Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 24
MENNING24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 Golf Sími 552 2018 info@tasport.is Dolice Campo Real Golf Resort & Spa NÝTT PGA Catalunya Resort Empordá Golf Golfskóli í boði Club de Golf Barcelona Golfskóli í boði Real Club de Golf El PratLa Galiana Golf & Spa NÝTT Sjá allar okkar ferðir og meiri upplýsingar á tasport.is Erum komnir með vorið 2023 í sölu Eiríkur fjallar um íslenskuna Eiríkur Rögn- valdsson, pró- fessor emeritus í íslenskri mál- fræði, flytur er- indi í Bókasafni Kópavogs í hádeginu í dag, Degi íslenskr- ar tungu, kl. 12.15. Mun hann fjalla um fjölbreytileika íslenskunnar. Eiríkur sendi nýverið frá sér ritið Alls konar íslenska: Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld sem vakið hefur athygli og um- ræðu. Meginþræðirnir í umfjöll- un Eiríks eru gildi tungumálsins í menningu okkar, að tungumálið sé fyrir okkur öll, ekki útvalda, og nauðsynlegt sé að umræða ummálfar fólks og tungumálið sjálft einkennist af jákvæðni og umburðarlyndi. Eiríkur Rögnvaldsson Ritlistarnemar lesa upp á Gljúfrasteini ÁGljúfrasteini verður boðið upp á upplestur kl. 17 í dag, á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Ritlistarnemar Háskóla Íslands lesa eigið efni. Viðburðurinn varir í um klukkustund. Lesarar eru þau Daníel Daníels- son, Karólína Rós Ólafsdóttir og Sölvi Halldórsson. Karólína Rós Ólafsdóttir skrifar bæði á íslensku og ensku. Hún er með BA-gráðu í ritlist frá Goldsmiths í London og er sem stendur í meistaranámi í ritlist. Í ljóðum sínum skoðar hún gjarnan samspil vistrýni, femínisma, þjóð- sagna og stafræns veruleika. Hún skrifar mest ljóð og smáprósa. Sölvi Halldórsson lærði ís- lensku og dönsku við HÍ og skrif eftir hann hafa birst víða. Síðasta útgefna verk hans er ljóðasafnið Eplaástøðið endurskoðað/ Udvidet kartoffelteori/Kartöflu- kenningin endurskoðuð, sam- vinnuverkefni færeysk-dansk-ís- lenska ljóðakollektífsins DISKO!F. Um þessar mundir vinnur Sölvi aðallega með styttri form, ljóð, örsögur og pistla. Daníel Daníelsson er meistara- nemi í ritlist með BA-gráðu í sagnfræði. Daníel var meðhöf- undur í fræðibókinni Þættir af sérkennilegu fólki (2021) og sama ár var jólasagan „Hungurmorða“ gefin út í örsagnaritinu Grautur. Þá skrifaði hann handrit í þátta- röðina Fullveldisöldin (2018). Gljúfrasteinn Nemendur í ritlist lesa þar úr eigin verkum í dag. Hlöðuberg hlýtur virt hönnunarverðlaun Hönnun arkitektúrstofunnar Studio Bua á frístundaheimili og vinnustofu listamanns inn í rúst hlöðu og útihúsa á Skarðsströnd, Hlöðuberg, hlýtur ein af aðal- hönnunarverðlaunum hins vin- sæla og virta DeZeen-hönnunar- tímarits í ár. Hönnun Studio Bua bar sigur úr býtum í flokknum „Endurgerð íbúðarhúsnæðis“. Í umsögn dómnefndarinnar segir að arkitektúrstofan, sem er í London, hafi endurskapað bygginguna sem stendur við Breiðafjörð með afar áhuga- verðum hætti. Uppistandandi steinsteyptum veggjum hafi verið haldið og þeir notaðir til að halda utan um eldhús og borðstofu, auk vinnustofu listamanns með mikla lofthæð. Þá segir að dómararnir hafi hrifist af þeim verkfræðilausn- um sem hafi verið beitt við að byggja þetta heimili í íslensku landslaginu. Haft er eftir þeim að verkfræðin sem var beitt við verkið sé undursamleg en byggingin sjálf sé hófstillt og hæfi hlutverki sínu afar vel. Alls veitir DeZeen verðlaun í ellefu flokkum arkitektúrs. Studio Bua var stofnað árið 2017 af Sigrúnu Sumarliðadóttur ogMark Smyth. Auk þeirra starfar Giambattista Zaccariotto á stofunni. Saman hafa þau unnið að fjölbreytilegum verkefnum á undanförnum árum. Verðlaunahönnun Hlöðuberg, frí- stundaheimili og vinnustofa. Ný sýning Ragnars Kjartans- sonar í galleríi hans í New York, LuhringAugustine Gallery, fær mikið lof í Washington