Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
Innlent14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
BEYONDAIR
H. Jacobsen ehf. | Reykjavíkurvegi 66, 220 Hfj.
Kíktu á beyondair.is
Ný tækni í
loftgæðum
• Tækið líkir eftir loftinu utandyra
• Notar súrefni og raka úr loftinu
• Breytir þeim í öflug oxuð vatnsmólíkúl
• Hlutleysir örverur í loftinu og á yfirborði
• Eyðir vírusum, bakteríum, myglu og fl.
„Það er búið að vera nóg að gera yfir
leikjunum. Ég held að það megi segja
að það sé bara kærkomið að fá HM í
fótbolta að vetri til. Það er öðruvísi,
en gaman,“ segir Ingvar Svendsen,
veitingamaður á American Bar í
Austurstræti.
Margir hafa gert sér ferð á sport-
bari til að fylgjast með leikjum á HM
í knattspyrnu karla sem nú fer fram
í Katar. Mótið hefur verið umdeilt
en eftir að flautað var til leiks hefur
stemningin smám saman verið að
aukast. Þetta merkja veitingamenn,
einkum og sér í lagi þegar stærri
þjóðirnar mæta til leiks.
Ingvar segir að leikirnir á HM séu
frábær viðbót nú í nóvember sem oft-
ast þurfi að líða fyrir að margir huga
að undirbúningi jólanna og ungt fólk
sé í prófum. „Ég held að það verði allt
fullt um helgina,“ segir veitingamað-
urinn kokhraustur. Og það kannski
ekki að ástæðulausu því margir
stórir leikir eru á dagskrá. Veislan
hófst í gærkvöldi með leik Englands
og Bandaríkjanna og þegar Morgun-
blaðið ræddi við Ingvar ummiðjan
daginn bjóst hann við sérstaklega
góðri mætingu á þann leik. Það er því
ekki ólíklegt að talsvert hafi farið af
kjúklingavængjum og hamborgurum
ofan í gesti og eitthvað af bjór með.
„Við höfum fengið allra þjóða kvik-
indi hingað í vikunni eftir því hvaða
leikir hafa verið; Ameríkanar eru
alltaf duglegir að mæta, Bretarnir
líka og eins Frakkar. Svo hafa ein-
hverjir Portúgalir og Spánverjar látið
sjá sig líka,“ segir Ingvar.
Tveir stórleikir eru á dagskrá í
dag. Danir mæta Frökkum klukk-
an 16 og klukkan 19 er komið að
Mexíkó og Argentínu. Á morgun
er kvöldleikurinn afar mikilvægur
leikur Þjóðverja og Spánverja. Helgi
Guðmundsson, aðstoðarrekstrar-
stjóri á Ölveri í Glæsibæ, býst við
að margir leggi leið sína þangað um
helgina. „Ég trúi ekki öðru en að það
verði rosa góð mæting. Við fundum
það í gær þegar Brasilía var að spila
að stemningin er smám saman að
magnast. Það hefur verið fínasta
stemning hérna í vikunni, sérstak-
lega hjá stóru þjóðunum. Til dæmis
þegar England er að spila, það eru
margir vitleysingar semmæta þá,“
segir hann og skellir upp úr. „Það
verður tómt stuð og fjör um helgina
og svo þegar kemur að síðustu um-
ferðinni í riðlakeppninni, þegar tveir
leikir verða á sama tíma, mun þetta
springa í tætlur. Veislan heldur svo
áfram í milliriðlunum.“
lMargir fylgjastmeð leikjunumáHMá sportbörum, einkumþegar stóru þjóðirnar eru að keppa
lTveir stórleikir eru í dag og búist viðmargmennil„Springur í tætlur“ þegar líður ámótið
Stemninginmagnast smám saman
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Á vaktinni Það var þéttsetinn bekkurinn á Ölveri á fimmtudagskvöld þegar Brasilía og Serbía mættust. Veitingamenn eru búnir undir annasama helgi.
AFP/Adrian Dennis
GleðiDanskir áhorfendur eru mættir til Katar og þessi var svo heppinn að
fá markmannshanska Kaspers Schmeichels eftir leikinn gegn Túnis.
AFP/Anne-Christine Poujoulat
Gulir og glaðir Það vantar sjaldan upp á stuðninginn þegar Brasilíumenn
mæta til leiks á HM. Hér fagna þeir eftir leikinn gegn Serbíu.
Rafbílavæðing
Landspítala
Allir bílar
Landspítalans
verða orðnir
rafknúnir á
fyrri hluta
næsta árs,
2023.
Um fjörutíu
bíla er að ræða
og með þessu
er verið að
hraða orku-
skiptum í bílaflota spítalans.
Eru fyrstu fimm bílarn-
ir komnir en síðasta vor var
útboð á fyrstu sautján bif-
reiðunum.
Orkuskiptin eiga að draga úr
kolefnisspori spítalans, rekstr-
arkostnaði, loftmengun og
gjaldeyrisnotkun. Áætlað er að
árlega muni losun CO2-ígilda
minnka um 100 tonn. Frá því
að Landspítalinn setti sér lofts-
lagsmarkmið árið 2016 hefur
dregið úr losun um 40%. Eru
orkuskiptin einn liður í því.
Bíll Landspítalinn
við Hringbraut.