Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Elsku bróðir
minn og besti vinur,
Þorgeir, Toggi, hef-
ur kvatt þetta líf
eftir ótrúlega bar-
áttu við erfið veikindi um langt
skeið. Það var þriggja ára ald-
ursbil milli okkar bræðra en við
ólumst upp á góðu heimili á
Kirkjuteig 13. Vegna þessa ald-
ursmunar var ég, stóri bróðir, í
sveit hvert sumar í 11 sumur
samfellt en Þorgeir og Sigga
Þorgeir Jónsson
✝
Þorgeir Jóns-
son prentari
fæddist 18. október
1945. Hann lést 1.
desember 2022.
Útförin fór fram
14. desember 2022.
systir voru heima á
Kirkjuteig. Hvert
okkar systkina átti
sinn vina- og fé-
lagahóp. Þegar
komið var að fram-
haldsskóla tengd-
umst við bræður
nánum böndum
sem staðið hafa
óslitið síðan.
Við bræður vor-
um gegnsýrðir af
veiðiáhuga og áratugum saman
veiddum við saman, sérstaklega
í Hvítá við Iðu, og meðfram því í
mörgum bestu laxveiðiám lands-
ins svo og í vatnaveiði á Arn-
arvatnsheiði, Skagaheiði og víð-
ar. Fjölskyldur okkar tengdust
sterkum böndum, og mjög oft
nefnd samtímis; Sigga, Svenni,
Toggi, Dröfn. Meðal annars átt-
um við sælureit á Húsafelli til
margra ára, en við áttum sitt
hjólhýsið hvor og dvöldum með
fjölskyldum okkar sumarlangt.
Tengdumst Húsafellsfjölskyld-
um sterkum böndum sem hafa
varað alla tíð. Við deildum einnig
systkinin sumarbústað foreldra
okkar við Iðu og ófáar stundir
sem við höfum notið þess að
dvelja þar við stórkostlegar að-
stæður. Einnig höfum við Toggi
og Dröfn átt margar skemmti-
legar ferðir saman í orlofshús
fyrirtækja og félaga um allt
land, oftast miðað við eina viku í
senn í byrjun ágúst í kjölfar
verslunarmannahelgar. Þá er oft
kominn berjatími, sem við bræð-
ur notuðum skynsamlega, en
konurnar voru duglegri.
Nú síðustu þrjú til fjögur ár
hafa veikindi Þorgeirs tekið yfir
venjulegt líf og reynt mjög á
Dröfn og fjölskyldu sem hafa
staðið sem klettur og verið svo
ótrúlega sterk við Togga og
heimilið og reynt að gera lífið
aðeins léttara. Þetta hefur verið
rússíbanareið fram og til baka;
spítalinn, hvíldarinnlagnir, vist-
heimili … og þetta meðan Covid-
faraldur geisaði. Ég veit að það
sem bróðir saknaði mest var að
komast ekki í sundið sitt, sem
hann fór daglega og hitti sína
góðu sundfélaga þar. Síðustu
mánuði mátti greinilega sjá hvað
honum leið illa, kvalir, máttleysi.
Hvað maður gat lítið gert fyrir
hann nema bænir um betri tíð.
Ég og Sigga mín viljum þakka
kærlega fyrir allar samveru-
stundir og kveðjum góðan
dreng, og vottum elsku Dröfn og
fjölskyldu innilega samúð.
Sveinn (Svenni) og
Sigríður (Sigga).
✝
Inga Þórarins-
dóttir fæddist
14. nóvember 1946 á
Seyðisfirði. Hún lést
á Landspítalanum 1.
desember 2022.
Inga var dóttir
Sigfríðar Hall-
grímsdóttur, f. 14.6.
1927, d. 1.2. 2021,
og Þórarins Guð-
laugs Eyvindssonar,
f. 11.10. 1925, en
kjörforeldrar Ingu voru Guð-
laugur Óskar Stefánsson, f. 12.8.
1916, d. 22.7. 1989, og Laufey Ey-
vindsdóttir, f. 19.12. 1917, d. 1.12.
1987. Systir Ingu heitir Guðfinna
Guðlaugsdóttir, f. 14.10. 1948, en
áður fæddist þeim Guðlaugi og
Laufeyju andvana sonur þann
18.6. 1946. Inga og Guðfinna ól-
ust upp á Fífilgötu 3 og Helga-
fellsbraut 21 í Vestmannaeyjum
og eiga þaðan margar dýrmætar
og góðar minningar.
