Morgunblaðið - 26.11.2022, Page 22

Morgunblaðið - 26.11.2022, Page 22
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Glaðningur fyrir tvo, Rómantík á flottu hóteli, Dekurstund, Gourmet á glæsilegum veitingastað, Bröns fyrir tvo og Kósý kvöld eru meðal vinsælla Óskaskrína. Gefðu upplifun í öskju. Fæst í Pennanum Eymundsson, Hagkaup og á oskaskrin.is. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is ÓSKASKRÍN GEFUR SVOMARGT ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum og rifjar upp manntal frá árinu 2011. Þá hafi niðurstaðan verið sú að íbúar landsins væru að líkindum oftaldir um fjögur þúsund manns en í nýja manntalinu fyrir árið 2021 hafi talan hækkað í tíu þúsund manns. „Hins vegar var ekki sömu aðferð beitt í manntalinu 2011 og því er líklegt að íbúafjöldinn hafi þá verið meira ofmetinn en um þau ríflega fjögur þúsund sem niðurstöður þess gáfu til kynna. Þegar síðasta íbúðaþarfagreining HMS var gerð var ljóst að mann- fjöldaspáin væri ekki ýkja nákvæm, sérstaklega til lengri tíma. Við höfum því verið í samtali við Hagstofuna um að styrkja grunninn fyrir þessa greiningu,“ segir Þorsteinn. Vísbending um fjölgun Þrátt fyrir þessa annmarka segir Þorsteinn að ársfjórðungslegar töl- ur Hagstofunnar gefi góða mynd af íbúaþróuninni almennt. Og þar með hvernig íbúðaþörfin sé að þróast. „Mesta óvissan ríkir um hvað telst vera einhvers konar núllstaða. Síðastliðið vor mátum við stöðuna svo að fyrir hendi væri óuppfyllt þörf fyrir 4.500 íbúðir. Og ef mann- fjöldinn er ofmetinn þá er þessi óuppfyllta þörf hugsanlega eitthvað minni.“ – Hvaða áhrif hefði það á þetta mat ef íbúar landsins reynast vera tíu þús- und færri en ætlað var? „Miðað við að íbúafjölgunin hafi verið ofmetin um samtals fimm þús- und manns frá árinu 2016, þegar við tókum núllpunktinn, og að 2,5 búi að jafnaði á meðalheimili, gæti það þýtt að óuppfyllt íbúðaþörf sé ofmetin um 2.000 íbúðir.“ Haldið áfram að byggja – Samkvæmt þessu gæti vantað 2.500 en ekki 4.500 íbúðir ámarkaðinn til að mæta uppsafnaðri þörf. Hvernig á þá að lýsa stöðunni á íbúðamarkaði? „Ég held að þaðmegi lýsa stöðunni þannig að ef uppbygging íbúða helst í hendur við fólksfjölgun, sem við telj- ummiðað við spár gefa til kynna þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir, að þá séum við í ágætismálum. Hætta felst hins vegar í því að ekki verði litið svo á að um sé að ræða tímabundið fall í eftirspurn, í kjölfar þess að íbúðaverð og vextir hafa hækkað. Aftur skapist ófremdarástand Vegna þess verði dregið úr upp- byggingu og aftur myndist ófremdar- ástand skorts eftir nokkur ár, þegar vextir fara að lækka. Svo að skilaboð okkar til verktaka eru einfaldlegaþessi: Haldið ykkar strikimeð aðbyggja. Þótt íbúðum til sölu sé að fjölga tímabundið er það ekki vísbending um að íbúðir í landinu séu ofmargar,“ segirÞorsteinn Arnalds að lokum. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), segir hugsanlega tilefni til að endurmeta áætlaða íbúðaþörf á Íslandi. Hún kunni að vera ofmetin um 2.000 íbúðir. Tilefnið er umræða um að íbúa- fjöldi landsins hafi verið ofmetinn. Samkvæmt nýju manntali Hag- stofunnar, sem kynnt var í síðustu viku, bjuggu um 359 þúsund manns á landinu í byrjun síðasta árs, eða um 10 þúsund færri en áður var áætlað. Þorsteinn segir að mörgu að hyggja í þessu samhengi. Meðal annars hafi efnahagsaðstæður á hverjum tíma áhrif á eftirspurn eftir íbúðum. „Vandinn við íbúðaþarfagreiningu er að hún er ekki mæling á mark- aðsaðstæðum hverju sinni. Hún er í raun tilraun til að meta fjölda heimila og þörf fyrir íbúðir sem mætir þeim fjölda. Svo er það hugtakið þörf. Illa við hugtakið þörf Hagfræðingum er auðvitaðmeinilla við þetta hugtak. Því í huga hag- fræðinga er ekki til þörf án þess að búið sé að verðleggja eitthvað og fólk breytir hegðun sinni eftir því hvernig verð breytist. Þá til dæmis þannig að ungt fólk í foreldrahúsum frestar því að flytja að heiman, ef verðið er hátt, en þörfin fyrir húsnæði er eftir sem áður sú sama.