Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Skeifan 8 | Kringlan | Glerártorg | casa.is
„Ég er yfirleitt með margt í gangi
í einu. Einu sinni heyrði ég það
heilræði að maður ætti alltaf að
einbeita sér að því þar sem hitinn
er. Þegar þessar smásögur byrjuðu
að draga mig inn passaði ég bara
að neita þeim ekki um athyglina,“
segir Örvar Smárason um fyrsta
smásagnasafnið sitt sem nefnist
Svefngríman og nýverið kom út.
Áður hefur hann sent frá sér nóv-
elluna Úfin, strokin og ljóðabókina
Gamall þrjótur, nýir tímar.
Það er óhætt að segja að sögurn-
ar átta sem í bókinni birtast vegi
skemmtilega salt á milli hins hvers-
daglega og fjarstæðukennda. Var það
með ráðum gert?
„Ég held að það komi til af því
að ég var að reyna að skrifa eins
hversdagslegar sögur og ég gæti
um fólk sem stendur hvergi út úr
og býr í nákvæmlega sama heimi
og við hin í hversdagsleika okkar.
Því hinn hlutinn, þ.e. furðurnar og
skringilegheitin, þau koma bara af
sjálfu sér. Með því að dvelja með
persónum í eins fábrotnum og
venjulegum aðstæðum og hugsast
getur komst ég miklu nær persón-
um en ég hafði ímyndað mér,“ segir
Örvar og bendir sem dæmi á að
persónur hans fara í sund, nenna
ekki að vaska upp og liggja í baði.
Á sama tíma fjalla sögurnar um
óraunverulega hluti á borð við síð-
asta kaffibollann fyrir heimsendi,
eðlilegan útlimamissi og gervi-
greindarvináttu.
Oft úðað frá sér ýmsu efni
Er smásagnasafnið búið að vera
lengi í smíðum?
„Já, ég er búinn að vinna þetta
mikið og lengi. Á sama tíma er ég
búinn að vera að skrifa mikið annað
og semja tónlist, þannig að þetta
hefur ekki verið eina verkið mitt
á síðustu árum,“ segir Örvar, sem
er þekktur fyrir verk sín í tónlist-
arheiminum en hann er stofnandi
hljómsveitarinnar múm og meðlim-
ur FM Belfast frá upphafi auk þess
sem hann hefur komið að fjölbreytt-
um samstarfsverkefnum og skrifað
texta við lög fjölmargra íslenskra
hljómsveita og tónlistarmanna.
„Eitt af því sem heillar mig við
að skrifa er að geta verið einn og
gefið mér aðeins lengri tíma til
sköpunar, því ég hef í gegnum tíðina
stanslaust verið að úða frá mér alls
konar efni,“ segir Örvar og bendir
á að tónlistarbransinn einkennist af
mikilli samvinnu og samsköpun.
„Á sama tíma er mikilvægt að fá
góðan yfirlestur,“ segir Örvar sem
er menntaður í handritaskrifum
frá kvikmynaskólanum FAMU í
Prag, er með BA-gráðu frá Háskóla
Íslands í kvikmyndafræði og út-
skrifaðist úr meistaranámi í ritlist
vorið 2021. „Smásagnasafnið er að
stórum hluta til skrifað meðan ég
var í ritlistarnáminu. Það reyndist
mér ómetanlegt að fá yfirlestur
og endurgjöf frá bæði kennurum
og samnemendum. Á sama tíma
sköpuðust þar aðstæður sem kröfð-
ust þess að ég temdi mér ákveðna
vandvirkni, sem var gott.“
Gríma umlykur bókina
Fyrr á árinu fékkstu nýræktarstyrk
Miðstöðvar íslenskra bókmennta
fyrir Svefngrímuna, auk þess sem
smásagan „Sprettur“ í safninu fékk
fyrstu verðlaun á Júlíönuhátíðinni.
Hvaða þýðingu hefur það haft fyrir
þig að fá svona góðar viðtökur við
skrifum þínum?
„Það að einhver skuli í fyrsta lagi
nenna að lesa þetta og í öðru lagi
gefa manni einhvers konar viður-
kenningu, það gefur manni mikla
orku og ástæðu til að halda áfram
þegar maður vill gefast upp.“
Hönnun bókarinnar er mjög óvenju-
leg. Hvernig er hún til komin?
„Ég er náttúrlega svo ótrúlega
heppinn að komast að hjá útgáfunni
Angústúru. Strax frá byrjun voru
þær tilbúnar að leggja mikinn tíma
og hugsun í alla útfærsluna á þessu
bókverki. Birna Geirfinnsdóttir
hjá Studio Studio á heiðurinn af
sjálfri hönnuninni. Á einhverjum
tímapunkti datt mér í hug að mig
langaði að gera bók sem byrjaði á
forsíðunni og endaði á baksíðunni,
þannig að textinn væri aðalatriðið.
