Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
RALPH
FIENNES
NICHOLAS
HOULT
ANYA
TAYLOR-JOY
Painstakingly Prepared.
Brilliantly Executed.
KOMIN Í BÍÓ - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA
USA TODAY ENTERTAINMENT
WEEKLY
EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post
KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN
SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD
REPORTER
87%
89%
og klassískum tónverkum þar sem
höfundar leitast af metnaði við að
þróa miðilinn áfram í alþjóðlegu
samhengi. Hann hefur þannig lítið
álit á eða þolinmæði fyrir skáld-
sagnaskrifum sem „hafa ekkert
nýtt fram að færa, hafa engan
fagurfræðilegan metnað, auka engu
við skilning okkar á manninum
né á formi skáldsögunnar, líkjast
hver annarri, henta prýðilega til
neyslu að morgni og svífa síðan
jafn prýðilega í ruslið að kvöldi.“
(25) Og það á vissulega líka við um
okkur gagnrýnendur. Við þurfum að
leggja áherslu á og meta mikilvægi
fagurfræðilegs metnaðar höfunda
og hversu framsækið samspil
formgerðar verks og innihalds er.
Enda hlýtur það að vera lykilatriði
þegar gæði og mikilvægi listaverka
eru metin, og þá í alþjóðlegu en
ekki heimóttarlegu samhengi,
eins og Kundera segir réttilega.
Hann segir gagnrýnendur þurfa að
„koma auga á nýjungar í verkum
og skrifa þau á spjöld sögunnar. Ef
slíkar hugleiðingar fylgdu ekki sögu
skáldsögunnar, þekktum við hvorki
haus né sporð á Dostojevskíj, Joyce
né Proust.“ (32)
Frásögnina í níu hlutum rit-
gerðarinnar byggir höfundurinn á
agaðan hátt upp eins og skáldsögu,
þar sem flakkað er á milli tíma og
persóna. Aðalpersónur verksins eru
rithöfundarnir Kafka og Rabelais,
heimspekingurinn Nietzsche og
tónskáldin Stravinskij og Janacek.
Allt listamenn sem hann tekur upp
hanskann fyrir. Og margir fleiri
koma við sögu, til dæmis Hem-
ingway, Faulkner, Tolstoj, Cervantes
og Rushdie, en ekki síst Max Brod,
sem Kundera gagnrýnir harðlega
og hæðist jafnvel að. Brod var vinur
og aðdáandi tveggja eftirlætis-
listamanna Kundera, tónskáldsins
Janaceks (sem hann segir mesta
listamann ættjarðar sinnar,
misskilinn snilling) og Kafka. Eftir
lát Kafka gaf Brod út verk hans en
Nýjungin er aðalatriði hvers listaverks
BÆKUR
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
Ritgerð
Svikin við erfðaskrárnar
Eftir Milan Kundera
Friðrik Rafnsson þýddi.
Ugla, 2022. Kilja, 307 bls.
misskilja oft mikilvæga nýjunga-
gjarna texta en það á líka við um
túlkendur og flytjendur tónlistar,
eins og hann gagnrýnir meðferð
og túlkun stjórnandans Leornards
Bernsteins á Vorblóti Stravinskíjs.
Og hann segir að af gamalli reynslu
með þýðendur viti hann að ef þeir
„misskilja textann er það aldrei í
ómerkilegum smáatriðum heldur
ævinlega í aðalatriðunum. Það er
raunar fremur rökrétt; nýjung
verks (nýtt form, nýr stíll, nýtt sjón-
arhorn) er aðalatriði hvers lista-
verks, og það er að sjálfsögðu þetta
nýja sem alveg eðlilega og ómeðvit-
að mætir skilningsleysi.“ Þar er líka
áskorun okkar gagnrýnenda, við
þurfum að sjá það nýja sem er mik-
ilvægt og benda á það, ekki sætta
okkur við eða jafnvel upphefja
þægindi þess sem er gamaldags,
heimóttarlegt en kannski notalegt í
listsköpun, klisja.
Þegar Kundera var á unglings-
aldri og seinni heimsstyrjöldin
skollin á, þá sendi faðir hans hann í
píanótíma til vinar sín, tónskálds af
gyðingaættum sem þurfti að bera
gula stjörnu gyðinga í barminum.
Stutt frásögnin af minningunni um
tónskáldið, sem var sífellt hrakið
í verra og verra húsnæði þar til
það var flutt í útrýmingarbúðir
þar sem það var myrt, er harmræn
en líka sláandi fögur. Eitt sinn er
kennarinn var að fylgja Kundera út
eftir tíma sagði hann skyndilega:
„Margir kaflanna hjá Beethoven eru
furðulega slappir. En það eru slöppu
kaflarnir sem auka enn gildi sterku
kaflanna. Þetta er eins og grasflöt
sem þarf að vera þarna til að við
náum að njóta fallega trésins sem
vex á henni.“ (195)
Þessi hugleiðing meistarans hefur
fylgt Kundera alla ævi og hann segir
að án hennar hefði þessi texti, rit-
gerðin, örugglega aldrei verið skrif-
aður. Og honum þykir einstaklega
vænt um minninguna um manninn
sem veltir því fyrir sér fyrir framan
barn, „hve mikið vandaverk það
er að semja listaverk, rétt áður en
hann var sendur af stað í hinstu,
hræðilegu ferðina.“
Svikin við erfðaskrárnar er merki-
leg, afar vel skrifuð og mikilvæg
ritgerð, holl lesning bæði listamönn-
um og þeim sem fjalla á einhvern
hátt um listir.
