Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 14
» Alþing-
ismönnum
ekki treystandi
fyrir trún-
aðargögnum.
Hvaða skilaboð
eru þetta út í
þjóðfélagið?
Enn gengisfellur Al-
þingi og ljóst er að
þarna er fólk sem á
ekki rétt á að vera
þarna.
Hvað er til bragðs?
Jú, á nefndin að rann-
saka málið sjálf? Nei,
segi ég!
Þeim sem lak trún-
aðargögnum verði gef-
inn kostur á að segja af
sér nefndarstörfum, þannig að hægt
sé að senda nefndinni trúnaðargögn í
framtíðinni. Annars verður hún aldr-
ei marktæk og treystandi.
Ef það gerist ekki er spurning að
formaðurinn, Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, „axli ábyrgð“. Þetta er mjög
vinsælt hjá Samfylkingunni en að-
allega ætlað öðrum.
Ef það gerist ekki þá
ber að víkja nefndinni
frá í heild og kjósa nýtt fólk.
Öðruvísi er ekki hægt að að halda
áfram starfi þessarar nefndar.
Þetta virðist ekki flókið?
Virðingarfyllst.
Árni Þór
Árnason
Árni Þór Árnason
Höfundur er fv. forstjóri
Austurbakka hf.
aa@centrum.is
Leki frá stjórnskipunar
og eftirlitsnefnd Alþingis
Hreint loft –betri heilsa
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E Air Genius 5.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air
Purifier. Mjög hljóðlát.
Verð kr. 29.960
S. 555 3100 · donna.is
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan
15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. nóvember 2022, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. nóvember
2022 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með
15. nóvember 2022, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti,
virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu,
fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi,
kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum
skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna
greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi
handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. nóvember 2022
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Fimmtíu ár eru nú
liðin frá því að ráð-
stefna Sameinuðu
þjóðanna, haldin í
Stokkhólmi, sam-
þykkti ályktun um að
„það skaði arfleifð
allra þjóða heims ef
einhver hluti hinnar
menningarlegu eða
náttúrulegu arfleifðar
spillist eða hverfur“.
Sama ár, á þingi
Menningarmálastofnunar Samein-
uðu þjóðanna (UNESCO), var
gerður samningur um verndun
menningar- og náttúruminja
heimsins. Hvatinn að því var ákall
um að bjarga Abu Simbel
(Egyptalandi), Feneyjum (Ítalíu),
Moenjodaro (Pakistan) og Boro-
bodur (Indónesíu). Heims-
minjaskrá UNESCO varð þar með
til.
Með Heimsminjaskránni komu
ríki jarðar sér saman um að deila
ábyrgðinni á því að vernda helstu
menningar- og náttúruminjar á
jörðinni. Sammælst var um að
ákveðnir staðir hafi sérstakt al-
þjóðlegt gildi og eigi
sem slíkir að tilheyra
sameiginlegri arfleifð
mannkynsins. Ríkin
sem standa að samn-
ingnum sameinast í
því verkefni að bera
kennsl á og varðveita
merkilegustu náttúru-
og menningarminjar í
heiminum.
Samningurinn er
einstakur að því leyti
að í honum er friðun
menningar- og nátt-
úruminja tengd sam-
an í einu skjali. Til þess að fá sam-
þykki á heimsminjaskrá þarf
viðkomandi staður að vera ein-
stakur í heiminum og þurfa um-
sóknir að færa skýr rök fyrir því
hvað gerir viðkomandi stað ein-
stakan. Einnig þarf viðkomandi
ríkisstjórn að afmarka hann skýrt
og full sátt þarf að ríkja um
verndun, umsjón og rekstrarfyr-
irkomulag.
Á fimmtíu ára afmæli heims-
minjasamningsins árið 2022 eru
1.154 minjar á heimsminjaskrá.
Þar af eru 897 menningarminjar,
218 náttúruminjar og 39 minjar
sem eru blandaðar þar sem menn-
ing og náttúra mynda kjarnann að
skráningu. Ísland gerðist aðili að
heimsminjasáttmálanum árið 1995
og eru Þingvellir, Vatnajök-
ulsþjóðgarður og Surtsey á heims-
minjaskrá.
Mikilvægt er að hlúa að grunn-
hugtökum heimsminjasamningsins
um leið og tekist er á við áskor-
anir um stjórnun og nýtingu
svæða sem eru á heimsminjaskrá.
