Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
UMRÆÐAN 29
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Anna
Sigurðardóttir
Sorgin og jólin
Hvort sem það eru
fyrstu jólin eftir
ástvinamissi, eða mörg
ár síðan við upplifðum
missi, finna flestir meira
fyrir sorg og söknuði
yfir hátíðarnar. Margir
alast upp við þá hefð
að fjölskylda og vinir
komi saman í desember
og byrjun janúar til
að halda jól eða fagna
öðrum hátíðardögum. Þessi árstími
getur verið sérstaklega erfiður þegar
við söknum einhvers. Sumir upplifa
að það er stutt í tárin og þeir verða
viðkvæmari, aðrir finna fyrir auknum
pirringi og reiði, enn aðrir eru kvíðn-
ir eða áhyggjufullir yfir því hvernig
þeimmuni líða eða hvort þeir komist
í gegnum þetta tímabil. Það sem er
þó mikilvægt að minna sig á er að all-
ar þessar tilfinningar eru eðlilegar og
að flestir þeir sem hafa misst ástvin
upplifa þessa líðan.
Endurhugsumhefðirnar
Fyrir þá sem eru að syrgja og hafa
áhyggjur af hátíðunum fram undan
gæti gagnast að hugsa um hvernig
og með hverjum þeir vilja nýta og
njóta næstu vikna. Engin þörf er að
finna fyrir pressu með að halda jólin
eins og venjulega ef okkur finnst það
ekki rétt. Það er alltaf hægt að taka
upp fyrri hefðir og helgisiði seinna ef
okkur langar til þess.
Fyrir öðrum gæti það verið mikil
huggun að halda í hefðirnar og halda
jólin eins og venjulega. Að ylja sér
á góðumminningum tengt ástvini.
Upplifun fólks af ástvinamissi getur
verið mismunandi, því er það mikil-
vægt að hlusta á eigin þarfir þegar
við skipuleggjum jólin. Gefum okkur
leyfi til að gera það sem við viljum og
hentar okkur að gera.
Tökumeinn dag í einu
Tökum einn dag í einu og hvílum
okkur svo við ofgerum okkur ekki.
Munum að allar tilfinningar taka
orku, hvort sem það er sorg, gleði
eða önnur tilfinning. Það er því ekki
alltaf hægt að sjá fyrir hvernig okkur
mun líða frá degi til dags. Verum
meðvituð um líðan okkar og orku
og skipuleggjum rólegar og endur-
nærandi stundir á milli verkefna. Til
dæmis með því að fara í
göngutúr, gefa sér stund
í ró með heitt kakó,
hlusta á tónlist eða lesa
bók.
Sýnum okkur
samkennd
Minnum okkur jafn-
framt á að það er í lagi
að vera ekki í lagi og að
óþarfi er að hafa sam-
viskubit yfir einhverju
sem við teljum að við
„ættum“ eða „ættum
ekki“ að finna eða gera.
Að gráta getur verið hjálplegt og
er nauðsynlegur þáttur sorgarinnar.
Sumir óttast að ef þeir byrja að gráta
þá muni þeir aldrei hætta, en það eru
óþarfa áhyggjur því allar tilfinningar
líða hjá. Grátur virðist jafnframt
losa um tilfinningalega spennu sem
safnast upp í líkamanum. Það er því
gott ráð að gráta ef þörf er á.
Munumeftir börnunum
Mikilvægt er að muna eftir að
spyrja börn eða yngri ástvini hvort og
hvernig þau vilji taka þátt í hátíðinni
og hvort þau vilji minnast þeirra sem
hafa látist á einhvern sérstaka hátt.
Tjáumokkur
Þegar við höfum ákveðið hvernig
við viljum hafa hátíðarnar gæti verið
gagnlegt að ræða það við þá sem eru
okkur nákomnir. Að eiga samtöl við
vini og fjölskyldu um hvernig okkur
líður og áform okkar auðveldar þeim
að styðja við okkur í gegnum þetta
tímabil.
