Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 50
MENNING50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Ljósmyndaprentun
Frábært fyrir ljósmyndara. Bjóðum upp á prentun
í öllum stærðum, t.d. á striga, álplötu eða pappír.
Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|konni@xprent.is
www.xprent.is
Þ
essi bók er um Ásmund
prest Gunnlaugsson (1789-
1860) sem var brokkgengur
mestalla ævi sína; bjó
„við fátæki og lítinn orðstír“ segir
einhvers staðar. Honum var talið til
tekna að skrifa góða rithönd, var
laginn við hesta, oft orðheppinn
og gat ort lipurlega, sbr. þessa vísu
úr Vísnasafni Skagfirðinga í HSk.:
„Fallega spretti flennir enn, / fætur
búnir stáli. / Kunnugir mig kenna
menn / á kaffibrúna Njáli“. Heldur
hallast á hestinum þegar lestir
Ásmundar eru vegnir móti kostum:
hann var ölkær og oft ofstopafullur
með víni, vífinn úr hófi, þrætu-
gjarn og þrasgefinn, óreiðumaður
í viðskiptum; stundaði hrossakaup
sem beinlínis standa undir nútíma-
merkingu orðsins. Usli er kannski
lýsandi nafn fyrir æviskeið hans
með undirtitlinum gjáflífi, þrætur
og þras. Á bókarkápu er bókin
skilgreind sem frásögn, annáll,
skáldsaga. Ásmundur var í fóstri
hjá frænda sínum, skólameistara
á Hólum sem bjó hann undir nám
í Bessastaðaskóla; brautskráður
þaðan með góðum vitnisburði 1812,
var aðstoðarprestur vestur á landi
um hríð og endaði með ósköpum,
veitt Hvanneyri í Siglufirði 1820 og
baðst hann lausnar frá kallinu 1825
er Siglfirðingar höfðu fengið nóg
af klerki sínum og var þá bú hans
gjaldþrota, lausnarbréf dagsett 21.
ágúst; bjó síðan á ýmsum bæjum
í Skagafirði, lengst í Akrahreppi,
fyrst með ráðskonu og kom undir
sig fótum, kvæntist síðla ævi, lést
1860. Hann átti að jafnaði slæmar
búsifjar við nágranna sína og lenti
oft í áflogum.
Frásögnin er reist á heimildum
eins og höf. greinir í bókarlok (219
o.áfr.). Þar ber hæst handrit Sig-
urjóns Sigtryggssonar á Siglufirði,
„419 blöð, vélrituð og handskrifuð“.
Þetta handrit
Sigurjóns er
hryggjarstykkið
í bókinni „og
víða orðrétt upp
úr því tekið þótt
þess sé ekki
getið sérstak-
lega“ (218). Ekki
er fjarri lagi
að 100 bls. séu
með þessum hætti reistar á verki
Sigurjóns sem greinilega hefur
kafað í frumheimildir, ekki síst
dómsskjöl. Stefán fræðimaður frá
Höskuldsstöðum í Blönduhlíð hefur
síðan lagt myndarlega í púkkið
í upphafsköflum bókar þar sem
stuðst er við þátt hans um Ásmund,
en einnig er leitað fanga í Djúpdæla
sögu Stefáns. Þessar frásagnir eru
allar skemmtilegar í meðförum
Úlfars. Kostulegt er að lesa um
málssóknir og þras út af einum
planka sem Ásmundur stal eða lét
stela á Siglufirði, áflogum hans og
erfiðleikum að finna föður að barni
Guðrúnar Jónsdóttur sem hann átti
og vildi rangfeðra til að bjarga eigin
skinni en varð ekki ágengt; barnið
dó í æsku. Þetta málastapp kostaði
stórfé og fyrirhöfn. Einnig átti Ás-
mundur í brasi við bústýrur sínar
eða ráðskonur. Öll er þessi frásögn
reyfarakennd og heldur lesanda við
efnið; réttarflækjurnar á Siglufirði
eru þó ívið langdregnar.
