Morgunblaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022
- fyrir þitt heimili
J E N S E N , B J A R N A S O N & C O
Ármúli 31, 108 Reykjavík
Sími 588 7332 | www.i-t.is
Ein stærstumót-
mælin til þessa
lÞrjú ár frá „blóðugum nóvember“
Íranar fjölmenntu á götur Teheran
og nokkurra annarra stórborga
Írans í gær, en þá voru liðin þrjú
ár frá því að klerkastjórnin lét
brjóta á bak aftur mótmæli gegn
háu olíuverði með ofbeldi. Komu
mótmælendur saman á Sanat-torgi
og kölluðu eftir frelsi, og voru búðir
á helsta markaðstorgi Teheran lok-
aðar vegna ótta um skemmdarverk.
Atburðirnir fyrir þremur árum
hafa verið kallaðir „blóðugi nóv-
ember“, en mannréttindasamtökin
Amnesty hafa sagt að minnst 304
hafi látist í aðgerðum stjórnvalda.
Önnur mannréttindasamtök hafa
hins vegar sagt að mannfallið kunni
að hafa verið allt að fimm sinnum
meira.
Mótmælin nú voru skipulögð af
sömu aðilum og hafa staðið fyrir
mótmælum vegna morðs írönsku
siðgæðislögreglunnar á Möhsu Am-
ini hinn 16. september síðastliðinn,
en mótmælaalda hefur skekið Íran
síðan.
„Nú er ár blóðsins“
Þegar dimma tók fjölgaði í hópi
mótmælenda í Teheran og kölluðu
margir eftir „dauða einræðisherr-
ans“, og vísuðu þar til Khameneis
erkiklerks. Hópur mótmælenda
sást á myndskeiði hrópa að nú væri
„ár blóðsins“ og að Khamenei yrði
steypt af stóli.
Mannréttindasamtökin Hengaw,
sem fylgjast grannt með stöðu mála
í Íran, sögðu að öryggissveitir hefðu
skotið á mótmælendur í kúrdísku
borginni Kermanshah og beitt
táragasi til að dreifa mannfjöldan-
um í gær.
Mannréttindaskrifstofa Sam-
einuðu þjóðanna hefur skorað á
írönsk stjórnvöld að sleppa þegar
í stað þúsundum mótmælenda úr
haldi sem hafa verið handteknir
fyrir þátttöku í friðsamlegum
mótmælum.
AFP/UGC
Teheran Mótmælendur lokuðu
götum í höfuðborginni og víðar.
því yfir að nú væri hægt að binda
enda á innrás Rússa með því að beita
þá öflugum þrýstingi.
Selenskí ávarpaði fundinn með að-
stoð fjarfundabúnaðs, og vísaði þar til
„G19“-ríkjanna, þar sem Rússland er
hluti af G20-hópnum. Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra Rússlands, sem
sótti fundinn í stað Pútíns Rússlands-
forseta, sat allan tímann undir ávarpi
Selenskís.
Lavrov sagði eftir fundinn að
vandinn væri hins vegar allur Úkra-
ínumegin, þar sem stjórnvöld í Kænu-
garði gerðu óraunhæfar kröfur um
hvað ætti að felast í friðarviðræðum.
Úkraínumenn hafa lýst því yfir að
slíkar viðræður komi ekki til greina
nema Rússar yfirgefi allt úkraínskt
landsvæði, samþykki stríðsskaða-
bætur og leyfi að réttað verði yfir
stríðsglæpamönnum.
Lavrov hélt heim til Rússlands í
gær eftir að hafa setið formlegan
kvöldverð með öðrum leiðtogum, en
Lavrov þurfti að fara á sjúkrahús í
Balí í aðdraganda fundarins. Hafði
Lavrov þá einnig setið undir for-
dæmingu leiðtoga vesturveldanna
á stríðsrekstri Rússa, á sama tíma
og leiðtogar Kína, Indlands og Suð-
ur-Afríku, sem teljast vinveittari
Rússum, hreyfðu ekki mörgum and-
mælum fyrir þeirra hönd.
Fundinum lýkur í dag með sam-
eiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Er
gert ráð fyrir að þar verði samþykkt
að innrásin hafi haft „slæm áhrif á
hagkerfi heimsins“. Þá er einnig gert
ráð fyrir að sérhver notkun kjarn-
orkuvopna verði fordæmd, sem og að
hafa í hótunum um beitingu þeirra.
Sagðir hafa reynt strandhögg
Nokkuð hefur verið um vangaveltur
um framhald stríðsins eftir að Úkra-
ínumenn náðu að frelsa Kerson-borg,
einu héraðshöfuðborgina semRússar
höfðu náð á sitt vald áður. Óstaðfestar
fregnir í gær og fyrrakvöld hermdu
að sérsveitir Úkraínuhers hefðu
reynt strandhögg á Kinburn-tanga,
sem er á eystri bakka Dnípró-fljóts-
ins, nánast þar sem það rennur í sæ.
Takmark slíkrar aðgerðar væri þá
einkum tvíþætt, að reyna að komast
framhjá þeim varnarvirkjum sem
Rússar hafa reist á eystri-bökk-
um fljótsins, sem og hitt að draga
varnarlið frá öðrum og mikilvægari
stöðum á víglínunni.
