Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 52

Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 52
MENNING52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Tvær sýningar verða opnaðar í dag í Listasafni Reykjanesbæjar, annars vegar viðamikil sýning á verkum Guðrúnar Gunnarsdóttur, Línur, flækjur og allskonar, og hins vegar You Are Here/ Jestes tutaj/Du er her/Þú ert hér, sýning Venu Naskrecka og Michael Richardt. Báðar verða opnaðar kl. 14. Guðrún er þekkt fyrir fjölbreytileg verk sín og er list hennar lýst sem þráðlist af sýningar- stjóra, Aðalsteini Ingólfssyni. Skrifar hann að sú list sé „ótvírætt þrívíddarlist í klassískum skilningi, þótt listakonan gangi í berhögg við ýmsar siðvenjur sem fylgt hafa slíkri list frá örófi alda“ og hirði ekki um að setja verk sín á stalla og þar með bæði að upphefja þau og staðsetja utan seilingar. „Þess í stað fá þau að leika lausum hala í námunda við okkur, hanga ofan úr lofti, fikra sig ofur varlega upp og niður veggi, eða mynda smágerðar lífrænar einingar niður við fótskör. Og í stað þess að kalla á athygli, eins og stallsettir skúlptúrar óneitan- lega gera, eru verk Guðrúnar gerð til að birtast okkur eins og fyrir tilviljun, jafnvel koma þægilega á óvart, ekki ósvipað og ljóðlínur með óvæntu niðurlagi,“ skrifar Aðalsteinn og þó svo Guðrún hafni sumum forsendum hins klassíska skúlptúrs taki hún heilshugar undir dálæti klassískra þrívíddarlistamanna á eðlisþáttum efnisins og hafi t.d. látið þyngdaraflið gjarnan stjórna framvindunni þegar hún einskorðaði sig við ullarband eða mjúklegan hör. Löngu tilbúin Þegar Guðrún ræðir við blaðamann í síma á þriðjudegi, 22. nóvember, eru enn margir dagar í opnun en sýningin þó tilbúin og uppsett. Blaðamaður segir það nú ekki venjuna að myndlistarmenn séu með sýningu tilbúna mörgum dögum fyrir opnun. Guðrún svarar því kímin að þetta sé vani hjá safninu, að hafa sýningar tilbúnar svo snemma svo hægt sé að mynda þær fyrir bækling. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1977 og nýjustu verkin frá þessu ári, 2022. Guðrún seg- ir myndlistarferil sinn hafa hafist um 1975 eða ‘76 en verkið frá ‘77 sé það fyrsta stóra sem hún hafi gert. Myndlistarnám stundaði hún aðallega í Danmörku og á verkstæði því hún ætlaði sér að verða vefari og var það vissulega framan af ferlinum, í um 15 ár, eins og hún segir sjálf frá. „Svo var ég alltaf að leita að einhverju sem hentaði mínu skapferli og hugsun. Maður er náttúrlega svolítið ferkantaður þegar maður er að vefa, það er ekki hægt að leika sér neitt rosa- lega mikið. Þannig að ég datt niður á vírinn, ég hafði alltaf svo mikinn áhuga á þræðinum sem slíkum, þræðinum sem línu, og það bara opnuðust himnar fyrir mér,“ segir Guðrún frá. Hún hafi verið á norrænni vinnustofu í Bergen þegar þessi hugmynd kviknaði. „Ég fór að nota vír þar í verkin mín og hef eiginlega haldið því áfram síðan.“ Guðrún lýsir verkunum sínum sem þrívíddar- teikningum. „Ég hengi yfirleitt verkin mín upp á vegg en þau eru í raun skúlptúrar á vegg, þrívíddarteikning,“ útskýrir hún. Og þráðurinn getur verið margvíslegur hjá þráðlistakonunni, ekki aðeins vír heldur líka ullarþráður, pappírs- þráður og pappír sem er rifinn, klipptur og settur saman aftur. „Ég nota mína eigin tækni,“ segir Guðrún. Nú sér blaðamaður fyrir sér alls konar þræði og flækjur á vinnustofu Guðrúnar og segir hún að jú, nóg sé af flækjum en það séu þó skipulagðar flækjur. Sýningarstjóri sýningarinnar er Aðalsteinn Ingólfsson, sem fyrr segir og segir Guðrún að hann hafi verið mjög eftirlátssamur og leyft henni svolítið að stjórna. „Ég var búin að hugsa þetta dálítið vel, hvaða verk ég myndi vilja sýna og reyndi líka að hugsa salinn þannig að það væri gaman og spennandi að ganga í gegnum líf einhvers, næstum því,“ segir Guðrún. Ákveðin verk tengi hún líka við ákveðin tímabil í sínu lífi. Það er litadýrð í mörgum verkum Guðrúnar og segist hún stundum nota gifsbönd sem hún svo máli. Í nokkrum eldri verkummegi sjá jap- anska pappírsþræði sem hún hafi ýmisst litað í akrýlbaði eða vatnslitað. „Yfirleitt eru verkin mín samsett úr nokkrum verkum þannig að þau verða að einu stóru þegar búið er að hengja þau upp,“ útskýrir Guðrún og að þrívíddin verði sífellt stærri hluti af verkum hennar. Gjörningalistamenn Ekki má gleyma hinni sýningunni, You Are Here/Jestes tutaj/Du er her/Þú ert