Morgunblaðið - 17.12.2022, Page 22

Morgunblaðið - 17.12.2022, Page 22
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 17. desember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 142.08 Sterlingspund 175.07 Kanadadalur 104.48 Dönsk króna 20.286 Norsk króna 14.508 Sænsk króna 13.847 Svissn. franki 153.01 Japanskt jen 1.0402 SDR 189.11 Evra 150.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.7133 Algalíf vill á markað Líftæknifyrir- tækið Algalíf mun hefja undirbúning fyrir skráningu fyrirtækisins á hlutabréfa- markað árið 2025. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi í vikunni. Þá var Baldur Stefánsson, sem nýlega lét af störfum hjá Kviku banka og stofnaði félagið Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarfor- maður Algalífs í vikunni en Hamr- ar Capital Partners munu halda utan um undirbúning skráningar- innar og veita eigendumAlgalífs sértæka ráðgjöf í ferlinu. Orri Björnsson Hafna umræðu í borgarstjórn lLjósleiðarinnmunauka við skuldir Meirihluti forsætisnefndar Reykja- víkurborgar hafnaði í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, um að setja umræðu um málefni Ljósleiðarans, dótturfélags Orku- veitu Reykjavíkur (OR), á dagskrá borgarstjórnarfundar sem haldinn verður á þriðjudag. Fulltrúar Sam- fylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata, sem eru þeir flokkar sem mynda meirihluta, lögðust allir gegn tillögunni. Sem kunnugt er stefnir Ljós- leiðarinn að því að kaupa grunn- net Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna og hefja í kjölfarið aukna uppbyggingu víðs vegar um land. Kaupin munu fara fram með auk- inni skuldsetningu Ljósleiðarans, en félagið skuldar nú þegar yfir 14 milljarða króna. Þá hafa verið áhöld um það hvort aukin umsvif fé- lagsins séu í samræmi við eigenda- stefnu OR. Meirihlutinn bar fyrir sig að um- ræða um málið væri ótímabær að svo stöddu og í bókun meirihlutans kemur fram að rétt sé að ræða mál- ið á nýju ári eða þegar „aðstæður bjóða“ eins og það er orðað. Þessu mótmælti Marta og lagði fram aðra bókun þar sem fram kemur að með því að hafna því að setja málefni fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar á dagskrá borgarstjórnar hafi leyndarhyggja meirihlutans náð nýjum hæðum og ekki séu fordæmi fyrir því í sögu borgarinnar. Þá segir jafnframt í bókuninni að með því að hafna því að taka málið til umræðu sé komið í veg fyrir að borgarfulltrúar geti sinn lögboðnu starfi sínu og það stangist á við sveitarstjórnarlög. Forsvarsmenn Ljósleiðarans og Orkuveitunnar hafa neitað að tjá sig um málið við fjölmiðla. Þá hefur lítið sem ekkert verið fjallað um viðskiptin innan borgarkerfisins. Þó er rýnihópur að störfum sem mun meta hvort og þá hvernig hugað verði að hlutafjáraukningu Ljós- leiðarans með þátttöku einkaaðila. Sú hlutafjáraukning mun þó ekki koma til áður en gengið verður frá kaupunum á kerfum Sýnar, sem verða sem fyrr segir fjármögnuð með frekari lántöku. Í tilkynningu frá Sýn til Kaup- hallarinnar í fyrrdag kom fram að viðræður stæðu enn yfir á milli Ljósleiðarans og Sýnar um einstök útfærsluatriði kaup- og þjónustu- samnings. Stefnt er að því að klára viðskiptin á þriðjudag í næstu viku, 20. desember. Fyrrnefndur rýnihópur hefur haldið þrjá fundi nú í desember og ekki er stefnt að því að halda fund aftur fyrr en á nýju ári. Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdótt- ir er formaður forsætisnefndar. Sambíóin í Kringlunni opnuðu dyr sínar aftur í gærmorgun eftir fram- kvæmdir sem staðið hafa yfir undan- farnamánuði. Veitingasala bíósins er nú í sama rými og Kúmen og munu gestir mathallarinnar geta nýtt sér veitingasölu bíósins til jafns við aðra veitingastaði. „Ásýnd svæðisins er gjörbreytt og þetta er ný upplifun,” segir Alfreð Ásberg Árnason fram- kvæmdastjóri Sambíóanna. Strax í morgunsárið voru skóla- sýningar, enmikið er um að skólahóp- ar skelli sér í bíó á þessum árstíma áður en farið er í jólafrí. Stórmyndin Avatar gegnir veigamiklu hlutverki þessa dagana en hún er sýnd næstum allan sólarhringinn að sögn Alfreðs. Breytingar verða gerðar á tíman- um sem opið er og munu sýningar í Kringlunni hefjast fyrr á daginn, sem á eftir að henta fjölskyldufólki vel. Sömuleiðis verður aftur boðið upp á óperusýningar fráMetropolitan, sem hafa legið í dvala síðan fyrir faraldur. Lítilsháttar breytingar voru gerð- ar á sölunum sjálfum, en búið er að hliðra til inngöngum. Í janúar verður hins vegar opnaður nýr lúxussalur sem að sögn Alfreðs mun hafa algjöra sérstöðu. „Aðrir lúxussalir eru með þægindi, en sá nýi mun skara fram úr hvað varðar bæði þægindi og tæknileg gæði. Salurinn mun búa yfir At- mos-hljóðkerfi og stórum skjá og því til viðbótar verður töluvert meiri halli ámilli sæta en gengur og gerist,“ segir hann. Hvað varðar þægindin þámunu til viðbótar við hefðbundin lúxussæti verða bekkir sem hægt er að liggja í fremst, en aftast verða „parasæti“, þar sem pör geta legið þétt saman og notið sýningarinnar. Sérstakur panell verður á milli parasæta til að tryggja næði. Breytingarnar á Sambíóunum eru gerðar samhliða miklum tímamótum í Kringlunni. Í lok nóvember var hinu goðsagnakennda Stjörnutorgi lokað og við tók mathöllin Kúmen. „Þetta er orðinn mjög sterkur skemmtanapunktur í Kringlunni; bíóið, Kúmen og Borgarleikhúsið. Svo bætist bráðum við nýttÆvintýraland í Kringlunni, þetta vinnur allt mjög vel saman,“ segir Alfreð að lokum. lNýr lúxussalur opnaður í janúarlÁsýndin önnur en áður Kringlubíó uppfært og fært til nútímans Björn Leví Óskarsson blo@mbl.is Ljósmynd/Elísabet Blöndal Bíósýningar Skólakrakkar voru fyrstu gestir bíósins strax í morgunsárið. Bíóferð er með síðustu verkum fyrir frí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.