Morgunblaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 52
MENNING52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Mikil virðing var ætíð borin fyrir
Laxá og fegurð hennar rómuð eins
og kom fram í kvæði Guðmundar
Friðjónssonar, föðurafa míns, hér
áður og endurspeglast í ljóði móður-
afa míns, Steingríms Baldvinssonar
í Nesi, Vornótt. Hér á eftir eru þrjú
af átta erindum:
Hvílík dásemdá láði og legi,
litaprýði umsjónarhring.
Átti að halda að entumdegi
alheims fegurstu skrautsýning?
Ljósið birtir sitt litaspil,
lífið hvað það á fegurst til.
Himinn safír, en hafið eldur,
hauður smaragðs- og rúbín-skreytt.
Eins og kristall er elfar feldur,
örþunnt purpuraklæði breitt
hafa svifský á svanhvít brjóst,
er svali nætur til ferðar bjóst.
Enginnmálar þann litaljóma,
né lýsa orð þeirri dýrðargnótt.
Ánokkur strengur það hrifsvið hljóma?
Himinn og jörð eru eitt í nótt.
Það er hátíð og heilög stund.
Eg er hálfa leið kominn á drottins fund.
Áður fyrr var áin mikilvæg lífæð
þótt hún væri einnig farartálmi þar
til hún var brúuð. Þangað sóttu
menn lax og silung í svanga munna
og andaregg í hólmana á vorin.
Þegar ég var barn var tilhlökkunar-
efni að róa út í eyjar, ganga varpið
með fjölskyldunni og bera heim
fullar fötur af andareggjum, var þó
aldrei gengið nærri varpinu. Stein-
grímur afi stýrði þessum ferðum af
röggsemi, varlega skyldi farið á ánni
og gætilega gengið að hreiðrunum,
fuglinn mátti ekki styggja meira en
nauðsyn krafði. Fengu allir ströng
fyrirmæli um að taka aldrei meira
en þrjú til fjögur egg úr hverju
hreiðri, skilja eftir minnst fjögur og
breiða dúninn vel yfir þau. Gómsæt
voru glæný andareggin með nýbök-
uðu flatbrauði og reyktum silungi
hjá ömmu Sigríði sem beið heima á
meðan yngra
fólkið fór út
í eyjarnar.
Þá var ekki
minkur við
Laxá og
fuglalífið afar
fjölskrúðugt.
Minnisstæð
eru þessi vor-
kvöld þegar
náttúran var nývöknuð af vetrar-
dvala, silungurinn vakti á lygnum
víkum, loftið ómaði af margradda
fuglasöng, hrossagaukurinn spilaði
á stélfjaðrirnar og hávellan kvað sitt
a-álla-álla. „Hvílík dásemd á láði og
legi,“ eins og afi minn kvað.
Hermóður faðir minn naut
þessara ferða, var vanur frá unga
aldri að sækja anda- og kríuvarp
á Sandi og stunda silungsveiðar.
Hann naut þess líka að skreppa með
stöng og renna fyrir lax og silung
og honum fannst gaman að fara
með okkur krakkana á æskuslóð-
irnar á Sandi og rifja upp gamlar
minningar. Oft fórum við á vorin í
kríuvarp út á Sjávarsand. Þá var
sandurinn þéttsetinn kríu og leyft
að taka annað af tveimur eggjum
úr fátæklegu hreiðri kríunnar en
hún kemur aldrei upp nema öðrum
unganum. Ætíð var valið góðviðris-
kvöld til fararinnar og skrönglast á
gamla landróver niður yfir hraun og
síðan út á sandinn en þangað lágu
lélegir troðningar yfir mýrlendi og
sandöldur. Að standa á víðáttumikl-
um sandinum og hlusta á þungan
sjávarniðinn í bland við ærandi
kríugargið var líkt og að koma inn í
aðra veröld miðað við blítt mófugla-
kvakið uppi í dal og ljúfan klið Laxár.
Návígið við sjóinn var spennandi,
nýstárlegt og ofurlítið ógnvekjandi.
Þarna var pabbi á heimavelli, hljóp
um sandinn, tíndi egg og lét sér ekki
bregða þótt krían steypti sér ofan í
höfuðið á honum. Kríuegg var eitt
það besta sem hann fékk, að ekki sé
talað um kríueggjapönnukökur sem
var gamall siður að baka úr eggjum
sem óvart brotnuðu, varla fannst
honum nokkur veislumatur komast
í hálfkvisti.