Michael Martin, gestakennari í
styrjaldarfræðum við King’s-háskól-
ann í Lundúnum, sagði á Twitter-síðu
sinni um helgina að slíkt strandhögg
gæti vel náð góðum árangri, þar sem
tanginn er nú innan færis fyrir stór-
skotalið Úkraínumanna. Nái Úkra-
ínumenn fótfestu gætu þeir jafnframt
undirbúið sókn að borginni Melítópol
í Saporísja-héraði, en borgin ræður
einni helstu birgðalínu Rússa í suðri.
Rússar skutu í gær fjölda eldflauga á
skotmörk vítt og breitt um Úkraínu,
þar á meðal höfuðborgina Kænu-
garð, á sama tíma og leiðtogafundur
G20-ríkjanna hófst í Balí á Indó-
nesíu. Að minnsta kosti einn lést í
árásum Rússa á Kænugarð og varð
hálf borgin rafmagnslaus í kjölfar
árásanna.
Rússar skutu einnig eldflaugum á
Lvív í vesturhluta Úkraínu og Karkív í
austri og ollu árásirnar rafmagnsleysi
í báðum borgum. Þá bárust einnig til-
kynningar um rafmagnsleysi í Súmí
og í Rivne í kjölfar árása, auk þess
sem héraðsstjórnir Míkólaív, Tsjern-
ihív og Saporísja tilkynntu einnig um
eldflaugaárásir. Engar mannfallstölur
voru hins vegar komnar fram í gær.
Vítalí Klitsjkó, borgarstjóri Kænu-
garðs, sagði að þrjár íbúðabyggingar
í Petsjersk-hverfi borgarinnar hefðu
orðið fyrir árás Rússa. Sagði hann
að tekist hefði að skjóta nokkrar eld-
flaugar niður áður en þær hæfðu skot-
mörk sín, og að björgunarteymi væru
að störfum þar sem eldflaugarnar
hefðu lent.
Júrí Ignat, talsmaður flughers
Úkraínu, sagði að þetta hefði ver-
ið ein stærsta eldflaugaárás Rússa
frá upphafi innrásarinnar, þar
sem Rússar hefðu þá þegar skot-
ið rúmlega hundrað eldflaugum
á Úkraínu og jafnvel stærri en
árásin 10. október, sem gerð var í
hefndarskyni fyrir árásina á Kertsj-
brúna, en þá skutu Rússar 84 eld-
flaugum á skotmörk víðsvegar um
Úkraínu.
Kallar eftir auknum þrýstingi
Ýmsir greinendur töldu árásina í
gær vera í hefndarskyni fyrir ósigur
Rússa í Kerson-borg fyrir helgi, en
Rússar hafa áður svarað fyrir sig með
loftárásum og stórskotahríð þegar
skakkaföll hafa orðið í landhernaði
þeirra.
Andrí Jermak, einn af ráðgjöfum
Úkraínuforseta, sagði hins vegar að
árásirnar væru svar við „kröftugri
ræðu“ Selenskís á leiðtogafundi
G20-ríkjanna, en þar lýsti Selenskí
Leiðtogafundur í skugga árása
lRússar skutu rúmlega hundrað eldflaugum á skotmörk vítt og breitt umÚkraínu
lSelenskí kallar eftir meiri þrýstingi á RússalLavrov farinn heim frá fundinum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
AFP/Sergei Supinsky
Ljós í myrkri Íbúar Kænugarðs þurftu að leita sér skjóls, m.a. í þessum undirgöngum, vegna eldflaugaárásanna.
Erum í
„orrustu
okkar tíma“
Kaja Kallas forsætisráðherra
Eistlands heimsótti í gær Sönnu
Marin forsætisráðherra Finnlands
í Helsinki og tók þátt í vinnustofu
um bætt samskipti ríkjanna. Kallas
nýtti einnig ferðina til þess að
ávarpa Paasikivi-hugveituna, sem
sérhæfir sig í utanríkismálum.
Erindi Kallas hét „Orrusta okkar
tíma“ og var heitið vísun til orrustu
í Hringadróttinssögu þar sem öfl
hins góða og illa tókust á um örlög
heimsins. Sagði Kallas að viðstaddir
yrðu að spyrja sig hvort þeir áttuðu
sig á mikilvægi þess sem væri að
gerast í Úkraínu og hvað væri undir.
„Er svar okkar viðeigandi og hvað
myndi ósigur tákna?“ spurði Kallas.
Sagði Kallas að styrjöldin snerist
ekki bara um Úkraínu, heldur
alþjóðalög og framtíðarskipan
öryggismála í Evrópu. Benti hún á
að afarkostir Rússa fyrir innrásina
hefðu allir snúið að Atlantshafs-
bandalaginu og Evrópusam-
bandinu.
Kallas rifjaði upp sögu Eistlands,
sem lenti undir járnhæl Sovétríkj-
anna í síðari heimsstyrjöld. „Stór
ríki geta gert mistök og lifað af.
Fyrir smáríki eru skekkjumörkin
mun smærri,“ sagði Kallas og sagði
að það væri spurning um örlög
Eistlands að það tækist að stöðva
innrás Rússa í Úkraínu. Sagði
Kallas mikilvægt að berjast alltaf
fyrir frelsi sínu, jafnvel þótt von um
sigur væri lítil.
AFP/Vesa Moilanen
Fundur Kaja Kallas og Sanna Marin
á fundi þeirra í Helsinki í gær.
lKallas segir örlög
Eistlands undir