Leitumaðstoðar
Fyrir þá sem upplifa mikla vanlíðan
tengda ástvinamissi getur verið gagn-
legt að fá stuðning og leiðsögn hjá
fagfólki, s.s. prestum, félagsráðgjöf-
um eða sálfræðingum, sem sérhæfa
sig í sorgarúrvinnslu og áföllum.
Anna Sigurðardóttir
Höfundur er sálfræðingur og eigandi
Samkenndar heilsuseturs.
Munum að allar
tilfinningar taka
orku, hvort sem það
er sorg, gleði eða
önnur tilfinning.
Merkir Íslendingar
Jón H.
Björnsson
Jón Hallgrímur Björnsson
fæddist 19. desember 1922 í
Reykjavík. Foreldrar Jóns
voru Ingibjörg Jónheiður
Árnadóttir, f. 1896, d. 1980, og
Björn Björnsson, f. 1886, d.
1939.
Jón lauk prófi frá Garð-
yrkjuskóla ríkisins 1944 og
lauk í Bandaríkjunum námi í
skrúðgarðyrkju, B.Sc.-námi í
landslagsarkitektúr og M.Sc.-
námi í garðplöntuuppeldi.
Þegar Jón kom heim til
Íslands vorið 1952 kenndi hann
við Garðyrkjuskólann. Hann
stofnaði Alaska gróðrarstöð-
ina árið 1953 og starfrækti
samhliða teiknistofu og lagði
þar grundvöll að garðskipulagi
hér á landi. Jón öðlaðist
fyrstur manna starfsheitið
landslagsarkitekt hér á landi.
Eftir hann liggur mikill fjöldi
verka og má m.a. nefna Hallar-
garðinn.
Jón hélt víða fyrirlestra og
erindi í útvarp sem tengdust
fagsviði hans og ritaði greinar
í blöð og tímarit. Hann hlaut
margvíslegar viðurkenningar
fyrir frumkvöðlastarf sitt.
Jón giftist 1974 Elínu Þor-
steinsdóttur, f. 6.8. 1939, bús.
í Reykjavík. Sonur þeirra er
Björn Þór og stjúpbörn Jóns
eru Elísa Ólöf og Þorsteinn.
Jón lést 15. júlí 2009.
K
ínverskar drottningar-
fórnir – eru þær eitthvað
frábrugðnar öðrum
drottningarfórnum?
Áreiðanlega ekki, en greinarhöf-
undur hefur samt alltaf tekið góða
og gilda skýringu sem ágætur fé-
lagi minn bar fram fyrstur manna;
að munurinn lægi í því að á undan
drottningarfórn Kínverjanna
mætti stundum greina bjölluhljóm.
Sá tónn var sannarlega gefinn
strax í fyrstu umferð ólympíumóts-
ins í Buenos Aires 1978 en þá
töpuðu Íslendingar nokkuð óvænt
fyrir Kínverjum sem voru að
tefla á sínu fyrsta ólympíumóti.
Hollendingurinn Jan Hein Donner
var eitthvað að sniglast í kringum
borð okkar og lét ummæli falla
sem voru eitthvað á þá leið eftir
tap Guðmundar Sigurjónssonar á
1. borði að það væri útilokað fyrir
stórmeistara að tapa fyrir skák-
manni frá Kína. Hvort hann taldi
sig með því hafa fengið einhvers
konar uppreisn eftir að hafa tapað
fyrir Guðmundi á Ólympíumótinu í
Lugano '68 skal ósagt látið. Hitt er
svo annað mál að nokkrum dögum
síðar horfðu þeir Jan Timman
og Max Euwe forseti FIDE furðu
lostnir á „orðhákinn mikla“ fá
upp þessa stöðu í viðureign Hol-
lendinga og Kínverja:
Ólympíumótið í Buenos Aires
1978; 8. umferð:
Liu Wenzhe – Donner
16. Dxg6+ Kxg6 17. Bh5+ Kh7 18.
Bf7+ Bh6 19. g6+ Kg7 20. Bxh6+
– og svartur gafst upp því mátið
er óverjandi, 20. ... Kh8 21. Bg7+!
