Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 22
ÍÞRÓTTIR22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
Síðasta tæki-
færið hjá Messi
AFP/Karim Sahib
Svanasöngur Snillingurinn Lionel Messi keppir á sínu síðasta heimsmeist-
aramóti er hann leiðir Argentínumenn í Katar í nóvember og desember.
lLewandowski skorar pólsku mörkin
C-RIÐILL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Í C-riðli eru tveir magnaðir að leika
á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
Lionel Messi með Argentínu og
Robert Lewandowski með Póllandi.
Lið Mexíkó ætlar sér einnig upp úr
riðlinum, en Argentína ætti að vera
sigurstranglegasta liðið.
Argentína
Það er meiri ró yfir argentínska
liðinu en oft áður. Helsti styrkleiki
Argentínu er liðsheildin og vinna
leikmenn afar vel hver fyrir annan.
Það hefur sýnt sig síðustu fjögur ár.
Allir þekkja sín hlutverk og má líkja
argentínska liðinu við vel smurða
vél.
Argentínska liðið var í molum eftir
slakan árangur á HM í Rússlandi
2018, undir stjórn Jorges Sampaolis.
Þá tóku þeir Lionel Scaloni og Pablo
Aimar við og hefur verið allt annað
að sjá argentínska liðið, innan vallar
sem og utan vallar.
Argentína tapaði ekki í 35 leikjum
í röð frá 2018 til 2021. Á því skriði
varð Argentína Suður-Ameríku-
meistari, sem var fyrsti stóri titill
landsliðs þjóðarinnar í 28 ár.
Liðið er skemmtileg blanda af
ungum og spennandi leikmönnum
og reynslumiklum leikmönnum,
þar sem Lionel Messi er fremstur í
flokki. Messi hefur unnið flest sem
hægt er að vinna í fótboltanum,
nema HM. Verður þetta síðasta
tækifæri eins besta leikmanns allra
tíma á allra stærsta sviðinu, en það
yrði stórkostlegur endir á landsliðs-
ferli kappans að verða heimsmeist-
ari.
Mótið í Katar verður 18. heims-
meistaramót Argentínu. Liðið vann á
heimavelli árið 1978 og í Mexíkó átta
árum síðar og fékk silfur árin 1930,
1990 og 2014.
Mexíkó
Mexíkóska liðið hefur oft litið bet-
ur út. Liðið hefur verið í vandræðum
síðustu mánuði og sætið hjá Gerardo
Martino er heitt. Mexíkó tapaði í
úrslitum Norður-Ameríkumótsins
gegn Bandaríkjunum á síðasta ári,
sem þykir neyðarlegt í Mexíkó. Ólíkt
því sem gengur og gerist í Mexíkó,
tengja stuðningsmenn ekki við liðið.
Mexíkóar blésu ekki til veislu þegar
liðið tryggði sætið á HM og ástríðan,
sem iðulega er til staðar hjá Mexíkó-
um, er hvergi sjáanleg.
Þrátt fyrir það eru hæfileikaríkir
leikmenn í mexíkóska liðinu. Alexis
Vega, Hirving Lozano, Uriel Antuna
og Roberto Alvarado eru allt mjög
spennandi og góðir kantmenn.
Mexíkó hefur fallið úr leik í
16-liða úrslitum á hverju einasta
heimsmeistaramóti frá árinu 1994.
Liðið ætlar sér upp úr riðlinum, en
það er erfitt að sjá Mexíkó fyrir sér
loksins vinna leik í útsláttarkeppn-
inni á HM. Mótið í Katar verður 17.
heimsmeistaramót Mexíkó. Liðið
hefur í tvígang komist í átta liða
úrslit, í bæði skiptin á heimavelli,
1970 og 1986.
Pólland
Pólverjar ætla sér einnig upp úr
riðlinum. Robert Lewandowski er
orðinn 34 ára og væntanlega að fara
að leika á sínu síðasta heimsmeist-
aramóti. Hann vill kveðja HMmeð
góðu móti. Pólland hefur hins vegar
ekki komist upp úr riðli á lokamóti
HM síðan í Mexíkó árið 1986.