Botninn dettur eiginlega úr
sögunni eftir að Ásmundur hrökkl-
aðist frá Siglufirði og settist að í
Skagafirði þar sem hann sat lengst-
um í Mikley sem hann eignaðist.
Þá er lopinn teygður með efni úr
annálum sem að vísu sýna að hluta
til aldarháttinn en kemur ekki sögu
Ásmundar mikið við. Eitt og annað
er líka sótt í Sögu frá Skagfirðing-
um eftir Jón Espólín og Einar
Bjarnason. Höf. eignar Hannesi
Péturssyni og Kristmundi Bjarna-
syni ritið, en þeir sáu um útgáfu
þess á sínum tíma ásamt Ögmundi
Helgasyni. Í lok heimildaskrár
segir að skáletraður „texti, sem
sýnir orðfæri aldarinnar, er hafður
orðrétt upp úr annálum eða ein-
hverjum framangreindra heimilda“
(220). Þetta skáletur sýnist mér
vera einungis á einum stað í bókinni
(116). Á tveimur stöðum hefur
Víðimýri laumast inn í textann þar
sem á að standa Flugumýri (147,
151); ekki hnaut ég um fleiri prent-
villur, sjá þó línuskiptingu á bls. 30.
Tvímælis orkar að nota Tröllaskagi
(112) um hálendið milli Skaga- og
Eyjafjarðar því það örnefni er nýtt,
frá fyrri hluta 20. aldar og þekktist
því ekki á sögutíma. Kápa Ragnars
Helga Ólafssonar er einkar falleg
og fer vel á því að byggja hana á
ljósmynd Howells sem drukknaði
í Héraðsvötnum 1901 og var jarð-
settur í kirkjugarði á Miklabæ, á
næstu grösum við slóðir Ásmundar
í Skagafirði.
Klerkur í klögumálum
BÆKUR
SÖLVI SVEINSSON
Heimildaskáldsaga
Usli. Gjálífi, þrætur og þras
Eftir Úlfar Þormóðsson.
Veröld 2022. Innb. 221 bls.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn Frásagnirnar sem Úlfar Þormóðsson vinnur með í bókinni
eru „allar skemmtilegar í meðförum“ hans, segir gagnrýnandinn.
P
edro Gunnlaugur Garcia
hefur gefið út sína aðra
skáldsögu og ber hún titil-
inn Lungu. Hans fyrsta verk,
skáldsaganMálleysingjarnir (2019),
var metnaðarfull frumraun og aftur
ræðst höfundurinn ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur.
Skáldsögurnar tvær eiga það
sameiginlegt teygja sig nokkuð
langt í tíma og rúmi. Sögumaðurinn
stekkur léttilega milli landa og milli
áratuga í þeim báðum.
Í Lungum kynnumst við Jóhönnu
sem árið 2089 hefur lestur á verki
föður síns, Stefáns, þar sem hann
rekur ættir sínar og segir deili á
fjölskyldumeðlimum. Ættarsagan
hefst í Toskana
á Ítalíu, síðan er
förinni heitið til
Pennsylvaníu og
Toronto og loks
lendir frásögnin
á Íslandi. Það
koma fyrir
margar persón-
ur en á blaðsíð-
um bókarinnar
hefur ættartré verið komið fyrir
með reglulegu millibili sem sífellt
vex eftir því sem fleiri persónur eru
kynntar til sögunnar. Það gerir les-
andanum auðveldara fyrir að henda
reiður á persónunum og tengslum
þeirra. Fjölskylduböndin eru í miklu
aðalhlutverki og misvelheppnuð
samskipti innan þeirra einnig.
Farið er hratt yfir sögu framan af
og þar eru sögurnar líka ævintýra-
legri. Til dæmis kemur risavaxinn
hani við sögu sem fær nafnið Júpíter
og herjar á bíla og annað sem
honum þykir ógna ástvinum sínum.
Í Málleysingjunum kom einmitt líka
fyrir furðulegur fugl með sterkan
persónuleika.