Inga var einkabarn föður síns
Þórarins en sammæðra hálf-
laugur, f. 27.10. 1973, sambýlis-
kona Kristín Sigurðardóttir, f.
1977. Þeirra dóttir er Helga Lilja,
f. 16.2. 2011. 4) Kristinn, f. 10.2.
1978, d. 22.3. 2017, giftur Mar-
gréti A. Jónsdóttur, f. 1978.
Þeirra dætur eru Sigríður Anna,
f. 16.8. 2003, og Inga Guðrún, f.
18.3. 2008. 5) Hildur, f. 29.9. 1984,
sambýlismaður Gregory John
Dixon, f. 1985. Þeirra dóttir er
Helena Christine, f. 15.4. 2014.
Fyrir átti Hildur dóttur með
Guðna Guðjónssyni, f. 1985, Emil-
íu, f. 5.7. 2007.
Inga lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1966 og þaðan lá leið hennar í
Kennaraháskólann í Reykjavík
og útskrifaðist hún þaðan 1968.
Inga hóf störf sem kennari strax
eftir útskrift við Barnaskóla og
Hamarsskóla Vestmannaeyja og
kenndi þar til hún lét af störfum
árið 2017 þá rúmlega sjötug að
aldri. Inga hafði yndi af fallegri
tónlist og söng í Kór Landakirkju
í áratugi. Einnig gekk hún í Re-
bekkustúkuna Vilborgu í Odd-
fellowreglunni og var félagi þar
allt til hinsta dags.
Útför Ingu fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag,
17. desember 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
systkini Ingu eru
Bjarndís Harð-
ardóttir, f. 16.11.
1948, d. 10.12. 2021,
Valur Harðarson, f.
11.3. 1954, d. 24.10.
2018, Hjörtur Harð-
arson, f. 23.10. 1955,
Hallgrímur Harð-
arson, f. 4.7. 1958,
og Helena Harð-
ardóttir, f. 19.4.
1964.
Hinn 16. október 1971 giftist
Inga Ólafi Magnúsi Kristinssyni,
f. 2.12. 1939, d. 4.1. 2018. For-
eldrar hans voru Kristinn Magn-
ússon, f. 1908, d. 1984, og Helga
Jóhannesdóttir, f. 1907, d. 1993.
Börn Ingu og Ólafs eru: 1) Helga,
f. 20.8. 1970, barnsfaðir Örn Guð-
mundsson, f. 1969, d. 2022. Þeirra
synir eru Ásgeir, f. 12.7. 1989, og
Ólafur Ingi, f. 8.8. 1993. 2) Lilja, f.
17.2. 1972, gift Gunnari Sigurðs-
syni, f. 1970. Þeirra synir eru
Gauti Þór, f. 4.2. 2002, og Krist-
inn Gunnar, f. 22.9. 2005. 3) Guð-
Elsku mamma,
Góða nótt
Guð geymi þig
og alla í heiminum
sömuleiðis
Þín
Hildur.
Elsku mamma okkar.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért farin frá okkur. Þrátt fyrir
gríðarlegan söknuð og sorg finn-
um við huggun í því að nú ert þú
komin til pabba og Kidda sem þú
saknaðir svo óendanlega mikið.
Það er skrýtið að koma heim á
Höfðaveginn og hafa þig ekki til
að taka brosandi á móti okkur í
dyrunum, spennt að fá barna-
börnin í heimsókn sem þú vildir
allt fyrir gera og varst þeim svo
óendanlega góð. Minningar
þeirra um ömmu sína eru ómet-
anlegar og munu ylja þeim í sökn-
uðinum.
Hvíl í friði, elsku mamma, við
munum sakna þín.
Helga, Lilja,
Guðlaugur (Gulli)
og Hildur.
Ég man það eins og það hafi
gerst í gær þegar ég hitti mömmu
hans Kidda fyrst, hana Ingu Þór-
arinsdóttur. Ég var 19 ára stelpa
að fara til Vestmannaeyja í fyrsta
skipti en á döfinni var m.a. að
hitta fjölskyldu kærasta míns.
