Morgunblaðið - 26.11.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 26.11.2022, Síða 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Athygli vekur að karlmaður sem nú situr gæsluvarðhald hefur verið allvirk- ur á samfélagsmiðlum á sama tíma. Halldór Valur Pálsson, forstöðumað- ur fangelsisins á Hólmsheiði, segir fangaverði alltaf bregðast skjótt við í tilfellum sem þessu. Vel sé fylgst með tölvunotkun fanga. Þeir séu þó vægast sagt úrræðagóðir þegar ná þarf sam- bandi við umheiminn. Þeir sem sitja í fangelsum landsins hafa flestir aðgang að tölvum, m.a. til að stunda nám, og er þá fylgst með notkuninni auk þess sem tölvurnar leyfa ekki aðgengi að síðum samfélags- miðla. Líkt ogmeð flest annaðmákom- ast hjá þessum vörnum, hafi menn þá þekkingu sem til þarf. Þetta er þó ekki eina leið fanga til að komast á netið. Halldór Valur segir menn oft ótrúlega hugmyndaríka við þá iðju. Ólíkt því semþekkist í fangelsumer- lendis þá eru fangar hér á landi almennt ekki að smygla inn svokölluðumörsím- um (e.mini phone) semeru á stærð við kveikjara. Ástæðan fyrir því er einföld – fangar á Íslandi hafa aðgengi að símum. Áþessu eru þó undantekningar,minnst tveir farsímar hafa verið gerðir upp- tækir á Litla-Hrauni það sem af er ári. Það sem fangar hafa hins vegar ekki er óheft aðgengi að netinu og því er áhersla lögð á smygl á netbúnaði, s.s. 4G-hnetum. Er um að ræða lítinn en öflugan búnað sem þykir henta vel. Heitur reitur á Hrauninu Halldór Valur segir fanga í minnst eitt skipti hafa fjarlægt bakhlið af sjónvarpi, komið þar fyrir netbúnaði og virkjað neteiginleika sjónvarpsins til að ná sambandi við umheiminn. Eins hafa fangar komið netbúnaði fyrir í fjöltengi, tölvuflakkara, og breytt kaffivél á þann veg að í hvert skipti sem kveikt var á henni virkjaðist netbún- aður um leið. Í raun má segja að allt sé undir í þessum efnum, fangar finni ólíkar leiðir og fangaverðir elta. Fyrir um tíu árum uppgötvaðist að búið var að breyta Litla-Hrauni í svo gott semeinn stóran heitan reit. Höfðu menn þá leigt nærliggjandi hús og sett þar upp endurvarpsstöð fyrir netið og var þessu varpað beint á fangelsið. Á þessum tíma máttu fangar hafa tölv- ur inni í klefum sínum og gátu menn því ótruflaðir vafrað á netinu að vild. Búið er að taka þessi réttindi af föng- um, menn geta ekki verið einir í klefa sínummeð tölvu. Fangaflutningar ein leið inn HalldórValur segir flutning á föngum vera ákveðinn veikleika. Þegar verið sé að flytja menn, t.a.m. í dómsal eða til læknis, skapast oft færi á smygli. Vitað er að fangar hafi fundið netbúnað sembúið var að koma fyrir á salerni og flutt innvortis í fangelsið. Þessi tæki stoppa þó oft stutt við því um leið og grunur vaknar á óleyfilegum búnaði meðal fanga er farið í stranga leit. Erfitt sé að fela það sem fela þarf við slíkar aðstæður. lFangar eru úrræðagóðir þegar ná þarf sambandi við umheiminnlNethnetur fundist í sjónvörpum, kaffivél og fjöltengjumlHús tekið á leigu nærri Litla-Hrauni sem breytti fangelsinu í heitan reit Nethnetur vinsælt smygl fanga Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ljósmynd/Fangelsismálastofnun ríkisins Nettenging Þessi 4G-netbúnaður fannst við gegnumlýsingu en fangi hafði þá komið honum fyrir inni í tölvuflakkara til að vafra á netinu. Síritandi GPS-mælar sem komið var fyrir í svonefndum Almenningum vestan við Siglufjörð á Tröllaskaga sýna miklar hreyfingar á fjallshlíð- um þar sem þjóðvegur liggur um. Skriðutungur, sem þar liggja hátt úr fjöllum og í sjó fram, hafa sýnt hreyfingar allt frá því vegurinn um Almenninga var lagður árið 1967. Mest er hreyfingin milli Hrauns og Al- menningsnafar, en þar hefur vegur- inn á vissum stöðum færst fram um allt að 75 cm frá í sumar. „Vegstæðið er sumstaðar á mikilli hreyfingu,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlis- fræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur umsjón með þessu verkefni. Nákvæmar upplýsingar Vegagerðin og Jarðvísindastofnun HÍ standa saman að rannsóknar- og vöktunarverkefni í Almenningum og í því skyni var neti GPS-mæla komið upp í Almenningum. Þeir mæla stöðuna frá einni mínútu til annarrar svo ekkert fer á milli mála. Áður voru mælingar þessar gerðar einu sinni á ári, en með núverandi mælakerfi fást mun nákvæmari upplýsingar. Slíkt þarf líka að vera, því hættan í Almenningum er þekkt og velt hefur verið upp hve lengi vegurinn haldi. „Þegar mest er hefur vegurinn í Almenningum skriðið fram um þrjá sentimetra á dag. Slíkt hefur þá ver- ið í kjölfar mikilla rigninga. Þegar lengri tímabil eru undir sýna mæl- ingar mjög mikla hreyfingu, sam- anber að vegurinn þarna færðist til um heila tvo metra milli áranna 2019 og 2020. Fyrir vikið er ógerlegt að setja slitlag þarna á allan veg- kaflann, enda myndi það skemmast á skömmum tíma. Á vegstæðinu er mikil mismunarhreyfing,“ segir Halldór. Úrkomuþungi að aukast Hve mikil úrkoman er á þessum slóðum á Tröllaskaganum segir Halldór að eigi mjög stóran þátt í þessari framvindu í Almenningum. „Vegna loftslagsbreytinga eru öfgar í veðurfari miklar og úrkomuþungi að aukast. Hve hratt berghlaup og skriður þarna falla fram mun því halda áfram að óbreyttu og því þarf að bregðast við,” segir Halldór. Stöðug þróun Ítarlega er fjallað um framskriðið í Almenningum í nýlegu tölublaði Framkvæmdafrétta sem Vegagerðin gefur út. Þar segir að vandamál þetta hafi verið til staðar alveg frá því að Siglufjarðarvegur var lagður á þessum slóðum árið 1967, það er jafnhliða því að Strákagöng voru tekin í notkun. Þar segir að mæl- ingarnar nú séu afar þýðingarmikl- ar, m.a. í því skyni að tengja megi orsakir þeirra við veðurfar – eins og margt bendir til að sé. Rannsóknir þessar hafi að undanförnu sýnt að þróun þessi sé stöðug og eigi sér stað á löngu tíma, fremur en að veg- urinn sé að skríða fram í stökkum eða mjög skyndilega. Þetta sjáist með mælitækjunum, en frá þeim berast upplýsingar til vísindamanna og Vegagerðar nánast á rauntíma. „Fyrstu niðurstöður þessara mælinga sýna að meginhluti berghlaupanna er á hreyfingu, en hreyfingin er þó mjög mismikil milli svæða,” segir í Framkvæmdafrétt- um um þennan veg. lFærst fram um 75 cm síðan í ágústlSíritandi mælar Vegstæðið í Almenn- ingum er á hreyfingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siglufjarðarvegur Bylgjur eru í veginum sem breytist hratt, eins og mælingar jarðvísindamanna sýna. Ljóst þykir að bregðast þarf við. Fjær sést gamli vegurinn um Mánárskriður sem umferð var tekin af fyrir margt löngu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Halldór Geirsson „Lítri af bensíni er nú 50 krónum dýrari en í byrjun ársins, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé í þessari viku á svipuðu róli og þá. Heimsmarkaðsverðið eruppreiknað með gengi íslensku krónunnar gagnvart bandaríkjadal,“ segir í til- kynningu frá Félagi bifreiðaeigenda í tilefni svarts föstudags í gær. Þar segir að í janúar hafi fullt útsöluverð hjá N1 verið um 280 krónur en nú er það 333 krónur. „Ís- lensku olíufélögin hækkuðu reglu- lega útsöluverð á bensíni og dísilolíu þegar heimsmarkaðsverð hækkaði eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í sumar fór heimsmarkaðsverð hratt lækkandi, en lítraverð hér á landi fylgdi rólega eftir og hefur nánast staðið í stað frá því í byrjun septem- ber. Síðan í sumar hefur lítraverð á bensíni hjá Q8 í Danmörku aftur á móti lækkað um 60 krónur, úr 330 krónum í 270 og þannig fylgt lækk- un heimsmarkaðsverðs í einu og öllu. Skattar á bensín í Danmörku eru heldur hærri í krónum á lítra en hér á landi,“ segir í tilkynningunni. lBensínlítrinn kostar 333 krónur „Svart svínarí“ olíufélaganna Þróun bensínverðs á Íslandi og í Danmörku Frá 1. maí til 24. nóvember 2022 maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. 120 110 100 90 80 355 345 325 305 285 265 USD/tunnu kr./líter hjá N1Brent hráolíuverð, USD/tunnu Bensínverð á Íslandi* Bensínverð í danmörku** *Hjá N1 á Íslandi *Hjá Q8 í Danmörku Heimild/grafík: FÍB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.