Það verður fljótlega nokkuð ljóst
að verkið minnir á suðuramerískar
ættarsögur, sveipaðar töfraraunsæi,
og Pedro sagði sjálfur í viðtali hjá
Agli Helgasyni í Kiljunni fyrr í vetur
að hann hefði horft til meistarans
Isabel Allende og verks hennar Húss
andanna við skrifin.
Pedro hefur nýtt sér form ramma-
frásagnar við skrifin. Sagan sem
Stefán hefur sett saman er römmuð
inn af sögumanni sem segir frá Jó-
hönnu og Stefáni árið 2089. Stefán
er þar með ábyrgur fyrir megin-
bálki skáldsögunnar og ræða þau
Jóhanna nokkrum sinnum innihald
ættarsögunnar og svara þar meðal
annars gagnrýni sem lesendur gætu
haft. Stefán viðurkennir til dæmis
að hafa fært svolítið í stílinn, hann
hafi ekki „getað setið á sér og fyllt
frásögnina af sama rugli og allar
hinar bækurnar“ (87). Því má fyrir-
gefa ýmislegt; ótrúverðug samtöl,
ævintýralegar ýkjur og klúrheit sem
virðast nokkuð óþörf.
Þótt verkið eigi ættir að rekja til
hefðbundinna ættarsagna þá nær
verkið eins og áður sagði til 2089 og
því leynist þar ákveðin framtíðarsýn
og þar með laumast inn í frásögn-
ina atriði sem eiga meira skylt við
vísindaskáldskap af einhverju tagi.
Til dæmis eru vísindaleg viðbrögð
við hlýnun jarðar í bakgrunni frá-
sagnarinnar og starf Jóhönnu er á
sviði sýndarveruleika.
Vilji maður staðsetja vísinda-
skáldskap í íslenskum veruleika
er upplagt að taka fyrir Íslenska
erfðagreiningu og spinna út frá
þeim verkefnum sem þar er ráðist í.
Þetta gerir Sjón til að mynda í síð-
asta bindi Codex 1962, Ég er sofandi
hurð, sem hann kallar einmitt vís-
indaskáldsögu. Íslensk erfðagrein-
ing kemur við sögu í Lungum og það
er auðvitað viðeigandi þegar um
ættarsögu er að ræða. En það hefði
verið gaman að sjá Pedro kafa enn
dýpra í forvitnilegan brunn erfða-
vísindanna og þeirra hugmynda og
siðferðislegu spurninga sem þar er
að finna. Þar liggur nefnilega einn
forvitnilegasti þráður verksins.
En þar sem höfundurinn tekur
fyrir mörg stór viðfangsefni nær
hann ekki að gera þeim öllum góð
skil. Bókin verður því sumu leyti
stefnulaus og það er erfitt að átta
sig á því hverju höfundurinn vill
helst koma til skila.
Pedro er hins vegar stílviss og
góður sagnamaður. Margar af
sögunum sem hann segir af þessari
fjölskyldu hefðu getað staðið einar
og sér sem smásögur. Heildar-
byggingin, með rammafrásögninni,
er líka vel heppnuð. Sögumanninum
tekst nokkuð vel að halda ólíkum
boltum á lofti og stýra lesandan-
um í gegnum þennan mikla bálk
með hinu stóra og fjölskrúðuga
persónugalleríi.
Orðið frásagnargleði hefur verið
notað til þess að lýsa verkinu, bæði í
káputexta bókarinnar og í rökstuðn-
ingi dómnefndar með tilnefningu til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
í ár, og það er ekki að ástæðu-
lausu. Sögumaður flýgur áfram og
lesandinn bíður þess í ofvæni hvert
hann verði leiddur næst.
Pedro Gunnlaugur Garcia er
höfundarnafn sem vert er að leggja
á minnið því það býr forvitnilegur
kraftur í skrifunum og ég vona að
okkar bíði fleiri verk úr smiðju hans.
Fjölskrúðug
ættarsaga
BÆKUR
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
Skáldsaga
Lungu
Eftir Pedro Gunnlaug Garcia.
Bjartur, 2022. Mjúkspjalda, 391 bls.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Pedro GunnlaugurHöfundurinn er „stílviss og góður sagnamaður“.