Þekkt er að skráning á heims-
minjaskrá er eftirsótt þar sem slík
tilnefning færir svæðum athygli en
um leið skapast sú ábyrgð að
stjórna svæðunum á þann hátt að
þau gildi sem skráningin tekur til
rýrni ekki. Á þeim fimmtíu árum
sem liðin eru síðan heims-
minjasamningurinn var fyrst sam-
þykktur hefur orðið talsverð þróun
í notkun hans. Í dag er aukin
áhersla lögð á stjórnun staða og
að framtíðarsýn í stefnu, stjórnun
og verndunaráætlun liggi fyrir við
mat á umsóknum. Með því er
reynt að tryggja að hið einstaka
gildi staða og svæða rýrni ekki til
framtíðar.
Á síðustu áratugum hefur einnig
komið fram gagnrýni á vinnu við
heimsminjar. Það er meðal annars
vegna misjafnrar dreifingar
heimsminja milli þróaðra og
vanþróaðra ríkja en stærri hluti
heimsminja er að finna í þeim ríkj-
um sem teljast til þróaðri landa.
Einnig hefur misskipting á milli
menningar- og náttúruminja verið
augljós en meirihluti heimsminja
eru menningarminjar. Fundir
heimsminjaráðsins, þar sem um-
sóknir eru samþykktar, hafa einn-
ig orðið tilefni til umræðu um hve
mikið er fylgt eftir umsögnum fag-
aðila um mismunandi umsóknir.
Þegar horft er til næstu áratuga
í síkvikum heimi er ljóst að marg-
víslegar áskoranir blasa við heims-
minjum og þeim sem fara með
stjórn slíkra svæða. Á öllum svæð-
um heimsins koma fram áhrif hlýn-
andi loftslags, hvort sem það er í
hækkandi sjávarstöðu, breyttu vist-
kerfi og náttúrufari með tilheyr-
andi áhrifum á samfélög manna og
dýra. Átök og styrjaldir hafa bein
áhrif á menningar- og nátt-
úruminjar. Alþekkt er í styrjaldar-
átökum að minjar eru meðvitað
eyðilagðar til að skaða sjálfsmynd
þjóða eða þjóðfélagshópa og hefur
Evrópa verið minnt á það á þessu
ári með blóðugri innrás Rússlands
í Úkraínu þar sem ítrekað hefur
verið beitt slíkum hernaði. Breyt-
ingar á landnotkun, t.d. vegna
mannfjöldaþróunar, borgvæðingar,
orkuskipta eða annarra ytri að-
stæðna verða sífellt umsvifameiri.
Eftirspurn eftir meiri orku er al-
þjóðleg og víða eru uppi mikil álita-
efni sem tengjast orkuöflun og
heimsminjum. Aukin ferðaþjónusta
og fjölgun ferðamanna er víða flók-
ið úrlausnarefni á heimsminjasvæð-
um þótt það sé ekki einhlítt að
heimsminjar séu undirlagðar af
óheftri ferðaþjónustu.
Mikil og aukin samvinna er milli
heimsminjastaða á heimsvísu til að
bæta þekkingu og skilning og
vinna sameiginlega að framgangi
heimsminjasamningsins á mismun-
andi svæðum. Árið 2016 voru
stofnuð samtök norrænna heims-
minjastaða við hátíðlega athöfn á
Þingvöllum á árlegri ráðstefnu
samtakanna. Hefur starf samtak-
anna tengt saman ólíkar heims-
minjar á Norðurlöndunum en á
næsta ári verður árleg ráðstefna
samtakanna haldin á Kirkjubæj-
arklaustri með Vatnajök-
ulsþjóðgarð sem gestgjafa.
Með heimsminjasamningnum
bera yfirvöld og stjórnendur
svæða ábyrgð fyrir hönd alls
mannkyns en ekki eingöngu svæða
eða þjóðríkja. Því er mikilvægt að
halda á lofti helstu gildum heims-
minjasáttmálans á afmælisári
hans.
Heimsminjaskrá 50 ára
Einar Ásgeir
Sæmundsen » Fimmtíu ár eru nú
liðin frá því að ráð-
stefna Sameinuðu þjóð-
anna var haldin í Stokk-
hólmi þar sem grunnur
var lagður að heims-
minjasamningi
UNESCO.
Einar Ásgeir
Sæmundsson
Höfundur er þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum og formaður samtaka
norrænna heimsminjastaða.
einar@thingvellir.is
FINNA.is