Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
✝
Einar Ásgeirs-
son fæddist í
Reykjavík 5. janúar
1934. Hann lést á
Sóltúni 11. nóv-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Ásgeir Guð-
bjartsson, f. 26.
ágúst 1901, d. 28.
desember 1977, og
Jónína Sigurð-
ardóttir, f. 6. októ-
ber 1899, d. 2. febrúar 1992. Al-
systkin: Stella Ásgeirsdóttir
Thomas, f. 2. september 1931.
Guðbjartur Kristinn Ásgeirs-
son, f. 31. desember 1932, d. 19.
júní 2012. Sigurður Ásgeirsson,
f. 3. mars, 1936, d. 9. júlí 2021,
og Þórir Ásgeirsson, f. 7. sept-
ember 1937. Samfeðra: Guð-
björg Svanfríður Ásgeirsdóttir
Nielsen, f. 22. desember 1924, d.
ágúst 2007.
Einar kvæntist Einöru Magn-
úsdóttur, f. 16. júní 1934, d. 29.
ágúst 2019, þann 15. júlí 1961.
Foreldrar hennar voru Kristín
Guðmundsdóttir, f. 29. júlí 1888,
f. 2. ágúst 1952, maki Inga Dóra
Jónsdóttir, f. 2. desember 1952.
Börn þeirra eru Hanna Björk
Valsdóttir, f. 22. júlí 1976, maki
Björn Viktorsson og eiga þau
þrjú börn. Jón Kristinn Valsson
f. 4. maí 1980, maki Vilborg
Bjarnadóttir og eiga þau tvö
börn. Kjartan Óli Valsson f. 24.
júlí 1986, maki Elísabet Katla
Eyþórsdóttir og eiga þau þrjú
börn.
Einar ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hann fór ungur til
sjós og var lengst af á Trölla-
fossi. Hann starfaði hjá Slökkvi-
liði Reykjavíkur stuttan tíma
þar til hann hóf störf hjá Loft-
leiðum og árið 1966 flutti fjöl-
skyldan til Bandaríkjanna þar
sem Einar starfaði fyrir Loft-
leiðir og síðar Flugleiðir á Ken-
nedy-flugvelli í New York og
síðar sem stöðvarstjóri Ice-
landair í Baltimore. Eftir að
Einar lét af störfum fluttu þau
hjónin til Flórída þar sem þau
bjuggu síðustu árin, en áttu
einnig heimili á Íslandi. Eftir
andlát Einöru var Einar búsett-
ur á Íslandi.
Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 16. nóv-
ember 2022, kl. 15.
d. 1. október 1972,
og Magnús Magn-
ússon, f. 22. októ-
ber 1874, d. 3. nóv-
ember 1975.
Börn þeirra eru
1) Ásgeir Ein-
arsson Ásgeirsson,
f. 26. mars 1962,
maki Patricia Ás-
geirsson, f. 23. júlí
1966. Börn þeirra
eru Kerrie Anne
Ashe, f. 8. júní 1988, Andrew
Jón, f. 16. febrúar 1995, og
Brandon Einar, f. 13. mars
1997. 2) Anna Lilja Ásgeirsson
Bello, f. 24. júlí 1963, d. 30. júní
1995. Synir hennar eru Chri-
stopher Einar Bello, f. 7. júní
1988, Stevie Simone Bello, f. 20.
september 1993, d. 4. janúar
2019.
Fyrir átti Einar dótturina
Lindu Björk en hún var ætt-
leidd.
Bróðursonur Einöru ólst upp
á æskuheimili hennar og var
hann ávallt í umsjá þeirra
hjóna, Valur Magnús Valtýsson,
Ég á eftir að sakna þess að
heyra Einar segja „hey honey,
how’s it going?“ eins og hann
heilsaði alltaf.
