Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL46 Glæný verslun Skeifunni 9 Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18 kíktu í heimsókn L i f and i v e r s l un fy r i r ö l l gæ ludýr Helena Rós Sigmarsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum – 50 ára Setjum upp kærleiksgleraugun H elena Rós Sigmars- dóttir er fædd 26. nóv- ember 1972 á fæðingar- deild Landspítalans í Reykjavík, en foreldrar hennar voru búsettir á Selfossi 1972-1973. Fjölskyldan flutti til Þor- lákshafnar 1973 en þegar foreldrar hennar slitu samvistum 1976 fluttu mæðgurnar ásamt yngri tvíbura- bræðrum í Kópavog. „Ég eignaðist fljótlega yndislegan stjúpföður og gekk fyrstu árin í grunnskóla í Laugardalnum áður en fjölskyldan flutti í Mosfellsbæ 1982.“ Helena gekk í Varmárskóla frá 10 ára og þar til grunnskólagöngu lauk fyrir utan eitt ár sem hún tók í Tjarnarskóla. Hún var í sveit í þrjú sumur hjá föðurbróður sínum að Jaðri í Hrunamannahreppi 7-9 ára og svo í Syðstu-Mörk undir Eyja- fjöllum 10-12 ára og eyddi páskum oft í sveitinni. Hún var vinnumaður í sveit 16 ára á Litlu-Ármóti austan við Selfoss. „Eftir grunnskóla lá leiðin í Fjölbraut í Ármúla en sú vist varði ekki lengi. Fljótlega lá leiðin vestur á firði þar sem ég kynntist barns- föður mínum. Við hófum búskap og eignuðumst dótturina Ástríði Rán um sumarið 1992 en leiðir skildu þegar dóttirin var á öðru ári. Þá hóf ég nám í Iðnskólanum í Reykjavík og kláraði tækniteiknun jólin 1995. Á meðan ég var í náminu kynntist ég pabba strákanna minna. Stefnan var sett á arkitektanám í Dan- mörku. Við fluttum til Árósa í janú- ar 1996 en fljótlega kom í ljós að við vorum ekki bara þrjú sem höfðum flutt þar sem laumufarþegar voru í bumbunni og það ekki bara einn heldur tveir. Námið var sett á bið og við fluttum aftur til Íslands um vorið. Eftir að drengirnir fæddust flutti fjölskyldan í Hafnarfjörðinn.“ Helena fékk vinnu hjá lítilli verkfræðistofu, var komin í stjórn foreldrafélagsins í leikskólanum og stjórn tvíburafélagsins sem var blómlegur félagsskapur á þeim tíma. Árið 2007 fór Helena aftur í nám, byrjaði í verkfræði við HR en eftir ár fór hún í lagadeildina við HÍ. Hún kláraði BA í lögfræði um vorið 2012 og masterinn vorið 2014. Stjórnsýsla og opinber innkaup vöktu áhuga hennar og fjallaði meistararitgerðin um þann málaflokk. Hún lauk svo námi til löggildingar fasteigna- og skipasala vorið 2016. „Samhliða námi starfaði ég á fasteignasölu en fékk svo starf hjá gömlu verkfræðistofunni minni og þá sem lögfræðingur. Þar fékk ég frábæra reynslu og innsýn í samningagerð, umhverfismál og sjálfbærni.“ Þá reynslu tók hún með sér þegar hún hóf störf hjá Ríkis- kaupum sumarið 2019, þar sem hún tók við eignasölu ríkisins ásamt öðrum verkefnum. „Haustið 2014 misstum við Ástríði okkar en hún tók líf sitt á Vogi eftir nokkuð snarpa en erfiða viðureign við fíknisjúkdóm. Við tók tímabil þar sem við sáum oft ekki í gegnum þykka sorgarþokuna. Ég leitaði til Nýrrar dögunar og fór í alls kyns stuðningshópa til að gera sorgina léttbærari. Einn dag rataði ég til Birtu landssamtaka foreldra sem misst hafa börn skyndilega. Þar fann ég farveg fyrir sorgarúr- vinnsluna og hitti foreldra sem gáfu mér von um að geta lifað án þessa nístandi sársauka í hjartanu sem yfirtók allt. Ég var komin í stjórn samtakanna árið 2015. Það er kraftur í sorginni og ég var staðráðin í að taka eitthvað jákvætt með mér úr þessum missi úr því sem komið var. Mér fannst mikil- vægt að andlát Ástríðar væri ekki tilgangslaust.“ Árið 2018 var Helena kosin formaður samtakanna eftir að hafa verið gjaldkeri árin á undan. Birta var svo eitt aðildarfélag- anna sem stóð að stofnun Sorgar- miðstöðvar en tilviljun réði því að stofndagurinn bar upp á sama dag og dánardagur Ástríðar, þ.e. 12. september 2019. Á þessum tíma var Helena einnig komin í stjórn Krýsu- víkursamtakanna auk þess að stýra stuðningshópum fyrir aðstandend- ur sem misst hafa í kjölfar fíknisjúk- dóms. Hún leiðir enn stuðningshópa fyrir aðstandendur þeirra sem misst hafa í kjölfar fíknisjúkdóms hjá Sorgarmiðstöð auk þess að vera í stjórn Birtu landssamtaka. „Ég er einnig ótrúlega stolt af því að hafa átt þátt í því að koma á sorgarorlofi fyrir foreldra sem misst hafa barn undir 18 ára, það er bara byrjunin á því að styðja við