Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 28
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2022 erum oft kölluð í sérstök verkefni og leitaraðgerðir,“ segir Davíð Oddsson tölvunarfræðingur. Hann gekk til liðs við hjálparsveitina árið 2012 og valdist fljótt í að hafa umsjón með ýmiss konar leitar- tækni. Að fara í drónahópinn kom því nánast af sjálfu sér og í dag er Davíð þar í forystu fyrir 10 manna hóp. „Við tökum 1-2 formlegar æfingar í mánuði. Erum með tvo stóra dróna sem notaðir eru í útköll og leitaraðgerðir og tökum þjálfun á þeim. Aðra tvo minni dróna höfum við svo líka í takinu, meðal annars svo fólk geti tekið þá með sér heim og æft sig þar.“ Hentar í myrkri Stærsti dróninn sem Hjálparsveit skáta í Reykjavík á og notar er DJI Matrice M210. Sá er með tveimur tengjum fyrir myndavélar eða annan búnað. „Ef leita á að týndu fólki og fara þarf yfir stór opin og víðfeðm svæði eru drónar afar hentug tæki. Ekki síst í myrkri, enda eru hitamynda- vélarnar ótrúleg tæki. Stundum lát- um við dróna sveima yfir leitar- eða aðgerðasvæði. Þannig getur mann- skapur í stjórnstöð séð nákvæmlega hver staðan á vettvangi er og stýrt aðgerðum eftir því,“ segir Davíð Oddsson. „Útkallslisti okkar er fjölmennur. Þannig þarf þetta líka að vera; verkefni björgunarsveita eru fjölbreytt og því þarf í okkar raðir fólk með ólíka reynslu, þekkingu og áhugasvið,“ segir Oddur Valur Þórarinsson, sveitarforingi Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík. Um síðastliðna helgi var 90 ára afmæli sveitar- innar fagnað, það er annarrar elstu björgunar- sveitar landsins og þeirrar sem lengst hefur starfað undir sömu merkjum. Margir mættu í opið hús í bækistöð- ina á Ártúnshöfða í Reykjavík, þar sem fólki gafst kostur á að skoða tækjakost og ræða við liðsmenn. Á landi og upp til fjalla Innan vébanda Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar eru þrjár björgunarsveitir í Reykjavík, hver í sínum borgarhluta og með ákveðna sérhæfingu. Hjálparsveit skáta er með aðstöðu við Malarhöfða og þar er félagið með tiltæka til dæmis bíla, vélsleða og einn öflugasta snjó- bíl landsins. Búnaðurinn miðast við að hjálparsveit þessi hefur fengið sérstaka þjálfun til leitar- og björg- unaraðgerða á landi og upp til fjalla. Þar getur landið allt verið undir. Um þessar mundir eru um 120 manns á útkallslista Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, sem á bakland sitt mikið til í Árbæjarhverfi, Grafarvogi og Grafarholti. „Þar starfrækjum við flugeldasölu fyrir áramót. Svæðaskipting þessi er að öðru leyti frekar lausbundin og ef upp koma stærri útköll þá eru allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæð- isins kallaðar út óháð staðsetn- ingu,“ segir Oddur Valur. Flygildin flýta fyrir Innan Hjálparsveitar skáta í Reykjavík er starfandi hópur sem sinnir drónaflugi, en í björgunar- starfi hefur fengist góð reynsla af flygildum til dæmis við leit að týndu fólki. Hitamyndavélar, sem greina lífsmark og eru viðhengi drónanna, geta mjög flýtt fyrir því að fólk finn- ist, auk þess sem tæki þessi nýtast vel þegar kanna þarf kletta, skriður, grýttar fjörur og sambærilegar torveldar aðstæður. „Við erum komin með ágæta þjálfun og við í drónahópnum lÖflugt starf hjáHjálparsveit skáta í ReykjavíklFlyg- ildi reyndast vellUm120manns eru á útkallslistanum Davíð flýgur dróna Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugmaður Davíð Oddsson með drónann á lofti, tæki sem hefur sannað gildi sitt og ágæti í starfi björgunarsveita. OddurValur Þórarinsson MENNING Andri sýnir á sér ólíkar hliðar á tónleikum í Salnum í kvöld Bass-barítóninn Andri Björn Róbertsson og píanóleik- arinn Ástríður Alda Sigurðardóttir koma fram í kvöld kl. 20 í tónleikaröðinni Syngjandi í Salnum í Kópavogi. Andri mun þar sýna á sér ólíkar hliðar í gaman- söngvum, íslenskum og erlendum ljóðasöngslögum, ástsælum óperuaríum og slögurum úr söngleikjum. Andri hefur tekið þátt í mörgum óperuuppfærslum í óperuhúsum Evrópu hin síðustu ár, þar á meðal í Covent Garden, Óperunni í Lyon og Óperunni í Zürich. ÍÞRÓTTIR Langsótt en alltaf möguleiki Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar og aðstoðar- þjálfari danska karlalandsliðsins í körfuknattleik, segir íslenska landsliðið hafa leikið gríðarlega vel í undankeppni HM, þrátt fyrir töp fyrir Georgíu og Úkraínu undanfarna viku. Ísland á enn möguleika á að fara á lokamótið, en verður til þess að vinna Georgíu á útivelli. „Það er langsótt að vinna í Georgíu en alltaf möguleiki. Við spiluðum mjög góðan leik gegn Georgíu hér heima,“ sagði Arnar m.a. við Morgunblaðið. » 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.