Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 20
FRÉTTIR Innlent20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Tímapantanir 544 5151 biljofur.is Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Listmunauppboð nr. 120 Forsýning verka í Fold uppboðshúsi OPIÐ ALLA HELGINA KL. 12–16 JÓLAUPPBOÐ síðasta stóra uppboð ársins – í sal mánudaginn 28. nóvember kl. 18:30 Jóhannes S. Kjarval Sv av ar G uð na so n Ís le ifu r K on rá ðs so n Einnig er hægt að skoða verkin á vefnum uppbod.is Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar frá næstu áramót- um. Tekur hann við af Þórhalli Ólafssyni sem lætur af störfum vegna aldurs. Jón er í dag fagstjóri aðgerðamála hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra en var áður fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 2013 til 2021. Hann á að baki nám við Lögreglu- skólann og var í lögreglunni á Vestfjörðum frá 1993-2009. Jón er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Jón Svanberg tekur við Neyðarlínunni Jón Svanberg Hjartarson Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár var kynnt á íbúafundi í gær, föstudag. Þar kom m.a. fram í kynningu Sigurjóns Andréssonar bæjarstjóra: „Fjárhagsáætlun næsta árs endurspeglar rétta forgangsröðun og ábyrgan rekstur. Við ætlum að efla grunnþjónustu við íbúana og áfram að forgangsraða fjármunum í skóla- og velferðamál. Þá verður ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum eins og malbikun gatna, gerð göngu- og hjólastíga og nýja leikvelli ásamt endurnýjun eldri leik- valla. Framkvæmdir á viðbyggingu við glæsilegan leikskóla okkar, Sjónarhól, verða á árinu, og farið í fjórða áfanga fráveitunnar á Höfn. Á dagskrá er að skipuleggja nýja stóra íbúðabyggð og vinna við nýtt aðal- skipulag er að hefjast. Ný slökkvi- bifreið bætist í flota slökkviliðsins á árinu sem stórbætir tækjabúnað slökkviliðsins og eykur öryggi sam- félagsins. Við munum keppast við að stilla öllum álögum og gjöldum í hóf og lækkum fasteigaskatt á íbúðar- húsnæði um 10%. Í dag fögnum við svo að framkvæmdir eru hafnar við stækkun hjúkrunarheimilisins og nýja veglínu yfir Hornafjarðarfljót.“ Árshátíð grunnskólansmeð vandaðri dagskrá og umgjörð fór fram í íþróttahúsinu. Þetta er fjölsóttasta fjölskylduskemmtun sem fram fer í héraðinu og stóð undir öllum væntingum eins og undanfarin ár en um 650 áhorfendur mættu á hátíðina. Allir nemendur skólans tóku annaðhvort þátt í undirbún- ingnum eða fóru á svið í sýningunni. Sýningin var unnin upp úr teikni- myndinni Coco sem fjallar um dag hinna dauðu og hvernig við í lifanda lífi eigum að minnast þeirra sem fallnir eru með gleði í hjarta. Hafdís Hauksdóttir leiklistarkennari samdi handritið og leikstýrði sýningunni en Sigurlaug Björnsdóttir sá um tónlistina. Bókin Félag unga fólksins er nýútkomin og fjallar um sögu Ung- mennafélagsins Sindra á Hornafirði, frá stofnun félagsins 1934 til ársins 1966. Í bókinni kemur vel fram hversu félagið hafði mikil og víðtæk áhrif á samfélagið. Lýsandi dæmi um það áræði sem bjó í félagsmönnum og sterka framtíðarsýn þeirra er stofnun unglingaskóla. Nemendur skólans skipuðu sjálfir skólastjórnina og báru ábyrgð á rekstri hans. Sömuleiðis má nefna byggingu samkomuhúss, Samkomubraggans, allt í sjálfboða- vinnu, þar sem fram fóru bíósýningar, leiksýningar og annað skemmtana- hald. Höfundur bókarinnar er Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur sem m.a. skrifaði Sögu Hafnar og aldarsögu Hæstaréttar Íslands. Félag eldri Hornfirðinga fagnar 40 ára starfsafmæli í ár sem verður fagnað á Hafinu 1. desember sem er stofndagur félagsins. Starfsemi félagsins hefur frá upphafi einkennst af fjölbreyttu og þróttmiklu starfi og góðri þátttöku félagsmanna. Aðstæður fyrir starfsemina eru sérstaklega góðar í Ekrunni. Flestir dagar vikunnar eru fullbókaðir með fjölbreyttu framboði af afþreyingu. Ekki má gleyma ferðum sem félagið hefur staðið fyrir innan- og utan- lands. Í tilefni af þessum tímamótum verður gefið út veglegt afmælisrit með yfirliti um starfsemina. Ritstjóri þess er Sigurður Hannesson. Efla grunnþjónustu við íbúana Morgunblaðið/Albert Eymundsson Skemmtun Árshátíð grunnskólans fór nýverið fram í íþróttahúsinu. Um 650 manns mættu og horfðu á frábær atriði krakkanna. ÚRBÆJARLÍFIN Albert Eymundsson Höfn í Hornafirði U Morgunblaðið/Ómar Hornafjörður Sveitarfélagið hefur kynnt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ráðist verður í miklar fjárfestingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.