Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
Innlent16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Opið alla daga til jóla:
Virka daga 11-18,
laugardaga 11-17,
sunnudaga 13-17.
Mjúk og notaleg
náttföt
úr náttúruefninu
Modal
í jólapakkann
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun
selena.is
Þú pantar og sækir vöruna
í verslun, fallega innpakkaða
og tilbúna undir jólatréð,
eða færð vöruna senda
heim að dyrum.
„Starfið á vélunum er skemmtilegt
og skapandi. Verkin þarf að taka
með útsjónarsemi og lesa í aðstæður.
Meta hvernig best hentar að ryðja úr
hlössum, búa til vegi, jafna kanta eða
ýta upp mönum. Sumum finnst þetta
starf nálgast að vera list,“ segir Sig-
urður Guðmundsson jarðýtustjóri.
Hann býr í Flóanum fyrir austan fjall
og minntist þess með góðum vinum
nú í september síðastliðnum að 60
ár voru liðin frá því hann hóf jarðýt-
uferil sinn. Sigurður sem stendur á
áttræðu vinnur enn fullan vinnudag
hjá Borgarverki hf. sem er verktaki
við gatnagerð í Björkurstykki, sem
er nýjasta íbúðahverfið á Selfossi.
Verkefnið er spennandi, eða svo
finnst Sigurði sem slær ekki af.
Kúpla saman og lyfta tönn
Segja má að síðasti hluti 20.
aldar hafi verið landnámstími í
sveitum landsins. Víðfeðm lönd
voru brotin til ræktunar og til þess
þurfti stórvirkar vinnuvélar og
verkhaga menn. „Þetta höfðaði til
mín. Leikföng mín í sandinum heima
voru ekki bílar, heldur trékubbar
með tönn,“ segir Sigurður – jafn-
an kallaður Denni. „Faðir minn,
Guðmundur Sigurðsson, var bóndi
og áhugasamur ræktunarmaður
og kunningi Sigfúsar Öfjörð sem
var jarðýutukóngur á Suðurlandi.
Svo fór haustið 1962 að Sigfús kom
heim í sveitina og bauð mér vinnu,
sem ég þáði. Var settur á ýtu og
kennt hvernig ætti að setja vélina í
gír, kúpla saman og lyfta tönninni.
Flóknari var undirbúningurinn ekki
og ferillinn var hafinn.“
Fyrsta ýtan sem Denni starfaði á
var International TD9, sjö tonna vél
með 38 hestöfl. Verkefnin voru fram-
an af einkum og helst í tenglum við
jarðrækt. Ágæti framræslu votlendis
er umdeilt í dag en fyrr á árum
voru grafnar þúsundir kílómetra af
skurðum á Íslandi, þar sem mýrum
var breytt í tún. Moldarhraukar
úr skurðum voru jafnaðir út með
ýtunni og í slíkum verkum var Denni
víða á bæjum fyrir Ræktunarsam-
band Flóa og Skeiða. Hluta þeirrar
starfsemi tók Borgarverk síðar yfir
og hefur viðmælandi okkar starfað
þar sl. átta ár.
Maður í moldinni
„Ég var oft og víða úti í sveitunum
í því að jafna út þúfur og flög. Fór
yfir með ýtunni; tönnin fremst og
herfi í eftirdragi. Svona voru stór
stykki tekin og ekkert óvænt gerðist,
þó trú margra sé að í jarðvinnu þurfi
að taka tillit til álfa, huldufólks og
annars sem ekki sést. Þó gerðist
eitt sinn, fyrir 50 árum eða svo, að
ég kom að bæ í Flóanum þar sem
bóndinn sagði að ég skyldi sneiða hjá
nibbu í stykkinu sem brjóta ætti og
láta hana óhreyfða,” segir Denni og
heldur áfram:
„Ég fylgdi þeim skilaboðum, en
fyrir slysni fór herfið þar yfir. Svo
segir ekki meira af því fyrr en næsta
vor, þá fundust þar mannabein; kuml
úr heiðnum sið. Þetta hafði þó engin
eftirmál, svo sem að maðurinn í
moldinni vitjaði mín síðar. En svo hef
ég líka víða verið á ýtu í vegavinnu,
svo sem norður í Skagafirði, á Vest-
fjörðum og í Öræfasveit.“
Á langri starfsævi hefur Denni
unnið á jarðýtum af ýmsum stærð-
um og gerðum; svo sem Caterpillar
af ýmsum stærðum og nú Komatsu.