Einar var stór hluti af mínu lífi
frá barnæsku og hann var afi í
okkar huga. Einar og Ninna
pössuðu upp á fólkið sitt og það
var dekrað við okkur. Æsku-
minningarnar frá Hicksville
standa upp úr, það var alltaf mik-
ill spenningur að fara til Einars
og Ninnu í sumarfrí í Ameríku og
margt var framandi á þessum
tíma. Það var drukkið íste og
borðað Lucky Charms í morgun-
mat og svo rúllað á hjólaskautum
í götunni, farið á ströndina og
sótt pítsa. Það var í einni af þess-
ari heimsóknum sem ég ákvað að
ég skyldi búa í New York, sem ég
stóð við þegar ég fór í nám við
NYU.
Stærstu jólapakkarnir komu
líka frá Einari og Ninnu í Am-
eríku og ég átti flottasta Barbie-
ið af vinkonunum. Seinna komu
þau aldrei til landsins án þess að
hafa Levi’s 501-gallabuxur með í
för handa mér.
Flugið var ekki bara atvinnan
hans Einars heldur líka áhuga-
mál og mikið var rætt og spáð og
spekúlerað í flugheiminum. Það
var því fögnuður þegar ég gerðist
flugfreyja hjá Icelandair og flaug
nokkur sumur. Það var dásam-
legt að fá stopp í Baltimore. Þá
hinkraði ég eftir Einari úti á velli
meðan hann kláraði vinnuna, við
keyrðum saman heim og í bílnum
var alltaf hlustað á kántríút-
varpsstöðina. Ninna beið heima
með matinn og í eftirrétt var ein
skál af kirsuberjaís. Þegar heim
var komið kveikti Einar á sjón-
varpinu og stillti á golf.
Einar sagði ekki mikið, hann
leyfði stundum Ninnu að sjá um
að tala, en þegar hann talaði þá
glotti hann oft og sagði eitthvað
fyndið. Hann virtist stundum al-
varlegur, en undir niðri var hann
hlýr og góður, sérstaklega við
okkur börnin. Seinna, þegar við
eignuðumst sjálf börn og Einar
var farinn að dvelja meira á Ís-
landi, kom í ljós hvað hann hafði
gaman af yngstu börnunum og
átti það til að sprella með þeim.
Við fjölskyldan munum sakna
þess að hafa hann hjá okkur.
Guð geymi þig.
Hanna Björk
Valsdóttir.
Ég var aðeins 17 ára þegar ég
kynntist Einari en þá hafði ég
kynnst frænda Einöru sem síðar
varð eiginmaður minn. Við fyrstu
kynni var Einar fámáll og maður
vissi ekki alveg hvar maður hafði
hann. Ég var því óörugg og feim-
in í návist hans til að byrja með.
Eftir því sem kynnin urðu meiri
sá ég að þetta var óþarfi. Hann
var ljúfur og traustur og vildi
manni vel. Hann bar umhyggju
fyrir okkur og vildi passa upp á
það að okkur gengi vel í lífinu.
Hann var mikið snyrtimenni, ná-
kvæmur og vildi hafa allt í röð og
reglu. Það var óhætt að treysta
honum.
Nokkrum sinnum fórum við
með alla fjölskylduna til Banda-
ríkjanna í heimsókn til þeirra
hjóna. Hann var höfðingi heim að
sækja og vildi allt fyrir okkur
gera. Hann vildi ávalt vera að
sýna okkur umhverfið og passaði
upp á að börnin hefðu nóg fyrir
stafni. Börnunum okkar var hann
eins og besti afi og hann dekraði
við þau.
Þegar þau fluttu til Flórída
heimsóttum við þau árlega og
urðu það jafnan fagnaðarfundir
og var beðið með eftirvæntingu
eftir komu okkar.
Síðustu ár, eða eftir að Einara
dó, dró verulega af honum. Hann
saknaði hennar alla daga og
minntist hennar við hinar ýmsu
athafnir daglegs lífs. Hann naut
þess að koma til okkar og vera
með fjölskyldunni, spjalla við
fólkið sitt og fylgjast með barna-
börnunum okkar að leik.
Hvíl í friði elsku Einar. Þú
varst búinn að þrá það heitt að
komast til Ninnu, Önnu Lilju og
Stevie svo vonandi líður þér vel
núna. Ég veit að þau hafa tekið
vel á móti þér.
Inga Dóra
Jónsdóttir.
