Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL20
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Kristín ÓskMagnúsdóttir
30 ÁRA Kristín er Reykvíkingur,
ólst upp í Hólunum í Breiðholti og
býr þar. Hún er með BA í félags-
fræði frá HÍ og er í MA-námi í
menntunarfræðum yngri barna við
HÍ. Kristin er í sérkennsluteym-
inu á leikskólanum Aðalþingi í
Kópavogi.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Krist-
ínar er Stefán Ragnar Víglunds-
son, f. 1991, sérfræðingur í öryggis-
lausnum hjá Origo. Börn þeirra eru
Amanda Sara, f. 2014, Írena Lilja, f.
2017, og Magnús Emanúel, f. 2022.
Foreldrar Kristínar eru hjónin
Feldís Lilja Óskarsdóttir, f. 1966,
lögmaður, og Magnús Gunnarsson,
f. 1967, hagfræðingur. Þau eru
búsett í Hólunum.
Nýr borgari
Reykjavík Magnús Emanúel Stef-
ánsson fæddist 1. febrúar 2022
kl. 23.21 á Landspítalanum. Hann
vó 3.270 g og var 51,5 cm langur.
Foreldrar hans eru Kristín Ósk
Magnúsdóttir og Stefán Ragnar
Víglundsson.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Frelsinu fylgir mikil ábyrgð, sem
þú axlar um leið og þér er veitt sjálfstæði
í starfi. Vertu ekki að sanka að þér óþarfa
hlutum.
20. apríl - 20. maí B
Naut Það er góð regla að reyna að læra
eitthvað nýtt á hverjum degi. Taktu skref-
ið og trúðu vini fyrir gömlu leyndarmáli.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Haltu þig við það sem þú kannt
best og láttu aðra um þá hluti sem eru
utan verksviðs þíns. Fáðu útrás á síðum
dagbókarinnar.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Planaðu ævintýri á eins ástríðu-
fullan máta og þér er unnt. Hvaða eigur
þínar veita þér vellíðan? Af hvaða eigin-
leikum þínum ertu sérstaklega stolt/ur?
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Þú ert vinsæll í vinahópi og nóg er
um að velja í félagslífinu. Ástarsambönd
breytast, vertu meðvituð/aður um það.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þú hefur svo margt á þinni könnu
að þér finnst þú ekki sjá fram úr neinu.
Eftir hressandi kaffibolla og morgun á
réttum vinnuhraða gæti verið að þú sjáir
vinnuna sem blessun en ekki byrði.
23. september - 22. október G
Vog Fegurðarskyn þitt verður óvenju
næmt næsta mánuðinn. Gættu þess
að svara af heiðarleika og hreinskilni ef
einhver spyr þig erfiðrar spurningar.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Það tekur á taugarnar
þegar þeir sem manni eru kærir sýna
þrjósku og afneita staðreyndum. Þú
munt ferðast mikið á næsta ári.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Það getur reynst þér erfitt
að hlýða á aðra rifja upp fortíðina.
Hugsaðu um heilsuna, það þarf að gera
alla daga.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Gerðu eitthvað skemmtilegt á
hverjum degi. Líklega þarftu að mæta á
mannfagnað fljótlega þar sem þú munt
hitta spennandi manneskju.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Vertu passasamur með þína
hluti og gættu þess sérstaklega að
aðrir komist ekki í mál sem þú vilt sitja
ein/n að. Vertu samvinnuþýð/ur í öllum
viðskiptum.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú færð einstakt tækifæri til
að bæta samskipti þín við systkini þín.
Horfðu fyrst og fremst fram á veginn.
Allt fer vel að lokum.
Kristín Axelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni – 70 ára
Gæfuspor að fara í hjúkrun
K
ristín Axelsdóttir er
fædd 16. nóvember 1952
í Reykjavík af einstæðri
móður sem átti 19 mánaða
dreng fyrir og sá sér ekki
fært að ala önn fyrir öðru barni þar
sem enga hjálp var að fá fjárhagslega
eða félagslega. Kristín segir: „Ég er
henni ævinlega þakklát fyrir að hafa
látið mig af hendi til bestu foreldra
hér á jörðu, foreldra minna sem höfðu
beðið í 15 ár eftir eigin barni, þvílík
lukka. Það þvældist svolítið fyrir mér
að vera ættleidd en foreldrar mínir
ræddu það alltaf opinskátt við okkur
systurnar.“
Kristín ólst upp í Mávahlíð 41 og
bjó í götunni samtals í 38 ár. „Ég var
svo heppin að á heimilinu mínu fyrstu
árin bjó Guðrún móðurammamín,
yndisleg kona, sem kenndi mér margt
um Biblíuna, Jesú og allt það góða í
lífinu. Hún var sjálf sjö barna móðir
sem umvafði litlu stúlkuna elsku og
þolinmæði sem ég hugsa til enn þann
dag í dag.“
Kristín gekk í Ísakskóla þar til
Hlíðaskóli tók við og Gaggó aust eftir
það. Eftir skóla var verið í allskyns
útileikjum sto-yfir-brennó-fallin spýta.
Að vetri var Mávahlíðin aðalsleðagata
hverfisins og stutt var yfir á „Golló“
þar sem Kringlan er og var hægt að
fara á skauta þar, sem og á Tjörninni.