Sú vél er 21 tonn og nýtist vel.
Stafræn nákvæmni
„Mér hefur alltaf líkað best að
vinna á ýtum sem eru heldur af
minni gerðinni. Slíkar henta vel og
öðrum tækjum betur í allskonar
moldarvinnu, til dæmis eins og við
golfvöllinn á Selfossi þar sem ég
hef verið mikið síðustu árin. Stóra
breytingin í daglegri vinnu á ýtu er
annars sú að nú er allt unnið eftir
stafrænum teikningum sem settar
eru í tölvuskjá í tölvunni. Vinnan fer
mjög nákvæmlega eftir þeim, þar
sem teikningin og staða verksins
á rauntíma fylgjast að. Skekkju-
mörkin eru aðeins tveir sentimetrar
svo þetta er allt mjög nákvæmt og
flott,“ segir Denni, sem er sjálfs síns
herra og býr í Sviðugörðum í Flóa,
ekki langt frá Selfossi. Sækir þaðan
til vinnu, en er heima með lítið
fjárbú og stundar skógrækt. Hefur
gróðursett í alls um fjóra hektara,
þar sem öspin er í aðalhlutverki og
dafnar vel.
lDenni í SviðugörðumlÁttræður og slær ekki aflRyð-
ur úr hlössumog býr til vegilLíkar vel á 21 tonnsKomatsu
Á jarðýtunni í 60 ár
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Jarðvinna Sumum finnst þetta starf nálgast að vera list, segir Sigurður
Guðmundsson, hér á ýtunni austur á Selfossi nú í vikunni.
Sótt í íslenska
sérþekkingu
lSamvinnaum jarðhitanýtingu
Sérfræðingar frá Orkustofnun og
pólsku vísindaakademíunni MEERI
PAAS fóru í heimsókn til valinna
staða í Póllandi 14.-18. nóvember
2022. Það var liður í uppbyggingar-
og þjálfunarverkefni í jarðhita á
milli Íslands og Póllands á vegum
Uppbyggingarsjóðs EES. Vaxandi
eftirspurn hefur verið eftir ráðgjöf
Orkustofnunar frá löndum í Aust-
ur-Evrópu vegna uppbyggingar á
hitaveitum og jarðhitanotkunar.
Baldur Pétursson, verkefnisstjóri
fjölþjóðlegra verkefna hjá Orku-
stofnun, segir að þetta starf sé í
samræmi við áherslur íslenskra
stjórnvalda um að Ísland deili
þekkingu sinni á orkumálum með
þjóðum Evrópu. Guðlaugur Þór
Þórðarson, umhverfis-, orku- og
loftslagsráðherra, kom inn á það
í ávarpi sem hann hélt í Brussel
1. desember sl. í tengslum við for-
mennsku Íslands í samstarfi EFTA-
ríkja. Viðburðurinn var haldinn í
samstarfi við Noreg og Liechten-
stein. Umfjöllunarefnið var græn
orkuskipti og innleiðing umhverfis-
vænna og orkusparandi leiða.
Nú var farið til borgarinnar
Konin og bæjarins Chochołów
vegna möguleika þeirra á aukinni
jarðhitanotkun í hitaveitum. Konin
hefur markað þá stefnu að draga úr
notkun jarðefnaeldsneytis og færa
sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Koninborg hefur orðið fyrir áhrifum
loftslagsbreytinga vegna loftslags-
skilyrða auk mengunar frá kolum.
Þar hafa komið staðbundin flóð,
lítil úrkoma og ein mesta hækkun
lofthita í Póllandi. Þar eru lítil gróin
svæði og lítil varðveisla regnvatns.