Ég man fyrst eftir Einari í
Skjólunum þegar hann var til
sjós á Tröllafossi. Ninna frænka
mín og hann voru byrjuð að vera
saman. Ég hafði alltaf talið að ég
væri barnið hennar og ætti hana
einn. En ég ólst upp á æskuheim-
ili Ninnu. Ég var fyrst svolítið á
verði gagnvart Einari en hann
var fljótur að heilla mig enda
ákveðinn ævintýraljómi yfir hon-
um.
Hann var óspar á að bera í mig
leikföng sem ekki sáust á Íslandi
á þeim árum, svo sem matchbox-
bíla og amerískt nammi. Þegar
Ásgeir sonur þeirra fæddist
hætti Einar á sjónum og fór að
vinna hjá Slökkviliðinu á Kefla-
víkurvelli og síðan hjá Slökkviliði
Reykjavíkur. Útþráin var sterk
hjá Einari og þegar honum
bauðst starf hjá Loftleiðum í
New York sló hann til og árið
1966 flutti fjölskyldan til Banda-
ríkjanna. Síðan var hann stöðv-
arstjóri Icelandair í Baltimore.
Eftir að hann hætti störfum sök-
um aldurs fluttu þau hjónin til
Flórída ásamt því að búa sér
heimili á Íslandi. Einar var mikið
fyrir að spila golf og naut þess að
vera á Flórída, jafnframt sem
þau nutu þess að vera á Íslandi á
sumrin.
Einar tók mér ætíð sem syni
og fjölskyldu minni sem sinni
nánustu fjölskyldu. Alltaf vorum
við velkomin með börnin í heim-
sókn til þeirra og dvelja yfir sum-
artímann.
Árið 2019 þegar þau ætluðu að
fara að vera meira á Íslandi gripu
örlögin í taumana. Ninna veiktist
og dó eftir stutta og harða bar-
áttu við veikindin. Einar var þá
allt í einu orðinn einn á Íslandi og
tókum við fjölskyldan hann að
okkur. Reynt var að gera honum
kleift að vera sem lengst heima
en að lokum varð hann að játa sig
sigraðan og flutti á hjúkrunar-
heimilið Sóltún fyrir ári. Á Sól-
túni undi hann sér vel enda vel
hugsað um hann þar. Hann lést
saddur lífdaga 11. nóvember.
Hvíl í friði elsku Einar. Takk
fyrir allt og ég mun sakna þín.
Valur Valtýsson.
Einar Ásgeirsson
✝
Margrét Sig-
urðardóttir
fæddist í Reykjavík
16. júlí 1947. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
5. nóvember 2022
eftir erfið veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
urður Jónsson lyf-
sali, f. 11. ágúst
1916, d. 28. október
1994, og Margrét Magnúsdóttir
húsmóðir, f. 30. október 1918, d.
24. apríl 2006. Bróðir Margrétar
er Magnús, f. 19. febrúar 1949.
Fyrri eiginmaður Margrétar
var Hallbjörn Sævars, f. 13. apríl
1946, þau skildu. Sonur Þeirra er
Sigurður Jóhann, f. 22. júlí 1969.
Sambýliskona hans er Guðrún
Andrésdóttir, f. 5. mars 1969.
Fyrrverandi eiginkona Sigurðar
er Áslaug I. Sveinbjarnardóttir
og börn þeirra eru Gréta Ingi-
björg, f. 18. október 1999, og
Sveinbjörn Sævar, f. 22. júní
2001. Sonur Margrétar og Jó-
fyrri eiginmanni sínum og flytja
þau til Los Angeles 1967 þar sem
þau bjuggu til 1968. Eftir skilnað
flytur Margrét til Sauðárkróks
og býr þar til ársins 1989 er hún
flytur til Reykjavíkur. Þar kynn-
ist hún seinni eiginmanni sínum
og bjuggu þau í Reykjavík þar til
hann lést 2006. 2009 kynnist hún
Guðmundi og bjuggu þau saman
í Garðabæ til 2019 er þau fluttu
til Suðureyrar, en síðustu dög-
unum eyddi Margrét í Reykja-
nesbæ með Guðmundi, nærri
Sigurði syni sínum og Guðrúnu
tengdadóttur.
