Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 12 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðskrifabrauðeðaskera M ér er minnisstætt atvik sem átti sér stað í bakaríi í Vestur- bænum. Í afgreiðslunni voru þrír starfsmenn, tvær stúlkur og ungur karlmaður af erlend- um uppruna. Hann var að prófa sig áfram í notkun tungumálsins og stúlkurnar leiðbeindu honum þegar hann rak í vörðurnar. Strax og röðin kom að mér bað ég afgreiðslumanninn auðvitað um brauð sem heitir „ráðherra- brauð“. Hann sótti brauðið og spurði bros- andi: „Á ég að skrifa það?“ Ég skildi ekki hvað hann var að fara en stúlkurnar skelltu upp úr og sögðu honum að hann ætti að spyrja hvort ég vildi láta skera brauðið en ekki skrifa það. Á degi íslenskrar tungu er vert að hafa hug- fast að stór hluti íbúa landsins talar takmark- aða íslensku. Í stað þess að útiloka þann hóp eigum við að auðvelda honum að laga sig að þjóðfélagi okkar með öflugri íslenskukennslu. Þannig auðgum við tungumálið og stækkum því íslensk- an er lifandi mál í stöðugri þróun. Íslenskan getur verið erfið. Við sem höfum hana sem móðurmál eigum sjálf oft fullt í fangi með málfræðina og stafsetninguna. Sum þeirra sem eru að læra málið kvarta undan aðfinnslum og leiðréttingum. Forðast þau jafnvel að æfa sig í notkun þess til að komast hjá glósum og umvöndunum. Við getum örugglega bætt okkur í þeim efnum. Við höfum sett okkur það markmið að þeir sem búsett- ir eru í landinu og hafa íslensku sem annað mál skuli eiga kost á íslenskunámi. Áhugi minn stendur til þess að efla íslenskukennslu í kennaranámi, að auka stuðning við kennaranema af erlend- um uppruna og stuðla að aukinni fjarkennslu í íslensku. Ég vonast til að hvatar sem ég hef komið á ýti á háskólana til að standa sig enn betur á þessu sviði. Ungi maðurinn hefur sennilega ekki verið krafinn um fullkomna íslenskukunnáttu þegar hann sótti um og fékk vinnuna í bakarí- inu. Staðreyndin er sú að árið 2019 var um helmingur starfsmanna í veitingarekstri af erlendum uppruna og 20% af öllu vinnuafli í landinu. Hið opinbera rekur lestina með innan við 10%. Ein ástæðan er strangar kröfur m.a. um að umsækjendur hafi „mjög gott vald“ á íslenskri tungu. Ég tel mikilvægt að skapa sama fjölbreytileika þar og ríkir á almennum vinnumarkaði. Í því samhengi mætti skoða hvort ekki sé nægilegt að umsækjendur búi yfir þokkalegum grunni í íslensku að því gefnu að þeir leggi sig fram um að bæta sig. Í öllu falli mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að háskólarnir bjóði upp á fjölbreytilegt íslenskunám. Þeir bregði sér með öðrum orðum af fullri alvöru í það mikilvæga hlutverk sem stúlkurnar í bakaríinu gegndu þegar þær leiðbeindu samstarfsmanni sínum þannig að hann gæti sem best náð góðu valdi á okkar „ástkæra og ylhýra“ tungumáli. Pistill ÁslaugArna Sigurbjörns- dóttir Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Glæpir í nafni umhverfisverndar Umhverfis- verndaröfga- menn héldu uppteknum hætti í gær þegar þeir skvettu svörtum vökva á málverk austurríska listmálarans Gustavs Klimts í listasafni í Vínarborg. Þeir hafa að undanförnu beitt svip- uðum aðferðum í baráttu sinni vegna meintrar loftslagsvár og meðal annars límt hend- ur sínar við verk Franciscos Goya í Madríd, kastað súpu á verk eftir Vincent van Gogh í London og í Róm og klesst kartöflum á verk eftir Claude Monet. Fram hefur komið að „aðgerðasinnarnir“, eins og slíkir kalla sig gjarnan, hafi verið að mótmæla notkun á jarðefnaeldsneyti og telji að jörðin stefni hraðbyri í átt að „loftslagshelvíti“. Þetta eru fjarstæðukenndar öfgar en út af fyrir sig skoð- anir sem öllum er heimilt að hafa og tjá sig