hér en á henni koma saman gjörningalistamennirnir Vena Naskrecka og Michael Richardt. Naskrecka er fædd í í Póllandi og býr og starfar í Reykjanes- bæ og Richardt er danskur og hefur frá árinu 2011 unnið með gjörningapersónu sína Iridescence, birtingarmynd ljóss og litbrigða. Sýning þeirra mun verða „vitnisburður um hvar þau eru stödd á þessum ákveðna tíma- punkti og skrásetning á því sem þeim er nú hugleikið“, eins og því er lýst í tilkynningu. „Þau eru hér og nú, erlendir ríkisborgar- ar á Íslandi, að setja mark sitt á Listasafn Reykjanesbæjar þar sem þau ríkja í ákveðinn tíma,“ segir þar. Naskrecka vinnur að myndlist á þverfaglegan hátt, með gjörningum, skúlptúr, fundnum hlutum og myndbandi, og byggjast viðfangsefni hennar meðal annars á heimspeki, taugavísindum, fötlunarfræði og tækni. Hún miðlar þeim með líkama sínum, lítur á hann sem boðleið fyrir sjónræn, tilfinningaleg og vitsmunaleg samskipti. Richardt hefur unnið sem dansari fyrir We Go, komið fram á Copenhagen Jazz Festival í Danmörku og sem leikari í leiksýningunni Polishing Icelandmeð Reykjavík Ensemble í Tjarnarbíói. Sýningarstjóri er Helga Arnbjörg Pálsdóttir listfræðingur. lUmfangsmikil einkasýningGuðrúnarGunnarsdóttur þráðlistamanns verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í daglVerk frá 1977 til 2022lListaverkin eru „eru í raun skúlptúrar á vegg“ „Datt niður á vírinn“ Ljósmynd/Vigfús Birgisson Yfirlit Guðrún undir einu verka sinna á sýningunni Línur, flækjur og allskonar. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Mógil flytur Aðventu á aðventunni Hljómsveitin Mógil leikur á tvennum tónleikum á Norðurlandi um helgina og lýkur tónleikaferð sinni með tónleikum í Gunnarshúsi í Reykjavík í vikunni. „Hljómsveitin mun flytja tónlist af disknumAðventa sem gefinn var út af hinu virta útgáfufélagi Winter & Winter í Þýskalandi 2019. Tónlistin og textarnir eru undir áhrifum hinn- ar sígildu skáldsöguAðventu eftir rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og á tónleikunummun Orri Huginn Ágústsson leikari lesa valinn texta úr bókinni,“ segir í tilkynningu. Fyrstu tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit í dag, laugardag, kl. 16. Á morgun leikur sveitin í Akureyrarkirkju kl. 16. Fimmtudaginn 1. desember kl. 20 í stofunni hans Gunnars Gunnarsson- ar á Dyngjuvegi. Mógil skipa Heiða Árnadóttir söngkona, Hilmar Jens- son á gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu og Eiríkur Orri Ólafsson á trompet. Miðar fást á vefnum tix.is. Hljómsveit Mógil á góðri stundu. Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju Bach á aðventunni er yfirskrift fyrstu tónleikanna í aðventu og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju þetta árið sem haldnir verða á morgun, sunnudag, kl. 17. „Öll verkin á tónleikunum eru eftir J.S. Bach og er aðalverkefnið kantatan Nun komm, der Heiden Heiland fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Kantatan verður einnig flutt í Kantötuguðsþjón- ustu í kirkjunni kl. 11 fyrr um daginn. Auk þess flytur kórinn mótettuna Lobet den Herrn, alle Heiden, Elfa Rún Kristinsdóttir leikur einleik í Fiðlukonsert í a-moll, og Björn Steinar Sólbergs- son leikur þrjá sálmaforleiki yfir sálmalagið Nú kemur heimsins hjálparráð,“ segir í tilkynningu. Flytjendur auk Kórs Hall- grímskirkju eru Barokkbandið Brák, einsöngvararnir Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Eggert Reginn Óskarsson tenór og Fjölnir Ólafsson barítón, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgel- leikari. Stjórnandi er Steinar Logi Helgason. Tónlist Kór Hallgrímskirkju syngur verk eftir Johann Sebastian Bach. CROISETTE.HOME kynnir í einkasölu fallega 139.6 fm. íbúð á fjórðu hæð með lyftu í fallegu fjölbýli í við Tröllakór í Kópavogi. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, stutt er í íþrótta og tómstundariðju, Hörðuvallaskóla, leikskóla, og alla helstu þjónustu. Íbúðinni fylgir geymsla í sameign og stæði í bílskýli. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson Lfs. í Síma 663 6700 eða kalli@croisette.is og Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í Síma 822 8196 eða eva@croisette.is. Fjölbýlishús // 4 herb. // 139 m2 // kr. 84.900.000 Tröllakór 9-11, 201 Kópavogur S. 569 9090 | Hafnarstræti 19 , 101 Reykjavík | croisettehome.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.