syrgjendur. Við höfum gert ýmislegt til að halda minningu Ástríðar á lofti og sem dæmi má nefna að við komum á fót Minningarsjóði Ástríðar Ránar, Týra og Bimbó. Við höfum komið fram í sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum og sagt söguna okkar, hlaupið í Reykjavíkurmara- þoninu og safnað áheitum sem við höfum látið ganga til ungra einstaklinga sem hafa farið út af brautinni, haldið erindi, stutt við Bergið Headspace stuðningssetur fyrir ungt fólk og fleira. Svo lifir minningin hennar Ástríðar alltaf í litla guttanum hennar sem hefur fengið mörg skemmtileg karakter- einkenni frá móður sinni. Það er svo mikilvægt að uppræta fordóma gagnvart þeim sem þjást af fíknisjúkdómi. Það gerum við t.d. með því að fræða, spyrja og sýna skilning, setja upp kærleiksgler- augun og vekja athygli á því hversu alvarlegur þessi sjúkdómur er. Við fjölskyldan förum í skíðafrí, spilum golf, ferðumst eins og við höfum tök á og minnum okkur á að lífið er núna. Við eigum líka yndis- legan vinahóp sem hefur staðið með okkur og hefur haldið okkur á floti. Tímamótunum ætlum við hjónin að eyða með fjölskyldunni og góðum vinum.“ Fjölskylda Eiginmaður Helenu er Jón Krist- ján Ólason, f. 18.5. 1967, sjálfstætt Reykjavíkurmaraþon 2018 Fjölskyldan og vinir hlupu í minningu Ástríðar og söfnuðu áheitum til ungmenna sem höfðu villst af brautinni. Tenerife 2022Helena með börnum, stjúpbörnum og elstu barnabörnum. Til hamingju með daginn Stjörnuspá Hörður Halldórsson 40 ÁRA Hörður er Reykvík- ingur, ólst upp í Vesturbænum og býr í Árbænum. Hann er útskrifaður í lögreglufræði frá Háskólanum á Akureyri og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hörður er lögreglu- maður á höfuðborgarsvæðinu. Áhugamál hans eru útivist og hreyfing, en hann stundar hlaup og hjólreiðar. FJÖLSKYLDAMaki Harðar er Ásdís Eva Lárusdóttir, f. 1989, læknir í sérnámi, Synir þeirra eru Kári Steinn, f. 2020, og Elvar Örn, f. 2022. Foreldrar Harðar eru hjónin Halldór Eiríksson, f. 1953, vinnur hjá ríkisskattstjóra, og Svanlaug Vilhjálmsdóttir, f. 1955, grunnskólakennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Nýr borgari Reykjavík Elvar Örn Harðarson fæddist 26. febrúar 2022 á Landspít- alanum við Hringbraut. Hann vó 4.935 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Hörður Halldórsson og Ásdís Eva Lárusdóttir. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Ekki gefast upp þó á móti blási, vindinn lægir aftur. 20. apríl - 20. maí B Naut Þú hefur ævinlega ferska sýn á viðfangsefni þín. Það er gott að byrja daginn í rólegheitum. Þú ert yfirleitt að flýta þér of mikið. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Einu gildir hversu rólega dagurinn fer af stað, það verður meira en nóg að gera. Góðir vinir segja þér sannleikann, þó að hann sé sár. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Einhver kann að hræða þig í dag og draga úr þér kjark. Ef þú efast, skaltu ráðfæra þig við ráðgjafa. Ekki eyða um efni fram. 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Það getur reynst nauðsynlegt að halda fast utan um hlutina til þess að maður missi ekki frá sér ýmislegt sem manni er kært. Heppnin eltir þig á röndum. 23. ágúst - 22. september F Meyja Einhver ráðgáta heldur fyrir þér vöku en lausnarinnar er að leita þar sem síst skyldi. Allt er gott í hófi. 23. september - 22. október G Vog Rómantík og daður koma við sögu í dag. Þér finnst ekki leiðinlegt að espa fólk upp, passaðu samt að gera ekki of mikið af því. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Taktu ekki meira að þér en þú getur staðið við. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Þú kemst ekki lengur hjá því að gera áætlanir fyrir framtíðina. Þú sogar að þér fólk sem vill vinna með þér. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Mundu að besta leiðin til þess að leiðbeina ungviðinu er að sýna gott fordæmi. Annasamir dagar eru framundan. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Svartsýni hvíslar í eyra þér – eða kannski er það bara innsæið að vara þig við. Ekki óttast að fara aðrar leiðir en aðrir. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér en mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næst. Málamiðlanir eru af hinu góða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.