Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 23
FRÉTTIR
Erlent 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
Kringlunni | Glerártorgi | Skeifunni 8 | Hafnartorg Gallery | casa.is
Spe
FRÍ HEIMSENING
ef verslað er fyrir 4.000 kr.
eða meira í vefverslun.
cktrum.
Íransstjórn for-
dæmir ályktunina
lSkotið ámótmælendur í Zahedan
Íranska utanríkisráðuneytið
fordæmdi í gær ályktun mann-
réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna,
sem Ísland og Þýskaland báru upp,
þar sem óháð rannsókn á ofbeldis-
verkum klerkastjórnarinnar gegn
mótmælendum var sett á fót.
Sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins
að Íran „hafnaði algjörlega“ álykt-
uninni og að hún væri „algjörlega
gagnslaus,“ þar sem Íransstjórn
hefði nú þegar hafið sína eigin rann-
sókn á „atvikum síðustu tveggja
mánaða“. Þá bryti óháð rannsókn
gegn fullveldi Írans og myndu
írönsk stjórnvöld ekki viðurkenna
rannsóknarnefndina.
Þá sagði ráðuneytið einnig að
Þjóðverjar og „viss vestræn ríki“
hefðu gert „strategísk mistök“
með ályktuninni og að ríkin væru
með falskar ásakanir á hendur
Íransstjórn um að hún bryti gegn
réttindum manna, kvenna og barna.
Yfirlýsing utanríkisráðuneytisins
kom sama dag og íranskar öryggis-
sveitir hófu skothríð á mótmælend-
ur eftir föstudagsbænir í borginni
Zahedan, sem er í héraðinu Sístan-
Balúkistan í suðausturhluta Írans.
Var fjöldi mótmælenda sagður hafa
fallið í skothríðinni samkvæmt
heimildum AFP-fréttastofunnar, en
nákvæmar tölur voru ekki tiltækar
í gær. Á myndskeiðum frá mótmæl-
unum má heyra að mótmælendur
lýstu yfir samstöðu sinni með
Kúrdum í norðvesturhluta landsins,
en stjórnvöld hafa beitt sér hvað
harðast gegn þeim frá upphafi
mótmælanna í september.
Norsku mannréttindasamtök-
in Iran Human Rights sögðu að
öryggissveitirnar hefðu notað
þungar vélbyssur til að kveða niður
mótmælin í Zahedan. Talið er að
rúmlega 400 manns hafi nú fallið
fyrir hendi stjórnvalda frá því að
mótmælaaldan hófst í september.
AFP/Giuseppe Cacace
BlóðMótmælin hafa m.a. náð til
HM í Katar, þar sem Íran keppir.
Þannig munu Svíar senda gögn að
verðmæti um 3 milljarðar sænskra
króna í aðstoð til Úkraínumanna,
eða sem nemur um 40,5 milljörðum
íslenskra króna. Er það umtalsverð
aukning frá fyrri aðstoð Svía, en þeir
hafa áður sent hergögn sem voru
samtals að verðmæti um 2milljarðar
sænskra króna, eða um 27milljarðar
íslenskra króna. Í pakkanum nú eru
meðal annars háþróuð loftvarnakerfi,
létt torfærufarartæki og vetrarfatn-
aður og skotheld vesti.
Finnar munu senda hergögn að
verðmæti um 55,6 milljónir evra,
eða sem nemur um átta milljörð-
um íslenskra króna. Er það tæpur
þriðjungur af heildaraðstoð Finna
við Úkraínumenn. Anti Kaikkonen,
varnarmálaráðherra Finnlands, var
hins vegar fámáll í samtali við vef-
miðilinn Euronews um það hvers
konar gögn væri um að ræða. „Það
er finnska leiðin að vera þögull,“
sagði Kaikkonen, en gaf þó til kynna
að Finnar hefðu tekið þaðmeð í reikn-
inginn að vetur er á leiðinni.
Vestrænir hernaðarsérfræðingar
segja að það geti skipt sköpum hvern-
ig herirnir tveir verða útbúnir í vet-
ur, en nú þegar hafa birst myndir og
myndskeið á samfélagsmiðlum sem
virðast sýna hvar hópar rússneskra
hermanna virðast hafa frosið í hel.
Slæmur aðbúnaður meðal rúss-
neskra hermanna gæti því haft mikil
áhrif á getu þeirra til þess að sækja
fram eða verjast í stríðinu á komandi
mánuðum. Breska varnarmálaráðu-
neytið greindi einnig frá því í gær,
að mikill fjöldi þeirra varaliðsmanna
sem kallaðir hefðu verið í rússneska
herinn á síðustumánuðum hefðu ver-
ið sendir á vígstöðvarnar þrátt fyrir
að þeir væru að glíma við alvarleg
veikindi eða heilsubrest.
Þá væri varaliðsmönnunum oft
beitt í verkefni þar sem mannfall
væri mikið, líkt og sókninni að Bak-
hmút eða við að grafa skotgrafir í
Lúhansk-héraði undir stórskotahríð
Úkraínumanna.
Pútín hughreystir mæður
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
hitti í gær 17 mæður hermanna í
Úkraínu og var fundur þeirra sýndur
í beinni sjónvarpsútsendingu. Sagði
Pútín þar að hann deildi sársauka
þeirra sem hefðu misst ástvini sína
í stríðinu, en sagðist um leið ekki sjá
eftir „sérstöku hernaðaraðgerðinni“.
