Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 ✝ Stefán fæddist í Reykjavík hinn 1. apríl 1945. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi, hinn 8. nóvember 2022. Hann var sonur hjónanna Erlu Kristínar Egilson, hattameistara, og Skarphéðins Krist- ins Loftssonar, lögregluvarð- stjóra. Foreldrar Erlu voru Þorvaldur Egilson Jónsson og Stefanía Erlendsdóttir. For- eldrar Skarphéðins voru Krist- ín Ketilríður Alexandersdóttir og Loftur Jónsson. Systir Stef- áns var Guðrún Lofthildur, f. 1949, d. 1982. Hálfsystir Stef- áns samfeðra er Katrín Dóra Valdimarsdóttir, f. 1957. Eig- inkona Stefáns er Ingibjörg Ingimarsdóttir, f. 1949. Hún er dóttir hjónanna Þórunnar J. Rafnar, húsfreyju, og Ingimars Einarssonar, lögfræðings. Stefán og Ingibjörg giftu sig 17. apríl árið 1971. Börn þeirra eru 1) Þórunn Erla, f. 1971, gift Jóhanni Samsonarsyni. Börn þeirra eru Ingibjörg Ýr, f. 1995, og Samson, f. 1997. Unn- usta Samsonar er Íris Þórdís Jónsdóttir. Dóttir þeirra er Máney Lilja, f. 2022. Dóttir Írisar Þórdísar er Stella Rós, f. 2017. 2) Kristín María, f. 1974, gift Róberti Grétari Péturssyni. Börn þeirra eru Jóhanna Rut, f. 1997, og Arnór Pétur, f. 2002. 3) Ásgerður Inga, f. 1979, gift Arnari Þór Egilssyni. Synir þeirra eru Óðinn Atli, f. 2008, Arnar Freyr, f. 2009, og Magni skipaður sýslumaður í Borgar- nesi. Því embætti gegndi hann til ársloka 2014 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Stefán bjó í Borgarnesi ásamt konu sinni til dánardags. Stefán gegndi fjölda trúnað- arstarfa allt frá skólaárum. Rit- stjóri Vöku var hann 1968- 1969, framkvæmdastjóri Sam- bands ungra sjálfstæðismanna 1973-1974 og í stjórn Orators 1968-1969. Hann var einn af forvígismönnum undirskrifta- söfnunarinnar Varins lands 1974, sat í hreppsnefnd Pat- rekshrepps 1978-1994, oddviti sýslunefndar Austur-Barðastrandarsýslu 1982-1986 og Vestur-Barða- strandarsýslu 1982-1988. Hann var formaður Stangaveiðifélags Patreksfjarðar 1980-1982. Stefán sat í stjórn Gests, sem rak Hótel Bjarkarlund 1982- 1994, þá sat hann í stjórn Rauða kross-deildar V-Barða- strandarsýslu 1982-1990. Í stjórn Eyrarsparisjóðs 1982- 1991, þar af formaður 1988- 1991. Hann átti sæti í Dómara- félagi Íslands 1986-1988 og sat í stjórn Sýslumannafélags Ís- lands um langt árabil, m.a. sem formaður tvívegis á árunum 1994-1996 og 2005-2006. Hann sat í undirbúningsnefnd um byggingu Breiðafjarðarferju og síðar byggingarnefndar hennar, formaður 1989-1994. Hann var í héraðsnefnd Barðstrendinga 1988-1994. Þá sat hann í val- nefnd Lögregluskóla ríkisins í 10 ár. Stefán var lengi félagi í Lions. Hann var umdæmisstjóri Lions á Íslandi (109b) 2004- 2005. Stefán gekk í Frímúrara- regluna á Íslandi 1977 og gegndi trúnaðarstörfum á vett- vangi hennar. Útför Stefáns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 16. nóvember 2022, klukkan 13. Þór, f. 2014. 4) Stefán Einar, f. 1983, kvæntur Söru Lind Guð- bergsdóttur. Synir þeirra eru Tómas Björn, f. 2016, og Jónas Rafnar, f. 2019. Sonur Stefáns af fyrra sambandi er Arnþór Haraldur, f. 1966. Börn hans eru 1) Gísli Fannar, f. 1994. Unnusta hans er Þórdís Ólöf Jónsdóttir. Þeirra börn eru Örvar Þorri, f. 2020, og Ævar Nonni, f. 2021. 2) Rebekka Rán, f. 1995. Sonur hennar er Flóki Hrafn, f. 2015. Unnusti Rebekku Ránar er Sigmar Arn- arson. 3) Benóný Snær, f. 1999. Dóttir hans er Karólína Maren, f. 2019. 4) Sabrína Heiður, f. 2003. Sambýlismaður hennar er Hlynur Björnsson. 5) Stefan Höður, f. 2019. Stefán ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1967. Embættisprófi í lögfræði lauk hann 1975 og réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi hlaut hann árið 1980. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölu varnarliðseigna frá 1975- 1977. Það ár flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Patreks- fjarðar og tók við starfi fulltrúa hjá sýslumanni Barðastrandar- sýslu. Því starfi sinnti hann til ársins 1980 þegar hann opnaði eigin lögmannsstofu á Patreks- firði. Hann var skipaður sýslu- maður Barðastrandarsýslu árið 1982 og gegndi því embætti til ársins 1994 þegar hann var Pabbi átti sér einkunnarorð; æðruleysi. Og nú þegar allt er um garð gengið og ég skyggnist yfir lífshlaup hans og okkar saman, skil ég betur en áður að þetta orð var ekki innantómt heldur sem leiðar- steinn í stafni á lífsgöngu hans. Þar kemur einnig í ljós að talsverð þörf var á einmitt því í mörgum af þeim stóru verkefnum sem hann tókst á hendur. Vissulega hefur það kallað á talsvert æðruleysi að ala upp öll þessi börn og ekki síst það yngsta. Það var þó á öðrum sviðum sem ekki síður reyndi á. Pabbi átti sér draum sem barn og ungur maður um að nema dýra- lækningar í fjarlægu landi. Ekkert varð af því vegna aðstæðna heima fyrir. Þess í stað lagði hann stund á annað nám sem vakti áhuga hans þótt úr allt annarri átt væri. Og þannig var hann raunar, áhuga- samur um fjölbreyttustu mál, sögu, náttúru- og dýrafræði, pólitík, ætt- fræði, matargerð, stangveiði og myndlist svo fátt eitt sé nefnt. Hann átti gott með að setja sig inn í málefni og greindi kjarna frá hismi fljótt og vel. Það hefur ekki síst reynst honum vel í flóknum úr- lausnarefnum sem dómari og sýslumaður til áratuga. Áhugasviðum sínum miðlaði hann áfram til okkar systkinanna án þess að leggja okkur ákveðnar línur í nokkru efni. Og lengi býr að fyrstu gerð. Börnin okkar öll hafa notið góðs af þessu atlæti, þar sem við teflum saman, föndrum á helgarmorgnum eða sækjum í fjöruferðir eða fuglaskoðun þar sem færi gefst. Það er gott vega- nesti, þótt ekki hafi maður kunnað að meta það til fulls fyrr en maður sá það bera ávöxt í manns eigin börnum. Minningar sem rifjast upp á kveðjustund eru sömuleiðis marg- ar, bæði frá árunum á Patreksfirði en ekki síður úr Borgarnesi. Báða staði tók pabbi ástfóstri við. Dags- ferðir út á Rauðasand, í heimsókn til Ásgeirs á Látrum eða í uppsveit- ir Borgarfjarðar, golf inni í Botni og síðar að Hamri. Veiðiferðir í Fjarðarhornsá og Langá. Margar eftirminnilegar ferðir sem ég fékk að fylgja honum í þar sem leyst var úr landamerkjadeilum milli manna. Það fórst honum vel úr hendi eins og annað og hann hafði oft, í kjölfar vitjana af þessu tagi, yfir orðin um að betri sé mögur sátt en feitur dómur. Það þarf æðruleysi til þess að sjá hlutina í því ljósi. Það var gott að njóta leiðsagnar pabba. Hann lagði manni ekki lífs- reglur en veitti góð ráð sem byggð- ust á hyggindum og reynslu. Í þau fáu skipti sem ég hef staðið frammi fyrir erfiðum spurningum og ekki þegið og fylgt hans ráðum hefur það alltaf komið mér í koll. Nú get ég ekki lengur sótt í þann góða rann. Nú verða minningabrot og fyrri leiðsögn að duga til ferðar. Þá er líka gott að minnast þess að pabbi hafði einlæga trú á því að hver og einn þyrfti að axla ábyrgð á sínu. Hann vildi að sjálfur leiddi maður sjálfan sig. Þegar húma tók að kvöldi og pabbi fann að kraftarnir voru á þrotum, mætti hann örlögum sín- um af ótrúlegu æðruleysi. Síðustu dagana naut hann samveru með sínum nánustu og vildi vita sem mest um áform okkar afkomend- anna. Þá var honum mjög umhug- að um mömmu og vildi tryggja að við systkinin myndum halda í höndina hennar á dögunum sem nú eru gengnir í garð. Hinstu orðin til hennar renna mér aldrei úr minni. Með sama hætti gátum við hvert og eitt áréttað það sem alltaf lá fyrir. Við elskuðum hann af öllu hjarta. Blessuð sé minning pabba míns. Stefán Einar. Pabbi minn hefur yfirgefið þessa jarðvist, hann er farinn heim. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð sem eiga að ná að útskýra hversu merkilegur, góð- ur og elskulegur hann pabbi minn var. Minningarnar hafa hrannast upp allt frá því að útséð var að bar- áttan væri töpuð og pabbi undirbjó brottför sína. Það sem býr í mínu hjarta eru allar undurfallegu minn- ingarnar um rólega samveru okkar í barnæsku okkar systkinanna. Pabbi var listrænn með eindæm- um og naut þess að föndra og skapa með okkur börnunum. Hafn- arrúntur þar sem bátarnir og mannlífið á höfninni var skoðað. Fjöruferðir á Þúfneyri við Patreks- fjörð þar sem við tíndum skeljar, krabba og bjuggum til báta út rekaviði og notuðum fjaðrir fyrir segl eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Það var eitt sem pabbi var okk- ur fjölskyldunni allri, hann var hornsteinninn í lífi okkar. Ef eitt- hvað bjátaði á, misalvarlegt, var hann fyrsti maðurinn sem hringt var í. Hann var lífsreyndur, fróður, góður og yfirmáta hjálpsamur. Það var ekkert betra en að heyra rödd- ina hans pabba þegar hughreyst- ingar var þörf. Ég mun láta hjálp- semi hans í garð annars fólks vera mér leiðarljós í lífi mínu. Pabbi minn var mikill dýravin- ur, enda ætlaði hann að verða dýra- læknir í æsku. Hann elskaði að horfa á fallega náttúru- og dýralífs- þætti í sjónvarpinu. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir mönn- um, dýrum og náttúrunni og ég reyni eins vel og ég get að kenna sonum mínum það sama. Mamma og pabbi hafa reynst okkur systkinunum ofsalega góðir foreldrar. Þau hafa alltaf hvatt okkur til þess að vaxa og dafna sem manneskjur. Pabbi sagði oft við mig að það eina sem hann óskaði sér í lífinu væri að börnum hans og barnabörnum myndi farnast vel. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru alltaf ofarlega í huga hans. Hvernig hafa ungarnir það? Þessa spurningu heyrði maður í hvert skipti sem við töluðum saman. Al- veg fram á síðustu daga hans hafði hann áhuga á því sem afkomendur hans höfðu fyrir stafni. Mamma og pabbi voru að mér fannst órjúfanleg heild. Það var því aðdáunarvert fyrir mig að fylgjast með foreldrum mínum þegar kom- ið var að lokum samfylgdar þeirra. Þau voru auðmjúk og tókust á við kveðjustundina af mikilli reisn þar sem augljóst var að ekkert bar á milli þessara sálufélaga sem þau voru. Nú tekur við nýr kafli í lífi mömmu en pabba var mjög um- hugað um að við systkinin mynd- um hugsa vel um ástina í lífi hans. Það munum við gera af alúð. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skylduna mína. Takk fyrir allar fal- legu minningarnar sem þú gafst okkur. Takk fyrir að leyfa mér að fylgja þér síðasta spölinn. Takk fyrir að halda í höndina á mér alla mína ævi þar til þinni lauk. Þín dóttir, Ásgerður Inga. Hinsta kveðja. Þessi orð hafa djúpa merkingu en á sama tíma eru þau í raun ekki sönn. Þetta er einungis hinsta kveðja í lifanda lífi en ég veit að við Stefán hittumst að nýju þegar hann tekur á móti mér í austrinu eilífa. Þær móttökur verða jafn innilegar og þegar hann tók á móti mér í fyrsta sinn. Með blíðu brosi umfaðmaði hann mig og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Og þannig var það frá fyrstu kynn- um. Alltaf var ég velkomin og alltaf fann ég fyrir því að ég var hluti af hans fjölskyldu. Við áttum alveg einstaklega gott samband og ég naut þess að koma til þeirra Ingu í Borgarnes. Þar gátum við gleymt okkur í spjalli yfir uppskriftum, hvernig við myndum bæta þær og breyta og síðast en ekki síst hvaða upp- skriftir við ætluðum að prófa. Það var dásamlegt að