Þetta myndar hitaeyjar í þéttbýli og
hækkar hitastig.
Jarðhiti nýttur í Póllandi
Jarðhitahola var boruð í Konin
fyrir nokkrum árum og er verið að
bora aðra til niðurdælingar, sam-
kvæmt frétt Orkustofnunar. Einnig
er jarðvarmastöð í smíðum til að
auka notkun á jarðhita til húshitun-
ar. Varmi til húshitunar í Konin
kemur frá þremur orkuverum sem
byggja á brennslu lífmassa eins og
timburs og brennslu sorps. Þriðja
stöðin er lítil kolavarmastöð sem er
tengd sjálfstæðu dreifikerfi. Einnig
hefur verið ákveðið að flýta lokun
stórs 1,2 GW kolaorkuvers sem nýtt
hefur verið til raforkuframleiðslu
til 2024 í stað 2030. Það mun draga
úr losun á 7 milljónum tonna af
gróðurhúsagasinu CO2 á ári.
Fundað var með borgarstjóranum
í Konin, stjórn hitaveitu borgar-
innar og fulltrúum fyrirtækja sem
koma að jarðhitaverkefninu.
Í bænum Chochołów var fundað
með stjórn og starfsfólki baðstaðar
sem tekur á móti nokkrum þúsund-
um gesta á hverjum degi. Starfsem-
in byggist á jarðhita frá borholu
sem var boruð fyrir um 30 árum.
Nú er verið að ljúka við borun
annarrar holu til niðurdælingar eða
nýtingar ef ástæða þykir til. Einnig
var rætt við fulltrúa sveitarfélaga
og aðila að verkefninu Hydro-
Geo-Solar sem er fjármagnað af
Uppbyggingarsjóði EES og Noregi.
Verkefnið er um aukna nýtingu á
endurnýjanlegum orkugjöfum eins
og rafmagnsframleiðslu með jarð-
hita auk fjölþættrar annarrar nýt-
ingar jarðhita og sólarorku. Einnig
leggja Chochołówskie-varma-
böðin til víðtækari notkun á
orkumöguleikum jarðhitans eins og
til hitaveitu.
Tillögum og ráðleggingum frá
sérfræðingahópnum verður skilað
í skýrslu sem gert er ráð fyrir að
verði unnin á næstu mánuðum. Þar
verður sviðsmynda- og valkosta-
greining ásamt tillögum þar sem
byggt verður m.a. á þekkingu,
reynslu og tækni frá Íslandi og
Póllandi. Í Konin og Chochołów
hafa verkefni frá Uppbyggingarsjóði
EES nýst vel til aukinnar nýtingar
á jarðhita sem og til verkefna er
varða umhverfis- og loftslagsmál,
sem aðilar meta mikils.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ljósmyndari/Baldur Pétursson
Chochołów Þúsundir gesta sækja þennan baðstað á hverjum degi. Vatnið
er jarðhitavatn og er verið að bora nýja jarðhitaholu í bænum.
Eingreiðsla til lífeyrisþega er á leiðinni
Alls munu 24.900 manns fá
eingreiðslu þegar Trygginga-
stofnun afgreiðir eingreiðslu
til örorku- og endurhæfingarlíf-
eyrisþega. Alþingi samþykkti
frumvarp þess efnis síðast-
liðinn miðvikudag með 58 at-
kvæðum. Fimm þingmenn voru
fjarverandi þegar málið var
afgreitt. Allt kapp hefur verið
lagt á að greiðslan berist svo
fljótt sem auðið er til viðtak-
enda.
Eingreiðsluna fá þau sem
eiga rétt á greiðslu örorku- eða
endurhæfingarlífeyris á árinu 2022 og er hún 60.300 kr. Hafi lífeyris-
þegi fengið greitt hluta úr ári er eingreiðslan í hlutfalli við greiðslu-
réttindi viðkomandi á árinu. Þá telst greiðslan ekki til tekna lífeyris-
þega og leiðir ekki til skerðingar annars.
Mannlíf Góður glaðningur er væntanlegur.