Pútín varaði mæðurnar ennfremur
við því að trúa öllu sem þær læsu um
stríðið á netinu. „Það er ljóst að lífið
er flóknara en það sem sést á sjón-
varpsskjánum eða jafnvel á netinu,
engu er treystandi þar,“ sagði Pútín.
Mæður eru í hávegum hafðar í
Rússlandi, og var litið á fundinn sem
tilraun Pútíns til þess að koma í veg
fyrir vaxandi óánægju með stríðið.
Breska varnarmálaráðuneytið sagði
í gær að rússneski herinn væri að
senda fallhlífarhermenn sína aftur til
vígstöðvanna í Donbass-héruðunum,
jafnvel þótt þeir hefðu nýlega þurft
að flýja frá Kerson-borg og væru enn
að jafna sig eftir brotthvarfið þaðan.
Fallhlífasveitirnar, sem þekktar eru
undir rússnesku skammstöfuninni
VDV, hafa orðið illa úti í Úkraínu-
stríðinu til þessa, en þær urðu fyrir
miklu mannfalli í atlögu Rússa að
Kænugarði, sem og tilraunum þeirra
til að hertaka hafnarborgina Ódessa
á fyrstu vikum og mánuðum styrj-
aldarinnar.
Sagði í yfirlýsingu varnarmála-
ráðuneytisins að bætt hefði verið
fyrir mannfallið með því að senda
varaliðsmenn í sveitirnar, þrátt fyrir
að þaðmyndi draga úr hernaðarstyrk
fallhlífasveitanna. Þámyndu sveitirn-
ar áfram fá verkefni við að verja þá
staði semRússar teldumikilvægasta.
Telur ráðuneytið líklegt að sveit-
irnar verði notaðar annaðhvort til
að styðja við varnir Rússa í kring-
um borgirnar Kreminna og Svatove
í Lúhansk-héraði, eða til að aðstoða
við sóknaraðgerðir Rússa í kringum
Bakhmút í Donetsk-héraði, en Rúss-
ar hafa lagt mikið í sölurnar til að
ná þeirri borg síðustu mánuði, en án
árangurs.
Vetur er á leiðinni
Veturinn í Úkraínumun setja stórt
mark á átökin næstu mánuðina, en
enn var rafmagnslaust í um helm-
ingi Kænugarðs í gær, þrátt fyrir að
lagst hefði verið í miklar viðgerðir á
raforkukerfi borgarinnar eftir árásir
Rússa í vikunni. Hafa óbreyttir borg-
arar meðal annars safnast saman í
matvöruverslunum og annars staðar
þar sem hlýju er að fá.
Vetrarríkið mun þó ekki bara hafa
áhrif á almenning, og hafa vestur-
veldin lagt áherslu á það undanfarið
að senda vetrarfatnað fyrir úkraínska
hermenn. Þannig tilkynntu bæði Sví-
ar og Finnar í fyrradag um að þeir
hygðust senda stóraukna hernaðar-
aðstoð til Úkraínu.
Sendir aftur á vígstöðvarnar
lFallhlífasveitir Rússa komnar til Donbass eftir flóttann frá KersonlSenda
vetrarbúnað til ÚkraínuherslSlæmur aðbúnaður hjá rússneskum hermönnum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
AFP/Alexander Shcherbak
Úkraínustríðið Pútín ræðir hér við áhyggjufullar mæður hermanna í Úkraínu um gang styrjaldarinnar.
ÞÝSKALAND
Viðurkenna
hungursneyðina
sem þjóðarmorð
Þýska þingið stefnir að því að
samþykkja ályktun næsta mið-
vikudag, þar sem hungursneyðin
í Úkraínu á fjórða áratugnum
verði formlega viðurkennd sem
þjóðarmorð.
Þingmenn úr bæði ríkisstjórn-
arflokkunum þremur sem og
kristilegu flokkunum standa
að ályktuninni, en sérstakur
minningardagur verður um
hungursneyðina, sem kölluð er
Holodomor í Úkraínu, í dag.
Hungursneyðin geisaði árin
1932-33, en áætlað er að á bilinu
3,5-5 milljónir manna hafi farist
úr hungri á þeim tíma. Hafa sum-
ir sagnfræðingar raunar áætlað
að allt að tíu milljónir hafi farist
vegna hungursneyðarinnar.
Rússar hafa ávallt neitað því
að hungursneyðin hafi verið af
mannavöldum, og Sovétmenn
þrættu fyrir það fram á níunda
áratuginn að hungursneyð hefði
yfirhöfuð verið í Úkraínu.
Sagnfræðingar á borð við
Timothy Snyder og Anne App-
lebaum hafa hins vegar sagt
að hungursneyðin hafi verið
þjóðarmorð, og að sérstaklega
hafi vakað fyrir Stalín, þáverandi
einræðisherra Sovétríkjanna,
að valda hungri meðal Úkraínu-
manna.
Frans páfi lýsti því yfir á mið-
vikudaginn að hungursneyðin
hefði verið þjóðarmorð af völdum
Stalíns, en rúmenska og írska
þingið samþykktu bæði í vikunni
ályktanir þar sem hungursneyðin
var viðurkennd sem annaðhvort
glæpur eða þjóðarmorð gegn
úkraínsku þjóðinni.
AFP/Forsetaembætti Úkraínu
Holodomor Rishi Sunak, forsætis-
ráðherra Breta, við minnismerki um
hungursneyðina í Kænugarði