Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 48
ÍÞRÓTTIR48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
Leikið við Eist-
land og Svíþjóð
Karlalandslið Íslands í
knattspyrnumætir Eistlandi og
Svíþjóð í vináttulandsleikjum
á Algarve í Portúgal dagana 8.
og 11. janúar. Leikirnir eru utan
alþjóðlegra leikdaga þannig að
þeir leikmenn sem spila í vetrar-
deildunum verða væntanlega ekki
með. Hins vegar ættu leikmenn
liða í Svíþjóð, Noregi, Banda-
ríkjunum og jafnvel Danmörku
að geta komið í þetta verkefni.
Fyrstu mótsleikir Íslands á árinu
fara síðan fram í mars.
Ljósmynd/Robert Spasovski
Þjálfarinn Arnar Þór Viðarsson fer
með liðið til Portúgals.
Stjarnan upp að hlið Vals
með stórsigri á Fram
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og
vann 33:21-stórsigur á ríkjandi
Íslandsmeisturum Fram er liðin
mættust í 8. umferð úrvals-
deildar kvenna í handknattleik,
Olísdeildarinnar, í Framhúsinu í
Úlfarsárdal í gærkvöldi.
Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik en Stjarnan var
þó skrefi framar og leiddi með
þremur mörkum, 12:9, í leikhléi. Í
upphafi síðari hálfleiks skoruðu
gestirnir úr Garðabænum fyrstu
þrjú mörk hálfleiksins og náðu
þannig sex marka forystu, 15:9.
Stjarnan gekk í kjölfarið á lagið
og 12 marka sigur var niðurstað-
an. Stjarnan er í 2. sæti deildar-
innar með 14 stig, jafnmörg og
topplið Vals sem á þó leik til
góða. Fram heldur kyrru fyrir í
4. sæti með 8 stig eftir átta leiki.
Helena Rut Örvarsdóttir var
markahæst með tíu mörk fyrir
Stjörnuna. Eva Björk Davíðs-
dóttir bætti við sjö mörkum og
Darija Zecevic varði 14 skot í
markinu.
Hjá Fram var Steinunn Björns-
dóttir markahæst með fimm
mörk. Hafdís Renötudóttir varði
12 skot í marki liðsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
MarkahæstHelena Rut Örvarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna.
Slagur um þriðja
sæti í Höllinni
Íslenska kvennalandsliðið í
körfuknattleik stefnir á sín fyrstu
stig í undankeppni EM þegar það
mætir Rúmeníu í Laugardalshöll-
inni á morgun, sunnudag, klukk-
an 16.30. Liðin tvö standa Spáni
og Ungverjalandi nokkuð að baki
og töpuðu bæði með miklummun
fyrir þeim í vikunni en Rúmenía
vann Ísland 65:59 í hörkuleik í
fyrri umferðinni. Ísland myndi
væntanlega tryggja sér þriðja
sæti riðilsins með sjö stiga sigri á
morgun.
Ljósmynd/FIBA
EM 2023 Þóra Kristín Jónsdóttir í
leiknum gegn Spáni á fimmtudag.
Englendingar sluppu
AFP/Glyn Kirk
Skoraði FamaraDiedhiou fagnar eftir að hafa skorað eittmarka Senegals gegn
Katar. Senegalar eru á leið í úrslitaleik við Ekvador um sæti í 16-liða úrslitum.
AFP/Kirill Kudryavtsev
BesturMiðvörðurinn HarryMaguire hélt Englendingum á floti gegn
bandaríska liðinu í gærkvöld og átti stórleik í vörn þeirra.
lNánast öruggir áfram eftir jafntefli gegn BandaríkjunumlMega tapa með
þremur mörkuml Íran nægir jafnteflilGestgjafarnir eru þegar úr leik
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Englendingar eru með sæti í sextán
liða úrslitum heimsmeistaramótsins
í Katar í höndunum eftir marka-
laust jafntefli gegn Bandaríkjunum
í B-riðlinum í gærkvöld.