Þetta voru skemmtilegar ferðir og
ekki skemmdi fyrir ef náðist að tína
skeljar úr sjávarborðinu til að hafa
með heim í búið í Kirkjulaut þar sem
við litlu systkinin söfnuðum ýmsum
gersemum til að bústangast með.
Kirkjulaut var stór og djúpur
lautarbolli austan undir kirkju-
garðinum þar sem við lékum okkur
iðulega frá morgni til kvölds frá
vori og langt fram á haust með
leggi og skeljar og kjálka úr kúm og
kindum. Handa þessum búfénaði
heyjuðum við, slógum grasið með
gömlum sauðaklippum og rökuð-
um saman í sátur með greiðu eða
hrífubroti. Mikill fengur var að
stórum trékassa utan af píanói sem
pabbi færði mömmu einn góðan
veðurdag. Kassinn varð hin vistleg-
asta stofa þar sem bornar voru á
borð drullukökur skreyttar fjólum,
baldursbrám, fíflum, sóleyjum og
ljósbera og eldaðar dýrindiskrás-
ir úr mold og grösum á gamalli
kolaeldavél sem búin var að skila
hlutverki sínu innanhúss. Mikil alúð
var lögð í búskapinn og líkt eftir öllu
sem fram fór heima fyrir. Seinna
meir þegar ég kom með mín börn
heim í Árnes reyndi ég að vekja
áhuga þeirra á þessum leikjum en
án árangurs. Tímarnir breytast og
mennirnir og börnin með.
Kvöldið örlagaríka
En hvað gerðist þetta kvöld? Við
vitum það öll sem vorum á staðnum
og enn erum ofar moldu – en hvern-
ig getum við lýst því? Við getum það
í raun ekki þótt atburðurinn standi
okkur ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. Við komum saman þarna á
árbakkanum í síðsumarshúminu og
það var eins og einn hugur sam-
einaðist í ógurlegum krafti. Hljóð-
lega þéttist hópurinn á bakkanum
og óð hiklaust niður í farveginn til
að ráðast á stífluna. Við höfðum
aðeins járnkarla, rekur og haka að
vopni auk tveggja dráttarvéla með
skóflu og sumir unnu verk sitt með
berum höndunum.
Ævar Kjartansson sem var meðal
sprengjumanna sá atburðina þannig
fyrir sér 40 árum síðar þegar hann
ávarpaði áðurnefnda samkomu við
Miðkvísl:
Mér fannst ég vera að upplifa
sögulega stund, loksins lifði maður
það að venjulegt fólk ætlaði að taka
örlög sín í eigin hendur.
Í mínum persónulega sjónauka á
ég mér nokkrar uppáhaldsmyndir:
Jóhanna Steingrímsdóttir hús-
freyja í Árnesi með vinnuhanska að
þeyta hnullungum uppfyrir stíflu-
vegginn – Starri í Garði og Kristján
í Vogum sem voru fréttaritarar
Þjóðviljans og Morgunblaðsins
kepptust við að koma saman frétt
fyrir sín málgögn fyrir miðnætti. Í
gjörvöllu Kalda stríðinu hefur eins
góð samvinna fjendanna aldrei sést.
Þeir sátu hlið við hlið og notuðu
sama penna og sömu gleraugun.
– Mér er minnisstætt að Jón Árni
Sigfússon sem mér fannst virðuleg-
ur bílstjóri sló fótum í rass af gleði
þegar hleðslan sprakk og prestur-
inn, séra Örn Friðriksson, sveif um
svæðið eins og erkiengill og tók
myndir í gríð og erg.
Manni fannst að Hofsstaðabræður
með sína sprengikunnáttu hefðu
eins getað verið þrautþjálfaðir
skæruliðar.
Já, grjóthnullungar og torfhnaus-
ar flugu upp á bakkann og dráttar-
vélarnar erfiðuðu ofan í vatninu. En
þar kom að þær rákust á fyrirstöðu
sem ekki yrði unnin með auðveldum
hætti, steinsteyptur garður leyndist
undir jarðvegsstíflunni. Nú voru góð
ráð dýr. Þar komu Hofsstaðabræður
við sögu og fleiri snjallir kunnáttu-
menn sem höfðu tromp uppi í
erminni – dýnamít. En hvernig átti
að fara að því að sprengja stein-
steyptan vegg? Það reið á að ljúka
verkinu með hraði áður en fregnir
bærust út um aðgerðir á vettvangi.