Þá var ákveðinn höfuðverkur að
koma upplýsingum um útgáfuna
fyrir og þá kom þessi hugmynd
um að setja þetta blað utan um
bókina, sem verður síðan að þessari
grímu,“ segir Örvar og bendir á að
hægt sé að sjá texta bókarinnar í
gegnum grímuna sem umlykur bók-
ina. „Þetta er þunnt lag sem pínu
byrgir sýnina og kallast þematískt
sterklega á við innihaldið.“
Talandi um innihald þá má að lýsa
sögunum sem harmrænum og sárs-
aukafullum, en á sama tíma búa þær
yfir húmorískum undirtón. Er þetta
vandratað einstigi?
„Ég held að ég gæti aldrei
skrifað án þess að hafa einhvern
húmor með. Að mínu mati haldast
húmorinn og hrollvekjan oft þétt
í hendur,“ segir Örvar og nefnir
í því samhengi smásögur Shirley
Jackson. „Þetta eru ekki hrollvekj-
ur fullar af hryllingi heldur frekar
ókennileika og furðulegheitum í
aðstæðunum.“
lSvefngrímannefnist fyrsta smásagnasafnið semÖrvar Smárason sendir
frá sérl„Ég var að reyna að skrifa eins hversdagslegar sögur og ég gæti“
„Furðurnar koma af sjálfu sér“
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Ljósmynd/Saga Sig
Örvar „Aðmínumati haldast húmorinn og hrollvekjan oft þétt í hendur.“
Syngjum jólin inn í Hallgrímskirkju
„Syngjum jólin inn“ er yfirskrift
dagskrár sem haldin er í Hall-
grímskirkju á morgun, sunnudag,
kl. 17. „Þar gefst kirkjugestum
kostur á að undirbúa jólahátíð-
ina með því að syngja marga af
ástsælustu jólasálmunum auk
þess að hlýða á fallegan kórsöng
og lestra,“ segir í tilkynningu frá
skipuleggjendum.
Fram koma Kór Hallgríms-
kirkju, Kór Breiðholtskirkju,
Kór Neskirkju, Björn Steinar
Sólbergsson, Steinar Logi Helga-
son, Steingrímur Þórhallsson og
ÖrnMagnússon. „Kórarnir munu
syngja bæði hver í sínu lag en
mynda einnig saman glæsilegan
100 manna kór.“ Prestar safnað-
anna, þ.e. sr. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir, sr. Jón Ómar Gunnarsson,
sr. Sigurður Árni Þórðarson og
sr. Skúli Sigurður Ólafsson, taka
þátt í tónleikunummeð lestrum
úr ritningunni. Söfnuðurinn
tekur undir í almennum söng
og biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir, blessar söfnuðinn
í lok tónleikanna. Aðgangur er
ókeypis og öll velkomin meðan
húsrúm leyfir.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Roði Hallgrímskirkja í ljósaskiptum.
Jólin koma gefin út
í pólskri þýðingu
Jólin koma
eftir Jóhannes
úr Kötlummeð
teikningum
TryggvaMagn-
ússonar kom
fyrst út haustið
1932 og fagnar
því 90 ára
útgáfuafmæli
í ár. Í tilefni tímamótanna hefur
bókin verið gefin út á pólsku í
þýðingu Nina Słowinska undir
heitinu Ida swieta. Samhliða
hefur verið sett upp sýning til
heiðurs bókinni á Landsbókasafni
Íslands – Háskólabókasafni, en
safnið eignaðist 1989 frumeintök
teikninganna í Jólin koma og eru
þær varðveittar í handritasafni.
Nordic Affect býður
Heim í Mengi í dag
Tónlistarhópurinn Nordic Affect
býður gestum og gangandi að líta
inn í Mengi í dag, laugardag, og
njóta jólatónleikannaHeim. Að-
gangur er ókeypis og er dagskráin
flutt tvisvar, kl. 16 og kl. 18.
„Dagskráin er innblásin af hug-
takinu „að halda heim um jólin”.
Hópurinn spinnur út frá því 21.
aldar jólatónleika, sem býður
hlustendum inn í tónheim barokk-
hljóðfæranna, sem einkennist af
nánd um leið og þau flytja verk
sem standa hjarta þeirra nærri
hvort heldur jólalög frá barokk-
tímanum eða þjóðlög,“ segir í
tilkynningu frá hópnum. Sérstak-
ir gestir eru IanWilson blokk-
flautuleikari og Eyjólfur Eyjólfs-
son, söngvari og langspilsleikari.
Samhljómur Fiðla og langspil.
Upplestur höfunda á Gljúfrasteini
Að vanda lesa höfundar upp úr
nýjum bókum á Gljúfrasteini á
aðventunni. Á morgun, á fjórða
sunnudag í aðventu, kl. 15 les
Elín Edda Þorsteinsdóttir upp úr
ljóðabók sinniNúningur; Gerður
Kristný upp úr ljóðabók sinniUrta
og Guðni Elísson upp úr skáldsögu
sinni Brimhólar auk þess sem
meistaranemar í ritlist lesa upp úr
bókinni Takk fyrir komuna. Dag-
skráin, sem hefst kl. 15, stendur í
klukkutíma. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Guðni
Elísson
Gerður
Kristný