Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18
laugardaga 11-14
Verið velkomin
í sjónmælingu
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Vigdís Häsler, fram-
kvæmdastjóri Bænda-
samtakanna, skrifaði
um margt ágæta grein
í Morgunblaðið mið-
vikudaginn 14. desem-
ber, þar sem hún fer
yfir ýmsar áskoranir
landbúnaðarins á leið
að markmiðinu um
kolefnishlutleysi.
Hægt er að taka undir
margt í greininni, eins
og það að landbún-
aðurinn, rétt eins og aðrar atvinnu-
greinar, þarf að hafa réttu hvatana
til að stuðla að samdrætti í losun
gróðurhúsalofttegunda.
Ég staldraði hins vegar við eftir-
farandi: „Tryggja þarf samkeppn-
ishæfni í framleiðslu, þ.e. stöðva
verður innflutning á vörum sem ekki
eru gerðar sömu framleiðslukröfur
til út frá umhverfissjónarmiðum.“
(Leturbreyting mín.)
Nú er ekki hægt annað en að
hrósa talsmönnum landbúnaðarins
fyrir hugkvæmni í því
að hugsa upp sífellt nýj-
ar réttlætingar fyrir
verndarstefnu og sam-
keppnishömlum – en
fæst bendir til að þessi
krafa hafi verið hugsuð
til enda.
Umhverfis- og lofts-
lagsvæn framleiðsla
hefur samkeppnis-
forskot, sem mun
aukast eftir því sem vit-
und neytenda um mik-
ilvægi slíkra fram-
leiðsluhátta eykst. Við
verðum að vona að tillaga Vigdísar
verði ekki útflutningsvara, því að þá
gætu ýmis lönd sem gera miklu bet-
ur en Ísland í þeim efnum gert kröfu
um að innflutningur á íslenzkum
matvörum yrði bannaður.
Svo dæmi sé tekið, er sauð-
fjárrækt á Nýja Sjálandi nálægt því
að vera kolefnishlutlaus en íslenzk
sauðfjárrækt er mjög langt frá því.
Fræðimenn við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands hafa þannig reiknað út
að losun við framleiðslu á einu kílói
af íslenzku lambakjöti sé svipuð og
af flugferð frá Íslandi til meginlands
Evrópu. Viljum við að önnur ríki loki
á útflutning Íslands á lambakjöti á
meðan munurinn er þeim í hag?
Með sama hætti gætu þeir sem
vilja vernda illa rekinn sjávarútveg í
samkeppnislöndum Íslands eflaust
kokkað upp einhverjar loftslagsrétt-
lætingar fyrir því að banna innflutn-
ing á fiski frá Íslandi. Væri það gott
fyrir íslenzkan þjóðarhag?
Eigum við kannski að fara með
hugmyndina alla leið og banna ís-
lenzkar landbúnaðarafurðir ef inn-
flutt vara er umhverfisvænni? Eða
snýst hugmyndin kannski ekki um
umhverfisvernd, heldur samkeppn-
isvernd?
Íslenzkur landbúnaður á ekki að
vera svo hræddur við samkeppni að
hann telji að það eigi að banna hana.
Hann á þvert á móti að taka henni
fagnandi og reyna að gera betur – og
skapa sér þannig með tímanum betri
samkeppnisstöðu.
Ísland sem matvælaútflutnings-
land á mikið undir því að alþjóða-
viðskipti með mat séu sem frjálsust
og að alls konar hömlur á þeim við-
skiptum í þágu sérhagsmuna séu
sem minnstar. Getum við ekki bara
stefnt að því að róa öllum árum að
kolefnishlutleysi í þágu loftslagsins,
en sleppt því að spilla í leiðinni við-
skiptafrelsinu, sem hefur skilað okk-
ur svo miklum hagsbótum?
Ólafur Stephensen
Ólaf ur
Stephensen
»Eigum við kannski
að fara með hug-
myndina alla leið og
banna íslenzkar land-
búnaðarafurðir ef inn-
flutt vara er umhverf-
isvænni?
Höfundur er framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda.
Stöðvum útflutning á
vondum hugmyndum
Ég sit við gluggann
minn og horfi yfir
Hringbrautina og sé
ljósin í gluggunum
hjá sóknarbörnunum
mínum, og ég velti
fyrir mér hvernig þau
lifi. Lifa þau fallega?
Eru þau ham-
ingjusöm? Gráta þau
eða brosa, tala þau
eða þegja? Hvernig
líður þeim?
Stundum koma þau og segja mér
hvernig þeim líður. Þá líður þeim
oftast illa. Sundum segja þau mér
ekkert þótt þau komi og ég sé að
þau eru ekki hrygg, jafnvel glöð.
Þau hafa sum ástæðu til að vera
hrygg. Ég veit það og veit um
margar ástæður hryggðar. Sumt
batnar með tímanum, annað varir
við og sum þeirra trúa því að ólán-
ið elti þau.
Mjög mörg hafa hins vegar ríkar
ástæður til þess að vera glöð og
sum eru það jafnan. Hlátrasköllin
glymja í kringum þau.
Svo eru líka mörg með einhvern
kökk fyrir brjóstinu sem vill ekki
fara þó að lengst af megi láta sem
hann sé ekki þarna.
