Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
Hlín ekki áfram
hjá Piteå
Hlín Eiríksdóttir hefur yfirgef-
ið sænska knattspyrnufélagið
Piteå, en hún hafði leikið með
liðinu síðan í janúar 2021. Félagið
staðfesti tíðindin á samfélags-
miðlum sínum í gær. Hlín var
talsvert frá vegna meiðsla á
fyrra keppnistímabili sínu með
liðinu, en hún skoraði tíu mörk í
26 leikjum í deildinni á nýliðnu
keppnistímabili og varð marka-
hæsti leikmaður Piteå. Þá varð
hún sjötta markahæst í sænsku
úrvalsdeildinni á þessu ári.
Morgunblaðið/ Eggert
Farin Landsliðskonan Hlín Eiriks-
dóttir er farin frá Piteå í Svíþjóð.
Viktor tilnefndur
semefnilegastur
Viktor Gísli Hallgrímsson, lands-
liðsmarkvörður í handknattleik,
er á lista yfir efnilegustu mark-
verði heims á handboltasíðunni
Handball Planet, annað árið í röð.
Frá árinu 2014 hefur síðan staðið
fyrir kosningu á efnilegustu
leikmönnum heims í hverri stöðu
fyrir sig og loks er einn þeirra
útnefndur efnilegasti leikmaður
heims. Viktor Gísli, sem leikur
með Nantes í Frakklandi, er einn
fjögurra markvarða sem eru
tilnefndir.
Ljósmynd/Szilvia Micheller
EfnilegurViktor Gísli er einn besti
ungi markvörður heims í dag.
Frakkar og Svartfell-
ingar í undanúrslit
Frakkland tryggði sér í gær-
kvöld sæti í undanúrslitum EM
2022 með öruggum 29:21-sigri á
Þýskalandi í milliriðli 2 í Skopje í
Norður-Makedóníu. Svartfjallaland
tryggði sér einnig sæti í undanúr-
slitunum með fræknum 35:34-sigri
á Rúmeníu í riðlinum í Skopje í gær.
Ríkjandi Evrópumeistarar
Noregs, undir stjórn Þóris Her-
geirssonar, tryggðu sér sæti í
undanúrslitunum á mánudag. Í dag
kemur svo í ljós hvaða þjóð fylgir
Noregi, Frakklandi og Svartfjalla-
landi í undanúrslitin. Danmörk,
Svíþjóð og Slóvenía munu berjast
um síðasta lausa sætið í milliriðli 1,
riðli Noregs, og kemur þá um leið
í ljós hvaða lið munu eigast við í
undanúrslitunum.
AFP/Robert Atanasovski
EM Pauletta Foppa í þannmund að skora eitt marka Frakklands í gær.
Úrvalsdeildarliðin öll
áfram í bikarnum
Bikarkeppni kvenna í hand-
knattleik, Coca Cola-bikarinn,
fór af stað í gærkvöldi með
fjórum leikjum. Í fyrstu umferð
bikarsins mættu fjögur úrvals-
deildarlið fjórum 1. deildar liðum
og voru úrslitin öll eftir bókinni
þar semHK, Stjarnan, Selfoss og
Haukar tryggðu sér sæti í 8-liða
úrslitum keppninnar.
HK, botnlið Olísdeildarinnar,
heimsótti ÍR, sem er í 2. sæti 1.
deildar, í Breiðholtið og mátti
hafa fyrir því að knýja fram
27:25-sigur eftir hörkuleik.
Leandra Náttsól Salvamoser
skoraði níu mörk fyrir HK og
Karen Tinna Demian átta fyrir
ÍR.
Stjarnan heimsótti Aftur-
eldingu í Mosfellsbæinn og vann
þægilegan 28:23-sigur eftir að
hafa verið með stærri forystu
stóran hluta leiksins.
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði
fimmmörk fyrir Stjörnuna og
Katrín Helga Davíðsdóttir sex
fyrir Aftureldingu.
Selfoss gerði góða ferð í
Kaplakrika og vann heimakonur í
FH afar örugglega, 30:17.
Katla María Magnúsdóttir
skoraði átta mörk fyrir Selfoss
og Hildur Guðjónsdóttir fjögur
fyrir FH.