fylgjast með Stefáni sýsla í eldhúsinu, nostra við matargerðina og ánægjunni sem geislaði af honum þegar fólk- ið hans kom allt saman að njóta. Höfðingi. Stefán var einstaklega hlýr maður. Á sama tíma var hann líka raunsær gagnvart lífinu og því hversu brigðult það getur verið, enda hafði hann reynt margt. Hann var mér ómetanlegur ráð- gjafi og hafði mikil áhrif á líf mitt með sínum ráðum, eins og hann veit. Hann var hafsjór af fróðleik, forvitinn, hafði raunverulegan áhuga á fólki og að efla það og styrkja. Ég fann svo sannarlega fyrir því. Ég mun aldrei gleyma því hvað hann stóð vel við bakið á mér og hvatti mig áfram. Til fyrir- myndar. Og hann var svo mikill húmor- isti. Þegar ég hugsa til Stefáns sé ég hann fyrir mér sposkan á svip, brosandi út í annað með blik í auga yfir glettnum brandara eða einhverju prakkarastriki. Stefán Einar hefur þessa sömu kosti. Ég veit að pabbi hans mun hlæja með honum í hvert sinn þegar hann flautar bílflautunni á mig þegar ég geng fyrir bílinn. Gleðigjafi. Þegar við hittumst í hinsta sinn hér kvöddumst við með því að segja hvort öðru hvað okkur þætti vænt hvoru um annað og þökk- uðum fyrir tímann sem við höfum átt saman. Stefán bað mig fyrir ungana okkar Stefáns Einars og ég lofaði að gæta þeirra. Ég ætla að gæta þess að þeir þekki alla hans kosti og að þeir muni bera þá áfram á sinni vegferð. Það ætla ég líka að gera. Guð geymi þig elsku tengda- pabbi minn. Hlakka til að hitta þig aftur. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum vænt, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Sara Lind Guðbergsdóttir. Yndislegi móðurbróðir minn hefur kvatt þennan heim og farið á vit nýrra ævintýra. Hans er sárt saknað. Stefán frændi var mikill fjölskyldumaður og það var alltaf hægt að leita til hans ef eitthvað bjátaði á. Stefán var hlýr, skemmtilegur, félagslyndur og ákaflega fróður. Það var svo gaman að keyra með honum á landsbyggðinni en Stefán þekkti nöfn á öllum fjöllum og fjörðum og gat vitnað í Íslendingasögurn- ar og ýmsar þjóðsögur sem gerð- ust á þeim stöðum sem við keyrð- um um. Maður upplifði því skemmtilega ævintýraferð og fræddist um margt í ökuferðum með Stefáni frænda. Þegar ég var lítil fannst mér mjög skemmtilegt að koma í heimsókn til Stefáns og fjölskyldu á Pat- reksfirði. Mér er það minnisstætt að eitt sinn keyrði Stefán niður Aðalstrætið á Patreksfirði með okkur krakkana í aftursætinu, gluggarnir voru opnir og við hlustuðum á Grýlurnar í botni. Þar sem við brunuðum niður göt- una á Mözdunni, sem við fjöl- skyldan munum svo vel eftir, hugsaði ég með mér að enginn ætti svona hressan og skemmti- legan frænda eins og ég! Hafðu þökk fyrir allt elsku Stefán. Sólin rís að morgni og seinna deyr í haf sömuleiðis að kveldi allir halda, þá hittast gamlir vinir og heillast láta af huldumáli Fróns og niði alda. Þú lagðir rækt við tunguna ljós var hugur þinn ljóma slær á margt í verki þínu, landið sem þú unnir og lifðir með um sinn leggur þig nú hægt að brjósti sínu. (Einar Georg Einarsson) Erla Jóna Sverrisdóttir. Stefán Skarphéðinsson kom inn í líf okkar þegar hann og Inga rugluðu saman reytum fyrir rúm- um 50 árum. Frá upphafi var ljóst að stórfjölskyldunni hafði bæst liðsmaður sem yrði hluti af kjöl- festu nýrrar kynslóðar. Af virð- ingu og tillitssemi við þau sem eldri voru tók hann við kyndli nýrra tíma og færði hann síðar á æviskeiði sínu í hógværð og auð- mýkt nýjum kyndilberum. Stefán var á margan hátt maður tvennra tíma. Dyggur þjónn þess kerfis sem við höfum valið til að tryggja réttlæti og fallegt samfélag. Stefán var víðsýnn og trúr sið- ferðisgildum sem hafa verður í heiðri í mannlífinu á sama tíma og við