Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 skartgripirogur.is Bankastræti 9 | Sími 551 4007 Bankastræti 6 | 551 8588 STAKSTEINAR Ríkisútvarpið misnotað Björn Bjarnason fjallar um skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um Íslandsbanka og bendir á að augljóst sé af viðbrögðum stjórnarandstæðinga að þeir hafi ekki fengið það sem þeir vonuðust eftir. „Þá er gripið til þess ráðs að gera skýrsluna marklausa og ný- kjörinn formaður Samfylkingar- innar sýnir sömu takta sem ein- kenna framgöngu hennar frá því að hún var „krýnd“ til formennsk- unnar í ágúst að enginn hafi roð við henni. Hún bolaði sjálfri Helgu Völu Helgadóttur úr formennsku þingflokks Samfylk- ingarinnar og nú notar hún tengsl við Sigríði Dögg til að hefja sig á stall Bjarna Benediktssonar,“ segir Björn. Hann hafði áður lýst þeirri furðulegu uppákomu sem orðið hefði „vegna samspils Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns ríkisútvarpsins, og Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, um þann spuna að Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráð- herra, hefði ekki „þorað“, svo að notað sé orð Kristrúnar, að ræða við Kristrúnu í Kastljósi sjón- varpsins að kvöldi 14. nóvember. Misnotaði Sigríður Dögg aðstöðu sína sem þáttarstjórnandi og viðmælandi Bjarna í þættinum til að gefa þessari „hetjusögu“ Kristrúnar vængi. Varð það til þess að Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, kvaddi sér hljóðs á Facebook. Lýsti samskiptum sínum við Sigríði Dögg og sagði hana hafa farið með rangt mál þegar hún misnotaði aðstöðu sína í beinni útsendingu.“ Bjarni Benediktsson Sigríður Dögg Auðunsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Fleiri þurfa þjónustu Sjónstöðvar lBlindrafélagið gagnrýnirlVit- undarvakning fólks með sjónskerðingu Töluvert vantar upp á að Sjónstöð- in geti sinnt lögbundnu hlutverk sínu. Þetta segir í umsögn Blindra- félagsins um fjárlagafrumvarp næsta árs sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Sjónstöðin, sem formlega heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstak- linga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, sinnir í dag þjónustu við alls 1.700 manns sem fjölgað hefur úr 1.200 á sl. þrettán árum. Helst skýrist þetta af vax- andi fjölda barna með heilatengda sjónskerðingu en einnig vegna vit- undarvakningar á meðal augnlækna á sjónskerðingu eldra fólks. Sjón- stöðin hefur undanfarin ár verið rekin með halla og er uppsafnaður halli síðastliðinna ára orðinn 40 milljónir. Einnig leitar til sjónstöðv- ar í vaxandi mæli fólk með annað móðurmál en íslensku, sem þarf túlkaþjónustu. Þá bendir Blindrafé- lagið á að kaup og rekstur leið- söguhunda sé nú orðið lögbundið hlutverk Sjónstöðvarinnar en ekki hafi í fjárveitingum verið tekið tillit til þess nema að hluta. Hundarnir hafi breytt lífi fjölda blinds fólks og gert því mögulegt að taka í ríkari mæli en áður þátt í samfélaginu. Þessu verkefni þurfi því að tryggja meira fé áður en frumvarpið verði samþykkt og afgreitt sem lög frá Alþingi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Félagar Blindur maður með hvítan staf og leiðsöguhund sér við hlið. Aðgerðum fjölg- að umtalsvert lNýjar leiðbeiningar um tunguhaft Sexföld aukning varð í greiðslu- þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í tunguhaftsaðgerðum frá fyrri árum og hefur nefnd fagaðila frá Landspít- ala og Háskóla Íslands gefið út nýjar klínískar leiðbeiningar fyrir heilbrigð- isstarfsfólk um slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráð- herra, Willums Þórs Þórssonar, við fyrirspurn frá Guðrúnu Hafsteins- dóttur þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins um niðurgreiðslu aðgerða á tungu- hafti. Í fyrra skapaðist mikil umræða um tunguhaftsaðgerðir, ýmsir töluðu fyr- ir kostum þeirra en aðrir lýstu yfir áhyggjum af „meintum ónauðsyn- legum aðgerðum“ og „nýstárlegum upplýsingum í fræðsluefni heilbrigð- isstarfsmanna“, t.d. á samfélagsmiðl- um, eins og segir í svari ráðherra. Aðgerðin getur verið gagnleg þegar tunguhaftið veldur augljósum erfiðleikum fyrir barn að taka brjóst. Í svarinu kemur fram að embætti landlæknis hafi verið kunnugt um um- talsverða aukningu á skömmum tíma á umræddum aðgerðum, ekki síst hjá hvítvoðungum. „Sexföld aukning hafði orðið í greiðsluþátttöku miðað við fyrri ár samkvæmt gögnum frá SÍ og stefndi í allt að áttfalda aukn- ingu á fyrra ári þegar gögn þessi voru skoðuð.“ Samkvæmt upplýsingum frá SÍ hafa 22,5 milljónir króna verið greiddar fyrir tunguhaftsaðgerðir frá 1. janúar 2020. Ekki fengust svör við spurning- um um fjölda barna á biðlistum né bið eftir slíkum aðgerðum. Í svari við fyrirspurn Guðrúnar um Tunguhaftssetrið, sem lagði nið- ur starfsemi á síðasta ári, kom fram reksturinn hefði ekki hlotið stað- festingu landlæknis á því að hann uppfyllti faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar og væri því ekki heimill. Rekstraraðilar hefðu stöðvað reksturinn í kjölfarið. ragnheidurb@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ágreiningsmál Skiptar skoðanir eru á tunguhaftsaðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.