Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR LINDESIGN.IS Gefur lítið fyrir lög- fræðiálit lSjóðirnir telja stöðu sína sterka „Ég hef séð þetta áður, svona misvís- andi lög- fræðiálit. Það er að jafnaði ágætt að horfa til þess hver lætur vinna álitið. Hérna eru þeir sem hafa hagsmuni að óska eftir því að fá þetta lögfræðiálit. Það var viðbúið að þessi sjónarmið kæmu fram,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið um lögfræðiálit lögfræðistofunnar LOGOS. „Hérna er verið að skrifa lögfræðiálit um tillögu sem aldrei hefur verið lögð fram. Það er verið að skrifa lögfræðiálit um frumvarp sem ekki liggur fyrir þinginu,“ segir Bjarni. LOGOS vann lögfræðiá- lit fyrir lífeyrissjóðina sem eiga skuldabréf á ÍL-sjóð. Þeir telja laga- lega stöðu sína vegna fyrirhugaðrar lagasetningar fjármálaráðherra um gjaldþrot ÍL-sjóðs afar sterka og að fyrirhuguð lagasetning brjóti í bága við stjórnarskrá og mannréttinda- sáttmála Evrópu. Bjarni Benediksson Gaf konunni vinninginn lVannnýjan bíl í áskrifendahappdrættiMorgunblaðsins lGlæsilegurToyotaC-HRHybrid var afhentur í gær „Ég gaf konunni bílinn í jóla- og afmælisgjöf og þarf ekkert að hugsa um það meira í mínu lífi! Mér finnst konan líta mig miklu bjartari augum núna,“ segir Þorvaldur Guðmunds- son í Reykjanesbæ, vinningshafi í áskrifendahappdrætti Morgun- blaðsins. Nafn hans var dregið úr nöfnum allra áskrifenda í beinni útsendingu á K100 á fimmtudag. Kona Þorvald- ar, Friðrika Jóhanna Sigurgeirsdótt- ir, á afmæli 4. desember. Þau fengu nýjan Toyota C-HR Hybrid, að verðmæti 6.290.000 krónur, afhent- an í gær. En hvernig varð Þorvaldi við þegar honum var tilkynnt um vinninginn? „Ég er dálítið hrekkjóttur og hef orðið fyrir hrekkjum sjálfur. Ég spurði manninn, sem hringdi og sagði að ég hefði unnið bíl, hver hann væri því ég þekkti ekki röddina. Hann sagðist vera ritstjóri Morgunblaðsins. Ég spurði hvort hann væri að meina þetta? Jú, hann sagðist gera það,“ segir Þorvaldur. „Ég sagði að ég tryði þessu ekki fyrr en ég sæi það gerast. Ég hef upplifað hrun, Covid og eldgos á Reykjanesi en aldrei áður lent í því að fara í bæinn og taka á móti splunkunýjum bíl án þess að taka upp veskið – ég átti ekki von á að upplifa slíkt æv- intýri. Við hjónin erum hálfpartinn með tárin í augunum eftir þetta allt saman. Bíllinn er rosalega flottur!“ Friðrika kona Þorvaldar var við vinnu í Reykjavík og með kveikt á K100 þegar hún heyrði nafn Þor- valdar. Hún velti því ekkert frekar fyrir sér fyrr en Þorvaldur hringdi í hana. Þá spilaði hún upptöku af útsendingunni aftur. Friðrika vinnur í bænum og hefur farið á milli á gömlum bíl. „Ég skráði bílinn á hana. Nú yngir hún upp um 18 ár, eins og í textanum hans Bjartmars,“ segir Þorvaldur. „Við þökkum bara innilega fyrir okkur.“ Morgunblaðið þakkar Toyota kærlega fyrir samstarf um áskrif- endahappdrættið og óskar Þorvaldi og Friðriku innilega til hamingju. Morgunblaðið/Eggert Vinningshafar Hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Friðrikka Jóhanna voru kampakát með nýja bílinn. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ákaflega krefjandi og viðkvæmar kjaraviðræður bíða framundan, að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissátta- semjara. Ásetningur allra sem koma að borðinu er þó að ná samningum og er hann vongóður um að gott samtal taki við eftir helgi. Klukkan var farin að ganga hálfell- efu þegar samninganefndir samflots Starfsgreinasambandsfélaganna og verslunarmanna annars vegar og samflots iðnaðar- og tæknifólks hins- vegar luku fundi sínummeð Samtök- um atvinnulífsins í gærkvöldi. Helsta niðurstaðan var viðræðuslit milli VR og SA. „Mér fannst vera virkt og gott sam- tal um að finna lausn sem stæði vörð um hagsmuni launafólks og skapaði á sama tíma stöðugleika og svigrúm til að lækka vexti. Upplifun fólks báðum megin við borðið var að í stað þess að veita aðilum vinnumarkaðarins rými til samninga þá hafi komið yfirlýs- ingar frá Seðlabankanum sem gerðu flóknar og viðkvæmar samningavið- ræður enn erfiðari fyrir báða aðila. Staðan ermjög krefjandi og viðkvæm en verkefnið fer ekki frá okkur,“ segir Aðalsteinn sem hefur nú boðað SGS, Landssamband verslunarmanna og VR, auk samflots iðnaðar- og tækni- fólks, til fundar á þriðjudaginn. Ytra umhverfið óhagfellt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Seðlabankans með vaxtahækkun hafa rutt út þeirri vinnu sem hafði verið unnin við samninga- borðið á milli VR og SGS annars vegar og SA hins vegar. Hann seg- ir félagið hafa viljað fá tryggingu í kjarasamningi um að vaxtakjör fólks á húsnæðismarkaði og verðlag gæti haldist stöðugt yfir samningstímann, en að slíkt hafi ekki verið í boði af hálfu viðsemjanda þeirra og það hafi valdið því að VR sleit viðræðunum. Ragnar Þór segir grundvallar- kröfu VR vera að auka kaupmátt og lækka kostnað við að lifa. „Það þarf ekki annað en að horfa á verðbólgu- spá fram í tímann til að sjá hvað þarf til að verja kaupmátt millitekju- hópa. Sömuleiðis að vega upp þann kostnaðarauka, vaxtastig, húsaleigu, verðlag og kostnaðarhækkanir sveit- arfélaga,“ segir Ragnar sem útilokar ekki verkföll fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ljóst að ytra umhverfið hafi verið óhagfellt kjaraviðræðum í vikunni, og nefnir hann m.a. stýrivaxtahækkunina sem seðlabankastjóri boðaði. „Ég held að það sé bara mannlegt og eðlilegt að snurða geti hlaupið á þráðinn í svona viðræðum,“ segir Halldór þegar blaðamaður spyr hann út í viðræðuslitin. „Sú vinna sem við höfum lagt í þessa vikuna er auðvitað grunnur að því sem koma skal. Við höfum heyrt ýmis sjónarmið yfir samningaborðið og við munum auðvitað bregðast við þeim og ég vænti þess að viðræður næstu viku verði uppbyggilegar og markmið aðila verði það sama, að ganga frá kjarasamningi.“ Hann segir ágætt að samningsað- ilar andi með nefinu yfir helgina en vinnanmuni halda áfram á nýjan leik á þriðjudaginn. Fundurinn góður Daginn eftir að Seðlabankinn til- kynnti um stýrivaxtahækkunina á miðvikudaginn voru samningsaðilar kallaðir á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín segir mjög miður að VR hafi slitið viðræðunum. „Fundurinn með forystumönnum var baramjög góður og þar fór ég yfir hvað stjórnvöld geta gert til þess að leggja sitt af mörkum og greiða fyr- ir lausn. En auðvitað er það þannig að fyrst þurfa samningsaðilar að ná saman áður en stjórnvöld koma að,“ segir Katrín. Staðankrefjandi og viðkvæm lFlóknar og erfiðar kjaraviðræður framundanlRagnar Þór útilokar ekki verk- föll fyrir áramótlGrundvallarkrafa að auka kaupmáttlYtra umhverfi óhagfellt Hólmfríður María Ragnhildardóttir Þorsteinn Ásgrímsson Urður Egilsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KjaraviðræðurKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mjög miður að VR hafi slitið viðræðunum. Hún hafi átt góðan fund með forystumönnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg DómurMennirnir mæltu sér mót til að eiga í fíkniefnaviðskiptum. Milduðudómvegna manndráps af gáleysi Landsréttur mildaði í gær dóm yfir Dumitru Calin, rúmenskum karlmanni á þrítugsaldri, sem hafði áður hlotið þriggja og hálfs árs dóm í héraði fyrir manndráp af gáleysi og fleiri brot. Var það vegna andláts Daníels Eiríkssonar sem lést eftir að hann hafði dregist með bíl Calins í um 14 metra, en Calin ók bílnum á 15-20 kílómetra hraða á bílastæði við Vindakór í Kópavogi. Ákæruvaldið vildi að Landsréttur myndi endurskoða niðurstöðu héraðsdóms sem sýknaði Calin af hættubroti. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og var Calin jafnframt sakfelldur fyrir það. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu taldi Lands- réttur rétt að milda dóm Calins úr þriggja og hálfs árs fangelsi í tvö ár. Ásamt fangelsisvistinni var Calin gert að greiða foreldrum Daníels þrjár milljónir króna í miskabæt- ur, rúma milljón króna í útfarar- kostnað og 700 þúsund krónur í málskostnað. Calin var einnig dæmdur fyrir nokkur fleiri brot, m.a. fjársvik og akstur undir áhrif- um fíkniefna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.