Czeslaw Michniewicz er skemmti-
legur þjálfari, sem gerði glæsilega
hluti með U21 árs landslið Póllands,
áður en hann fékk stöðuhækkun
og var ráðinn þjálfari A-lands-
liðsins. Sóknarleikur Póllands
gæti orðið skemmtilegur, því auk
Lewandowskis er Pólland einnig
með Sebastian Szymanski, sem
hefur leikið afar vel með Feyenoord
í Hollandi, og Piotr Zielinski, sem
hefur átt magnað tímabil með Napoli
á Ítalíu.
Lewandowski verður hins vegar að
skora, ætli Pólland sér að gera eitt-
hvað á mótinu. Hann er kominn með
18 mörk í 17 leikjum með Barcelona á
leiktíðinni, en tvö mörk í síðustu sex
landsleikjum er ákveðið áhyggjuefni
fyrir pólska liðið.
Mótið í Katar verður áttunda
heimsmeistaramót Póllands. Liðið
náði í brons 1974 og 1982 en hefur
ekki komist í 16-liða úrslit frá árinu
1986 í Mexíkó.
Sádi-Arabía
Ljóst er að það verður ærið
verkefni fyrir Sádi-Arabíu að næla
sér í einhver stig í riðlinum. Liðið
er ungt og spennandi, en óreynt á
HM-sviðinu. Sádi-Arabía fór létt
í gegnum Asíuundankeppnina, en
liðin á HM eru mun sterkari.
Sádarnir eru með sterka bakverði
í Yasser al-Shahrani og Sultan al-
Ghanam og Salman al-Faraj er góður
miðjumaður. Þá er Salem al-Dawsari
sprækur kantmaður.
Frakkinn Hervé Renard er eini
þjálfarinn sem hefur unnið Afríku-
mótið með tveimur þjóðum og hann
stýrði Marokkó á HM fyrir fjórum
árum. Hann er fær stjóri, en verk-
efnið í Katar gæti reynst of erfitt.
Mótið í Katar verður sjötta mót
Sáda. Liðið fór í 16-liða úrslit árið
1994, en hefur aðeins unnið samtals
einn leik á fjórum mótum síðan og
ekki komist upp úr sínum riðli.
Fótboltinn á leiðinni „heim“?
AFP/Glyn Kirk
Mörk Fyrirliðinn Harry Kane, framherji Tottenham, verður að skora
mörk, ætli enska liðið sér að ná langt á heimsmeistaramótinu í Katar.
lEnglendingar ætla sér stóra hluti í KatarlWales og Bandaríkin berjast um
annað sætiðlFyrsta og væntanlega síðasta heimsmeistaramótið hjá Bale
B-RIÐILL
Jóhann Ingi Hafþórsso
johanningi@mbl.is
n
Keppni í B-riðli á HM karla í
fótbolta í Katar hefst mánu-
daginn 21. nóvember. Mætast þá
England og Íran annars vegar og
Bandaríkin og Wales hins vegar.
Morgunblaðið mun fara yfir hvern
riðil fyrir sig á mótinu og hita upp
fyrir heimsmeistaramótið. Hér
verður farið yfir B-riðil. Umfjöllun
um C-riðil má sjá í greininni fyrir
neðan, en í gær voru liðin í A-riðli
kynnt til leiks.
England
Englendingar ætla sér stóra hluti
á HM eftir að hafa farið í undan-
úrslit á HM í Rússlandi 2018 og
í úrslit á EM á síðasta ári. Gengi
Englendinga í keppnisleikjum á
árinu hefur hins vegar verið afleitt.
England vann ekki einn einasta leik
í Þjóðadeildinni og féll fyrir vikið
niður í B-deildina. Þá fékk liðið m.a.
0:4-skell á móti Ungverjalandi á
Wembley.
Enski hópurinn er samt sem áður
gríðarlega sterkur. Declan Rice og
Jude Bellingham eru á meðal bestu
ungu miðjumanna heims og Harry
Kane er einn besti framherji heims.
Enska liðið gæti hins vegar lent í
erfiðleikum með varnarleikinn, þar
sem Harry Maguire og Eric Dier
hafa spilað illa.
Enska liðið er á leiðinni á sitt 16.
heimsmeistaramót og er sigurinn
á heimavelli árið 1966 enn eini
heimsmeistaratitill þessarar miklu
fótboltaþjóðar. England hefur
raunar aðeins einu sinni komist
í úrslit og í tvígang í undanúrslit.
Enska landsliðið hefur sérhæft sig í
að valda vonbrigðum á stórmótum í
gegnum tíðina, en það hefur batnað
töluvert eftir að Gareth Southgate
tók við.
Íran
Varnarleikur íranska liðsins hefur
verið magnaður síðustu ár. Það hef-
ur hins vegar gengið verr í sóknar-
leiknum og verður því að teljast
ólíklegt að Íran fari upp úr B-riðl-
inum. Portúgalinn Carlos Queiroz,
fyrrverandi aðstoðarmaður Sir Alex
Fergusons hjá Manchester United,
er þjálfari Íran og hann er afar
reynslumikill. Hann er á leiðinni
á sitt þriðja heimsmeistaramót
með íranska liðið. Mehdi Taremi,
framherji Porto í Portúgal, verður
að skora mörk ef Íran ætlar að láta
finna fyrir sér á stóra sviðinu.
Íran er á leiðinni á sitt fimmta
heimsmeistaramót en Íranar hafa
aldrei komist upp úr riðlinum og í
raun aðeins unnið tvo leiki af fimmt-
án á lokamóti HM.
Bandaríkin
Undir stjórn Greggs Berhalters
er bandaríska liðið skemmtilegra en
oft áður. Hann treystir á unga leik-
menn og spilar mikinn pressubolta.
Liðið er með marga góða miðju- og
kantmenn en vantar betri framherja
og vörnin getur verið lek. Þá hafa
fáir innan hópsins leikið á HM áður,
þar sem bandaríska liðið komst
ekki á HM 2018. Þá er þjálfarinn
óreyndur á stóra sviðinu, þrátt fyrir
að hann hafi spilað á HM 2002,
þegar Bandaríkin fóru alla leið í átta
liða úrslit.
Bandaríska liðið hefur aðeins
tapað tíu af 56 leikjum undir stjórn
Berhalters, en enginn þeirra var
á lokamóti HM. Bestu leikmenn
Bandaríkjanna verða að spila vel ef
liðið ætlar sér áfram úr B-riðlinum.
Skærasta stjarnan er Christian
Pulisic, leikmaður Chelsea.
Mótið í Katar verður tíunda
heimsmeistaramót Bandaríkjanna.
Liðið hefur einu sinni komist í
undanúrslit, árið 1930, og einu sinni
í átta liða úrslit. Bandaríkin voru
með á sex heimsmeistaramótum
í röð, áður en liðið missti af HM í
Rússlandi 2018.
Wales
Wales er aðeins á sínu öðru
heimsmeistaramóti frá upphafi og
því fyrsta frá árinu 1958. Wales-
verjar hafa komist á þrjú af síðustu
fjórum mögulegu stórmótum.
Gareth Bale spilar aldrei eins vel og
í landsliðstreyjunni og að vera fyr-
irliði á stærsta sviðinu er draumur
að verða að veruleika fyrir sóknar-
manninn. Þá eru vængbakverðirnir
Neco Williams og Connor Roberts
spennandi leikmenn.
Walesverjar ætla sér upp úr
riðlinum, en þá verður liðið í það
minnsta að vinna annaðhvort Íran
eða Bandaríkin. Rob Page hefur gert
glæsilega hluti með liðið, eftir að
hann tók óvænt við í kjölfar þess að
Ryan Giggs sagði starfi sínu lausu.
Wales hafnaði í sjötta sæti á HM
1958 í Svíþjóð, en missti síðan af
fimmtán heimsmeistaramótum
í röð. Það er óhætt að segja að
HM-æði hafi tekið yfir Wales og
verður væntanlega nóg að gera hjá
styttusmiðum í Wales, ef landsliðinu
vegnar vel í Katar.
Vináttuleikir kvenna
Nýja Sjáland – Suður-Kórea ....................... 1:1
Ástralía – Taíland........................................ 2:0
Rúmenía – Tékkland.................................... 1:2
Austurríki – Slóvakía.................................. 3:0
Portúgal – Kostaríka................................... 1:0
Brasilía – Kanada ......................................... 2:1
England – Noregur....................................... 1:1
Holland – Danmörk..................................... 2:0
Norður-Írland – Ítalía................................. 1:0
Spánn – Japan.............................................. 1:0
Coca Cola-bikar kvenna
1. umferð:
ÍR – HK.......................................................25:27
FH – Selfoss............................................... 17:30
Grótta – Haukar ....................................... 22:31
Afturelding – Stjarnan ............................23:28
EM kvenna
Milliriðill 2 í Skopje:
Rúmenía – Svartfjallaland......................34:35
Frakkland – Þýskaland ........................... 29:21
Staðan: Frakkland 8, Svartfjallaland 6,
Spánn 3, Holland 3, Þýskaland 2, Rúmenía 2.
Frakkland
Bikarinn, 16-liða úrslit:
Aix – Séléstat ......................................... 40:34
Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með
Aix vegna meiðsla. Grétar Ari Guðjónsson
varði 6 skot í marki Séléstat.
Cesson Rennes – Ivry ...........................25:29⚫Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna
meiðsla.
Noregur
Kolstad – Runar .....................................36:26⚫Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6
mörk fyrir Kolstad en Janus Daði Smára-
son komst ekki á blað.
Pólland
Kielce – Azoty Pulawy .........................39:24⚫Haukur Þrastarson skoraði 2 mörk fyrir
Kielce.
Danmörk
Nordsjælland – Aalborg .......................25:31⚫Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðar-
þjálfari liðsins.
Skanderborg – Fredericia ..................33:25⚫Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði 1 mark
fyrir Fredericia. Guðmundur Guðmunds-
son er þjálfari liðsins.
1. deild kvenna
Snæfell – Breiðablik B........................... 79:30
Staðan:
Stjarnan 8 8 0 684:495 16
Snæfell 9 8 1 630:468 16
Þór Ak. 9 6 3 663:574 12
KR 9 6 3 703:605 12
Hamar-Þór 9 4 5 675:654 8
Ármann 9 4 5 620:588 8
Aþena/LU 8 2 6 568:586 4
Tindastóll 9 2 7 669:664 4
Breiðablik B 10 0 10 392:970 0
NBA
Detroit – Toronto ................................... 111:115
Orlando – Charlotte .............................. 105:112
Boston – Oklahoma...............................126:122
Miami – Phoenix..................................... 113:112
Houston – L.A. Clippers...................... 106:122
Milwaukee – Atlanta.............................106:121
Golden State – San Antonio................. 132:95
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Grindavík ...........18.15
Njarðvík: Njarðvík – Fjölnir.................... 19.15
Skógarsel: ÍR – Valur................................ 19.15
Ásvellir: Haukar – Keflavík .................... 20.15
1. deild kvenna:
Austurberg: Aþena/LU – Stjarnan........ 19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór Ak......20.10
HANDKNATTLEIKUR
Cola Cola-bikar kvenna, 1. umferð:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór.............17.30
Víkin: Víkingur – Fjölnir/Fylkir ............ 19.30
Haukum
dæmdur sigur
Haukum hefur verið dæmdur
20:0-sigur í leik liðsins gegn Tinda-
stóli í 32-liða úrslitum VÍS-bik-
arsins í körfuknattleik karla, sem
fór fram 17. október sl. Tindastóll
vann leikinn 88:71 en kkd. Hauka
kærði framkvæmd hans þar sem of
margir erlendir leikmenn Stólanna
voru inni á keppnisvellinum á sama
tíma á einum tímapunkti, sem
aganefnd KKÍ þótti sýnt fram á.