Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 20
FRÉTTIR Innlent20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Tímapantanir 544 5151 biljofur.is Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Listmunauppboð nr. 120 Forsýning verka í Fold uppboðshúsi OPIÐ ALLA HELGINA KL. 12–16 JÓLAUPPBOÐ síðasta stóra uppboð ársins – í sal mánudaginn 28. nóvember kl. 18:30 Jóhannes S. Kjarval Sv av ar G uð na so n Ís le ifu r K on rá ðs so n Einnig er hægt að skoða verkin á vefnum uppbod.is Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar frá næstu áramót- um. Tekur hann við af Þórhalli Ólafssyni sem lætur af störfum vegna aldurs. Jón er í dag fagstjóri aðgerðamála hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra en var áður fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 2013 til 2021. Hann á að baki nám við Lögreglu- skólann og var í lögreglunni á Vestfjörðum frá 1993-2009. Jón er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Jón Svanberg tekur við Neyðarlínunni Jón Svanberg Hjartarson Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár var kynnt á íbúafundi í gær, föstudag. Þar kom m.a. fram í kynningu Sigurjóns Andréssonar bæjarstjóra: „Fjárhagsáætlun næsta árs endurspeglar rétta forgangsröðun og ábyrgan rekstur. Við ætlum að efla grunnþjónustu við íbúana og áfram að forgangsraða fjármunum í skóla- og velferðamál. Þá verður ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum eins og malbikun gatna, gerð göngu- og hjólastíga og nýja leikvelli ásamt endurnýjun eldri leik- valla. Framkvæmdir á viðbyggingu við glæsilegan leikskóla okkar, Sjónarhól, verða á árinu, og farið í fjórða áfanga fráveitunnar á Höfn. Á dagskrá er að skipuleggja nýja stóra íbúðabyggð og vinna við nýtt aðal- skipulag er að hefjast. Ný slökkvi- bifreið bætist í flota slökkviliðsins á árinu sem stórbætir tækjabúnað slökkviliðsins og eykur öryggi sam- félagsins. Við munum keppast við að stilla öllum álögum og gjöldum í hóf og lækkum fasteigaskatt á íbúðar- húsnæði um 10%. Í dag fögnum við svo að framkvæmdir eru hafnar við stækkun hjúkrunarheimilisins og nýja veglínu yfir Hornafjarðarfljót.“ Árshátíð grunnskólansmeð vandaðri dagskrá og umgjörð fór fram í íþróttahúsinu. Þetta er fjölsóttasta fjölskylduskemmtun sem fram fer í héraðinu og stóð undir öllum væntingum eins og undanfarin ár en um 650 áhorfendur mættu á hátíðina. Allir nemendur skólans tóku annaðhvort þátt í undirbún- ingnum eða fóru á svið í sýningunni. Sýningin var unnin upp úr teikni- myndinni Coco sem fjallar um dag hinna dauðu og hvernig við í lifanda lífi eigum að minnast þeirra sem fallnir eru með gleði í hjarta. Hafdís Hauksdóttir leiklistarkennari samdi handritið og leikstýrði sýningunni en Sigurlaug Björnsdóttir sá um tónlistina. Bókin Félag unga fólksins er nýútkomin og fjallar um sögu Ung- mennafélagsins Sindra á Hornafirði, frá stofnun félagsins 1934 til ársins 1966. Í bókinni kemur vel fram hversu félagið hafði mikil og víðtæk áhrif á samfélagið. Lýsandi dæmi um það áræði sem bjó í félagsmönnum og sterka framtíðarsýn þeirra er stofnun unglingaskóla. Nemendur skólans skipuðu sjálfir skólastjórnina og báru ábyrgð á rekstri hans. Sömuleiðis má nefna byggingu samkomuhúss, Samkomubraggans, allt í sjálfboða- vinnu, þar sem fram fóru bíósýningar, leiksýningar og annað skemmtana- hald. Höfundur bókarinnar er Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur sem m.a. skrifaði Sögu Hafnar og aldarsögu Hæstaréttar Íslands. Félag eldri Hornfirðinga fagnar 40 ára starfsafmæli í ár sem verður fagnað á Hafinu 1. desember sem er stofndagur félagsins. Starfsemi félagsins hefur frá upphafi einkennst af fjölbreyttu og þróttmiklu starfi og góðri þátttöku félagsmanna. Aðstæður fyrir starfsemina eru sérstaklega góðar í Ekrunni. Flestir dagar vikunnar eru fullbókaðir með fjölbreyttu framboði af afþreyingu. Ekki má gleyma ferðum sem félagið hefur staðið fyrir innan- og utan- lands. Í tilefni af þessum tímamótum verður gefið út veglegt afmælisrit með yfirliti um starfsemina. Ritstjóri þess er Sigurður Hannesson. Efla grunnþjónustu við íbúana Morgunblaðið/Albert Eymundsson Skemmtun Árshátíð grunnskólans fór nýverið fram í íþróttahúsinu. Um 650 manns mættu og horfðu á frábær atriði krakkanna. ÚRBÆJARLÍFIN Albert Eymundsson Höfn í Hornafirði U Morgunblaðið/Ómar Hornafjörður Sveitarfélagið hefur kynnt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ráðist verður í miklar fjárfestingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.