Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 16

Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 16
FRÉTTIR Innlent16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 95 ÁRA AFMÆLISGANGA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Gengið á Stóra-Hrút í Geldingadölum og heim Meradali Gangan hefst kl. 10 frá bílastæði norðan Ísólfsskála og tekur 4-5 klst. Fararstjórar eru Tómas Guðbjartsson, Auður K. Ebenesardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Sérstakur gestur er Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands - sem fræðir göngufólk um jarðfræði svæðisins. Mætið vel útbúin til gönguferðar, í útivistarfatnaði og í góðum skóm, með bakpoka og nesti til göngunnar. Ferðafélag Íslands / Mörkinni 6 - 108 Reykjavík / sími (+354) 568 2533 / netfang fi@fi.is / heimasiða www.fi.is Sunnudaginn 27. nóvember 2022 ÖLL VELKOMIN ÓKEYPIS AÐGANGUR Lava Show hefur opnað sýningu á Grandanum í Reykjavík. Hún kemur til viðbótar við hraunsýn- ingu sem opnuð var í Vík í Mýrdal haustið 2018. Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson fengu hugmyndina þegar þau sáu hraunfossinn frá gosinu á Fimm- vörðuhálsi 2010 og settu Lava Show á stofn eftir mikinn undirbúning. „Það er töluverður munur á sýningunum í Vík og í Reykjavík,“ segir Ragnhildur. „Bráðið hraun er í aðalhlutverki í báðum sýningunum en við segjum aðra sögu í Vík en í Reykjavík. Þetta eru tvær sjálfstæð- ar sýningar.“ Lögð er áhersla á eldvirkni á svæðinu í kringum höfuðborgar- svæðið á sýningunni í Reykjavík og einnig eldgos á öllu landinu. „Við gerum þar grein fyrir stærstu eld- gosum Íslandssögunnar og hvernig það var fyrir landnámsmennina að koma hingað frá svæðum sem voru steindauð hvað eldvirkni varðar. Það varð mjög stórt eldgos í Eldgjá um 50 árum eftir landnámið,“ segir Ragnhildur. „Við fjöllum sérstaklega um Reykjanesskagann sem jarð- fræðingar segja að sé nú vaknaður af værum blundi. Þar er uppspretta nær alls hrauns á höfuðborgar- svæðinu.“ Lava Show-sýningin er á ensku en Ragnhildur segir að ætlunin sé að þýða hana á íslensku og geta þá boðið upp á íslenskar sýningar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti orðið skemmtileg sýning jafnt fyrir alla fjölskylduna og nemendur. Okk- ur langar einnig í aukið samstarf við háskólasamfélagið.“ Hún segir að þótt Íslendingar séu vanir hrauni og hafi margir séð eldgos hafi fáir komist í slíkt návígi við glóandi hraun sem sýningin býður upp á. Sýningin í Vík snýst um svæðið í kringum Mýrdalinn og sérstaklega Kötlu. Gestum er sagt frá flóttaá- ætlun sem tekur gildi ef kemur til Kötlugoss, bæði hvað varðar íbúa á svæðinu og eins ferðamenn. Það vekur mikla athygli. Einnig er sögð saga Jóns Gíslasonar frá Norður- hjáleigu í Álftaveri, langafa Júlíusar Inga sem stofnaði Lava Show ásamt Ragnhildi. Jón var að smala fé á Mýrdalssandi þegar Katla gaus 1918 og slapp hann naumlega undan jökulhlaupinu. Í Vík er einnig lögð áhersla á samspil elds og íss, því Katla er undir Mýrdalsjökli. lNý sýning áGrandameð áherslu á höfuðborgarsvæðið og stærstu eldgos ÍslandssögunnarlÁ sýninguLavaShow íVík er lögð áhersla áKötlulGestir komast í návígi við glóandi hraunrennsli Daglegt hraunrennsli í Reykjavík Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Lava ShowNý sýning hefur verið opnuð við Fiskislóð á Granda í Reykjavík. Þar rennur glóandi hraun sem er brætt með grænumetani frá Sorpu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.