“ Faraldurinn gott dæmi „Við höfum séð dæmi [um áhrif efna- hagsaðstæðna á eftirspurn] undan- farin ár. Kórónuveirufaraldurinn er gott dæmi. Fyrir hann var rætt um að eignum á sölu væri að fjölga og sagt var að ekki þyrfti að byggja svona margar íbúðir. Menn stressuðust upp og drógu úr byggingu íbúða. Svo vit- um við hvað gerðist næst. Vextir voru lækkaðir mikið, eftir að faraldurinn hófst, og allt í einu sprakk þessi þörf út. Ástandið á markaðnum var orðið þannig að það var eins og að síðasta eignin væri að seljast,“ segir Þorsteinn og rifjar upp þegar íbúðir seldust á methraða. Minnir á umræðuna áður Nú sé aftur rætt um að hugsan- lega þurfi ekki að byggja jafn mikið og áætlað hefur verið. Rætt sé um að íbúðum á sölu sé að fjölga og að íbúðaþörfin hafi hugsanlega verið ofmetin, í kjölfar endurskoðunar á íbúafjölda. Vegna þeirrar umræðu sé rétt að rifja upp hvernig íbúðaþörfin sé metin af hálfu HMS. „Hún er með einföldustum hætti metin þannig að horft er á fasteigna- markaðinn og stöðuna og litið svo á að árið 2016 hafi hér um bil verið jafnvægi milli þarfarinnar og fram- boðsins. Síðan er mannfjöldaþróun fylgt frá þeim tíma,“ segir Þorsteinn lTölfræðingur hjá HMS segir endurmat á íbúafjölda landsins jafnframt hafa áhrif á áætlaða íbúðaþörf lSamkvæmt þessu endurmati vantar um 2.500 íbúðir á markaðinn en ekki 4.500 eins og áður var talið Þörfin ofmetin um 2.000 íbúðir? Baldur Arnarson baldura@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Uppbygging Endurmat á íbúðafjölda hefur áhrif á ýmsar áætlanir. 26. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 140.69 Sterlingspund 170.48 Kanadadalur 105.44 Dönsk króna 19.699 Norsk króna 14.163 Sænsk króna 13.493 Svissn. franki 149.22 Japanskt jen 1.0181 SDR 185.4 Evra 146.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.174 Góður gangur á stöðum Hrefnu Sætran l Tekjur Grill- markaðarins námu á síðasta ári um 582,6 millj- ónum króna og jukust um tæpar 260 milljónir á milli ára. Hagnað- ur veitingastaðar- ins nam um 18 milljónum króna. Tekjur Fiskmark- aðarins námu um 353 milljónum króna en staðurinn hagnaðist aðeins um 600 þúsund krónur á árinu. Hrefna Sætran, einn þekktasti matreiðslumaður lands- ins, á meirihluta í báðum veitingastöð- um. Rekstur þeirra beggja hefur gengið vel á liðnum árum þó heimsfaraldur hafi sett strik í reikninginn síðustu tvö ár. Gert er ráð fyrir auknum hagnaði á þessu ári á báðum veitingastöðunum. Hrefna Rósa Sætran STUTT FJÖLDINN ER EKKI ÞEKKTUR Fara úr landi en fá bætur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir stofn- unina hafa tekið upp þá reglu, í kjölfar þess að faraldrinum lauk, að kalla á fólk í viðtöl til að ræða um atvinnumöguleika. „Það er alltaf einhver hluti af hópnum sem kemur ekki. Þá fer hann til frekari rannsóknar. Þannig hefur afskrifast töluverður fjöldi,“ segir Unnur. Alls skráði stofnunin 5.221 atvinnulausan í október og þar af 2.430 erlenda ríkisborgara. Spurð um fjöldann segir hún nákvæmar tölur ekki liggja fyrir. Stofnunin sé að innleiða nýtt tölvukerfi og á meðan séu tölurnar í vinnslu. Spurð hvort því séu líkur til að fólk þiggi atvinnuleysisbætur án þess að vera á landinu segir hún alltaf dæmi um slíkt. Þá bæði er- lendir og íslenskir ríkisborgarar en alltaf séu brögð að því að fólk sé í svartri vinnu en þiggi bætur. Hún segir aðspurð stofnunina hafa heilmiklar heimildir í lögum til að kanna virkni umsækjenda. Þeir hafi unnið sér inn réttindi en þurfi að gangast undir skyldur. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafi gert athugasemdir við að umsækj- endur þurfi að vera á landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.