Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Innlent16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 95 ÁRA AFMÆLISGANGA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Gengið á Stóra-Hrút í Geldingadölum og heim Meradali Gangan hefst kl. 10 frá bílastæði norðan Ísólfsskála og tekur 4-5 klst. Fararstjórar eru Tómas Guðbjartsson, Auður K. Ebenesardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Sérstakur gestur er Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands - sem fræðir göngufólk um jarðfræði svæðisins. Mætið vel útbúin til gönguferðar, í útivistarfatnaði og í góðum skóm, með bakpoka og nesti til göngunnar. Ferðafélag Íslands / Mörkinni 6 - 108 Reykjavík / sími (+354) 568 2533 / netfang fi@fi.is / heimasiða www.fi.is Sunnudaginn 27. nóvember 2022 ÖLL VELKOMIN ÓKEYPIS AÐGANGUR Lava Show hefur opnað sýningu á Grandanum í Reykjavík. Hún kemur til viðbótar við hraunsýn- ingu sem opnuð var í Vík í Mýrdal haustið 2018. Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson fengu hugmyndina þegar þau sáu hraunfossinn frá gosinu á Fimm- vörðuhálsi 2010 og settu Lava Show á stofn eftir mikinn undirbúning. „Það er töluverður munur á sýningunum í Vík og í Reykjavík,“ segir Ragnhildur. „Bráðið hraun er í aðalhlutverki í báðum sýningunum en við segjum aðra sögu í Vík en í Reykjavík. Þetta eru tvær sjálfstæð- ar sýningar.“ Lögð er áhersla á eldvirkni á svæðinu í kringum höfuðborgar- svæðið á sýningunni í Reykjavík og einnig eldgos á öllu landinu. „Við gerum þar grein fyrir stærstu eld- gosum Íslandssögunnar og hvernig það var fyrir landnámsmennina að koma hingað frá svæðum sem voru steindauð hvað eldvirkni varðar. Það varð mjög stórt eldgos í Eldgjá um 50 árum eftir landnámið,“ segir Ragnhildur. „Við fjöllum sérstaklega um Reykjanesskagann sem jarð- fræðingar segja að sé nú vaknaður af værum blundi. Þar er uppspretta nær alls hrauns á höfuðborgar- svæðinu.“ Lava Show-sýningin er á ensku en Ragnhildur segir að ætlunin sé að þýða hana á íslensku og geta þá boðið upp á íslenskar sýningar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti orðið skemmtileg sýning jafnt fyrir alla fjölskylduna og nemendur. Okk- ur langar einnig í aukið samstarf við háskólasamfélagið.“ Hún segir að þótt Íslendingar séu vanir hrauni og hafi margir séð eldgos hafi fáir komist í slíkt návígi við glóandi hraun sem sýningin býður upp á. Sýningin í Vík snýst um svæðið í kringum Mýrdalinn og sérstaklega Kötlu. Gestum er sagt frá flóttaá- ætlun sem tekur gildi ef kemur til Kötlugoss, bæði hvað varðar íbúa á svæðinu og eins ferðamenn. Það vekur mikla athygli. Einnig er sögð saga Jóns Gíslasonar frá Norður- hjáleigu í Álftaveri, langafa Júlíusar Inga sem stofnaði Lava Show ásamt Ragnhildi. Jón var að smala fé á Mýrdalssandi þegar Katla gaus 1918 og slapp hann naumlega undan jökulhlaupinu. Í Vík er einnig lögð áhersla á samspil elds og íss, því Katla er undir Mýrdalsjökli. lNý sýning áGrandameð áherslu á höfuðborgarsvæðið og stærstu eldgos ÍslandssögunnarlÁ sýninguLavaShow íVík er lögð áhersla áKötlulGestir komast í návígi við glóandi hraunrennsli Daglegt hraunrennsli í Reykjavík Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Lava ShowNý sýning hefur verið opnuð við Fiskislóð á Granda í Reykjavík. Þar rennur glóandi hraun sem er brætt með grænumetani frá Sorpu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.