Stigið sem enska liðið náði án
teljandi tilþrifa þýðir að það má
tapa leiknum gegn Wales í loka-
umferðinni með þriggja marka
mun og fara samt áfram í sextán
liða úrslitin. Miðvörðurinn Harry
Maguire var bestur Englendinga og
sá til þess að þeir sluppu með eitt
stig út úr leiknum.
Bandaríkjamenn voru sterkari
aðilinn, fengu betri færi og Christ-
ian Pulisic það besta þegar hann
skaut í þverslá í fyrri hálfleiknum.
Þeir urðu að leika til sigurs, þrjú
stig hefðu fært þeim undirtökin
í riðlinum, en þrátt fyrir góða
frammistöðu á mótinu er banda-
ríska liðið enn án sigurs og verður
að vinna Íran í lokaumferðinni til
þess að komast áfram.
Íran stendur vel að vígi
Íran vann mjög sanngjarnan sig-
ur á Wales, 2:0, í hinum leik riðilsins
enda þótt mörkin hafi ekki komið
fyrr en á níundu og elleftu mínútu
í uppbótartímanum. Íranir sýndu
hvers vegna þeir eru efsta þjóð Asíu
á heimslistanum og nú nægir þeim
jafntefli gegn Bandaríkjamönnum í
hreinum úrslitaleik liðanna um sæti
í sextán liða úrslitunum.
Walesbúar verða að vinna
Englendinga til að eiga von um
að komast áfram en þeir verða
án markvarðarins reynda, Wayne
Hennessey. Hann var rekinn af
velli á 86. mínútu fyrir brot utan
vítateigs og verður í banni gegn
Englandi. Leikurinn sem hann hefði
síst vilja missa af eftir að hafa spil-
að allan ferilinn með enskum liðum.
Hennessey er þriðji markvörður-
inn í sögu HM til að vera rekinn af
velli, á eftir Gianluca Pagliuca frá
Ítalíu (1994) og Itumeleng Khune
frá Suður-Afríku (2010).
Holland í bestu stöðunni
Eftir jafntefli Hollands og
Ekvador, 1:1, í seinni leik A-riðilsins
í gær er allt í járnum. Hollendingar
standa þó afar vel að vígi. Þeir
eiga eftir að mæta Katar og nægir
jafntefli til að komast örugglega
í sextán liða úrslitin. Viðureign
Senegals og Ekvador verður því
nánast hreinn úrslitaleikur um
hvort liðanna fylgir Hollandi áfram.
Það er einfaldlega vart hægt að
ímynda sér að Katarar geti gert
Hollendingum óleik og sigrað þá í
lokaumferðinni.
Enner Valencia er liði Ekvador
ótrúlega mikilvægur. Hann skoraði
þrjú síðustu mörk liðsins síðast
þegar það lék á HM og hefur skorað
öll þrjú mörk þess á mótinu í Katar.
Valencia jafnaði í byrjun síðari
hálfleiks í gær, eftir að Cody Gakpo
hafði komið Hollendingum yfir
þegar aðeins fimm mínútur voru
búnar af leiknum.
Heimamenn fara heim
Katar er önnur gestgjafaþjóðin
í sögu heimsmeistarakeppninnar
sem kemst ekki áfram úr riðla-
keppninni. Áður höfðu aðeins Suð-
ur-Afríkumenn orðið þess vafasama
heiðurs aðnjótandi árið 2010.
Senegalar unnu sannfærandi
sigur, 3:1, á Köturum í gær og sýndu
að þeir gætu skorað mörk án Sadio
Mané. Mohammed Muntari gaf
Katar von þegar hann minnkaði
muninn í 2:1 seint í leiknum en sex
mínútum síðar tók Bamba Dieng af
öll tvímæli fyrir Senegala með því
að skora þriðja mark þeirra.