Eðlilega var ég aðeins kvíðin að
hitta fólkið en sá kvíði reyndist
með öllu óþarfur. Þau hjónin tóku
mér opnum örmum og streymdi
hlýjan frá Ingu. Mér varð ljóst að
ef við Kiddi myndum festa ráð
okkar fengi ég yndislega tengda-
móður í henni. Inga reynist mér
afskaplega vel alla tíð.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar hún kom og var hjá
okkur Kidda og sinnti nöfnu sinni
um nokkurt skeið, sem þá var
nokkurra mánaða, vegna þess að
ég átti erfitt með umönnun henn-
ar eftir aðgerð. Mikið óskaplega
var ég þakklát fyrir þá aðstoð og
hennar góða félagsskap. Það var
alltaf jafn yndislegt að koma á
Höfðaveginn þar sem oft var
margt um manninn og góðar
minningar skapaðar í kringum
eldamennsku, bakstur og borðs-
pil og auðvitað mikið punt þegar
lagt var á borðið. Hún var ynd-
isleg amma, og lagði sig alla fram
til þess að dætur okkar Kidda
ættu skemmtilegar og spennandi
stundir í Vestmannaeyjum, slíkt
var dekrið. Þessarar góðu konu,
Ingu Þórarinsdóttur, er og verð-
ur sárt saknað. Ég samhryggist,
elsku Helga, Lilja, Gulli og Hild-
ur, og bið þess að mamma ykkar
sé komin í faðminn á pabba ykkar
og Kidda.
Margrét Arnheiður
Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við kæra
frænku og vinkonu, Ingu Þórar-
insdóttur. Hennar verður saknað
mikið og aðventan í ár er ekki jafn
björt og áður í kjölfar fráfalls
hennar.
Inga var hluti af fjölskyldu sem
var ákaflega samhent í einu og
öllu. Oft var grínast með að fjöl-
skyldan væri eins og baunabelg-
ur, allir saman í einum hóp. Þessi
samlíking á vel við því mæður
okkar Ingu og fjölskyldur voru
mjög nánar og mikill samgangur
á milli.
Inga var alin upp í Vestmanna-
eyjum, gekk í Menntaskólann á
Akureyri og tók síðan kennara-
próf. Hún starfaði við kennslu alla
sína starfsævi og tók þátt í fé-
lagsstörfum eins og hún hafði
tíma til með fjölskyldunni. Hún
söng í Kirkjukór Landakirkju í
mörg ár og tók þátt í starfi Odd-
fellowstúkunnar Vilborgar í Vest-
mannaeyjum.
Inga og eiginmaður hennar
Ólafur M. Kristinsson eignuðust
fimm börn. Heimilið var stórt og
mikið líf á því. Inga var nátengd
börnum sínum og reyndi að eyða
eins miklum tíma og hún gat með
þeim og á síðustu árum, eftir frá-
fall Ólafs, voru börnin dugleg að
koma til Vestmannaeyja og eyða
tíma með móður sinni. Allar há-
tíðir var fullt hús af börnum og
barnabörnum og Inga naut þess
að hafa fjölskylduna sína hjá sér.
Barnabörnin níu voru ömmu sinni
dýrmæt og alltaf velkomin í heim-
sókn.
Inga missti son sinn, Kristin,
og mann sinn, Ólaf, með tiltölu-
lega stuttu millibili og var það
henni þungbær missir. Hún barð-
ist við erfiðan sjúkdóm síðasta ár-
ið og tókst á við veikindi sín af yf-
irvegun til þess síðasta með
stuðningi fjölskyldu sinnar. Inga
hefði án efa viljað taka þátt í lífi
barna og barnabarna mikið leng-
ur en hún hafði tækifæri til en þau
eiga eftir góðar minningar um
móður og ömmu.
Lilja Þorsteins og
fjölskylda.
Inga vinkona mín og sam-
starfskona til margra áratuga er
fallin frá svo allt of snemma og
óvænt þrátt fyrir veikindi. Við
kynntumst sem samstarfskenn-
arar í Barnaskóla Vestmannaeyja
og síðan þróaðist samstarfið í vin-
áttu okkar og svo barnanna okk-
ar. Inga bjó á Höfðavegi 39 og þar
var alltaf líf og fjör með stóra
barnahópnum þeirra Óla og vin-
um barnanna en alltaf virtist vera
nóg rými fyrir alla og ekki talið
nákvæmlega þegar sest var við
matarborðið hvort þar væru ein-
hverjir aukameðlimir. Þau voru
samhent í þessu Inga og Óli og
krakkarnir fundu að þarna voru
þau velkomin.
