Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is Mikið úrval af fallegum matarstellum Eyjólfur oftast í ræðustólinn lAlls hafa 88 tekið til máls á haustþingi Nú þegar Alþingi Íslendinga, 153. löggjafarþingið, er á lokametrunum fyrir jólahlé er rétt að skoða hvaða alþingismenn hafa veriðmálglaðastir á haustþinginu. Þar trónir á toppnum nýr maður, Eyjólf- ur Ármanns- son, þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvestur- kjördæmi. Eyjólf- ur er því ræðu- kóngur Alþingis á haustþinginu. Staðan var sú í gærmorgun að Eyjólfur hafði flutt 309 ræður, athugasemdir og andsvör, og talað í samtals 1.005 mínútur. Það gera tæplega 17 klukkustundir samanlagt, sem hann hefur staðið í ræðustól Alþingis, síðan þingið hófst í september. Björn Leví talað næstmest Næstur Eyjólfi kemur margfaldur ræðukóngur frá fyrri þingum, Pírat- inn Björn Leví Gunnarsson. Hann hefur flutt 307 ræður/athugasemd- ir og talað í samtals 881 mínútu. Í næstu sætum koma Gísli Rafn Ólafs- son Pírati (231/636), Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins (152/592), Andrés Ingi Jónsson Pírati (204/580), Inga Sæland, Flokki fólksins (143/557) og Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylk- ingu (171/460). Sá ráðherra semmest hefur talað er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra (184/475) og þarnæst Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra (102/292). Þegar ræðulistinn er skoðaður vekur athygli hve Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, hefur verið öflug í umræðunni. Hún hefur flutt 97 ræður og athugasemdir og talað í 282 mínútur. Hún hefur komið oftar í ræðustól Alþingis en margir kjörnir þingmenn. Það sem af er 153. löggjafarþinginu höfðu þingmenn flutt 2.512 ræður og gert 3.000 athugasemdir. Þeir höfðu því farið í ræðustólinn oftar en 5.500 sinnum og talað samtals í 256 klukku- stundir tæpar. Fjölmargir varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi á haustþinginu. Alls hafa 88 tekið til máls það sem af er, en kjörnir þingmenn eru sem kunnugt er 63 talsins. Eyjólfur Ármannsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is normannsþin sem fluttur er inn frá Danmörku. „Við eigum fullt til og erum alveg tilbúin í helgina.“ Aðsóknin segir hann að hafi verið svipuð og síðustu ár en ljóst sé að þessa síðustu helgi í aðventu muni margir leggja leið sína á jólatrjáa- söluna. Verðbólgan síðustu misseri hefur haft áhrif á jólatré eins og annað. „Við hækkuðum trén eitthvað aðeins frá í fyrra, en viðskiptavinir okkar vita að hjá okkur er pen- ingurinn að fara í gott málefni,“ segir Viktor en salan er ein helsta fjáröflunarleið sveitarinnar. Hann minnist einmitt á að með- limir úr Flugbjörgunarsveitinni hafi verið í útkalli í gær á meðan aðrir hafi staðið vaktina í jólatrjáa- sölunni. Jólaandinn er kominn yfir við- skiptavini. „Það eru allir rosahress- ir og finna sinn nýja fjölskyldumeð- lim, sem er jólatréð, yfir jólin. Það skiptir máli að gera þetta rétt, velja rétt og hafa allt fullkomið.“ Hann segist ekki finna sérstak- lega fyrir því að fleiri kjósi gervitré en áður. „Hingað koma allir þessir sem vilja jólalyktina og alvörutré.“ Sveitin tekur á móti viðskiptavin- um með jólatónlist og piparkökum alla helgina en opið verður kl. 12-22 um helgina og kl. 10-22 virku dag- ana fram að jólum. Þá verður einnig opið frá kl. 9 til 13 á aðfangadag ef einhverjir skyldu vera seinir á ferð. Mikið líf er þessa dagana hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur sem rekur að vanda jólatrjáasölu við Flugvallaveg 7. Þar ómar jólatónlistin og búist er við stríðum straumi viðskiptavina um helgina. Viktor Örn Guðlaugsson, um- sjónarmaður sölunnar, segir marga hafa sótt í íslenskar trjátegundir frá því salan var opnuð í byrjun des- ember enda hefur sveitin átt góðan lager í ár af íslenskum trjám. Boðið hefur verið upp á íslenska stafa- furu, blágreni og rauðgreni í ár. En nú segir hann fólk mæta í stórum stíl til þess að kaupa hinn klassíska lJólatrjáasalan gengur vel hjá Flugbjörgunarsveitinni Íslensku jólatrén hafa runnið út Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Morgunblaðið/Eggert JólinViktor Örn hefur umsjón með jólatrjáasölunni í ár. Hann segir von vera á fjölda viðskiptavina um helgina. Þingfundum 153. löggjafarþings var frestað í gær og hófst þar með jólafrí alþingismanna. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022. Lengsta umræðan á þinginu var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klukkustundir og níu mínútur. Hinn 12. september kynnti Bjarni Benediktsson fjármála- og efna- hagsráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Heildarútgjöld ríkisins á árinu 2023 voru áætl- uð 1.296,5 milljarðar króna. 28. nóvember lagði Bjarni fram tillögur að breytingum við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í fjárlaga- nefnd Alþingis, þar sem gert er ráð fyrir auknum framlögum til nokk- urra veigamikilla málaflokka. Lagt var til rúmlega 12 milljarða króna viðbótarframlag í heilbrigðismál og að framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækkuðu um 3,7 milljarða króna. Þá var lagt til að framlög til löggæslu yrðu aukin um 2,5 milljarða króna. Í þessari viku var á þinginu einna mest áberandi umræðan um aukna styrki til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni, sem að því er virtist voru eyrnamerktir sjónvarpsstöðinni N4. Fullyrt er að svo sé ekki. Þinglokasamningar náðust á mikðvikudaginn og var þar helst fréttnæmt að útlendingafrum- varp Jóns Gunnarssonar dóms- málaráðherra verður frestað fram yfir áramót. Tölulegar upplýsingar Í tilkynningu frá skrifstofu Al- þingis komu fram tölulegar upplýs- ingar um störf þingsins frá því það hófst í september. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir en þingfundardagar voru 46. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mínútur en meðallengd þingfunda var fimm klukkustundir og 35 mínútur. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Þá voru sex skriflegar skýrslur lagðar fram en tíu beiðnir um skýr- slur komu fram. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyr- irspurnir á þingskjölum voru sam- tals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var 12 svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráð- herra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. anton@mbl.is Alþingismenn samþykktu fjár- lög og fóru í frí lJólafrí hafið áAlþingi lÞingfundir voru 52 í heildina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þing Birgir Ármannsson forseti Al- þingis sleit þingfundi í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.