Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
Vetrartilboð
Súpa - tveir fyrir einn
Fullt verð: 2.780 kr.
Tilboðsverð: 1.390 kr.
Vaffla með sultu og
rjóma og kaffi eða kakó
Fullt verð: 1.445 kr.
Tilboðsverð: 1.095 kr.
Smurt rúnstykki með
skinku og osti, snúður og
kókómjólk
Fullt verð: 1.305 kr.
Tilboðsverð: 995 kr.
Mokkakaka
Fullt verð: 2.890 kr.
Tilboðsverð: 1.190 kr.
Smákökupoki og lagterta
Fullt verð: 2.210 kr.
Tilboðsverð: 1.690 kr.
Morguntvenna til kl. 12
Smurt rúnstykki með skinku og
osti ásamt kaffibolla
690 kr.
Síðdegistvenna
Tertusnitta og kaffibolli
495 kr.
Frítt kakó og smákökur
fyrir 10 ára og yngri í fylgd
með fullorðnum
Tilboðin gilda á meðan
birgðir endast
Gestir upplýsingafundar
Tryggingastofnunar komu til að
kynna sér hvernig þeir standa
að því að sækja um ellilífeyri,
hvenær þarf að gera það, hvaða
gögnum þarf að skila og hvaða
áhrif aðrar tekjur hafa á greiðsl-
ur. Þá var spurt um áhrif breyttra
reglna ummeðferð hluta sér-
eignarlífeyris frá lífeyrissjóðum.
Yfirskrift fundarins var: Hvað
þarf að hafa í huga þegar sótt
er um ellilífeyri? Rúmlega 100
manns tóku þátt, um helmingur
í húsnæði Tryggingastofnunar í
Kópavogi og hinn helmingurinn
fylgdist með streymi. Sigrún
Jónsdóttir, sviðsstjóri sam-
skiptasviðs TR, kveðst ánægð
með fundinn. Hún segir að stofn-
unin hafi verið með upplýsinga-
fundi fyrir kórónuveirufaraldur-
inn og telur að fleiri fundir verði
haldnir eftir áramót.
Eins og fyrr segir komu nýjar
reglur um séreignarlífeyri til
umræðu. Á vef Tryggingastofn-
unar eru ítarlegar upplýsingar
um áhrif töku þess sparnaðar á
greiðslur Tryggingastofnunar.
Munu þessar greiðslur teljast til
tekna við útreikning á ellilífeyri
og tekjutryggingu örorkulífeyris
hjá þeim sem byrja að taka lífeyri
hjá stofnuninni eftir áramót.
Breytingin hefur fyrst og
fremst áhrif á þau sem hafa greitt
skyldubundin iðgjöld í séreignar-
sjóði hjá Almenna lífeyrissjóðn-
um, Frjálsa lífeyrissjóðnum, Ís-
lenska lífeyrissjóðnum, Lífsverki
og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags
Íslands. Einnig getur breytingin
haft áhrif á þau sem ráðstöfuðu
hluta af sínu skyldubundna
iðgjaldi í tilgreinda séreign sem
lífeyrissjóðir hafa boðið upp á frá
árinu 2016.
lTryggingastofnun boðar til funda
Spurt um áhrif
lífeyrissparnaðar
Morgunblaðið/Ómar
AldraðirAð ýmsu er að huga þegar
kemur að töku lífeyris.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Niðurrif
hafið á
Heklureit
Unnið er að því að rífa hús sem
standa á svokölluðumHeklureit,
sem nær frá Laugavegi 168 til
og með Laugavegi 174. Fram-
kvæmdafélagið Laugavegur ehf.
keypti reitinn í byrjun árs.
Samkvæmt deiliskipulagi er
gert ráð fyrir allt að 436 íbúðum
ásamt verslunar- og þjónustu-
starfsemi á jarðhæðum. Um er
að ræða íbúðarhús, tveggja til sjö
hæða, með möguleika á áttundu
hæð á norðvesturhorni Lauga-
vegar 168. Heildarflatarmál
ofanjarðar á lóðunum er 44.083
fermetrar. Þar af eru lágmark
2.123 fermetrar undir verslanir
og þjónustu. Gert er ráð fyrir að
allar byggingar á lóð Laugavegar
168-174a verði fjarlægðar að
undanskildu borholuhúsi.
