Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 47
starfandi. Þau búa í norðurbæ Hafnarfjarðar með kisunni Freyju. Foreldrar Jóns eru Hjördís Björg Jónsdóttir, fv. fulltrúi, f. 14.11. 1950, og Óli Ómar Ólafsson bifreiðar- stjóri, f. 7.2. 1948, gift í 55 ár, búsett í Kópavogi. Dóttir Helenu með Erlendi Hólm Gylfasyni: Ástríður Rán Erlends- dóttir, f. 31.7. 1992, d. 12.9. 2014, nemi og afgreiðslukona. Sonur Ástríðar með Arngrími Arngrímssyni er Arngrímur Hólm Arngrímsson, f. 10.12. 2010. Synir Helenu með fyrri maka, Stefáni Helga Jóhannes- syni, eru tvíburarnir Askur Máni Stefánsson sölumaður og Breki Blær Stefánsson, sjómaður og sjálf- stætt starfandi, f. 22.8. 1996, báðir búsettir í Hafnarfirði. Stjúpbörn Helenu eru 1) Birgir Ómar Jónsson, f. 11.12. 1989, sölumaður, Reykjavík. Börn: Emilía Ýr 8 ára og Anna Ýr 2 ára; 2) Rakel Bára Jónsdóttir, f. 9.7. 1991, nemi, Selfossi. Börn: Víkingur Davíð 12 ára, Anton Hrafn 5 ára og Sandra María 3 ára; 3) Jón Kristján Jónsson, f. 9.10. 1993, nemi, Reykjavík. Systkini Helenu eru Ægir Snær Sigmarsson, f. 5.5. 1974, fram- reiðslumaður, Reykjavík; Hrannar Már Sigmarsson, f. 5.5. 1974, starfar við eignaumsjón fjárfestingafélags, Reykjavík; Reynir Smári Atlason, f. 30.6. 1985, doktor í umhverfis- og auðlindafræði, Reykjavík. Foreldrar Helenu: Ástríður Sólrún Grímsdóttir, f. 13.3. 1955, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness, búsett í Hafnarfirði, og Sigmar Jóhannesson, f. 9.6. 1943, d. 26.6. 2006, sjómaður í Þorlákshöfn. Stjúpfaðir Helenu er Atli Smári Ingvarsson, f. 9.10. 1943, stoðtækja- fræðingur, búsettur í Mosfellsbæ. Helena Rós Sigmarsdóttir Sólveig Daníelsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum Sigmar Sveinn Jóhannsson bóndi á Steinsstöðum í Tungusveit, Skagafirði Jóhannes Sigmarsson bóndi í Nesjum Arnheiður Gísladóttir húsfreyja í Nesjum í Grafningi Sigmar Jóhannesson sjómaður í Þorlákshöfn Árný Valgerður Einarsdóttir húsfreyja á Torfastöðum Gísli Snorrason bóndi á Torfastöðum í Grafningi Ástríður Guðrún Eggertsdóttir húsfreyja á Vattarnesi Þórarinn Víkingur Grímsson bóndi og útgerðarmaður í Steinhúsi á Vattarnesi Grímur Víkingur Þórarinsson útgerðarmaður í Þorlákshöfn S. Dagný Magnúsdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Marbakka, á Eskifirði og í Reykjavík Magnús Jónsson bóndi og formaður í Marbakka á Vattarnesi við Reyðarfjörð Ætt Helenu Rósar Sigmarsdóttur Ástríður Sólrún Grímsdóttir héraðsdómari í Hafnarfirði MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL 47 Vísnahorn Ekki bryddir á barða Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Skáld, er keltum skemmtir vel. Skegg á kjálkum þessi ber. Hann í skó ég henta tel. Hákarl stór og grimmur er. Engin rétt lausn barst en sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Barði skáld hjá írum er. Er á kjálka Barða skegg. Barði skónumhentar hér. Hangir barði á skemmuvegg. Þá er limra: Jón hélt við Gunnu í Garði, sem gifst hafði Nóa á Barði, hún eignaðist krakka með Kidda frá Bakka og kenndi hann Didda á Skarði. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Illa fiskast,ætla þó enn að leggja net í sjó, er hér gáta ofur létt, svo eflaust fæ nú svörin rétt: Til klæðagerðar hentar hann. Í húsi megum finna þann. Eins og selur synda kann. Á sál og geði hressir mann. Sturla Friðriksson yrkir um þann, sem ekki getur lesið mat- seðil á grísku (ort í Griklklandi í ágúst 2007): Ég stöðugt ermeðmér aðmelta hvort súmanneskja þurfi að svelta sem ekki kann eta alfa eða beta, epsilon, gamma og delta. Sturla orti um hellisgöngu í Slóveníu ferð: Hellagöng virðast hér víða og viðsjálft að þurfa að skríða gegnum rottumjótt gat, svona rétt eftir mat, en reynandi að hella sér í það. „Fært í stílinn“ eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: „Ég hef etið á átjánda bjúga og ostmeð og smérklípu drjúga og jafðepli í potti" sagði Jónas og glotti, "en nú er ég líklega að ljúga.“ Einar Andrésson frá Bólu kvað: Auðs þótt beinan akir veg ævin treinistmeðan þú flytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Páll Ólafsson kvað: Eykur Bleikur sprett á sprett, spyrnir við af afli, um harðar urðir líður létt, logar á hverjum skafli. „ÞETTA VERÐUR Í FYRSTA SINN SEM HANN FER ÞETTA Á UNDIR 70 HÖGGUM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... furunálafreyðibað. HANN HEFUR ALDREI NÁÐ AÐ KLÁRA AÐ LESA TÍMARITIÐ „DOTTAÐ OG DREYMT“ TÓKI LÆKNIR ER AÐ BJÓÐA FRAM AÐSTOÐ SÍNA! EN VIÐ LIFÐUM ORRUSTU DAGSINS AF ÓSKAÐAÐIR! MATURINN ER TIL! DAGURINN ER EKKI LIÐINN! „GVÖÐ – GERÐIST ÉG NÚ SEKUR UM HRÚTVÍKKUN ENN EINA FERÐINA?“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.