Kristín segir frá því að þar hafi mynd-
ast sterk vinabönd og að hópurinn hafi
hist nokkrum sinnum á seinni árum.
Kristín lærði á píanó í 10 ár frá sjö ára
aldri, síðast hjá Jórunni Norðmann á
Skeggjagötu. Á unglingsárunum spil-
aði Kristín körfubolta með KR og var
mikið á svigskíðum á þessum árum og
síðar á lífsleiðinni á gönguskíðum.
Mörgum sumrum eyddi Kristín í
sveit hjá Evu móðursystur sinni og
fjölskyldu hennar að Syðri-Brekku
í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húna-
vatnssýslu, þar fannst henni gott að
vera.
Seinna fór Kristín í Verzlunarskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan 1972 og
eru bekkjarsysturnar enn duglegar
að hittast og rækta vinskapinn. Eftir
Verzló lá leiðin í hjúkrunarfræði í
Hjúkrunarskólanum án þess að hún
hefði reynslu á þeim vettvangi. „Þetta
var þvílíkt gæfuspor, það er ekki
sjálfsagt að hlakka til vinnu hvern
einasta dag en þannig leið mér alla
mína starfsævi sem náði næstum
hálfri öld.“
Eftir útskrift vann Kristín á
Landspítalanum, þá á Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur við ungbarnavernd,
heimahjúkrun og á kynfræðsludeild.
Eftir nokkurra ára reynslu sem hjúkr-
unarfræðingur á Íslandi hélt Kristín til
Danmerkur til sérfræðináms í heilsu-
vernd í Árósum og útskrifaðist þaðan
1980. Eftir útskrift lá leiðin aftur heim
þar sem Kristín starfaði við hjúkrun
í heilsugæslu Efra-Breiðholts og
minnist hún þeirra ára sem skemmti-
legs tíma.
Í lok árs 1986 var Kristín ráðin sem
hjúkrunarforstjóri við fyrstu einka-
reknu heilsugæslustöðina í Reykjavík
við Álftamýri (seinna Lágmúla). „Það
voru spennandi tímar, ég var eini
hjúkrunarfræðingurinn með sjúkra-
liða mér við hlið og þá var hlaupið
hratt alla daga.“ Fljótlega bættust
fleiri hjúkrunarfræðingar við og vann
Kristín sem hjúkrunarforstjóri þar
næstu 32 árin.
Kristín hefur alltaf haft áhuga á að
bæta við sig nýrri þekkingu og endur-
menntað sig í gegnum árin. „Á nýrri
öld bætti ég við mig djáknanámi í Há-
skóla Íslands og var vígð sem djákni
til heilsugæslunnar við Lágmúla með
tengingu við Laugarneskirkju, en
þetta var í fyrsta skipti sem djákni
var vígður til heilsugæslunnar. Seinna
bætti ég við sálgæslunámi og lauk því
frá endurmenntun Háskóla Íslands.“
Eftir hrun 2008 spreytti Kristín sig
á því að fara í vinnuferðir í fríum til
Noregs, sem var mikil áskorun, en
þar bjó hún vel af því að hafa lært í
Danmörku á sínum tíma og lætur hún
vel af þessari reynslu.
Kristín tók virkan þátt í ýmsum
félagsstörfum, sem dæmi má nefna
nefnd hjá heilbrigðisráðuneytinu,
Félagsmálastofnun, sóknarnefnd
Grafarvogskirkju, stjórn barna- og
unglingakórs Grafarvogskirkju og
stjórn Djáknafélagsins.
Frá unga aldri hefur Kristín haft
áhuga á náttúrunni og gróðurrækt.
„Ætli það hafi ekki byrjað í kartöflu-
görðunum sem náðu frá Stigahlíð
til Kringlunnar, en þar bjó fólk og
ræktaði garðinn sinn.“ Kristín hefur
lengi verið félagi í Garðyrkjufélagi
Reykjavíkur og byrjaði sá áhugi af
fullri alvöru þegar þau hjónin byggðu
sér einbýlishús í Suðurhúsunum í
Grafarvogi, en sá garður var birtur
í Stóru garðabókinni. Á 10 áratug
síðustu aldar ákvað fjölskyldan að
finna sér land undir skógrækt. Svæði
skógræktar Reykjavíkur í Fellsmörk
í Mýrdal varð fyrir valinu. Margar
helgar og frí fóru í gróðursetningu og
er svæðið nú orðið full gróið.
Árið 2005 fékk fjölskyldan sér
sumarbústað nálægt Laugarvatni þar
hefur allt verið tekið í gegn enda eigin-
Ljósmynd/Gunnlöð Jóna
Brúðkaup 16.9.2022 Efri röð: Kristín, Kristinn, Axel, Katheryn Ann. Mið-
röð: Eiríkur Þormóðsson, Guðrún Lilja, Einar Axel, Kristján Sigfús, Edda
Ágústa Björnsdóttir, Styrkár Jökull Davíðsson. Fremst: Kristín Lilja.
Hjónin Kristín Axelsdóttir og Kristinn Guðmundsson.
Í sveitinni Krakkarnir í Syðri-Brekku, Kristín
er önnur frá hægri.