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Dagmál Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Hildur Sverr-
isdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, deildu hart um bankasöluna.
Ríkisendurskoðandi sagði á fundi
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis á mánudag að þótt hann vildi
ekki nota þann fund til þess, þá þyrfti
embætti hans og nefndin að ræða inn-
an skamms hvernig trúnaði þar á milli
væri háttað. Skýrsla hans um sölu á
hlut ríkisins í Íslandsbanka lak út á
sunnudag, skömmu eftir að nefndar-
menn höfðu fengið hana til aflestrar,
degi áður en hún var formlega afhent.
Þingmennirnir Hildur Sverrisdóttir
og Sigmar Guðmundsson, sem bæði
sitja í nefndinni, eru á einu máli um
að lekinn hafi verið til vansa, bæði
hafi hann truflað eðlilega umfjöllun
nefndarinnar og laskað trúnaðarsam-
band hennar við ríkisendurskoðanda,
sem þyrfti að vera gott og traust.
Þau eru í viðtali Dagmála í dag,
streymi Morgunblaðsins á netinu, sem
opið er öllum áskrifendum.
Bæði telja þau að vandað hafi ver-
ið til skýrslugerðarinnar og finnst
ástæðulaust að átelja dráttinn sem
varð á gerð hennar, það hafi verið
óraunhæft að hún kæmi út í júní, eins
og upphaflega var ráðgert.
lHildur Sverrisdóttir og Sigmar Guðmundsson í viðtali um bankasöluskýrslu ríkisendurskoðanda
Endurræsaþarf einkavæðingubanka
Þau taka undir að skýrslan sé rit-
uð af nokkurri varfærni, en eru ekki
á einu máli um hvernig beri að lesa
úr henni. Sigmar telur að þar séu
athugasemdir embættisins settar
fram af nokkrum þunga og nefnir
sérstaklega til sögunnar aðfinnslur
við upplýsingagjöf til þingsins, sem
hafi verið svo ábótavant að umfjöllun
þingnefnda hefði getað verið á aðra
leið en raunin var. Hildur tekur undir
að í skýrslunni séu ýmsar veigamiklar
athugasemdir við ferlið. Hins vegar sé
þar ekki alltaf tekið sterkt til orða, sem
ríkisendurskoðandi kinoki sér ekki við
að öðru jöfnu.
Hildur gagnrýnir að lítið sé gert
úr ábyrgð þingsins og nefnda þess
í þessu ferli öllu, meðan aðallega sé
staldrað við ábyrgð Bankasýslunnar
annars vegar og fjármálaráðherra hins
vegar. Hún geti tekið undir að kynning-
arefni til þingsins hafi verið óskýrara
en ástæða var til, en það minnki ekki
ábyrgð þingsins.
Sigmar segir málið afar skýrt; að-
koma þingsins sé bundin í lög en fái
nefndir þingsins ekki nauðsynlegar
og fyllstu upplýsingar geti þær ekki
rækt skyldur sínar á þann hátt sem
lögin geri ráð fyrir.
Nú sé málum svo komið að öll
einkavæðing ríkisbanka sé í uppnámi,
bæði sala á fleiri hlutum ríkisins í Ís-
landsbanka og vonandi Landsbanka
líka, þar geti 200 milljarðar króna verið
undir. Þess vegna telur hann hreinleg-
ast að Alþingi skipi rannsóknarnefnd
til þess að fara í málið í heild sinni og
hreinsa andrúmsloftið. Þá geti menn
aftur tekið til við að losa um eignarhald
hins opinbera í bankakerfinu.
Hildur er sammála því að brýnt sé að
geta hafist handa á ný við einkavæð-
ingu banka, en telur sérstaka rann-
sóknarnefnd óþarfa.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is