Haukar heimsóttu þá Gróttu
á Seltjarnarnes og lentu ekki
í neinum vandræðum þar sem
Hafnfirðingar unnu 31:22-sigur.
Elín Klara Þorkelsdóttir
skoraði níu mörk fyrir Hauka
og Katrín Anna Ásmundsdóttir
fjögur fyrir Gróttu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barátta Leandra N. Salvamoser og
Karen T. Demian eigast við í gær.
Kristín Erna Sigurlásdóttir
hefur framlengt samning sinn við
knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og
mun því leika með ÍBV á næstu leiktíð.
Hún hefur leikið 154 leiki í efstu deild
og skorað í þeim 50mörk. Kristín Erna
hefur lengst af spilað með ÍBV en á
einnig leiki með Fylki, Víkingi úr Reykja-
vík og KR. „Kristín hefur einnig verið í
þjálfun yngri flokka í Vestmannaeyjum
og er fólk innan knattspyrnudeildar-
innar mjög ánægt með að tryggja sér
krafta Kristínar á komandi leiktíð,“
sagði í tilkynningu frá knattspyrnudeild
ÍBV.
Enski knattspyrnumaðurinn Aaron
Lennon hefur ákveðið að leggja skóna
á hilluna, 35 ára að aldri. Lennon
var síðast á mála hjá Burnley og féll
með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni
á síðasta tímabili. Hann er uppalinn
hjá Leeds United þar sem Lennon hóf
feril sinn í meistaraflokki aðeins 16 ára
gamall en lék stærstan hluta ferilsins
með Tottenham Hotspur, þar sem
hann vann enska deildabikarinn árið
2008. Einnig lék hannmeð Everton
og Kayserispor í Tyrklandi. Lennon lék
alls 416 leiki í ensku úrvalsdeildinni
og skoraði í þeim 36mörk ásamt því
að leika 21 A-landsleik fyrir England á
árunum 2006 til 2013.
Karlalið Njarðvíkur í körfuknattleik
hefur fengið liðstyrk en búið er að
semja við SpánverjannNacho Martin.
Martin er 205 sentimetrar á hæð og
hefur leikið allan sinn feril á Spáni.
Martin átti lengi vel farsælan feril í
efstu deild en hefur undanfarið ár
leikið í næstefstu deild.Benedikt Guð-
mundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagðist
í samtali við heimasíðu Njarðvíkur
vera ánægður með að hafa landað
leikmanninum. „Hann tikkar í þau box
sem við viljum en hann getur spilað
með bakið í körfuna, skotið og kastað
frá. Það er mikilvægt að hann sé bæði í
formi og leikæfingu.“
Sigvaldi Björn Guðjónsson,
landsliðsmaður í handknattleik, var
markahæstur allra með sex mörk
þegar lið hans Kolstad vann öruggan
36:26-sigur á Runar í norsku úrvals-
deildinni í gær.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék
vel á fimmta hring á Lakes-vellinum í
Jóhannesarborg í Suður-Afríku á loka-
úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina
í golfi í gær þegar hann fékk fjóra fugla
og tapaði ekki höggi. 67 högga hringur
var því niðurstaðan. Guðmundur Ágúst
er í 16. – 19. sæti fyrir lokahringinn
sem fer fram í dag. Þar verður leikið á
Lakes-vellinum en á þeim velli hefur
Guðmundur Ágúst leikið mun betur en
á Hills-vellinum. Samtals er hann á 17
höggum undir pari eftir fimm hringi.
Hefur Guðmundur Ágúst leikið samtals
á 16 höggum undir pari á þremur
hringjum á Lakes-vellinum og á einu
höggi undir pari á tveimur hringjum á
Hills-vellinum.Alls fá 25 efstu keppn-
isrétt á Evrópumótaröðinni í mótslok,
og þeir sem hafna í sætum 26-40
fá takmarkaðan keppnisrétt á sömu
mótaröð.Aðeins einn
íslenskur k
hefur náð
í gegnum l
tökumótið
keppnisrét
mótaröð E
flokki. Það
Leifur Haf
2006 og e
2007. Guð
Ágúst er í
góðri stöð
þess að fe
fótspor
Birgis
Leifs.
arlkylfingur
að komast
okaúr-
og tryggt sér
t á sterkustu
vrópu í karla-
gerði Birgir
þórsson árið
innig árið
mundur
afar
u til
ta í
Leyfum okkur að dreyma
Morgunblaðið/Arnþór
Ærið Íslenska landsliðið í körfubolta á tvö ærin verkefni eftir í L-riðli í
undankeppni heimsmeistaramótsins, en HM-draumurinn lifir áfram.
l Ísland á ennmöguleika á að komast
áHMlÁhyggju- og pressulausir
KÖRFUBOLTI
Ólafur Pálsson
oap@mbl.is
„Við eigum ekki að spá mikið í leik-
inn gegn Spáni enda held ég að það
sé afar langsótt að vinna spænska
liðið. Við getum nýtt þann leik í að
spila okkur saman og vonandi verð-
ur Martin Hermannsson kominn af
stað.
Hann getur
þá fengið að
hlaupa sig í takt
við liðið í 15-20
mínútur. Við
förum áhyggju-
og pressulausir
til Georgíu og
leyfum okkur
að dreyma um
HM,“ sagði Arn-
ar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunn-
ar og aðstoðarþjálfari danska
karlalandsliðsins í körfuknattleik,
í samtali við Morgunblaðið um
möguleika íslenska karlalands-
liðsins í körfuknattleik um að
komast í fyrsta sinn á lokakeppni
heimsmeistaramóts.
Íslenska liðið tapaði báðum
viðureignum sínum í nýliðnum
landsleikjaglugga en með sigri með
fjögurra stiga mun eða meira gegn
Georgíu í febrúar og hagstæðum úr-
slitum í öðrum leikjum er draumur-
inn svo sannarlega á lífi.
„Það er langsótt að vinna í Georg-
íu en alltaf möguleiki. Við spiluðum
mjög góðan leik gegn Georgíu hér
heima á föstudag en lentum í vand-
ræðum með að finna skot á móti
gríðarlega hávöxnu liði þeirra og
þannig var erfitt að skora í lokin.
Við vorum einnig óheppnir
með stóra dóma en það getur
fylgt þessu. Við sýndum heilt yfir
virkilega góða frammistöðu á móti
gríðarlega góðu liði. Við höfum
unnið marga leiki með örfáum
stigum. Svo datt þetta ekki okkar
megin gegn Georgíu en við höfum
náð að klára jafna leiki áður svo það
er ekki vandamál sem hefur verið
að plaga okkur.
Vorum þreyttir gegn Úkraínu
Við vorum ekki nægilega orku-
miklir gegn Úkraínu. Það fór mikil
orka í leikinn gegn Georgíu þar sem
við gátum ekki hreyft liðið mikið.
Við vorum því óneitanlega svo-
lítið þreyttir gegn Úkraínu. Þegar
íslenska liðið vantar einn sterkan
leikmann er oft aðeins lengra í þann
næsta en hjá þessum stærri körfu-
boltaþjóðum. Við megum eiginlega
alls ekki við því að það vanti mjög
marga leikmenn í okkar lið.“
„Liðið hefur staðið sig frábærlega.
Það er ekkert grín að fara í gegnum
kynslóðaskipti. Liðið fór á stórmót
bæði 2015 og 2017 og hefur í raun
verið gjörsamlega endurbyggt síðan
þá. Það er bara Martin sem var
með allan tímann 2015 og 2017 en
svo spilaði hann ekki með liðinu í
nokkurn tíma á eftir.
Engar grínþjóðir
Fleiri hafa verið frá og það er
frábært að það sé komin önnur
kynslóð sem setur okkur í stöðu til
að slysast aftur inn á stórmót. Við
leggjum Hollendinga, Ítali og Úkra-
ínu. Við erum ekki að vinna neinar
grínþjóðir.“
„Þetta er frábært lið sem við eig-
um og það er að spila mjög vel. Lið
Íslands í dag er ekkert síðra en það
lið sem fór á stórmótin 2015 og 2017.
Ef við erum heppnir með riðla þá
getum við alveg slysast inn á fleiri
stórmót í komandi framtíð sem er
í raun ótrúlegt. Við eigum að njóta
þess að eiga lið sem gefur okkur það
að við getum leyft okkur að dreyma
um lokakeppni heimsmeistara-
móts,“ sagði Arnar að lokum.
Arnar
Guðjónsson