir vel- komnir - Jafnvægisæfingar: Erum byrjuð að taka við skráningum fyrir næsta námskeið sem hefst 21.11 - skráning í síma 4112701. Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og frítt kaffi til 11 - 12:15 og 13:30 Jóga með Grétu - 13:45 Söngstund með Helgu Gunnars - allir vel- komnir - Jólahlaðborðið verður 24.11 - Gísli Einarsson úr Landanum verður veislustjóri, hlaðborð, hljómsveit og margt fleira skemmtilegt. Skráning í síma 4112701 Boðinn Handverksmarkaður fyrir framan mötuneytið frá kl. 11:00- 14:00. Handavinnustofa opin frá kl. 12:30-15:00. Sundlaugin opin til kl. 16:00. Breiðholtskirkja Eldriborgara starf "Maður er manns gaman" alla miðvikudaga kl.13.15. Byrjum með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og eftir stundinna er farið í safnaðarheimilið í súpu og brauð og dagskrá þar á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja opið hús á miðvikudag frá kl. 13-16. Spil,handavinna, slökun og prestar eru með hugleiðingu og bæn. Kaffið góða frá Si- gurbjörgu á sínum stað. Halldóra frá Avon kemur með vörurnar fínu, fullt af flottum tilboðum fyrir jólin. Hún verður komin um kl 13:00 Hlökkum til að sjá ykkur. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl.14.40. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Línudans kl. 10:00- 11:00. Upplestarhópur Soffíu kl. 10:00-12:00. Hádegismatur kl. 11:30- 12:30. Fatasala Logy.is kl. 12:00-14:00. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00- 13:10. Söngur með Hjördísi Geirs kl. 13:30-14:30. Kaplar og spil kl. 13:30-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi, 9.00-12.00 Leðurhópur í Smiðju 10.00, Ganga frá Jónshúsi 11.00 ,Stóla-jóga í Kirkjuhv. 10.30 Skák og Scrabble í Jónsh. 12.30-15.40 Bridds 11.00 Stóla-jóga í Sjálandssk. 13.00 Ganga frá Smiðju 13.00-16.00 Leirlist í Smiðju 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Memm fjölskyldustund kl. 10:00-12:00 Félagsvist frá kl. 13:00 – 16:00Taflfélag / chess club 19:00 – 21:00 13:00 – 16:00Taflfélag / chess club 19:00 – 21:00 Gjábakki Opin handavinnustofa og verkstæði kl. 8.30 til 11.30. Boccia opinn tími kl. 10 til 11.15. Félagsvist kl. 13 til 15. Postulínsmálun kl. 13 til 15.30. Námskeið íTæknilæsi og snjalltækjanotkun kl. 13 til 15. Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldriborgara miðvikudaginn 16.nóv. kl: 12:00 Helgistund fyrirbænir og söngur. Hægt verður að koma fyr- irbænaefni til prestsins. Matur í Safnaðarheimiliu kr. 1300.- Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur heimsækir okkur og flytur erindið: “ Ráðskona óskast í sveit. Staða ráðskvenna í sveitum á 20. öld”. Leifur, Lovísa og Helgi. Gullsmári Myndlist kl. 9:00. Postulínsmálun kl. 13:00. Kvennabridge kl. 13:00. Handavinna í matsal kl. 13:00. Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla yoga kl. 10:00. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Framhalds- saga kl. 10:00. Betra jafnvægi námskeið kl. 10:45. Handavinna – opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Undirbúningur fyrir HM í fótbolta - getraunir kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll. Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl.10:00. Söngstund kl. 13:00. Qigong kl. 16:30. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 - Postulínsmálun í handverksstofu kl. 09:00-12:00 - Myndlist í hand- verksstofu kl.13:00-16:30 - Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgs- bandinu er svo á sínum stað frá kl. 14:00-15:00 og síðdegiskaffið. Al- lar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Skólabraut: Kaffikrókur frá kl. 9. Leir kl. 9. Botsía kl. 10. Handavinna, samvera og karri kl. 13.-16. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13.Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Kirkjan: Morgunkaffi milli kl. 9. og 11. Kyrrðarstund kl. 12. Nú styttist í ferðina í jólamatinn í Skíðaskálann en þangað ætlum við föstudaginn 25. nóvember. Skráning og upp. í síma 8939800. Allir velkomnir. Von Efstaleiti 7 Félagsvist og dans verður haldið í Von Efstaleiti 7. laugardaginn 19.nóvember. Vistin hefst kl. 19:30. Dansbandið leikur fyrir dansi frá Kl.22:00.Allir velkomnir alltaf - alstaðar mbl.is ✝ Sigríður Svein- bjarnardóttir fæddist á Ísafirði þann 19. desember 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 29. októ- ber 2022. Hún var dóttir hjónanna Sveinbjarnar Hall- dórssonar bakara- meistara, f. 14. ágúst 1888, d. 1945, og Helgu Þórunnar Jak- obsdóttur, f. 24. apríl 1889, d. 1979. Helga og Sveinbjörn eign- uðust níu börn á lífsleiðinni og komust 7 þeirra á legg. Af sex systkinum Sigríðar sem komust til manns eru nú fimm látin. Þau eru: Steinunn, Böðvar, Halldór, Marta og Sveinbjörn. Eftirlif- andi systir Sigríðar er Jóhanna. Sigríður giftist Árna Ísleifs- syni en þau skildu árið 1976. Þau eignuðust eina dóttur, Soffíu, þann 3. október 1949. Soffía er gift Sigurði Karli Karlssyni. hann er fæddur 4. desem- ber 1950. Börn þeirra eru Árni, f. 1967, Þór, f. 1972, hans börn eru Sindri Þór, Emil Snær og Ísabella María. Næst er María, f. 1974, og hennar maður er Kjartan Hrafn, börn þeirra eru Orri Hrafn, Sara Soffía og Kjartan Karl. Yngstur er Ómar Karl, f. 1981, hans kona er Svanhvít og þeirra börn eru Karen Eva, Smári Örn, Máni Þór og Erna María. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 16. nóvember 2022, klukkan 13. Elsku amma Sigga hefur kvatt okkur. Amma var svo stór þáttur í mínu lífi. Amma kenndi mér svo margt, allt frá því að baka, elda og t.d. að standa á skíðum og voru ófáar ferðirnar okkar saman upp til Bláfjalla og upp í Skálafell. Amma elskaði útiveru og fjöllin og ferðaðist einnig oft með okkur fjölskyldunni. Alla tíð var amma til staðar fyrir mig og þótt ég flytti til Danmerkur voru tengsl okkar alltaf mjög sterk og amma hjálpaði mér oft í lífinu. Amma var algjör klettur í okkar fjöl- skyldu alla tíð. Hvíldu í friði elsku amma mín, þú varst alltaf svo góð. Ég kveð með söknuði yndis- lega ömmu Siggu. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín verður sárt saknað. Þór Sigurðsson. Elsku amma Sigga hefur nú kvatt okkur, kveðjustundin var ljúfsár. Ljúf að því leyti að þar með lauk fimm ára þrautagöngu og baráttu hennar við alzheim- ersjúkdóminn og þjáningu okkar sem elskuðum hana við að horfa á eftir henni inn í tómið. Sár vegna þess að besta amma sem hægt var að hugsa sér var frá okkur tekin, við gerðum allt sem við gátum til að láta henni líða vel og skiptumst á að vera hjá henni þar til yfir lauk. Það er mér ljóst að ég fæ aldrei fullþakkað allt sem þú gerðir fyrir mig elsku amma. Ég er á góðum stað í dag sem má að mörgu leyti þakka þér. Þú varst aldrei langt undan ef eitthvað bjátaði á. Ég man allar góðu stundirnar sem við áttum saman, t.d. þegar þú fórst með okkur systkinin á skíði en það var ekki dónalegt að hafa skíðadrottningu frá Ísafirði sem kennara en þú kenndir okkur öllum á skíði og varst óþreytandi að draga mann upp í fjöll. Það er ekki hægt að minnast þín elsku amma án þess að minn- ast á baksturinn sem var þín sér- grein enda fædd og uppalin í bak- aríi á Ísafirði, dóttir bakara- meistara. Bestu kökur sem ég hef smakkað, öll afmælin sem þú bak- aðir fyrir og lagðir mikla vinnu í það, flott skyldi það vera; hnall- þórur að vestfirskum sið. Þú varst líka mikill fagurkeri og sérfræðingur í tísku og kven- fatnaði og starfaðir í ýmsum verslunum í gegnum tíðina og varst eftirsóttur starfskraftur sem slík og þekkt fyrir útstilling- arnar sem þú gerðir. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á jólaboðin hjá þér á jóla- dag sem var ein af okkar stóru gleðistundum, einnig var alltaf gaman 19. desember, á afmælinu þínu sem við systkinin kölluðum alltaf litlu jólin. Ég mun varðveita minningu um glæsilega, staðfasta og yndislegustu konu sem ég hef kynnst í hjarta mínu um ókomna tíð og 19. des. verða alltaf litlu jól- in hjá mér og systkinum mínum, það höfum við ákveðið í samein- ingu til að varðveita minninguna um þig. Takk fyrir allt elsku amma mín. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afar góð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Þinn Árni. Elsku dásamlega amma mín. Ég er þakklát, þakklát fyrir að hafa átt ömmu eins og þig. Ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á því hversu mikilvæg þú varst í mínu lífi og þú hefur alltaf verið mín helsta fyrirmynd. Þú varst mikið með okkur enda mamma einkadóttir þín og við systkinin einu barnabörnin. Þú varst tískudrottning, starf- aðir í kvenfataverslunum og varst með næmt auga fyrir tísku og út- stillingum. Þú varst reyndar góð í mörgu. Þú varst íþróttakona og sagðir mér að við ættum það sam- eiginlegt að elska íþróttir og hreyfingu. Þú varst skíðakona og kepptir á skíðum. Síminn hringdi allar helgar og þú tékkaðir á okk- ur, hver ætlaði með á skíði þegar það var hægt. Ég fór rosalega oft með þér en það sem dró mig út á köldum vetrarmorgnum var nest- ið. Þú gerðir það albesta nesti sem til var. Ég hafði mikla mat- arást á þér elsku amma mín. Þú bakaðir bestu kökurnar enda varstu alin upp í bakaríi á Ísafirði, þar sem langafi stýrði bakstrin- um með langömmu. Þú eldaðir dásamlegan mat og það var allt gott sem þú galdraðir fram í litla eldhúsinu þínu. Börnin mín voru svo lánsöm að eiga ömmu eins og þig. Þú pass- aðir Orra, Söru og Kjartan fyrir okkur þegar þau voru lítil og þau minnast yndislegra stunda með þér. Þú labbaðir með þau í kerr- unni niður í Húsdýragarð og sýndir þeim dýrin og leyfðir þeim að njóta náttúrunnar. Þú varst mjög hraust enda allt- af í sundi og úti að ganga. Þú eltist svo fallega og varst eiginlega ótrúlega ungleg. Þetta geta allir sem þekkja mig vel staðfest enda dáðust allir að fallega hraustlega útliti þínu sem og þinni góðu nær- veru. Ég á eftir að sakna þín elsku amma mín en ég kveð þig með miklu þakklæti. Ég elskaði þig, þú gafst mér svo mikið, tíma og skemmtilegar samverustundir og svo elskaðir þú okkur Kjartan og börnin okkar mjög mikið. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín María. Sigríður Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.