Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL 21 Ljósaspeglar Vísnahorn Mikið er ort Benedikt Jóhannsson sendi mér póst: „Ég setti þessa vísu inn á Boðnarmjöð í haust“: Er haustið gróður hneigði á svig og hélu lagði, þá skáldin ortu yfir sig á augabragði. Dagbjartur Dagbjartsson svaraði: Vinum andans gjafir gef þó gaspri tæpast fagni. Yfir mig og aðra hef ort í nokkrumagni. Þá fékk ég góðan póst frá Skírni Garðarssyni: „Ég veit að maður á ekki að gantast með hjónabönd, – hér er þó „Huldu- mannabragur“, vísur ortar um uppdiktaða konu, – og hennar menn“. Hulda giftist Helga Jó, - þó hefði á öðrum völ -, að Hruni svomeð honumbjó, en hraktist þá ámöl. Helgi og Hulda skildu. ÞáHulda giftist Herði Simm, - þó hefði á öðrum völ -, þau eftir Hrunið árin 5, svo átu þang ogmjöl. Hörður hrökk upp af. NúHulda giftist Halla Gæ, - þó hefði á öðrum völ -, þau glaðbeitt búa í Garðabæ, þar góð þeim reynist dvöl. Þetta segir meira en mörg orð í óbundnu máli og sannar að upp birtir um síðir. Ólafur Stefánsson skrifar á Boðnarmjöð: „Ég tek eftir því að 6.300 eru skráðir á vefinn en rúmur tugur sem tjáir sig reglu- lega.“ ÁMiði meðreiðarsveina mætti í vísnagerð reyna, sem prófuðu skokkið Pegasusbrokkið unaðinn sanna og eina. Við þessari limru urðu sterk viðbrögð. Erlingur Sigtryggsson: Margir fagnamyndu hér ogmálum verða í fínum kæmi ég aðeins út úrmér eins og fjórum línum. Hallmundur Kristinsson: Efalaust það á sér stað. Orðstír vorum björgum. Finnstmér bara fráleitt að fáir skemmtimörgum! Sesselja Guðmunds: Kveðamargir kunna hér kvæðinmikils virði. Ef allir skemmtu sjálfum sér svaka gleði yrði. „OG HVAÐ ÆTLASTU TIL AÐ ÉG GERI Í ÞESSU? ÉG ER LÆKNIR, EKKI TÖFRAMAÐUR.“ „HÚN VILDI EKKI KOSS FRÁ ÞÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að senda ást og kossa. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER Á FLJÓTANDI FÆÐI TÆKNILEGA SÉÐ FELLUR PÖNNUKÖKUDEIG ÞAR UNDIR FRÁBÆRT! GRENJUSKJÓÐA UM BORÐ! ÉG VIL FARA HEIM! SLUU U URRRRRRRP ! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is maður Kristínar þúsundþjalasmiður. Kristín nefnir að þetta sé þeirra sælureitur í dag. Fjölskyldan hefur átt þrjár labrador- tíkur sem hafa veitt þeim ómælda gleði og sjá til þess að farið sé í reglu- lega göngutúra. Kristín elskar að ferðast og í mestu uppáhaldi er Danmörk þar sem hún á góðar minningar frá námsárunum og heimsókna til föðurfjölskyldunnar sem er að hluta til búsett þar. En einnig á hún frábærar minningar frá Þýskalandi þar sem hún fór í tungumálaskóla 1972. Þar að auki eru sólarlönd og hiti í miklu uppáhaldi. „Ég er svo heppin að hafa verið í skóla og unnið með góðu og skemmtilegu fólki sem ég hitti mjög reglulega. Svo eru það yndislegu barnabörnin mín sem ég fæ að njóta og sem gefa efri árunum gildi.“ Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Kristinn Guðmundsson, f. 7.10. 1949, trésmiður. Þau eru búsett í Háaleitishverfinu. Foreldrar Kristins voru hjónin Jóhanna Sveinsdóttir, f. 14.3. 1927, d. 17.4. 2004, sjúkraliði, Guðmundur Ágústsson, f. 1.8. 1917, d. 14.4. 2002, bílasmiður. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Kristínar og Kristins eru Guðrún Lilja Kristinsdóttir, f. 16.11. 1983, umhverfisfræðingur búsett í Kópavogi. Maki: Kristján Sigfús Einarsson upplýsingatæknifræðing- ur. Börn þeirra eru Kristín Lilja Kristjánsdóttir, f. 2016, og Einar Axel Kristjánsson, f. 2021; 2) Axel Kristins- son, f. 15.5. 1990, teymisstjóri í íbúðar- kjarna, búsettur í Kópavogi. Maki: Katheryn Ann Teeter háskólanemi. Systir Kristínar var Katrín Axels- dóttir, f. 13.4. 1956, d. 25.6. 1994, bankastarfsmaður, bjó síðast í Kópa- vogi. Samfeðra blóðskyld systkini eru Þóra , f. 1950, Bjarni, f. 1952, Ómar, f. 1961. Sammæðra blóðskyld systkini eru Ásgeir, f. 1951 og Elísabet, f. 1957. Foreldrar Kristínar voru hjónin Axel F. Magnússon, f. 10.5. 1909, d. 9.9. 2001, listmálari og veitingamaður, síðast í Silfurtunglinu, og Kristín Karlsdóttir, f. 6.3. 1920, d. 13.8. 2015, eigandi poppkornsverksmiðjunnar Kiddu popp. Þau bjuggu lengst af í Mávahlíð, en í lokin á Sléttuvegi. Kristín Axelsdóttir Guðríður Einarsdóttir húsfreyja, síðast búsett í Reykjavík Magnús Stefánsson bóndi á Þúfu í Landeyjum, síðast búsettur í Reykjavík Katrín Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Magnús Einarsson verkamaður í Reykjavík Axel Magnússon listmálari og veitingamaður Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja í Miðkoti Einar Einarsson bóndi í Miðkoti í Þykkvabæ Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja í V-Húnavatnssýslu Sigurður Halldórsson skáld og bóndi víða í V-Húnavatnssýslu Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, síðast búsett í Reykjavík Karl Sigurður Friðriksson brúarsmiður og vegaverkstjóri, síðast búsettur í Rvk Ingunn Elísabet Jónsdóttir húsfreyja í Bakkakoti Friðrik Björnsson bóndi í Bakkakoti í Þorkelshólshr., V-Hún. Ætt Kristínar Axelsdóttur Kristín Karlsdóttir eigandi poppkornsverksmiðju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.