Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 49

Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 84% 91% 71% Nána i upplýsingar um sýningartíma á sambio.is USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post REEL VIEWS EMPIRE AV CLUBNEW york post indie wire entertainment weekly the atlantic chicaco sun-times the playlist 82% þá, ef þessi nýja, Christmas with Cliff, er ekki bara best. Hinar búa yfir vissri poppslikju, Cliff enn að reyna að halda sér í bransanum en nú þarf hann ekki að sanna neitt lengur eða reyna. Ákveðinn heilagleiki yfir, röddin svona meira og minna farin, en það bara eykur á krúttlegheitin. Chris Isaak á þá jólaplötu, Everybody Knows It‘s Christmas, sem er hans önnur. Árið 2004 kom út hin ágæta Christmas og höggvið er í svip- aðan knérunn hér, ballöðukennt, brilljantínsmurt rokk og ról að hætti sjötta áratugarins og þessi einstaka dulúð sem fylgir Isaak, þessu undri sem er hvað þekkt- ast fyrir þennan eina smell sinn, „Wicked Game“. Tvær plötur vöktu sérstaka athygli mína. Gloria Estefan stendur að plötunni Estefan Family Christmas ásamt dóttur sinni, Emily, og barnabarni, Sasha Estefan-Coppola. Það er mjög skemmtilegur andi yfir plötunni, smá rómanskir/„latin“ straum- ar og plötuumslagið nikkar til svipaðra platna frá sjöunda og áttunda áratugnum er Jacksons, Osmonds og Sinatra-fjölskyldan hlóðu í svipaða gripi. Þá er hin stórkostlega Macy Gray, sem sló í gegn 1999 með plötunni On How Life Is, með plötu sem hún kallar Christmas with You. Einstök rödd Gray, sem lýsir sér helst í inn- blásnum rámleika, er sett undir fönkaða, hipphopp-legna tónlist og óeðlilegheitin skila sigri („Blue Christmas“ í bossa nova-útgáfu!?). Æ, það er hressandi að hrista upp í þessu öllu saman endrum og eins. Nefni líka, áður en ég kveð, þrjár íslenskar plötur sem komu út í ár. Lón gaf út Fimm mínútur í jól, Rakel Páls Með jólin í hjarta mér og Baggalútur Jólasjór. Og þessu fagna ég, við Frónbúar höfum verið að fá ca. 2-4 nýjar íslenskar jólaplötur á ári og um að gera að bæta á þennan lager. Hafið það gleðilegt og gott, kæru lesendur, í aðdraganda jóla og ekki gleyma að hlusta á tónlist. Hún er best. hljóðritanir, en Cliff er kominn á níræðisaldur, 82 ára. Um er að ræða þriðju jólaplötu okkar manns en áður hafa komið Together with Cliff Richard (1991) og Cliff at Christmas (2003). Svei mér Já, þegar stærsta fréttin í þessum efnum er jólaplata með Backstreet Boys, strákasveitinni amerísku, sem var risastór en er það ekki lengur, þá er ljóst að fátt er um fína drætti. En bíðum samt aðeins. Líkt og Take That þá hafa Backstreet Boys notið farsællar endurkomu, eru eðlilega ekki eins miklir risar og fyrir tuttugu árum, en eru engu að síður að keyra sæmilegan feril í dag, njóta vinsælda, jafnvel virðingar. Platan er eins og við mátti búast, sírópslegið ofurpopp og væmnin og ósmekklegheitin botnuð sem aldrei fyrr. Hey, þetta er Ameríka! Draumaverksmiðjan og allt það. Skjannahvítt nútíma doo-wop og allur pakkinn. Best að færa sig á aðeins skap- legri mið. Alicia Keys, sá mikli meistari, er með jólaplötu sem kallast Santa Baby. Smekklegt r og b og sálartónlist, minnir mig dálítið á ágæta plötu John Legend frá 2019 sem heitir að sjálfsögðu A Legendary Christmas (má líka til með að minnast á endurút- gáfu jólaplötunnar The Spirit of Christmas sem Ray Charles gaf út 1985 en hún hefur verið ófáanleg um langa hríð). Fleiri söngkonur eiga plötu í skónum þetta árið. Joss Stone, breska sálarsöng- konukraftaverkið, er með plötu og ekki hljómaði hún vel í fyrsta rennsli. Undarlegur rembingur og fals. Einnig eru plötur í ár frá eitís-popparanum Debbie Gibson og Andreu Corr, sem syngur með Corrs-systkinunum írsku. Þær bíða rannsóknar. Athugið nefni- lega, að sumt sem hljómar alveg ágætlega á pappír spilast síðan ekkert sérstaklega vel. Ég minnist þess t.d. að jólaplötur Gwen Stefani (2017) og Kylie Minogue (2015) eru bara allt í lagi, ekki mik- ið meira, á meðan plötur Noruh Jones (2021) og Kacey Musgraves (2016) eru snilld! Reyndar hlýtur sá stærsti þetta árið að teljast Cliff Richard, ein skærasta poppstjarna sem skinið hefur í Bretlandi. Hann er sem sagt með nýja jólaplötu, nýjar „Ég vild' að alla daga væru jól …“ Það er mjög skemmtilegur andi yfir plötunni, smá rómanskir/„latin“ straumar og plötu- umslagið nikkar til svipaðra platna frá sjöunda og áttunda áratugnum. Venju samkvæmt mun ég nú ræða um nokkrar nýútkomnar jólaplötur, erlendar sem innlendar. Heimt- ur voru hins vegar tiltölulega dræmar í ár verður að viður- kennast. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddse arnareggert@arnareggert n .i Grallarar Backstreet Boys þrammameð blásaklaust grenitré.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.