Post. Í fyrirsögn greinarinnar er Ragnar sagður „ofurstjarna samtímalist- arinnar“ og síðan sagt að þessi nýja sýning hnykki á þeirri stöðu hans. Aðalverk sýningarinnar er hið nýja vídeóverk „No Tomor- row“ sem var frumsýnt á yfirlits- sýningu á verkum listamannsins í Hollandi á dögunum. „No Tomorrow“ var fyrst sýnt á Íslandi 2017, með átta dönsurum Íslenska dansflokksins leikandi á gítara; dansverkið eftir Margréti Bjarnadóttur og tónlistin eftir Bryce Dessner. Gagnrýnandinn er afar hrifinn af hinni nýju vídeóútgáfu verksins og líkir því í áhrifamætti við „The Visitors“, þekktasta verk Ragnars og samstarfsfólks hans, sem The Gu- ardian valdi fyrir nokkrum árum besta myndlistarverk sem enn hefur verið skapað á 21. öldinni. lSýning íNewYork Dansarar Úr No Tomorrow eftir Ragnar Kjartansson, Margréti Bjarnadóttur og Bryce Dessner. Lofar No Tomorrow Fimmdaga partí og öllum boðið Karlsson og Feliciu Sparrström. „Þetta er sænskt kompaní en það eru tveir íslenskir listamenn, Lára Stefánsdóttir sem kóreógrafar og Högni Egilsson semur tónlistina,“ segir Kara en verkið verður sýnt í Tjarnarbíói. Halla Ólafsdóttir, fyrrverandi list- rænn stjórnandi hátíðarinnar, sýnir tvö verk á hátíðinni, annars vegar verkið Dead sem hún sýnir með sænska danshöfundinum Amöndu Apetrea og hins vegar Júlíu dúettinn sem hún sýnir með dansaranum og danshöfundinum Ernu Ómars- dóttur. Fleiri verk mætti nefna og má finna allar upplýsingar um þau á vef hátíðarinnar. Börnum boðið í dans Kara er spurð að því hvort mark- miðið hafi verið að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og segir hún að fjölbreytni sé vissulega markmið og líka að fá fólk á hátíðina. Sem dæmi um það nefnir Kara viðburð í Iðnó í hádeginu á föstudag, Lunchbeat, þar sem fólki sé boðið að koma og dansa við tónlistarflutning plötu- snúðsins DJ Yamahoo. „Lunchbeat er gamall siður sem er verið að taka upp aftur núna, að koma og dansa í klukkutíma í hádeginu,“ segir Kara. Boðið verði upp á mat og drykk og aðgangur ókeypis. Á laugardag er svo börnum boðið í dans á Baby Rave kl. 11 í Iðnó. Verður boðið upp á snarl og búast má við miklu fjöri. Kara bendir á að frítt sé inn á marga viðburði en annars sé miða- sala á Tix.is. „Þetta er fimm daga partí og öllum er boðið,“ segir Kara. Reykjavík Dance Festival á 20 ára starfsafmæli í ár og blæs af því til- efni til fimm daga veislu í samstarfi við Lókal Performance Festival sem hefst í dag. Fjölbreytileg dansverk verða flutt þessa fimm daga, til og með 20. nóvember og auk þess boð- ið upp á ýmsa danstengda viðburði, eins og sjá má á vef hátíðarinnar, reykjavikdance- festival.com. Kara Hergils, framleiðandi og kynningarstjóri hátíðarinnar, segir að haldin verði námskeið á morgnana á Dans- verkstæðinu. Í dag verður boðið upp á morgunspjall með Chiöru Bersani sem er ítölsk sviðslistakona og mun hún einnig sýna verk sitt Gentle Unicorn á hátíðinni í tvígang. Bersani verður líka með málstofu í Listaháskóla Íslands og segir um hana á vef skólans að Bersani hold- geri þjóðsagnaveruna einhyrning og í ljós komi að sú vera sé afskaplega mennsk. „Hún er mjög áhugaverður dansari og mjög gaman að geta fengið hana yfir,“ segir Kara um Bersani. Eitt áhugaverðasta verk há- tíðarinnar í ár, Hannah Felicia, er á vegum dansflokksins Spin frá Svíþjóð, flutt af líkamlega fötluð- um dansara og öðrum ófötluðum sem dansa dúett, þeim Hönnu l ReykjavíkDanceFestival hefst í dag í samstarfi við hátíðinaLókall Fjöldi sýninga og viðburða á dagskrá fyrir barnunga og fullorðna dansunnendur Ljósmynd/Anna Ósk Erlendsdóttir DúettHannah Felicia, verk Spinn og Láru Stefánsdóttur, er flutt af Hönnu Karlsson og Feliciu Sparrström. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kara Hergils

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.