Margrét lauk landsprófi og fór
í húsmæðraskóla. Síðan útskrif-
aðist hún sem lyfjatæknir 1977
frá Lyfjatæknaskóla Íslands.
Margrét starfaði lengst af í apó-
teki. Fyrst hjá föður sínum á
Húsavík, síðar í Iðunnar- og
Borgarapóteki í Reykjavík. Síð-
an aftur hjá föður sínum í Sauð-
árkróksapóteki, þá í Laugaveg-
sapóteki, svo í Kópavogsapóteki
og að lokum vann hún hjá Lyfja-
eftirliti ríkisins, síðar Lyfjastofn-
un.
Útför Margrétar verður frá
Háteigskirkju í dag, 16. nóv-
ember 2022, kl. 15. Útförinni
verður streymt, hlekkur á
streymi:
https://www.mbl.is/andlat
hanns Péturs Jó-
hannssonar, f. 27.
nóvember 1943, er
Arnar Már, f. 14.
október 1981, sam-
býliskona hans er
Åse Tuntland, f. 19.
mars 1979. Fyrrver-
andi eiginkona Arn-
ars er Þorbjörg
Elsa Ingólfsdóttir.
Synir þeirra eru
Andri Freyr, f. 15.
júlí 2006, og Steinar Már, f. 17.
janúar 2008.
Seinni eiginmaður Margrétar
var Guðmundur Hafsteinn Frið-
riksson, f. 17. júlí 1948, d. 18. maí
2006. Sambýlismaður Margrétar
er Guðmundur Ágústsson, f. 19.
apríl 1950.
Margrét ólst upp í Reykjavík,
fyrst í Hlíðunum og síðar á Soga-
vegi. Vorið 1963 fluttist hún
ásamt foreldrum sínum og bróð-
ur til Húsavíkur þar sem faðir
hennar starfaði sem apótekari.
Síðar flytur Margrét aftur til
Reykjavíkur. Þar kynnist hún
Í dag kveðjum við móður,
tengdamóður og ömmu, Margréti
Sigurðardóttir. Við bræður nutum
þess að alast upp hjá einstæðri
móður og áttum óskipta athygli
hennar. Við lærðum snemma að
standa á eigin fótum og taka þátt í
heimilishaldi þar sem mamma var
útivinnandi. En við höfðum líka
töluvert frjálsræði. Mamma setti
ekki margar reglur en við urðum
að fylgja þeim og vissum við bræð-
ur að eitthvað höfðum við gert af
okkur ef hún kallaði okkur báðum
nöfnum og ef föðurnafnið fylgdi
með, þá vorum við í slæmum mál-
um.
Eitt kenndi mamma okkur, og
það var að taka fólki eins það er og
ekki gera greinarmun. Allir okkar
vinir urðu líka vinir hennar. Barna-
börnin voru augasteinarnir hennar
og hún ljómaði alltaf þegar hún tal-
aði um þau og fylgdist vel með hvað
þau voru að gera í lífinu. Þegar
barnabörnin voru hjá ömmu þá
giltu „ömmureglur“ sem gengu yf-
irleitt út á að dekra við þau út í eitt.
Handavinna fylgdi mömmu alla
tíð. Hún saumaði föt á okkur bræð-
urna fyrir ýmis tækifæri, hún
saumaði út, heklaði allt frá potta-
leppum upp í heilu rúmteppin og
prjónarnir voru alltaf við höndina
enda væri hægt að opna hannyrða-
safn með öllum þeim flíkum og
hlutum sem eftir hana liggja og
ófáir hafa fengið að njóta. Jólin
voru tími mömmu. Hún var alla tíð
mikið jólabarn og jólahefðirnar
margar sem hún fylgdi. Allt var
skreytt, m.a.s. voru allar hurðir í
íbúðinni innpakkaðar. Smáköku-
bakstur var stór partur af jólaund-
irbúningnum og því fleiri sortir, því
betra. Okkur bræðrum, tengda-
dætrum og vinum til mikillar gleði.