um. Tjáningar- frelsi manna eða eindregnar skoðanir veita þeim hins vegar enga heim- ild til að stunda skemmdar- verkastarfsemi, hvað þá að spilla menningarverðmæt- um. Og þessi framkoma er vitaskuld ekki til þess fallin að gera þau sjónarmið sem skemmdarvargarnir berjast fyrir meira sannfærandi, þvert á móti er hún áminning um að þegar röksemdir skortir er gripið til ofbeldis. En þessi ítrekuðu skemmdar- verk mættu líka verða áminn- ing um að gætt verði meira hófs í umræðu um loftslags- mál, ýkjur og hræðsluáróður víki en efnisleg rökstudd umræða á grunni vísinda og víðsýni fái að njóta sín. Ofbeldi er ekki vitnisburður um góðan málstað} Eftirlitsnefnd rúin trausti Þ ingmenn reyna að gera sér mat úr rannsókn á sölu hluta í Íslandsbanka. Löngu fyrr höfðu menn reynt að kreista úr því hneyksli að Benedikt, faðir fjármálaráð- herrans, hefði keypt pínulít- inn hlut í bankanum sem var í sölu. Hann var svo smár að hann segir ekkert um, hverjir eigi bankann! Alltaf má treysta því að hneykslun- arhellur gleymi sér í tittlinga- skítnum. Ekkert hefur verið kíkt á hverjir hafi keypt sér raunverulegan hlut í bank- anum og hvaða bönd kunni að vera þar á milli og jafnvel skipt einhverju máli. En svo er hitt að þingmenn gátu ekki einu sinni haldið haus í þann sólarhring sem þeir þurftu. Og það sú þingnefnd sem eft- ir nafni sínu og yfirskrift ber ríkasta skyldu til að kunna að fara með mál sem henni er trúað fyrir. Á sínum tíma gætti utan- ríkismálanefnd Alþingis ekki að þeirri skyldu sinni að fara varlega með upplýsingar og ræða það eitt opinberlega sem ákveðið hefði verið að tími væri kominn á. Eftir það neitaði Guðmundur Í. Guðmundsson, utanríkisráð- herra kratanna (nú Sam- fylkingar), að mæta á fund þeirrar nefndar árum saman! Það taldi Guðmundur Í. vera óhjákvæmilegt þar sem hann bæri ábyrgð á að hafa gefið þessum þingmönum sem nutu trúnaðar þær upplýsingar sem þingmenn stóðust ekki. Það var rétt hjá Guðmundi Í. Guðmundssyni. Leki bankasöluskýrslu ríkis- endurskoðanda var ræddur sérstaklega á kynningarfundi hans með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis (SEN) í gær, en allt bendir til þess að einhver þingmannanna í nefndinni hafi rofið trúnað og komið henni til fjölmiðla. „Ríkisendurskoðun ræddi við nefndina um trúnaðinn og samskiptin,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir í samtali við Morgunblaðið og kveðst sammála því að málið þarfn- ist frekari athugunar. Rétti sá upp hönd sem trúir að eitthvað komi út úr því. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi virtist ekki í miklum vafa um hvað gerst hefði. Að mati hans er gríðarlega óheppi- legt að trúnaður skuli ekki hafa verið virtur og tel- ur hann nokkuð öruggt að skýrslunni hafi verið lekið af nefndarmanni SEN. Ríkis- endurskoðun hafi unnið að skýrslunni mánuðum saman án þess að hún rataði til fjöl- miðla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé í verkahring SEN að rann- saka lekann, sem hún segir einkar bagalegan. Það þykir veikja kröfur þingsins um að vera haldið upplýstu að geta ekki þagað} H inn 29. október sl. réðst úkraínski sjóherinn á Svartahafsflota Rúss- lands við Sevastopol á Krímskaga. Vestrænir hernaðar- sérfræðingar telja margir árásina sögulega, um sé að ræða fyrstu árás drónabáta (e. USV) á herskipaflota. Þrjú rússnesk herskip eru sögð hafa skemmst í árásinni, þ. á m. frei- gátan Makarov aðmíráll, nýskipað flaggskip Svartahafsflotans. Seint í september fannst áður óþekktur drónabátur sem rekið hafði á land í Krúhla-flóa, skammt utan við Sevastopol. Fljótlega birtist ljósmynd af bátnum á samfé- lagsmiðlum og þótti strax líklegt að báturinn hefði komið úr