Kxg7 22. Hh7 mát.
Með þessari skák óx orðspor
Kínverja á leikfléttusviðinu. Við
lærðum okkar lexíu og unnum
Kínverja örugglega á ólympíumót-
unum árin 1980, 1984 og 1988. En
fremsti stórmeistari Rúmena,
Gheorghiu, virtist hafa staðið af
sér allar atlögur í Luzern fjórum
árum síðar en gáði ekki að sér:
Óympíumótið í Luzern 1982;
– Sjá stöðumynd 2 –
Gheorghiu – LiuWenzhe
Eftir einfalda liðskipan, 24.
Bd2, er ljóst að sókn svarts hefur
runnið út í sandinn. En hvað er að
því að hirða f5-peðið?
24. Dxf5?? Dg1+!
– og Gheorghiu gafst upp því að
25. Kxg1 er svarað með 25. ... He1
mát!
Í dag er enginn ágreiningur um
að Liren Ding, sem á næsta ári
mun tefla um heimsmeistaratitil-
inn við Jan Nepomniachchi, á eina
glæsilegustu fórnarskák sem um
getur í skáksögunni. Drottningar-
fórnin í byrjun tafls var í raun
aðeins forleikur þess sem á eftir
kom en þá rak hver fórnin aðra:
Flokkakeppni í Kina 2017:
Jinshin Bai – Liren Ding
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. Rf3 0-0 5. Bg5 c5 6. e3 cxd4 7.
Dxd4 Rc6 8. Dd3 h6 9. Bh4 d5 10.
Hd1 g5 11. Bg3 Re4 12. Rd2 Rc5
13.Dc2 d4 14. Rf3 e5 15. Rxe5
15. ... dxc3!
Drottningarfórnin er alltof freist-
andi til þess að hægt sé að sleppa
henni. Tryggt er að svartur fái
hrók og léttan fyrir drottninguna.
16. Hxd8 cxb2+ 17. Ke2?
Betra var 17. Hd2 sem svartur
getur svarað með 17. ... Hd8 en
hvítur getur þá varist með 18. Bd3.
17. ... Hxd8 18. Dxb2 Ra4 19.Dc2
Rc3+ 20. Kf3 Hd4!
Þessi glæsilegi leikur skýrir sig
sjálfur. Hótunin er 21. ... g4+ og
mátar. Ekki gengur 21. exd4 vegna
21. ... Rxd4+ og drottningin fellur.
21. h3 h5 22. Bh2 g4+ 23. Kg3
Hd2 24. Db3 Re4+ 25. Kh4 Be7+
26. Kxh5 Kg7 27. Bf4 Bf5 28.
Bh6+ Kh7 29. Dxb7 Hxf2
Hótar 30. ... Rg3 mát.
30. Bg5 Hh8! 31. Rxf7 Bg6+ 32.
Kxg4 Re5+!
Glæsilegur lokahnykkur. Hvítur
gafst upp. Mátið kemur eftir 33.
Rxe5 Bf5+ 34. Kh5 Kg7+ 35. Bh6+
Hxh6 mát.
Kínverskar
drottningarfórnir
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
ÞrennaHjörvar
Steinn Grétars-
son varð Íslands-
meistari í atskák
á Selfossi um
síðustu helgi og
er því handhafi
þriggja Íslands-
meistaratitla.
Við upphaf
Íslandsmótsins
sem hlaðvarpið
Chess After Dark
skipulagði lék
helsti styrktar-
aðilinn, Tómas
Þóroddsson,
fyrsta leikinn
fyrir Hjörvar.Ljósmynd/Birkir Karl Sigurðsson