F
riðrik Rafnsson hefur
haldið áfram að íslenska
bækur tékknesk-franska
rithöfundarins Milans
Kundera; eftir að hafa þýtt allar tíu
skáldsögur hans og smásagnasafn
að auki hefur hann líka snarað
nokkrum merkum ritgerðum
höfundarins sem er nú á tíræðis-
aldri og hefur verið einn merkasti
miðevrópski rithöfundur síðustu
sex áratuga. Og nú hefur Friðrik
bætt í safnið
þessari rómuðu
og meistaralegu
ritgerð höf-
undarins sem
kom fyrst út árið
1993.
Á ritferlinum
lagði Kundera
mikla rækt við
ritgerðarhefð-
ina, eins og margir rótgrónir
evrópskir höfundar hafa gert, og
hefur í þessu formi sett fram á
hnitmiðaðan hátt hugmyndir sínar
og afstöðu til sköpunarinnar. Svikin
við erfðaskrárnar er ritgerð í níu
hlutum og á við góða skáldsögu á
lengd, 307 síður. En fyrir þá sem
hafa áhuga á framsækinni listsköp-
un, og ekki síst bókmenntum og
tónlist, þá er þetta líka spennandi
lesning; djúpvitur, glæsilega skrifuð
og mótuð umfjöllun, og afar vel
ígrunduð, um listina og mikilvægi
hennar. Og um þann siðferðilega
rétt sem listamaðurinn hefur á
verkum sínum, líka eftir dauðann,
og þá virðingu sem frumlegir og
einstakir listamenn sem gera engar
málamiðlanir eiga skilið. Þess má
geta að bókin hlaut á sínum tíma
verðlaun samtaka bandarískra tón-
skálda fyrir frábær skrif um tónlist.
Kundera fjallar um og skýrir
lykilatriði í þróun listmiðla, og
hann hampar völdum skáldsögum
sagði jafnframt að Kafka hefði viljað
að hann brenndi handritin eftir sinn
dag – og það er vissulega þekktasta
goðsagan um Kafka í dag, en á
það deilir Kundera hart og rengir.
Og Brod skrifaði fyrstu ævisögu
Janaceks – „hvílíkur kjánaskap-
ur, hvílíkur kjánaskapur,“ skrifar
Kundera um það verk. (277). Hann
segir Brod ekki hafa gert minnstu
tilraun til að varpa ljósi á þá
einstöku fagurfræði sem einkenni
verk tónskáldsins heldur var um-
hugað um að sýna hann sem hluta
tékkneskrar hefðar, og hafi Brod
verið svo gagntekinn af sveitalegri
tékkneskri umræðu að „öll heimsins
tónlist flúði burt úr bókinni hans“
og hann brást alveg í því að færa
Janacek „yfir í stóra samhengið,
hið heimsborgaralega samhengi
evrópsku tónlistarinnar, eina sam-
hengið þar sem hægt var að verja
hann og skilja; hann lokaði hann
aftur inni í þjóðlega samhenginu,
skar hann frá nútímatónlistinni og
innsiglaði einangrun hans.“ (277)
Ítrekað birtast í ritgerðinni kaflar
eins og þessi, þar sem Kundera fjall-
ar af ástríðu og þunga um hvernig
honum finnst að sínir eftirlætis-
listamenn hafi verið misskildir og
hreinlega farið illa með verk þeirra,
og þau hafi ekki notið tilskilinnar
virðingar. Hann skoðar til dæmis
franskar þýðingar á eftirlætismáls-
greinum sínum í skáldsögum Kafka,
þar sem þýðendurnir skreyta til að
mynda textann með orðskrúði sér
til upphafningar. Og hann finnur
ítrekað að því sem honum finnst
vera lítilsvirðing gagnvart vilja
Kafka, eins og þegar smásagnasöfn
sem hann hafði mótað eru gefin út
í dag, þá séu felld inn í þau allskyns
textabútar sem hann hafði ekki
lokið við. Og hann nefnir mörg slík
dæmi um vanvirðingu, til dæmis
það að hljóðrita og gefa út fyrstu
sinfóníu Mahlers með þættinum
sem Mahler hafði í verkinu við
fyrsta flutning en strikaði síðan
út. Kundera hneykslast réttilega á
því hvað ruslafötugramsarar, eins
og hann kallar það, finna í drasli
að listamönnum látnum og koma á
framfæri.
Það er líka afar áhugavert
hvernig Kundera sér líkindi með
klassískri tónlist og skrifum. Hann
nefnir dæmi um hvernig þýðendur
Ljósmynd/Friðrik Rafnsson
Milan Kundera „Svikin við erfðaskrárnar er merkileg, afar vel skrifuð og
mikilvæg ritgerð, holl lesning bæði listamönnum og þeim sem fjalla á
einhvern hátt um listir,“ skrifar gagnrýnandinn.