vopnabúri Úkraínumanna. Hernaðarsér- fræðingar segja Svartahafsflotann þegar hafa dregið úr siglingum og kallað herskip sín nærri flotastöðv- um. Sú óvissa sem talin var fylgja þessu nýja vopni kallaði á tafarlaus viðbrögð. Á þessari stundu má ekki nálgast nákvæmar upplýsingar um dróna- báta Úkraínu. Sá sem fannst í Krúhla-flóa var sprengdur upp af rússneskum hermönnum. Sér- fræðingar telja sig þó vita eitt og annað, byggja mat sitt á ljós- myndum og myndbandsupptökum sem teknar voru um borð í þeim drónabátum sem árás gerðu á skip Rússlands. Notast við sæþotumótor Drónabátarnir eru 5,5 metrar á lengd, klæddir álhúð og flytja tals- vert magn sprengiefnis innanborðs. Þeir fara hratt yfir, á um 80 km/ klst., og hafa áætlaða drægni allt að 800 km. Fremst á bátunum eru skynjarar sem virkja sprengihleðslu þegar siglt er utan í skotmarkið en á toppnum hvílir flókinn búnaður, að hluta sovéskur að uppruna, sem skynjar umhverfið, tekur upp myndefni í rauntíma og veitir hermönnum færi á að stýra för bátanna úr mikilli fjarlægð. Talið er að bátarnir séu vopnaðir sprengju af gerðinni FAB-500, sovésk 500 kg fallsprengja sem flugherinn tók í notkun 1954. Eru það sprengju- skynjararnir í stefni bátsins sem þykja benda til þess að FAB-500 sé þar innan borðs. Þá eru dróna- bátarnir, sem eru með öllu mann- lausir, lágreistir og er því afar erfitt að granda þeim á ferð. Talið er víst að Úkraínumenn hafi sjálfir hannað drónabátana en hernaðarsérfræðingar segja mótor- inn vera af gerðinni Rotax og er hann fenginn að láni frá kanadísku sæþotunum Sea-Doo, sem lengi hafa notið vinsælda meðal almenn- ings um heim allan. Blönduð drónaárás Þegar Úkraínumenn létu til skarar skríða gegn Svartahafsflota Rússlands seint í október sendu þeir að líkindum alls sjö drónabáta og minnst fjóra flugdróna í átt að skipunum. Sérfræðingar segja þessa drónablöndu hafa aukið á þá ringulreið sem skyndiárás hefur í för með sér, erfitt hafi verið fyrir sveitir Rússlands að samhæfa í flýti varnir bæði í lofti og á sjó. Á myndefni sem drónabátarnir tóku upp má sjá áhöfnina á flagg- skipinu Makarov aðmíráli skjóta föstum skotum að bátunum sem þá nálguðust herskipið á mikilli ferð. Eins má sjá vélbyssuskyttu í árásarþyrlu af gerðinni Mi-17 skjóta að bátunum. Þó halda megi fram að drónaárásin hafi verið sögulegur sigur Úkraínumanna og nýr kafli í hernaðarsögunni má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að Rússum tókst engu að síður að stöðva för nokkurra dróna. Þá er talið víst að minnst einn drónabátur hafi náð inn fyrir varnarnet flotastöðva Rússa á Krím- skaga og verður það að teljast verulegt áhyggjuefni fyrir Svartahafsflotann. Drónabátar Úkraínu marka nýjan kafla Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Leynivopn Drónabátur þessi fannst óvænt í Krúhla-flóa á Krímskaga í lok september sl. og olli rússneska sjóhernum þegar miklum áhyggjum. FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is BREYTTUR HERNAÐUR Vilja eignast drónaflota Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vilja byggja upp flota af drónabátum til að siga á herskip Rússlands. Segir hann þörf á 100 slíkum vopnum og biðlar til fólks að leggja Úkraínu fé til verksins. Þannig megi koma í veg fyrir eldflaugaárásir Svartahafsflotans á skotmörk innan landamæra Úkraínu. „Við verðum að verja haf- svæði okkar og borgir gegn rússneskum eldflaugum sem skotið er á loft frá skipum,“ sagði hann á samfélagsmiðl- inum Telegram. „Drónabátar munu einnig aðstoða við að opna aftur fyrir umferð flutn- ingaskipa með korn.“ AFP Stríð Úkraínuforseti sér mikil tækifæri í drónahernaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.