Það er ekki hægt að lýsa
mömmu með einu orði en lýsandi
orð fyrir hana eru jákvæðni, bjart-
sýni, kærleiki, léttleiki, vinnusemi,
óþreytandi umhyggja svo einhver
orð séu notuð. Þetta eru gildi sem
við bræðurnir munum halda á lofti
til minningar um mömmu. Eins tók
hún tengdadætrum eins og þær
væru dætur hennar, bæði fyrrver-
andi og núverandi. Og þeirra fjöl-
skyldur urðu hluti af mömmu og
hún órjúfanlegur hluti af þeirra.
Eins átti það við um fjölskyldur
feðra okkar og Gumma.
Það var mikil gæfa að mamma
kynntist Gumma sínum. Síðustu
árin hafa þau notið þess að sinna
sínum áhugamálum og fjölskyld-
unni saman. Við urðum öll pínu
hissa þegar þau ákváðu að flytja til
Suðureyrar en það kom fljótlega í
ljós að þar leið þeim vel og blómstr-
uðu þau og tóku virkan þátt í fé-
lagslífi þar og nutu þess að fá vini
og fjölskyldu í heimsókn.
Síðustu mánuðir voru erfiðir
vegna veikinda mömmu. En eins
og öllu öðru tók mamma veikind-
unum með jákvæðni og baráttu-
vilja. Aldrei var kvartað og aldrei
átti að hafa áhyggjur af henni. En
þegar hún vissi hvert stefndi vildi
hún koma suður og vera nærri fjöl-
skyldu og vinum. Nutum við þess
að hafa hana hjá okkur síðustu dag-
ana og síðasta fjölskyldumáltíðin
mun lifa í minningum okkar um
ókomna tíð, þar sem við bræður,
tengdadætur, mamma og Gummi
borðuðum saman og áttum ómet-
anlega stund saman tveimur dög-
um áður en hún kvaddi okkur.
Blessuð sé minning móður okk-
ar, tengdamóður og ömmu. Takk
fyrir allt sem þú gafst okkur elsku
mamma.
Sigurður, Arnar, Guðrún,
Åse, Gréta, Sveinbjörn,
Andri og Steinar.
Margrét
Sigurðardóttir
Elskulegur móðurbróðir, frændi og kær
vinur,
JÓNATAN JÓHANN STEFÁNSSON
vélstjóri,
lést laugardaginn 29. október á
hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík.
Útförin fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 21. nóvember
klukkan 15.
Stefán Hjálmarsson Victoría Nunez Cavazos
Azúl Björt Stefánsdóttir
Máni Kai Stefánsson
Ásmundur Friðriksson
Birgir Þórarinsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÁSTA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Grænulaut 8,
áður Langholti 7, Keflavík,
lést á heimili sínu föstudaginn
11. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 22. nóvember klukkan 13.
Bragi Pálsson
Kristín Bragadóttir
Tryggvi Þór Bragason Áslaug B. Guðjónsdóttir
Ólafur Bragi Bragason Gunnheiður Kjartansdóttir
Birgir Már Bragason Halldóra G. Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
BJARNI ÁGÚST GARÐARSSON
rafvirkjameistari,
Reyðarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, 7. nóvember.
Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju föstudaginn 18.
nóvember klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á
Facebook-síðu Reyðarfjarðarkirkju. Hlekk á streymi má einnig
nálgast á mbl.is/andlat
Garðar Jón Bjarnason Agnes Elva Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Bjarnason
Haraldur Rúnar Bjarnason Hulda Gunnarsdóttir
Bjarni Sindri Bjarnason Elísabet Árnadóttir
Sigfríð Margrét Bjarnadóttir Jens Olsen Hilmarsson
Svanur Þór Bjarnason Rósa María Hjörvar
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
S. ÓMAR HAUKSSON,
Hólavegi 41,
Siglufirði,
lést á HSN Siglufirði mánudaginn
14. nóvember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 26. nóvember klukkan 14.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir
Haukur Ómarsson Solveig Ólöf Magnúsdóttir
Rósa Dögg Ómarsdóttir Róbert Jóhann Haraldsson
Jónas Logi Ómarsson Ester Torfadóttir
Eva Björk Ómarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn