Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 9 HUGUM AÐ HITAVEITUNNI ER ALLTAF NÓG TIL? Samorka býður til morgunfundar ummálefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8:30. Fram koma: Hera Grímsdóttir, Veitur Framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitur Veitustjóri Hjalti Steinn Gunnarsson, Norðurorka Fagstjóri hitaveitu Marta Rós Karlsdóttir, Orkustofnun Sviðsstjóri sjálfbærrar orkunýtingar Almar Barja, Samorka Fagsviðsstjóri Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis. Fundinum verður einnig streymt. Skráning er á samorka.is Fimmtudaginn 17. nóvember Kl. 9:00–10:30 Kaldalóni, Hörpu DómstóllHúsMannréttindadómstólsins í Strassborg í Frakklandi. Svipting forsjár staðfest lMannréttindadómstóll Evrópudæmdi ríkinu í hag Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki brotið gegn 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, þegar foreldrar voru sviptir forsjá yfir tveimur börnum sínum fyrir tveim- ur árum. Upphaf málsins má rekja til þess að fulltrúi í skóla stúlkunnar tilkynnti til barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar árið 2015 að stúlka hefði í viðtali við fulltrúann upplýst að hún hefði orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun af hálfu föður síns. Starfsmenn barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar tilkynntu málið strax til lögreglu og var faðirinn hand- tekinn þann sama dag. Hann sætti gæsluvarðhaldi í framhaldi af því. Árið 2017 var faðirinn ákærður fyr- ir brot gegn börnum sínum en hann var sama ár sýknaður af þessum sakargiftum. Þeirri niðurstöðu var ekki áfrýjað og sá dómur því endan- legur. Hæstiréttur hafði hins vegar í mars 2020 fallist á kröfu barna- verndarnefndar Hafnarfjarðar um forsjársviptingu en foreldrarnir skutu síðar málinu til Mann- réttindadómstólsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að rétt til fjölskyldulífs skyldi ætíð meta út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi. Í þessu fælist jafnframt að líta bæri, eins og frekast væri kostur, til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Mannréttindadóm- stóllinn komst að sömu niðurstöðu þar sem það var talið börnunum fyrir bestu, auk þess sem það væri vilji þeirra sjálfra að búa áfram hjá fósturforeldrum sínum. Fjórum sinnum rýmt lSíðasti vetur var frekar snjóléttur Fjórum sinnum var lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu veturinn 2020 til 2021 og í fjögur skipti þurfti að grípa til rým- ingar, að því er kemur fram í yfir- liti, sem Veðurstofan hefur birt. Alls voru skráð 13 snjóflóð af mannavöldum sem féllu í janúar og fram í maí vegna skíðamanna, göngufólks, vélsleða og troðara. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Alls voru skráð 89 snjóflóð sem féllu á vegi landsins frá 1. septem- ber 2020 til 31. ágúst 2021. Einna mesta tjónið, sem snjó- flóð olli, varð á skíðasvæðinu í Skarðsdal við Siglufjörð 20. janúar 2020 þegar snjóflóð sem var um 1.500 m að lengd og um 200m breitt féll þar á mannvirki. Altjón varð á skíðaskálanum og gámaeiningum sem voru notaðar sem geymslur fyrir skíðabúnað. Einnig varð tjón á troðara Miklar aurskriður Fram kemur í yfirlitinu að veturinn var nokkuð hagstæður, þá einna helst suðvestanlands, þar var tiltölulega hlýtt, þurrt og óvenju snjólétt en heldur úrkomusamara var norðaust- anlands. Gríðarlega áköf úrkoma var á Austfjörðum dagana 14.-18. desember og féll hún sem rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Miklar aurskriður féllu í rign- ingunni, sú stærsta á Seyðisfirði 18. desember. Seinni hluta janúar féllu allmörg stór flóð en dagana 18.-28. janúar var viðvarandi norðanátt með skafrenningi og éljum eða samfelldri snjókomu á norðurhelmingi landsins. Óvissustigi var lýst yfir í þremur landshlutum og grípa þurfti til rýminga í nokkrum bæjum. Frá kvöldi 13. febrúar þar til að morgni 15. febrúar var úrkomu- samt á Austurlandi, sérstaklega á sunnanverðumAustfjörðum. Fyr- ir var talsverður snjór til fjalla og féllu ofanflóð af ýmsu tagi á Austurlandi, bæði vot snjóflóð, krapaflóð og skriður. Ljósmynd/Veðurstofan TjónMikið tjón varð á skíðasvæð- inu í Skarðsdal í janúar 2021.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.