Menn réðu ráðum sínum, Mývetn-
ingar og Aðaldælir, og svo vildi til að
Völundur bróðir minn hafði nýlega
lesið bókina Hetjurnar frá Navarone
eftir Alistair MacLean þar sem
höfundurinn lýsir aðferðum við að
sprengja stíflu. Hvar væri best að
koma dýnamítinu fyrir svo það ynni
sem skjótast sitt verk. Eftir þessum
leiðbeiningum fóru þeir Hofsstaða-
bræður þegar þeir þrýstu dýnamít-
inu upp að veggnum og tengdu við
þráðinn sem lá að hvellhettunum.
Svo skemmtilega vildi til að Laxár-
virkjunarmenn lögðu dýnamítið til
sjálfir, það geymdu þeir í hraungjót-
um skammt frá til að nota við að
sprengja klakastíflur í kvíslinni á
vetrum og var það því aðgengilegt
hverjum sem vildi. Þegar sprengi-
efninu hafði verið komið fyrir var
nær aldimmt orðið, ekki sást hik á
neinum en loftið var þrungið spennu
þegar sprengingar glumdu við og
mold og grjót þeyttist yfir svæðið.
Eins og einn sprengjumanna, öldruð
kona, hafði á orði þá breyttist
hljómur árinnar í einu vetfangi og
varð glaðværari. Og áin söng „ég er
frjáls, ég er frjáls“. Orrustunni var
lokið með sigri. Herfylkingin fagnaði
ákaft á bakkanum. Upp úr miðnætti
var verkinu lokið og hver hélt til síns
heima nokkuð þreyttur en sigur-
reifur og glaður í hjarta. Hér höfðu
orðið tíðindi sem vöktu athygli
alþjóðar og fjölmiðla og tæknirisinn
hafði opnað annað augað.
Mývetningar grétu. Þeir þó mest
sem fjarri voru þessum stórmerkj-
um, svo sem Þráinn Skútustaða-
skólastjóri. Allir gengu vel fram í
bardaganum. Mönnum kom saman
um, að klerkurinn hefði þó verið
skotdjarfastur. Mun hans framganga
lengi í minnum höfð.
Þeir sveitungar höfðu skamma
viðdvöl þar við Kvíslina, stormuðu
heim á næstu bæi og lýstu vígum á
hendur sér. Einn fyrir alla og allir
fyrir einn. Öllum mátti ljóst vera að
þar yrði við ramman reip að draga
um eftirmálin.
Þannig var komist að orði í
grínblaðinu Speglinum um haustið.
Og mikið rétt, séra Örn á Skútu-
stöðum skaut föstum skotum af
myndavél sinni á vettvangi og eru
ljósmyndir hans ómetanleg heimild
um atburðinn þótt þær beri þess því
miður merki að skuggsýnt var orðið.
Tilvísunum er sleppt.
Bókarkafli Í bókinni Ástin á Laxá segir Hildur
Hermóðsdóttir frá aðkomu Hermóðs Guð-
mundssonar í Árnesi að því þegar Þingeyingar
tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni
Enginnmálar þann litaljóma
Ljósmynd/Úr einkasafni
HugsjónirHjónin Hermóður Guðmundsson og Jóhanna Á. Steingríms-
dóttir í Árnesi í einum hólma Laxár að vori með Sigríði dóttur sína.
Gefðu mánaðar áskrift af Morgunblaðinu án endurgjalds og kynntu
vinum þínum og vandamönnum það besta í íslenskri blaðamennsku.
Gefðu gjöf
Hvernig gef ég gjöf?
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að
gefa hverjum sem er áskrift af Morgunblaðinu
í einn mánuð svo framarlega sem engin
áskrift er á heimilinu.
Viðtakandi gjafarinnar fer inn á mbl.is/gjof
og fyllir út umbeðnar upplýsingar
ásamt kennitölu áskrifanda.
Hver áskrifandi getur gefið
eina áskrift að gjöf
Ef blaðið hefur ekki borist innan fjögurra daga
frá því að kynning hefur verið samþykkt vinsamlega
hafið samband við þjónustuver Morgunblaðsins í síma 569 1100.
Tilboðið gildir til 15. janúar 2023.