Þau þarna fyrir inn-
an gluggana hafa
mikla þörf fyrir eyra
sem hlustar og skiln-
ingsrík orð. Ég vildi að
ég hefði þúsund eyru
og ætti viturt hjarta
svo ég gæti reynst
sóknarbörnum mínum
betur. Ég reyni eins
og ég get, en ég sé
heldur ekki inn um
gluggana.
Jólin eru í nánd.
Þau koma á sínum
tíma og hann er bráðum og styttist
óðum. Þá verður allt að vera í lagi.
Þá verður allt í lagi. Það skal. Það
verður að hafa fyrir því, en það
skal!
Aðventan er sérkennilegur tími
og hefur nafn með rentu. Aðventa
þýðir koma. Það er eitthvað að
koma yfir okkur sem vekur í senn
eftirvæntingu og kvíða. Það er eins
með jólin og sumarfríið að það
verður að vera gaman og allir góðir
við alla. Flestum tekst það en
væntingarnar eru svo uppspenntar,
einkum hjá börnunum. Manni kem-
ur í hug hvort þau hafi gott af
þessari spennu sem auglýsendur
ala á í heilar sex vikur. Auðvitað
hafa þau ekki gott af þessum
ágangi og væru jafnsæl með kerti
og spil ef ekki væri látið svona með
þau. Svo eru uppgrip hjá mörgum
því sjaldan er meira unnið, það eru
próf og áramót nálgast. Margt að
gera og svo sáralítill tími eftir af
sólarhringnum til þess að gera allt
sem þarf heima. Það verður því
enginn tími til þess að hugsa og all-
ir hrífast með inn í þessa hringiðu
jólakapphlaupsins sem er enn
magnaðri en Reykjavíkurmaraþon-
ið sem er annars mesta þvaga sem
sést og guðsmildi að enginn skuli
troðast undir. Það troðast hins veg-
ar alltaf einhverjir undir í jóla-
kapphlaupinu og það er svo sorg-
legt og úr takti við jólin.
En þetta þarf ekki að vera svona
og þú getur ráðið miklu um það.
Þú þarft alls ekki að uppfylla neitt
lögmál í þessu efni. Ekki annað en
það sem ævinlega gildir mestu. Þú
þarft að elska náunga þinn. Þú
þarft að elska Guð líka en það ger-
ir þú að mestu með því að elska
náunga þinn.
Og hver er náungi minn? heyri
ég einhvern spyrja snúðugt eins og
lögfræðingurinn gerði. Þá sagði
Jesús honum söguna af miskunn-
sama Vesturbæingnum og hún er
svona:
Einu sinni voru tveir menn. Ann-
ar var ungur en hinn var gamall.
Þessi ungi var níu ára en sá gamli
sjötíu og níu ára. Þeir voru á ferð
niður í bæ. Það var rétt fyrir jól og
ys og þys á öllum. Þeir gengu yfir
Ingólfstorg en þar var enginn sem
yrti á þá. Allir á hraðri ferð og með
stress í augum.
Þeir voru báðir að leita að gjöf
handa ættingja sem þeim fannst
hvorum um sig vera sér nákominn.
Þeir gengu inn í Eymundsson með
stuttu millibili, ætluðu að kaupa
bók. Þeir reikuðu um og skoðuðu á
söluborðunum. Þeir ráku báðir
augu í bók um skip og siglingar og
seildust samtímis eftir sömu bók-
inni, hvor úr sinni áttinni. Þeir sáu
hönd hvor annars og litu upp og
horfðust í augu eitt svona fjarska
langt augnablik eins og þeir gera
sem finnst þeir ættu að þekkja
hvor annan en gera það ekki. Sá
yngri brosti og þá brosti sá gamli
líka en dauflega og lét hinum eftir
bókina og tók þá sem var næst í
staflanum. Þegar þeir komu heim
til sín hugsuðu þeir lengi hvor um
annan, því það var ekki annað að
gera. Sá gamli einn á Vesturgötu 7,
sá ungi líka einn í annarri götu.
Foreldrar hans voru báðir úti að
vinna, það er að segja mamma
hans og stjúpi. Pabbi bjó með ann-
arri konu og þeir hittust svo sjald-
an. Gamli maðurinn var oftast einn,
fékk ekki margar heimsóknir og
sárlega sjaldan af þessum eina syni
sem hann átti og ekki annað barna.
Það var maður austur í bæ sem
fékk tvö eintök af sömu bókinni um
jólin. Það var bók um skip og sigl-
ingar. Hann var lögfræðingur og
hafði áhuga á skipum.
Og Jesús spurði: Hver reyndist
þessum tveimur mönnum náungi.
Lögfræðingurinn gat engu svar-
að.
Gleymum ekki hvert öðru og gef-
um öllum tíma í jólagjöf og gefum
hann með eins löngum afborgunum
og við getum, jafnt og þétt. Við
megum ekki vinna of mikið ef það
á að takast.
PS.
Ef þú skyldir ekki finna mis-
kunnsama Vesturbæinginn sem átti
að vera í sögunni, þá kemur þú
bara til sögu sjálf/ur.
Jakob Ágúst
Hjálmarsson
Jakob Ágúst
Hjálmarsson
»Hugsun frá prests-
skaparárunum í
Dómkirkjunni.
Höfundur er fv. sóknarprestur.
jakob.hjalmarsson@simnet.is
Aðventa
Allt um sjávarútveg