þurfum að takast á við miklar breytingar og endurmat. Þegar komið er að kveðjustund verða orð vanmáttug og minningar sem fólk geymir í hjartanu svo erfitt að festa á blað. Bæði í starfi, og ekki síður í einkalífi, skapaði Stefán minningar sem reynast dýrmætar og veita styrk á stundum sorgar og mótlætis. Jafn dýrmætar eru allar gleðistundirnar. Í samvist- um við Stefán var auðvelt að sjá hvernig einfaldir, hversdagslegir hlutir voru uppspretta gleði og lífsfyllingar. Börn að leik, berja- ferð, fuglaskoðun, allt leikverk á sviði lífsins. Verkin á stóra sviðinu voru lífið sjálft. Margar ánægju- stundir leita á hugann, ekki síst frá heimsóknum á Patró meðan börnin voru lítil. Síðar á lífsleið- inni voru ógleymanlegar ferðir farnar til útlanda. Umfram allt lifði Stefán lífi sínu með reisn hins hugsandi manns. Að leiðarlokum verður ætíð til nýtt upphaf. Þá er tími uppgjörs og sorgar sem boð- ar nýja lífssýn. Við kveðjum Stef- án Skarphéðinsson með þakklæti og virðingu. Elsku Inga, megi góður guð styrkja þig og fjölskylduna í sorg ykkar. María og Gísli Árni. Í dag kveðjum við góðan mann og góðan vin. Ég kynntist Stefáni og fjölskyldu hans fyrir rúmum 20 árum þegar við Sverrir, mágur Stefáns, fórum að draga okkur saman. Sverrir var giftur systur Stefáns, en hún lést mjög svip- lega, kornung frá tveimur ungum börnum. Það lýsir Stefáni, for- eldrum hans og allri fjölskyldunni best, að frá fyrsta degi urðu tengdaforeldrar Sverris einfald- lega tengdaforeldrar okkar Sverris og Stefán varð mágur okkar beggja. Það var alltaf gott að heimsækja Stefán og Ingu í Borganes og áttum við þar góðar stundir með fjölskyldunni, hvort heldur sem var þegar hann var að gefa saman eina dætra sinna og tengdason eða við skírn einhvers barnabarnsins, eða bara af því að það var ákveðið að hittast. Fyrir 12 árum gifti hann svo okkur Sverri, nokkrum árum áður en hann lét af störfum sem sýslu- maður í Borgarnesi. Við náðum að eiga saman góðar stundir í covid- hléi á síðasta ári, sem eru okkur sérstaklega dýrmætar núna. Elsku Inga, Þórunn Erla og Jó- hann, Kristín María og Róbert, Ásí og Arnar, Stefán Einar og Sara, barnabörn og barnabarna- börn: ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Minning um góðan mann lifir og styrkir á þessari stundu. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Rannveig Sigurgeirsdóttir. Í dag kveð ég Stefán Skarphéð- insson, minn besta vin og félaga, sem var mér nánast eins og bróðir. Vinátta okkar Stefáns spannar rúm fimmtíu ár. Ég kynntist hon- um fyrst þegar ég var að gera hos- ur mínar grænar fyrir Guðrúnu systur hans. Þá, ungir menn, vor- um við báðir mikið starfandi í Sjálfstæðisflokknum. Strax mynd- aðist sterk vinátta á milli okkar. Stefán var yfirvegaður og rólegur, en fastur fyrir ef því var að skipta. Hann hafði sterka réttlætiskennd og lá ekki á skoðunum sínum og var mjög félagslyndur. Enda voru honum falin ýmis trúnaðarstörf í þeim mörgu félögum sem hann var starfandi í og nefndum og ráð- um á vegum hins opinbera, ásamt því að vera í krefjandi embætti sem sýslumaður. Hann hafði skemmtilegan húmor og gaman af skondnum sögum af mönnum og málefnum. Þegar ég skrifa þessi orð minnist ég þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman og hans ljúfa hláturs. Hann hafði Stefán Skarphéðinsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR Í. ÍVARSSON, bifreiðastjóri og verktaki, Seljavegi 8, Selfossi, lést sunnudaginn 13. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Ingunn H. Guðmundsdóttir Pétur Pétursson Harpa Guðmundsdóttir Guðmundur Þór Pétursson Ólöf Eir Guðmundsdóttir G. Alda Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.