Olísdeild karla
Hörður – Valur........................................ 28:45
Staðan:
Valur 11 10 0 1 377:309 20
Afturelding 10 6 2 2 301:275 14
FH 10 6 2 2 291:285 14
Fram 11 5 3 3 328:322 13
ÍBV 10 5 2 3 334:304 12
Stjarnan 10 4 3 3 295:285 11
Selfoss 10 4 1 5 301:311 9
Grótta 9 3 2 4 251:249 8
KA 10 3 2 5 283:297 8
Haukar 10 3 1 6 290:284 7
ÍR 10 2 1 7 281:342 5
Hörður 11 0 1 10 317:386 1
Grill 66-deild karla
Fram U – Þór .......................................... 20:27
Olísdeild kvenna
Fram – Stjarnan ...................................... 21:33
Staðan:
Valur 7 7 0 0 203:157 14
Stjarnan 8 7 0 1 245:187 14
ÍBV 7 5 0 2 190:175 10
Fram 8 4 0 4 213:195 8
KA/Þór 7 2 0 5 170:195 4
Haukar 7 2 0 5 192:204 4
Selfoss 7 1 0 6 183:213 2
HK 7 1 0 6 158:228 2
Frakkland
Nimes – Aix ............................................. 31:33
Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með
Aix vegna meiðsla.
Séléstat – Istres .................................... 32:39
Grétar Ari Guðjónsson varði 6 skot í
marki Séléstat.
Danmörk
Fredericia – Lemvig.............................. 25:21
Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á
blað hjá Fredericia. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson þjálfar liðið.
Daníel Freyr Andrésson varði 3 skot í
marki Lemvig.
Svíþjóð
Skövde – Önnered................................. 28:28
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 7
mörk fyrir Skövde.
Redbergslid – Sävehof......................... 27:29
Tryggvi Þórisson skoraði 1 mark fyrir
Sävehof.
HM í Katar
A-RIÐILL:
Katar - Senegal........................................... 1:3
Mohammed Muntari 78. – Boulaye Dia 41.,
Famara Diedhiou 48., Bamba Dieng 84.
Holland – Ekvador...................................... 1:1
Cody Gakpo 6. – Enner Valencia 50.
Staðan:
Ekvador 2 1 1 0 3:1 4
Holland 2 1 1 0 3:1 4
Senegal 2 1 0 1 3:3 3
Katar 2 0 0 2 1:5 0
Í lokaumferðinni leikur Holland við Katar og
Senegal við Ekvador.
B-RIÐILL:
Wales – Íran ............................................... 0:2
Rouzbeh Cheshmi 90+9., Ramin Rezaei-
an 90+11. Rautt spjald: Wayne Hennessey
(Wales) 86.
England – Bandaríkin ............................. 0:0
Staðan:
England 2 1 1 0 6:2 4
Íran 2 1 0 1 4:6 3
Bandaríkin 2 0 2 0 1:1 2
Wales 2 0 1 1 1:3 1
Í lokaumferðinni leikur England viðWales og
Bandaríkin við Íran.
MARKAHÆSTIRÁHM:
Enner Valencia, Ekvador .............................. 3
Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 2
Richarlison, Brasilíu ...................................... 2
Bukayo Saka, Englandi ................................. 2
Mehdi Taremi, Íran........................................ 2
Ferran Torres, Spáni ..................................... 2
Cody Gakpo, Hollandi.................................... 2
LEIKIRUMHELGINA:
L10 D Túnis – Ástralía
L13 C Pólland – Sádi-Arabía
L16 D Frakkland – Danmörk
L19 C Argentína – Mexíkó
S10 E Japan – Kostaríka
S13 F Belgía – Marokkó
S16 F Króatía – Kanada
S19 E Spánn – Þýskaland
Holland
Fortuna Sittard – VVAlkmaar ............ 4:0
Hildur Antonsdóttir kom inn á hjá Fort-
una á 73. mínútu. Lið hennar er í þriðja sæti
deildarinnar.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undankeppni EM kvenna:
Laugardalshöll: Ísland – Rúmenía ..... S16.30
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA/Þór – ÍBV...................... L15
Selfoss: Selfoss – HK ................................. L16
Ásvellir: Haukar – Valur ........................... L16
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – KA.......................................... S14
Seltjarnarnes: Grótta – Selfoss ............... S18
Úlfarsárdalur: Fram – Stjarnan......... S19.40