En Inga lét sig líka aðra varða
og vil ég þakka fyrir þá umhyggju
og væntumþykju sem hún sýndi
mér og börnunum mínum. Alltaf
fann maður sig velkominn á
Höfðaveginn eins og maður væri í
fjölskyldunni. Inga hafði mjög
gaman af tónlist og oftar en ekki
var sett plata á fóninn með söng
heimssöngvara eins og Callas,
Carreras eða Pavarotti til yndis-
auka.
Inga var mjög umhyggjusöm
móðir og var í afar góðu og miklu
sambandi við börnin sín og svo
síðar barnabörnin. Það var því
mikill harmur þegar Kiddi sonur
hennar lést svo óvænt aðeins 39
ára gamall og svo missti hún Óla
tæpu ári síðar. En Inga hélt vel
utan um hópinn sinn og ræktaði
sambandið vel og börnin og
barnabörnin voru dugleg að koma
til Eyja og eiga samvistir við
hana. Þau sýndu líka mömmu
sinni einstaka umhyggju í þeim
erfiðu veikindum sem hún gekk í
gegnum.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa til Ingu, þakklæti
fyrir allar þær góðu stundir sem
við og fjölskyldurnar áttum sam-
an.
Elsku Helga, Lilja, Gulli, Hild-
ur, tengdabörn og barnabörn,
megi allar góðar vættir vaka yfir
ykkur og styrkja og munið að
Inga lifir áfram í ykkur, megi
minningin um yndislega mömmu
og ömmu létta ykkur sorgina.
Hjálmfríður.
Inga
Þórarinsdóttir
Okkar ástkæra
SILJA KJARTANSDÓTTIR,
Stakkahlíð 17a, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 25. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 19. desember klukkan 15.
Gísli Óskarsson
Kjartan Magnússon
Magnús Ingi Kjartansson Erla María Sveinsdóttir
María Ósk Beck Jakub Biegaj
Hildur Petersen Halldór Kolbeinsson
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs sonar okkar
og bróður,
ÁRNA SÆVARS GYLFASONAR,
Austurbrún 6a,
Reykjavík.
Gylfi Ómar Héðinsson Svava Árnadóttir
Hörður Már Gylfason Björk Ólafsdóttir
Inga Rut Gylfadóttir
og systkinabörn
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur vegna
andláts og útfarar okkar ástkæru
AUÐAR INGVARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sóltúns 3-B og alls starfsfólks þar fyrir
kærleiksríka umönnun.
Sveinbjörg Egilsdóttir Rögnvaldur Ólafsson
Jón Egilsson
Helga Egilsdóttir Guðmundur Björnsson
ömmubörn, makar og langömmubörn
Okkar ástkæri
GÍSLI ÖRN GUNNARSSON,
Hafnarbraut 35,
Höfn í Hornafirði,
lést á Landspítalanum 12. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju
fimmtudaginn 22. desember klukkan 13. Streymi frá útförinni
má finna á hafnarkirkja.is.
Halldóra Sigurbjörg Stefánsdóttir
Gunnhildur Lilja Gísladóttir Valgeir Þór Steinarsson
Halldór Bragi Gíslason Eydís Dóra Einarsdóttir
Sigurrós Guðbjörg Gíslad. Arnar Már Hall Guðmundsson
Hafdís Stefanía Eiríksdóttir Björn Þór Imsland
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær maki minn, móðir, tengdamóðir og
amma okkar,
ÓLÖF HEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést 28. nóvember á Landspítalanum við
Hringbraut. Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
19. desember klukkan 13.
Kristján Már Gunnarsson
Margrét Björg Jakobsdóttir Justin Lloyd Carter
Jakob Tristan Carter
Atlas Krummi Carter
Viktoria Kría Carter
Kæru ættingjar og vinir.
Við þökkum ykkur af alúð fyrir fallegar
kveðjur og hluttekningu vegna fráfalls
okkar yndislega föður, tengdaföður,
afa og langafa,
INGIMARS EINARSSONAR
leigubílstjóra,
Sóltúni 2,
áður Laugarnesvegi 87.
Gleðilega hátíð með ljósi og friði.
Guðrún Katrín, Jóhanna Sigrún og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN ÞORLEIFSSON
vélstjóri,
áður til heimilis að Lækjargötu 4,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
15. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 22. desember klukkan 13.
Börn, tengdabörn og afabörn