Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á raf- magns- og vetn- isbifreiðar. „Í ákvæði til bráða- birgða í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskatts- ívilnun vegna innflutnings og skat tsky ldrar sölu m.a. á raf- magns- og vetnisbifreiðum. Ívilnunin gildir út árið 2023 eða þar til 20.000 bifreiða fjöldamörkum er náð. Þegar litið er til talna um fjölda innfluttra rafmagnsbifreiða á síðustu mánuð- um má leiða að því líkur að gildandi fjöldamörkum rafmagnsbifreiða verði náð nálægt miðju ári 2023,“ segir í frumvarpinu. Er lagt til, til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, að fjöldatak- mörkin verði felld niður þannig að virðisaukaskattsívilnun samkvæmt ákvæðinu gildi út árið 2023 óháð fjölda bifreiða sem hennar njóta. Löng bið og jákvæð lenging María Jóna Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins segir mjög jákvætt að lagt sé upp með að ívilnanirnar verði út árið 2023. Þetta muni gera það að verkum að sala á rafbílunum haldi áfram að aukast. „Það er mikil eftirspurn eftir kaup- um á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvót- inn myndi klárast í júní á næsta ári,“ segir hún og bætir við að það geti verið jafnlöng bið og eftir einstök- um tegundum. „Fyrir innflytjendur ökutækja er mikilvægt að stjórnvöld gefi svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfa að liggja fyrir með margramánaða fyrirvara og þar sem biðtími þar til varan er tilbúin til af- hendingar er langur.“ Draga úr verðmun Í frumvarpinu segir að „gert sé ráð fyrir að hlutdeild þeirra í innflutn- ingi fólksbifreiða haldi þrátt fyrir það áfram að aukast á næsta ári, bæði hjá heimilum landsins, bílaleigum og öðrum fyrirtækjum, má áætla að tekjutap ríkisins vegna brottfellingar á 20.000 bíla fjöldamörkum gæti numið 3,8 milljörðum kr.“. María segir stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslags- og orkuskiptamálum. Þrátt fyrir að Ís- land sé í öðru sæti í sölu rafbíla á eftir Noregi eigum við langt í land og í dag eru rafbílar einungis 5,44% fólksbíla á skrá eða 15.537. Markmið stjórnvalda er að 100.000 rafbílar eða vistvæn ökutæki séu á skrá eftir einungis sjö ár eða árið 2030. Þaðmun kosta ríkið ef markmiðum í loftslagsmálum er ekki náð. Eruð þið í heildina litið ánægð með frumvarpið og þær breytingar sem það kveður á um? „Það get ég því miður ekki sagt, tillögur frumvarpsins eru á þá leið að draga úr verðmun á sparneytn- um ökutækjum og eyðslufrekum og veikja mjög þá efnahagslegu hvata til orkuskipta sem eru innbyggðir í gild- andi kerfi vörugjalds á ökutæki. Fýsi- legra verður að kaupa eyðslufrekar bifreiðar. Einnig er lagt til í frumvarpinu að draga úr mun sem er á rekstrar- kostnaði sparneytinna ökutækja og eyðslufrekari og veikja mjög þá efna- hagslegu hvata sem eru innbyggðir í kerfi bifreiðagjalds. Fýsilegra verður að reka eyðslufrekar bifreiðar. Þetta sýnir að það er þörf á að í stjórnarráð- inu liggi fyrir áætlun um aðgerðir í skattamálum sem taka tillit til bæði loftslags- og orkuskiptamarkmiða og tekjumarkmiða, a.m.k. til loka árs 2030.“ lVirðisaukaskattsívilnun á rafmagnsbílum í gildi út næsta ár óháð fjöldalTekjutap ríkisins gæti numið 3,8 milljörðuml5,44% fólksbíla á skrá rafbílarlFýsilegra að kaupa eyðslufrekar bifreiðar Fella niður fjöldamörk rafbíla Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílafloti Í dag eru 5,44% fólksbíla á skrá hér á landi rafbílar. „Við þurfum að leita sífellt nýrra leiða til að efla íslenskuna og vekja áhuga ungmenna á mikilvægi menn- ingararfsins. Stjórnvöld reka fjölbreytt verkefni í því skyni og stefnan er al- veg skýr,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Á ábyrgðarsviði hennar í ríkisstjórn er allt sem viðvíkur íslensku máli, sem verður sérstaklega í deiglunni í dag, 16. nóvember, sem erDagur íslenskrar tungu. Framhaldmála er svo að ámorgun, fimmtudag, verður kynnt þjóðargjöf; það er 550 eintök af heildarútgáfu Ís- lendingasagnanna til mennta-, menn- ingar- og heilbrigðisstofnana. Þarna eru sögurnar allar í fimm binda út- gáfu Sögu-forlags, sem komút í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018. Þjóðargjöfin er styrkt af fjölmörgum fyrirtækjum, en þannig mátti koma þessu máli í kring, sem Lilja Alfreðsdóttir segir hafa verið mjög mikilvægt. „Sagnaarfurinn þarf að vera að- gengilegri. Mikilvægt er að útbúa kynningarefni þar sem meitluð viska og spakmæli fornra rita, til dæmis Hávamála, er sett fram aðgengilega. Til að fylgja tækniþróun hafa stjórn- völd líka stutt við ýmis verkefni á sviði máltækni sem eru mjög mikilvæg til eflingar íslenskumáli í stafrænni ver- öld,“ segir Lilja og heldur áfram: „Á síðustu árumhefur á Íslandi sest að fólk víða að úr veröldinni sem á ræt- ur sínar í öðrumenningarumhverfi en hér er. Við þurfum að ná til þess hóps og kynna því fólki íslensktmál og bók- menntir. Miðað við reynslu annarra þjóða gætum við vel náð til annarrar kynslóðar nýrra íbúa landsins. Leiðin þarna, eins og í svomörgu öðru, liggur í gegn um skólana.“ sbs@mbl.is lDagur íslenskrar tungulÍslendingasögur settar í öndvegi lArfurinn sé aðgengilegrilMáltæknil Ná til nýrra íbúa Þjóðargjöf afhent á morgun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menning Lilja Alfreðsdóttir ráð- herra með Íslendingasögurnar. Tökur hófust á Áramótaskaupinu í gær Tilbúin ef upp koma skandalar „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu Skaupi enda valinn maður í hverju rúmi, landslið leikara,“ segir Sigurjón Kjartansson, fram- leiðandi, einn höfunda og leikari í Áramótaskaupi Sjónvarpsins, en tökur hófust á því í gær. Það var góður andi yfir hópnum þegar Morgunblaðið kom við í Út- varpshúsinu við Efstaleiti í gær. Sigurjón var í sminki hjá Rögnu Fossberg og Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri fór yfir stöðuna áður en tökur á fyrsta atriðinu hófust. Sigurjón fékkst til að upplýsa að hann leikur embættismann í umræddu atriði en meira fékkst ekki upp úr honum að sinni. „Við verðum á fullu í tökum næstu rúmu vikuna eða svo og gerum ráð fyrir að klára þetta í desember. Það er þó alltaf gert ráð fyrir því að einhver skandall gerist rétt fyrir jól svo við höldum fólki á tánum. Ef svo fer brestur á með skyndigríni,“ segir Sigurjón. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert María Jóna Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.